Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 6
6 14. september 2008 SUNNUDAGUR SVÍÞJÓÐ Skráarskiptavefsíðan Pirate Bay liggur nú undir miklu ámæli í Svíþjóð fyrir að neita að fjarlægja ljósmyndir af tveimur myrtum börnum af vefnum. Faðir barnanna hefur eindregið biðlað til stjórnenda síðunnar að fjarlægja myndirnar, en þeir segjast ekki vera í aðstöðu til að dæma um hvað sé æskilegt að birtist á veraldarvefnum og hvað ekki. Forsaga málsins er sú að í mars voru tvö börn, tveggja og fjögurra ára, barin til dauða með hamri í smábænum Arboga í Svíþjóð, vestur af Stokkhólmi. Móðir barnanna hlaut einnig alvarlega áverka í árásinni. Foreldrar barnanna höfðu slitið samvistir, en fyrrverandi unnusta föðurins var handtekin í Þýskalandi skömmu síðar, grunuð um verknaðinn. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir. Gögnum úr rannsókn lögreglu, þar á meðal téðum ljósmyndum sem teknar voru af börnunum myrtum, var lekið á netið og birtust á skráaskiptavefnum Pirate Bay. Faðir barnanna, Niklas Jangestig, segist í samtali við dagblaðið Tidningarnas Telegrambyrå hafa beðið stjórnendur síðunnar um að fjarlægja ljósmyndirnar, en fengið til baka í tölvupósti svarið: „Þetta er bölvað tuð. Nei, nei og aftur nei!“ „Það er hvorki í okkar verkahring að dæma um hvað sé siðlaust og hvað ekki, né heldur hvað aðrir vilja setja á netið,“ sagði Peter Sunde, talsmaður Pirate Bay, í samtali við sjónvarpsstöðina TV4 í Svíþjóð. - kg Faðir tveggja myrtra barna í Svíþjóð biðlar til stjórnenda skráarskiptavefsíðu: Neita að fjarlægja myndir af myrtum börnum af netinu SORG Morðið á börnunum tveimur vakti mikinn óhug í Svíþjóð og víðar. Hér sjást nágrannar kveikja á kertum til minningar um látnu börnin. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Reykjavíkurborg yfir- tekur rekstur áfangaheimilis Líkn- arfélagsins Rissins á Snorrabraut. Risið hefur um árabil að hluta verið rekið með styrk frá Reykja- víkurborg. Velferðarsvið borgar- innar mun nú hins vegar taka að sér reksturinn og ráða sérstakan umsjónarmann auk þess sem veitt verður önnur fagleg þjónusta með öðru sniði en nú er. Í Risinu dveljast þeir sem berjast við áfengis- og vímuefnasýki og eru að aðlagast samfélaginu. Þar er aðstaða til að vista nítján manns í einu en plássunum verður fækk- að niður í þrettán með breyting- um á húsnæðinu. Að því er fram kom á fundi vel- ferðarráðs, þar sem yfirtaka rekstursins var samþykkt, nema greiðslur borgarinnar til Rissins á ársgrunni tæpum 8,2 milljónum króna á þessu ári. Rekstrarkostn- aðurinn er hins vegar áætlaður nærri 11,2 milljónir á ári eftir yfirtökuna. Sjálfir munu vistmenn greiða 43.795 krónur á mánuði fyrir húsaleigu, morgunmat og kvöldmat. „Skilyrði fyrir búsetu á áfanga- staðnum er að hafa hætt áfengis- og vímuefnaneyslu,“ segir um skilmála heimilisins í tillögunni sem velferðarsvið hefur sam- þykkt. - gar Líknarfélagið Risið hættir rekstri heimilis fyrir vímuefnasjúklinga á Snorrabraut: Borgin yfirtekur áfangaheimilið Risið RISIÐ Líknarfélagið Risið rak áður áfangaheimili í Stakkholti en hefur verið á Snorrabraut frá 1999. SLÖKKVILIÐ Slökkvilið var kallað út á tvo staði á höfuðborgarsvæð- inu í fyrrinótt. Eldur kom upp í forstofu íbúðar á neðri hæð húss við Garðaveg í Hafnarfirði um klukkan fjögur. Slökkvilið sendi þrjá bíla á staðinn. Tveir íbúar voru í húsinu, og