Fréttablaðið - 20.09.2008, Side 25

Fréttablaðið - 20.09.2008, Side 25
Heilsuakademían í Egilshöll, sem sérhæfir sig í líkamsræktarnám- skeiðum af ýmsu tagi, ætlar fyrst líkamsræktarstöðva að bjóða upp á líkamsræktarnámskeið fyrir fatlaða í vetur. Námskeiðið heitir Betra líf og stendur yfir í sex vikur. „Um er að ræða samstarfsverk- efni á milli okkar og Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs, og er markmiðið að fatlaðir fái tækifæri til að kynnast æfingum í tækjasal og hóptímum,“ segir Val- dís Fjölnisdóttir, framkvæmda- stjóri Heilsuakademíunnar. Boðið er upp á tvo tíma í viku og farið í æfingar í tækjasal þar sem þátt- takendur fá æfingaplan sem þeir eiga að fylgja. Svo eru hóptímar þar sem farið er í þrek- og stöðva- þjálfun svo eitthvað sé nefnt. Valdís segir tvo til þrjá íþrótta- fræðinga hafa umsjón með nám- skeiðinu og að ekki verði teknir inn margir þátttakendur í einu. „Þannig verður hægt að skipta þeim í hópa eftir getu og aðstoða hvern og einn.“ Valdís segir námskeiðið hafa fengið góðar undirtektir en það hefst 22. september næstkomandi. Hún segir hugmyndina að því sprottna út frá námskeiðinu Eitt líf sem er ætlað börnum yfir kjör- þyngd en það hefur mælst sér- staklega vel fyrir. „Þar hafa börn sem ekki hafa fundið sig í öðrum íþróttum blómstrað og vonumst við til þess að hið sama muni gilda um þátttakendur í þessu nám- skeiði.“ vera@frettabladid.is Hreyfing fyrir alla Heilsuakademian býður fyrst líkamsræktarstöðva upp á sérsniðið námskeið fyrir fatlaða með áherslu á hóptíma og æfingar í sal. Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Heilsuakademíunnar, ásamt Írisi Huld Guð- mundsdóttur, umsjónarmanni námskeiðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hraðlestrarnámskeið henta þeim sem vilja bæta lestrargetuna og eru til- valin fyrir þá sem eru í námi. Hrað- lestrarskólinn heldur sex og þriggja vikna námskeið með reglulegu milli- bili í Reykjavík. Á heimasíðu skólans er þess getið að þreföld- un til fjórföldun á lestrar- hraða og 25 til 30 pró- senta aukning á skilningi sé algeng- ur árangur af slík- um námskeiðum. Kennt er vikulega, tvær klukkustundir í senn. Mismunandi er á hvaða vikudegi námskeiðið lend- ir. Þess skal getið að æviábyrgð fylg- ir hraðlestrarnámskeiðum Hraðlestr- arskólans. Árangursábyrgð fylgir sex vikna námskeiðum en þá fæst nám- skeiðsgjald endurgreitt ef nemandi nær ekki að tvöfalda lestrarhraða sinn. Nánari upplýsingar á www.h.is. - rve Lestrarhestur á nokkrum vikum HRAÐLESTRARSKÓLINN BÝÐUR UPP Á NÁMSKEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA BÆTA LESTRARGETUNA. Komin er út dönsk-íslensk og íslensk- dönsk orðabók á ordabok.is, með um 45.000 uppflettiorðum. Bókin byggir á íslensk-danskri orðabók sem hefur verið vel yfirfarin og færð til nútíma- horfs, bæði hvað varðar efnistök, staf- setningu og framsetningu. Auk þess var mynduð dönsk- íslensk orðabók út frá henni. Þá hefur þúsundum nýrra orða og hugtaka, bæði íslenskra og danskra, verið bætt í hana. Orðabókin verður í boði endurgjaldslaust á orda- bok.is út októbermánuð. Eftir það fer hún inn í áskriftarkerfið. Endur- gjaldslaus aðgangur verður að henni í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Hann nær yfir allt skólatíma- bilið 2008 til 2009. - rve Danska í ordabok.is ORDABOK.IS GEFUR ÚT DANSK-ÍSLENSKA OG ÍSLENSK-DANSKA ORÐABÓK. Nám á sér stað þegar varanleg breyting verð- ur á hugsun, hegðun og heilastarfsemi lífveru sökum reynslu hennar. Heimild: www.is.wikipedia.org LESBLINDU-RÁÐGJAFINN Judith Shaw veitir ráð sem henta gegn prófkvíða, félags- fælni, myrkfælni, innilokunarkennd, flughræðslu og fleiru