Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 48
MENNING 6 L eikstjóri heimildarmynd- arinnar „Í skugga hinnar heilögu bókar“, Finninn Arto Halonen, hefur gert fjölda kvikmynda, bæði leiknar myndir og heimildarmynd- ir og komið víða við á ferli sínum. Myndir sínar hefur hann tekið á Kúbu, í Kína, Malasíu, Tíbet, Rúss- landi og víðar. Nýjasta mynd hans fjallar um viðskipti stórfyrirtækja í einræðisríkinu Túrkmenistan. Af hverju gerðir þú þessa mynd um Ruhnama, hina heilögu bók Túrk- menistans? Ég hef lengi fylgst með því hvernig stórfyrirtæki skipta við einræðisríki þar sem fólk er pynt- að og myrt fyrir skoðanir sínar. Ég kynntist því í Tíbet og Kína fyrir tíu árum en hafði ekki fundið rétt- an farveg til að nálgast það. Þegar ég las greinarflokk í Helsingin Sanomat um Túrkmenistan þá skildi ég að þessi bók, Ruhnama, var tilvalin leið til þess að segja frá tvöfeldni stórfyrirtækja í viðskipt- um. Þeir eru að láta þýða þessa fáránlegu bók sem Turkmenabasi skrifaði sjálfur og allir verða að lesa. Hún er blanda af áróðri um yfirburði hans, sögum og trúar- brögðum. Bókin hefur rústað menntakerfið í landinu. Menn þurfa meira að segja að læra hana utan að til þess að fá að taka bíl- próf. Og hvað gera erlend stórfyrirtæki? Þau láta þýða hana yfir á sín tungumál og færa einræðisherran- um að gjöf. Hann notar það í sínum áróðri. Til dæmis var sagt að þýska þjóðin væri búin að láta þýða Ruhnama og að þetta væri mikil- vægt tákn um vináttu landanna. Sannleikurinn var sá að Siemens lét þýða bókina til að fá viðskipta- samninga. Þeir eiga stóran þátt í því hversu öflugar hlerunargræj- urnar eru nú í landinu. Tyrkneska fyrirtækið Chalik fékk stærsta hluta köku Turkmenabasis. Það reisir hallir í höfuðborginni á meðan almúginn lifir undir fátækt- armörkum úti á landsbyggðinni. Chalik sjálfur var gerður að ráð- herra þótt hann væri ekki einu sinni túrkmenskur ríkisborgari. Chalik lét, eins og Siemens, Cater- pillar og fleiri, þýða báða hluta Ruhnama á sína tungu. Hvernig gekk ykkur að ná sam- bandi við þessi fyrirtæki ? Enginn vildi tala við okkur og þetta er greinilega mjög neyðar- legt fyrir fyrirtækin, en engu að síður það sem þau hafa gert. Ruhnama hefur verið þýdd á 40 tungumál en enginn vildi ræða um það við okkur. Að lokum samþykkti fulltrúi finnsks fyrirtækis að veita okkur viðtal. Hann sagði að þeir hefðu hafið þýðingu á bókinni en hann hefði fljótlega skilið að það væri siðferðilega rangt að smjaðra fyrir einræðisherra á þennan hátt. Því hafi fyrirtæki hans hætt við þýðinguna og þar með einnig misst milljónasamning við Túrkmenist- an. Þessi fulltrúi finnska fyrirtæk- isins Asco var sá eini sem vildi tjá sig um málið. Hvernig gekk að kvikmynda í Túrk- menistan? Bara að komast þangað var mjög erfitt, en okkur tókst það tvisvar sem ferðamenn í hóp. Okkur var fylgt út um allt en tókst að plata leiðsögumanninn. Þeir sem vildu hitta okkur og segja frá gerðu það meðvitaðir um hættuna. Í mynd- inni eru einnig viðtöl við Túrkmena hafa setið í fangelsi en lifa nú í útlegð. Við höldum sambandi áfram og reynum að aðstoða þeirra bar- áttu eftir fremsta megni. Eftir að hún var sýnd hér í Finnlandi hefur finnska stjórnin sett á stofn nefnd sem á að semja reglur um siðferði finnskra fyrirtækja. Finnski utan- ríkisráðherrann hringdi í mig um daginn áður en hann fór í heimsókn til Túrkmenistan nýlega. Ég benti honum á það sem við erum að segja í myndinni og siðferðilega ábyrgð finnskra fyrirtækja. Það var nefnd í gangi fyrir nokkrum árum á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vann að mjög ákveðnum reglum sem átti að gilda fyrir öll fyrirtæki landa sem eiga aðild að þeim. En vegna þrýstings frá alþjóðlegum stórfyrirtækjum var nefndin lögð niður. Nokia-Siemens Network gerði nýlega risasamning við nýjan einræðisherra Túrkmenistans, Gurbanguly Berdymukhammedov, um símkerfi. Siemens hefur einnig selt þeim hlerunarkerfi sem er notað til að njósna um erlend sendi- ráð og hjálparstofnanir. Ég vil vekja umræðu um þessi mál og því erum við einnig með vefsíðu: www.Freedomforsale.org þar sem við vekjum athygli á starfs- aðferðum stórfyrirtækja í einræð- isríkjum. Þar kynnum við einnig heimildarmyndir sem fjalla um þessi mál.“ Engin finnsk heimildarmynd hefur hlotið jafn mikla dreifingu og „Í skugga hinnar heilögu bókar“. Hún hefur farið á yfir 20 kvik- myndahátíðir og er seld til fjölda sjónvarpsstöðva víða um heim. HIN HELGA BÓK Heimildarmyndin „Í Skugga hinnar heilögu bókar“ verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst eftir tíu daga. Myndin varpar ljósi á framkomu alþjóðlegra stórfyrirtækja í viðskiptum sínum við einræðisherra Túrk- menistans, hins olíu- og gasauðuga lands. KVIKMYNDIR HELGA BREKKAN Arto Halonen verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. MYND HELGA BREKKAN SURTSEY – jörð úr ægiHANDRITIN – saga handrita og hlutverk um aldir SÍÐBÚIN SÝN – ljósmyndir Halldórs Laxness H va lfj ör ðu r. Lj ós m yn d : H al ld ór L ax ne ss , 1 9 57 © F jö ls ky ld a H al ld ór s La xn es s Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar - leiðsögn - verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa. Leiðsögn á ensku um handritasýninguna kl. 15.30 alla virka daga nema miðvikudaga. Veitingar á virkum dögum. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.