Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 56
20 14. september 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Landsbankadeild kvenna Valur-Stjarnan 8-0 Dóra María Lárusdóttir 3 (4., 74., 76), Margrét Lára Viðarsdóttir 3 (40., 83., 90.), Katrín Jónsdótt- ir (28.), Ásta Árnadóttir (63.) Fjölnir-Breiðablik 1-4 Helga Franklínsd.- Berglind B. Þorvaldsd., Harpa Þorsteinsd., Sara Björk Gunnarsd., sjálfsmark. Afturelding-KR 0-1 0-1 Edda Garðarsdóttir (67.) Þór/KA-Keflavík 6-3 Rakel Hönnudóttir 4 (3., 13., 57., 90.), Mateja Zver (65.), Ivana Ivanovic (72.) - Guðrún Ólöf Olsen (7.), Agnes Helgadóttir (55.), Guðný Þórðardóttir (89.) HK/Víkingur-Fylkir 2-4 Lilja Dögg Valþórsd., Þórhildur Stefánsd. - Annii Magliuulo 2, Courtney Sobrero, Sara Sigurlásd. LOKASTAÐAN Valur 18 17 0 1 91-15 51 KR 18 16 0 2 61-15 48 Breiðablik 18 11 2 5 46-34 35 Þór/KA 18 9 2 7 45-27 29 Stjarnan 18 6 4 8 26-34 22 Afturelding 18 6 2 10 16-35 20 Fylkir 18 6 1 11 23-45 19 Keflavík 18 5 3 10 29-50 18 HK/Víkingur 18 2 4 12 20-51 10 Fjölnir 18 2 2 14 14-65 8 Enska úrvalsdeildin BLACKBURN-ARSENAL 0-4 0-1 Robin van Persie (7.), 0-2 Emmanuel Ade- bayor (45.), 0-3 (46.), 0-3 Emmanuel Adebayor (80.), 0-4 Emmanuel Adebayor (91.). FULHAM-BOLTON 2-1 1-0 Zoltan Gera (14.), 2-0 Bobby Zamora (40.), 2-1 Kevin Davies (81.). Grétar Rafn Steinsson lék fyrstu 65 mínúturnar í liði Bolton en var þá skipt út af fyrir Heiðar Helguson. LIVERPOOL-MANCHESTER UNITED 2-1 0-1 Carlos Tevez (2.), 1-1 Sjálfsmark (26.), 2-1 Ryan Babel (76.). NEWCASTLE UNITED - HULL 1-2 0-1 King (33.), 0-2 King (54.), 1-2 Xisco (81.). PORTSMOUTH-MIDDLESBROUGH 2-1 0-1 Mido (23.), 1-1 Jermain Defoe (58.), 2-1 Jermain Defoe (85.). Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútur WEST BROMWICH-WEST HAM 3-2 1-0 Morrison (4.), 1-1 Noble (27.), 1-2 Neill (34.), 2-2 Bedna¡r (37.), 3-2 Chris Brunt (82.). WIGAN-SUNDERLAND 1-1 0-1 Sjálfsmark (15.), 1-1 Amr Zaki (77.) Manchester City-Chelsea 1-3 1-0 Robinho (13.), 1-1 Ricardo Carvalho (16.), 1-2 Frank Lampard (53.), 1-3 Nicolas Anelka (70.) STAÐA EFSTU LIÐA Chelsea 4 3 1 0 9-2 10 Liverpool 4 3 1 0 5-2 10 Arsenal 4 3 0 1 8-1 9 Hull City 4 2 1 1 5-8 7 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu kvenna þriðja árið í röð með því að vinna öruggan 8-0 sigur á Stjörnunni í lokaumferðinni. Þetta var fyrsti Íslandsmeist- arabikarinn sem kemur í hús á nýja Vodafone-vellinum að Hlíð- arenda en sá fjórði á síðustu fimm árum hjá hinu sterka kvennaliði Valsmanna. Það hefur lengi legið nokkuð ljóst fyrir að Valsliðið myndi tryggja sér titilinn en það þurfti að klára leikina og það gerðu Valskonur með sannfær- andi hætti. Sophia Mundy lagði upp öll þrjú mörk Valsliðsins í fyrri hálfleik, það fyrsta fyrir Dóru Maríu Lár- usdóttur strax á 3. mínútu, þá skallamark fyrir fyrirliðann Katr- ínu Jónsdóttur og loks þrítugasta mark Margrétar Láru Viðarsdótt- ur í deildinni í sumar fimm mínút- um fyrir leikhlé. Valsliðið skoraði síðan fimm mörk í seinni hálfleik þar sem Mundy lagði upp tvö til viðbótar og bæði Dóra María og Margrét Lára náðu að fullkomna þrennu sína. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur gefið það út að hún hafi spilað sitt síðasta tímabil á Íslandi en hún hefur skorað yfir 30 mörk og unnið Íslandsmeistaratitilinn þrjú síð- ustu sumur. „Ég er virkilega ánægð en ég get alveg viðurkennt það að maður svaf ekki mikið í nótt vegna spennu. Við kláruðum þetta svo sannfærandi og getum verið virki- lega sáttar með okkar framlag í þessu móti,“ sagði Margrét Lára en tímabilið er ekki búið hjá Val. „Það má segja að við séum hálfn- aðar. Við eigum bikarinn eftir og svo Evrópukeppnina. Ég ætla að gefa allt mitt í Val því stelpurnar eiga það skilið að ég einbeiti mér að Val,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er búið að vera mér mjög erfitt sumar. Ég er búin að eiga við erfið meiðsli að stríða sem taka á andlega en ég veit að ég stóð uppi sem sigurvegari gagnvart sjálfri mér og er stolt af því.“ Dóra María Lárusdóttir hefur spilað frábærlega í sumar og þá sérstaklega á Vodafone-vellinum þar sem hún hefur skorað 10 af 15 mörkum sínum. Dóra fékk nú að vera með í meistarafögnuðinum en hefur undanfarin ár verið farin í skóla í Bandaríkjunum á sama tíma. „Nú fékk ég loksins að vera með í sigurhátíðinni sem er miklu skemmtilegra því þetta er aðal- málið. Ég fylgdist bara með á net- inu og textavarpinu síðustu ár,“ sagði Dóra María kát en hún hefur blómstrað framarlega á miðjunni í sumar. Freyr Alexandersson hefur verið viðloðandi Valsliðið síðustu ár en þetta sumarið var hann annar aðalþjálfara liðsins. „Þetta var bara flugeldasýning og við erum í skýjunum með þetta. Það er gríðarlega samstaða og vinnu- semi í þessu liði og þær eru tilbún- ar að leggja allt að veði til að ná á toppinn,“ sagði Freyr áður en hann rauk aftur inn í fagnaðarlætin. „Þetta er búið að vera frábært sumar. Þetta er þriðja árið í röð sem við verðum Íslandsmeistarar en núna loksins fengum við að taka á móti bikarnum á okkar eigin heimavelli. Maður verður aldrei leiður á því að taka á móti Íslandsbikarnum,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Valsarar fögnuðu tveimur Íslandsbikurum í gær því 4. flokk- urinn varð einnig Íslandsmeistari og fékk að vera með í sigurhátíð- inni með meistaraflokknum. „Við sáum þær spila í dag og það er frá- bært að hafa þær hérna,“ sagði Katrín að lokum. ooj@frettabladid.is Valur meistari með stæl Valskonur settu á svið flugeldasýningu í 8-0 sigri á Stjörnunni þar sem þær tryggðu sér titilinn þriðja árið í röð. Bæði Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu þrennu og Sophia Mundy lagði upp fimm mörk. STJÓRNAÐI SIGURSÖNGUM Guðbjörg Gunnarsd‘ottir; markvörður Vals er komin aftur af stað eftir að hafa slitið hásin í vor og hún stjórnaði sigursöngum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Liverpool vann í gær erkifjendur sína í Manchester United í fyrsta sinn síðan Spán- verjinn Rafael Benitez tók við lið- inu en meistararnir í United voru búnir að vinna sjö af síðustu átta leikjum liðanna í ensku úrvals- deildinni. „Við sýndum karakter og spil- uðum góðan fótbolta. Við unnum vel og í seinni hálfleik vorum við betra liðið. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir sjálfs- traust minna manna og við vitum núna að við getum unnið alla,“ sagði Rafa Benitez, eftir leik. Ryan Babel kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Liverpool sex mínútum síðar og til að kóróna slæman dag Manchester-liðsins þá var Nem- anja Vidic rekinn út af í lok leiks- ins fyrir ljótt olnbogaskot á Xabi Alonso. Manchester United og Dimitar Berbatov, sem lék sinn fyrsta leik með liðinu, fengu þó draumabyrj- un þegar Búlgarinn lagði upp mark fyrir Carlos Tevez á þriðju mínútu en Liverpool jafnaði þökk sé sjálfsmarki frá Wes Brown. Markið var það fyrsta hjá Liver- pool í sjö leikjum á móti United en það þurfti United-mann til að brjóta ísinn. „Þetta er búin að vera alltof löng bið en við fengum ekki aðeins þrjú stig með þessum sigri heldur einnig trú og mikið