helgina 4. og 5. október. Hver tími er 60 til 90 mínútna langur. Nánari upplýsingar á vefsíðu Human Givens-stofnunar- innar og betra náms, www.betranam.is. Spennandi námskeið í október www.tskoli.is Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla Farið verður í eftirfarandi þætti: Grunnatriði myndatöku og myndavéla, samspil ljósops, hraða, ISO og áhrif þess á myndir, áhrif linsa á rýmið, eftirvinnslu og leiðréttingar í myndvinnslu- forritum, aðferðir við flokkun, skráningu og geymslu. Tími: 21., 22. og 23. okt. Námskeiðsgjald: 23.000 kr. Undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf Kennd verða bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Bóklegt og verklegt próf veitir siglingaréttindi á 24 metra skemmtibáta. Tími: 4., 5., 8. og 9. okt. Námskeiðsgjald: 28.500 kr. Hásetafræðsla - námskeið fyrir aðstoðarmenn í brú Markmið með námskeiðinu er að nemendur öðlist fræðslu og þjálfun í að uppfylla sett lágmarks- skilyrði til útgáfu skírteinis til varðstöðu í brú á stoðsviði, sbr. staðal STCW-A, II/4. Tími: 6. – 7. okt. Námskeiðsgjald: 65.000 kr. Málmsuða Almennt námskeið fyrir þá sem ekki hafa lært málmsuðu en eru að fást við það og langar að læra meira. Tími: 6. – 8. okt. Námskeiðsgjald: 21.500 kr. Vélgæslunámskeið Námskeiðið er A-námskeið fyrir vélgæslumenn skv. reglugerð 246/2003 og grunnur að 375kW atvinnuréttindum vélgæslumanna á minni bátum. Tími: 27. okt. – 7. nóv. Námskeiðsgjald: 88.000 kr. Notkun trésmíðavéla Á námskeiðinu verða kennd rétt vinnubrögð við vélar og handverkfæri fyrir trésmíði. Tími: 25. okt., 1. nóv. og 8. nóv. kl. 9:00 – 13:00. Námskeiðsgjald: 22.000 kr. Lesið í skóginn – tálgað í tré Þátttakendur kynnast tálgunartækni og ferskum viðarnytjum. Hönnun grænna viðarnytja, þurrkun og fullvinnslu smíðisgripa, viðarfræði, skógarvist- fræði, skógarhirðu og -grisjun. Tími: 9., 11. og 16. okt. Námskeiðsgjald: 15.000 kr. Haustkrans – efniviður skógarins Þátttakendur fá sýnikennslu í vinnslu kransa úr trjágreinum og leiðsögn við gerð kransa úr efnivið skógarins. Allt efni er innifalið en þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér verkfæri til kransagerðar. Tími: 25. okt. Námskeiðsgjald: 9.000 kr. Smíði rafeindarása Námskeiðið er ætlað ungmennum á aldursbilinu 12 – 16 ára. Á námskeiðinu eru kennd helstu atriði við smíði einfaldra rafeindarása. Tími: 23., 30. okt. og 6. nóv. Námskeiðsgjald: 9.500 kr. Steinaslípun Námskeið í sögun, mótun og slípun náttúrusteina. Þátttakendur taki með sér steina. Hámarksöldi þátttakenda er 12. Tími: 1. okt. – 5. nóv., á miðvikudagskvöldum. Námskeiðsgjald: 20.000 kr. Endurnýjun vélstjórnarréttinda Ætlað vélstjórnarmönnum sem hafa ekki siglt í nokkurn tíma og vilja endurnýja vélstjórnar- réttindin og kynna sér nýjungar í vélstjórn. Inntökuskilyrði eru þau að þátttakandi hafi lokið 3. stigi vélstjórnar og hafi vélstjórnarréttindi. Tími: 8. – 10. okt. Námskeiðsgjald: 72.000 kr. ARPA-ratsjárnámskeið Námskeiðið uppfyllir kröfur Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar (IMO) í töflum A-II/1 og II/2 í STCW-bálknum um þekkingu, skilning og færni í notkun ratsjár og ARPA. Tími: 27. – 29. okt. Námskeiðsgjald: 72.000 kr. ARPA-ratsjárnámskeið - endurnýjun Námskeiðið er haldið skv. staðli STCW- A-II/1 og II/2 og reglum um endurnýjun skírteinis. Tími: 28. – 29. okt. Námskeiðsgjald: 33.000 kr. Upplýsingar og skráning á námskeiðin eru á www.tskoli.is, í síma 514 9000 eða á ave@tskoli.is. Gömludansarnir Gömludansanámskeið hefjast mánudaginn 22 sept . kl. 20.00 Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a Alla mmtudaga Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.