gekk slökkvi- starf vel. Reykskemmdir urðu talsverðar en engum varð meint af. Þá kviknaði í potti á eldavélar- hellu í húsi við Giljaland í Fossvogi um miðnætti. Tvær konur voru fluttar á slysadeild með vott af reykeitrun, og voru reykskemmdir miklar. - kg Eldur á höfuðborgarsvæðinu: Eldur kom upp í tveim húsum Með fíkniefni á Akureyri Tveir menn voru gómaðir með lítið magn fíkniefna á sér á veitingastað á Akureyri í fyrrinótt. Efnið var að líkindum til einkanota. Þá stöðvaði lögreglan á Akureyri ökumann þessa sömu nótt sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR Skemmdi tvo bíla Maður var handtekinn á Akureyri í fyrrinótt þegar hann lét skap sitt bitna á tveimur bifreiðum sem lagt hafði verið við Oddagötu. Skemmdi maður- inn spegla og gekk yfir aðra bifreiðina svo á henni sá. Hann var látinn gista í fangageymslu lögreglu. Tveir létust í sprengjuárás Maður og kona létust og níu aðrir særðust þegar tvær sprengjur sprungu í bæ á Mjanmar á fimmtu- dagskvöld. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en fyrr um daginn höfðu þrír slasast þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni Rangún. MYANMAR BERLÍN, AP Umdeild vaxmynd af Adolf Hitler er nú aftur komin á vaxmyndasafn Madame Tussaud í Berlín. Safnið í Berlín var opnað í sumar og vakti vaxmyndin af foringjanum vakt sterk viðbrögð. Svo sterk reyndar að einn safngestanna tók sig til og og hjó höfuðið af styttunni. Vaxmyndin var send í viðgerð sem tók nokkrar vikur. Nú hefur henni verið skilað heilli aftur í safnið. Vaxmyndinni er stillt upp í eftirlíkingu af byrgi Hitlers þar sem hann svipti sig lífi árið 1945. Hefur öryggisgæslan verið hert og geta gestir safnsins ekki lengur gengið inn í byrgið. Höfuð foringjans ætti því að vera öruggt í bili. - þo Vaxmynd send í viðgerð: Hitler kominn til Berlínar á ný VAXMYND EFTIR VIÐGERÐ Adolf Hitler hefur aftur verið komið fyrir í eftirlíkingu af neðanjarðarbyrginu þar sem hann svipti sig lífi. STJÓRNMÁL „Við erum bjartsýn, en jarðbundin,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra um framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í október. Ísland, Austurríki og Tyrkland keppast um tvö sæti í ráðinu. „Þetta er lokaspretturinn núna og við drögum ekkert af okkur. En við áttum okkur á því að þetta getur farið á hvern veginn sem er.“ Ingibjörg Sólrún segir að ekki hafi dregið úr stuðningi við framboð Íslendinga, nema síður sé. - ss Framboð í Öryggisráð SÞ: Undirbúningur gengur vel INDLAND Að minnsta kosti 18 létust og 80 slösuðust þegar fimm sprengjur sprungu í Nýju-Delí í gær. Sprengjurnar sprungu með stuttu millibili á fjölmennum götumörkuðum í borginni. Að því er fram kemur á fréttavef BBC fundust tvær sprengjur til viðbótar sem sérfræðingar aftengdu. Sprengjuárásir hafa verið tíðar á Indlandi undanfarið og eru herskáir íslamistar taldir standa á bak við þær. Meira en 400 manns hafa látist í sprengjuárás- um í indverskum borgum síðan í október 2005. - þo Sprengjuárás í Nýju-Delí: Að minnsta kosti 18 látnir VETTVANGUR SLYSSINS Slökkviliðsmenn og björgunarlið unnu að björgun við erfiðar aðstæður. INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Á að auka eftirlit með hælisleit- endum á Íslandi? Já 90,6% Nei 9,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Gætir þú hugsað þér að starfa sem lögreglumaður? Segðu þína skoðun á Vísir.is. LOS ANGELES, AP Að minnsta kosti 18 manns létust og 135 slösuðust þegar tvær lestir skullu saman í Los Angeles á föstudagskvöld. Björgunarsveitir unnu að því í allan gærdag að bjarga fólki úr lestunum og ólíklegt þykir að einhver finnist á lífi úr þessu. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en lestirnar tvær, farþegalest annars vegar og flutningalest hins vegar, voru einhverra hluta vegna á sama spori. Slysið er mannskæðasta lestarslys í Bandaríkjunum í fimmtán ár. - þo Járnbrautarlestir skullu saman: Átján létu lífið LÖGREGLUMÁL Stöðugt fleiri útlend- ingar gista fangageymslur lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir ríkisborgarar voru innan við einn af hverjum tíu sem komu við í fangageymslum í ársbyrjun 2007 en í júlí í sumar var einn af hverjum fjórum af þeim sem voru vistaðir í fangageymslum með erlent ríkisfang. Þegar tölur yfir þá sem eru handteknir og látnir gista í fanga- geymslum eru skoðaðar kemur í ljós að útlendingum hefur fjölgað verulega sem hlutfall af heildar- fjölda þeirra sem gista fanga- geymslur. Í ársbyrjun í fyrra var hlutfallið lítið, eða aðeins 6,2 pró- sent, en fór alveg upp í tæp 20 prósent í fyrrahaust. Á þessu ári hefur hlutfallið verið lægst rúm 13 prósent og farið nokkrum sinnum vel yfir 20 prósent. Í sumar náði það hæstu hæðum, eða 25 prósentum, og í ágúst var það 23 prósent. Árni Þór Sigmundsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segist ekki vita hvers vegna útlendingum hefur fjölgað hlutfallslega í fanga- geymslum lögreglunnar. Hann kann litlar skýringar á því hverjir gisti fangageymslur. Útlending- um hafi fjölgað í landinu síðustu ár og sú þróun geti endurspeglast í fangaklefum. Ekki megi gleyma því að sami maður geti komið oft við sögu og það geti skekkt sam- anburðinn. Þá hafi útlendingum fjölgað á Íslandi og þá liggi í hlut- arins eðli að þeir verði hærra hlutfall af þeim sem gista í fanga- klefum. Rannveig Þórisdóttir, félags- fræðingur hjá lögreglunni, segir að ofurölvun sé oft ástæða fyrir veru fólks í fangageymslu. Ef við- komandi sé áfengisdauður eða geti af öðrum ástæðum ekki tjáð sig og hafi ekki skilríki þá verði hann að gista fangageymslu frekar en að vera sendur heim. Rannveig segir að þjófnuðum hafi fjölgað í sumar og þjófnaðarmál hafi verið ein helsta ástæðan fyrir veru útlend- inga í fangaklefa það sem af er þessu ári. Útlendingar séu líka í fangaklefum vegna ölvunar við akstur og ölvunar á almannafæri í þessari röð en Íslendingar séu í fangaklefum vegna ölvunar við akstur, á almannafæri og þjófnað- ar. Íslendingar óski líka miklu frekar eftir því að fá að gista í fangaklefa en útlendingar. „Maður verður alltaf að passa sig á því með erlendu ríkisborgar- ana að þetta eru lágar tölur. Það þarf ekki nema einn hóp til að skekkja myndina,“ segir hún. ghs@frettabladid.is Útlendingum fjölgar í fangageymslum Útlendingar eru einn af hverjum fjórum mönnum sem gista fangaklefa lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestir eru þeir inni vegna þjófnaðar og margir vegna ölvunar við akstur. Íslendingar eru oftast vistaðir vegna ölvunar. ÚTLENDINGUM FJÖLGAR VERULEGA Útlendingum sem gista fangageymslur lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað verulega frá því í ársbyrjun 2007. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.