sjálfs- traust. Við höfum verið á eftir United og Chelsea en nú erum við á toppi deildarinnar þar sem við eigum að vera,“ sagði Jamie Carragher, varnarmaður Liver- pool. „Varnarleikurinn var mjög slakur í báðum mörkunum en heilt yfir voru þeir betra liðið. Liverpol spilaði af grimmd og við réðum ekki við það,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. Liverpool er ásamt Chelsea á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 10 stig. Chelsea vann 3-1 úti- sigur á Manchester City. Þá skor- aði Emmanuel Adebayor þrennu í 4-0 útisigri Arsenal á Blackburn og Íslendingaliðin Bolton og West Ham töpuðu bæði. - óój Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnaði langþráðum sigri gegn erkifjendunum í gær: Fyrsti sigur Liverpool á United í sjö ár LOKSINS Sir Alex Fergusson og Rafael Benitez þakka hvor öðrum fyrir leik- inn. NORDICPHOTOS/AFP > Stjörnukonur meistarar meistaranna Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar unnu öruggan 7 marka sigur á Fylki, 28-21, í árlegum leik í Meistara- keppni HSÍ í gær en þjálfari Fylkis er Aðalsteinn Eyjólfsson sem gerði Stjörnuna að Íslands- meisturum síðustu tvö ár. Harpa Sif Eyjólfsdóttir (mynd til hægri) og Alina Petrache skor- uðu 6 mörk fyrir Stjörnuna og Elísabet Gunn- arsdóttir var með 4 mörk. Sunna Jónsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fylki. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sextán stiga mun, 68-84, á móti Hollandi í Almere í gær í öðrum leik sínum í Evrópukeppninni. „Við vorum meira eða minna fjórum til fimm stigum á eftir þeim allan leikinn en aldrei meira. Það vantaði síðan alltaf herslumuninn að ná þeim,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn en Holland skoraði 15 stig í röð í fjórða leikhlutanum og gerði þá út um leikinn. „Þeir voru að setja niður alveg fáránlega erfið skot í fjórða leikhlutanum. Þeir settu meðal annars niður tvo þrista í röð úti í horni þegar aðeins ein sekúnda var eftir af skotklukkunni. Þeir áttu hörkuleik,“ sagði Sigurður. NBA-leikmaðurinn Francisco Elson (Mil- waukee Bucks) var erfiður viðureignar í gær. Hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst auk þess sem hann batt saman vörn liðsins og gerði leikmönnum íslenska liðsins erfitt fyrir að skora nálægt körfunni. „Elson átti stórleik og við áttum í basli með hann og áttum einnig í basli með að skora undir körfunni. Það var munurinn á liðunum því okkur tókst ekki að skora úr þessum auð- veldu skotum nálægt körfunni,“ sagði Sigurður. „Við vorum að spila fantavel í meira en 36 mínútur af leiknum en við misstum þá frá okkur á nokkrum mínútum í lokin.“ Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur íslenska liðsins með 12 stig; Helgi Magnússon, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu allir 9 stig. Jón Arnór skoraði 7 af fyrstu 9 stigum íslenska liðsins en síðan aðeins 2 það sem eftir lifði leiksins. „Það er mjög mikilvægt að halda sjó og byrja að einbeita okkur að leiknum á miðvikudaginn þar sem við spilum við Svartfjallaland heima,“ sagði Sigurður. „Hollend- ingar fara til Danmerkur næst og þeir eiga eftir að lenda í vandræðum þar. Við fáum Svartfjallaland í heimsókn á sama tíma og við þurfum bara að ná úrslitum í þeim leik, það er bara svoleiðis. Þetta er mjög opinn riðill og það er mjög mikilvægt að menn vinni heimaleikina sína.“ SIGURÐUR INGIMUNDARSON: ÍSLENSKA KÖRFUBOLTALANDSLIÐIÐ TAPAÐI MEÐ 16 STIGUM Í HOLLANDI Nú verðum við að ná úrslitum á móti Svartfjallalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.