Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 62
26 14. september 2008 SUNNUDAGUR „Ég sá hann upphaflega inni á skrifstofu í gæludýraverslun þar sem hann var í litlu búri og leið illa. Mig hafði alltaf langað í svona stóran fugl og fór að falast eftir honum, en þá var hann á leiðinni til annars eiganda. Sá gafst þó upp eftir stuttan tíma og þá tók ég fugl- inn,“ segir Halldór Hilmir Helga- son um páfagaukinn sinn Pjakk sem hann fékk fyrir einu og hálfu ári síðan og er af Golden Macaw- tegund. „Þetta er eins og að temja ljón, þessir fuglar eru með svo mikinn bitkraft og það er ekki fyrir hvern sem er að meðhöndla. Pjakkur var svolítið baldinn við mig fyrst, en fuglar sem þessir eru það gjarnan og þá frekar við karlmenn en konur, sem hafa mýkri rödd. Ég gaf honum samt ekkert eftir, fékk mér bara rafsuðuvettlinga og núna er hann orðið gæludýr sem kyssir mann, kveður, heilsar og gerir allar hundakúnstir,“ útskýrir Hall- dór sem veit til fjögurra annarra fugla sömu tegundar hér á landi. Halldór og eiginkona hans, Elma Helgadóttir, eiga og reka fyrirtæk- ið Demantinn ehf. sem sérhæfir sig meðal annars í að þétta sam- skeyti í einingahúsum. Því fylgir vinna víðs vegar um land og spurð- ur um aðbúnað Pjakks segir Hall- dór hann yfirleitt geta tekið hann með sér, annars fái hann mann- eskju til að koma heim daglega bæði til að tala við og gefa Pjakki. „Þegar ég fer með hann út verður hann að fá einn flugtúr á bersvæði fyrst til að fá útrás.“ útskýrir Hall- dór, en viðurkennir að óhöpp hafi líka átt sér stað. „1. maí slapp hann undan neti sem ég var með í garð- inum og endaði upp í svo hárri ösp að níu metra stigi sem ég á dugði ekki til að komast upp á topp. Þegar ég kallaði „komdu“ gargaði hann bara „komdu“ á móti, svo ég varð að ræsa út Vinnulyftur í Garðabænum til að ná honum niður. Pjakkur er bara eins og ungur ofvirkur strákur, mikill gös- lari og það eru enn fjögur ár í að hann verði kynþroska,“ segir Hall- dór, en páfagaukar af Golden Macaw-tegund geta orðið 50 til 70 ára gamlir. „Þetta eru dýr sem maður tekur að sér til frambúðar og því fylgir mikil ábyrgð, enda er þeim er líkt við fjögurra ára meðalgreind börn og þeir aðlaga sig ekki svo auð- veldlega að nýjum og nýjum eig- anda,“ bætir hann við, en fyrir stuttu síðan tóku Halldór og Elma einnig að sér tíu ára Orange winged Amazonfugl. „Við tókum við fugl- inum af manni sem hafði verið með hann í gluggalausu þvottahúsi og gátum ekki hugsað okkur að fara án þess að taka hann með okkur heim,“ segir Halldór um nýjasta fjölskyldumeðliminn sem hann kallar Magga músarrindil vegna þess hve lítill hann er í sam- anburði við Pjakk. „Ég var svo að enda við að gefa konunni rósableikan fugl af kaka- dúa-ætt í afmælisgjöf. Hún varð alveg veik fyrir honum svo ég dró saman síðustu krónurnar til að kaupa hann,“ segir Halldór að lokum og hlær. alma@frettabladid.is „Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetan- leg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrik- um og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjög- ur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verk- efni sem Stefán Karl hyggst ein- beita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony- verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broad- way undanfarin tvö ár. „Framleið- endurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söng- leikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippo- drome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“ - hdm HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Fólkið í blokkinni á daginn. Fló á skinni á kvöldin. Augnlitur: Hef ekki hugmynd en sumir segja brúnn og sumir segja grænn. Þannig að ég segi bara grænbrúnn. Fæðingardagur: 19.06. 1977. Starf: Leikari. Fjölskylduhagir: Í sambúð með eitt barn. Hvaðan ertu? Af Akranesi. Ertu hjátrúarfullur? Nei, það er allt of mikið „spelt“ eitthvað. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það eru nú margir, en í sérstöku uppáhaldi eru alls kyns dýralífsþættir. Uppáhaldsmatur: Saltkjöt og baunir. Fallegasti staðurinn: Þingvallavatn og bringan á manneskju sem er mér kærust. iPod eða geislaspilari? iPod. Hvað er skemmtilegast? Að skemmta sér. Hvað er leiðinlegast? Að láta sér leiðast, skúra, kaupa ost, þvottaefni og bensín. Helsti veikleiki? Er allt of meðvirkur. Helsti kostur? Allavega ekki Grænn kostur, það er of mikið „spelt“ eitthvað. Ég þyki með afbrigðum skemmtilegur maður. Helsta afrek? Að verða Tommamótsmeistari í knattspyrnu 1987 bæði innan- og utanhúss. Mestu vonbrigðin? Var í öðru sæti í karíókí-keppni félagsmiðstöðva, minnir að Emilíana Torrini hafi unnið. Djöfull var ég svekktur. Hver er draumurinn? Mig hefur því miður ekki enn dreymt hann. Hver er fyndnastur/fyndnust? Harpa dóttir mín sem kemur mér til að hlæja á hverjum degi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þessa dag- ana býr hjá mér unglingur sem sefur yfir sig í gríð og erg, og missir af strætó. Sem verður til þess að ég þarf að keyra hann. Hvað er mikilvægast? Að vera hamingju- samur, glaður og frjáls. Og svo er auðvitað mjög mikilvægt að vera mikilvægur maður. HIN HLIÐIN HALLGRÍMUR ÓLAFSSON LEIKARI Mikilvægt að vera mikilvægur maður HALLDÓR HILMIR HELGASON: EKKI AUÐVELT AÐ VERA MEÐ ÞRJÁ FUGLA Á HEIMILINU Páfagaukur sem gerir hundakúnstir HEFUR SLOPPIÐ Eitt sinn flaug Pjakkur svo hátt upp í tré að Halldór þurfti að nota vinnulyftu til að ná honum niður. LITRÍK FJÖLSKYLDA Á heimilinu er rósableikur fugl af kakadúa-ætt, Golden Macaw-páfagaukurinn Pjakkur og Amazonfuglinn Maggi músarrindill. RÆR Á NÝ MIÐ Stefán Karl Stefánsson er hættur í Latabæ. Hann leikur næst Trölla í Þegar Trölli stal jólunum. LJÓSMYND/MATTHÍAS ÁRNI Stefán Karl hættur í Latabæ 19.06.77 „Ég er bara mjög stolt af dóttur minni. Strax frá því hún var pínulítil var hún svona skap- andi. Hún á fimm systkini en ekkert þeirra hefur verið eins frjótt og hún í sköpun. Sara hefur alltaf þorað að vera öðru- vísi og hefur aldrei spáð í hvað öðrum finnst.“ Júlía Lind Ómarsdóttir, móðir Söru Maríu Eyþórsdóttur, eins af eigendum Nakta apans, sem selur stuttermaboli fyrir tónlistarhátíðina London Airwaves. FÆR EIRÍKUR FJALAR AÐ VERA MEÐ? Fyrsta plata Ladda í 18 ár er væntanleg. Skemmtikrafturinn Laddi hefur átt ótrúlegum vinsældum að fagna upp á síðkastið með sýningu sinni í Borgarleikhúsinu. Tónlistarmaðurinn Laddi hefur hins vegar lengi verið í hálfgerðu dái, síðasta sólóplata hans, Of feit fyrir mig, kom út árið 1990. Nú fyrir jólin, átján árum síðar, er von á sjöttu sólóplötunni hans. „Æi, mér fannst ég bara vera orðinn of gamall til þess að gera plötu,“ segir Laddi. Hann varð sem kunnugt er sextugur í fyrra. „En svo eru útgefendurnir búnir að suða í mér lengi og einhvern veginn tókst þeim að plata mig út í þetta núna.“ Laddi gerir plötuna með Björgvini Halldórssyni, en þeir hafa oft unnið saman áður. „Ég er að bera í hann efni núna, bæði lög eftir mig og erlend lög sem væri gaman að taka. Hann er að hlusta á þetta og svo ákveðum við endanlega í vikunni hvaða lög fara á plötuna. Svo klárum við þetta um næstu mánaðamót og náum plötunni út fyrir jól.“ Laddi segist ekki brjóta blað í tónlistarsköpun sinni á plötunni. „Þetta verður ekta Ladda-plata, grín og glens fyrir alla fjölskyld- una. Kannski geri ég þungu listrænu plötuna seinna. Hún verður mjög alvarleg!“ Og svo er það sýningin, Laddi 6-tugur. Laddi fær bara ekki að hætta með hana. „Við ætluðum að hætta síðasta vor og auglýstum síðustu sýningar. Þá varð algjör sprenging og færri komust að en vildu. Þá lofuðum við nokkrum sýningum í viðbót og stöndum við það núna í nóvember. Þá verða sex til tíu sýningar í viðbót.“ Laddi er þegar búinn að halda 110 sýningar sem hátt í 60.000 gestir hafa séð. Þeim sem komast ekki á viðbótarsýningarnar er bent á að DVD-diskur með sýningunni kemur út fyrir jólin. - drg Plataður til að gera plötu VELJUM LÍFIÐ ALGJÖR PJAKKUR Halldór segir páfagaukinn Pjakk vera mikinn göslara, en hann kyssir, heilsar, kveður og gerir allar hundakúnstir. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.