Fréttablaðið - 20.09.2008, Side 43

Fréttablaðið - 20.09.2008, Side 43
LAUGARDAGUR 20. september 2008 23 til forseta Bandaríkjanna eða styðji baráttuna gegn brjósta- krabbameini. Samfélagið verður mjög sterkt. Facebook er hins vegar alls ekki eina samfélagið á netinu, og það setur stjórnendum síðunnar takmörk um hvað þeir gera við upplýsingarnar. Ef fólki mislíkar hvernig farið er er með það fer það bara annað.“ Hjörtur segir að Facebook sé vissulega „bóla“ sem gæti sprung- ið líkt og internetbólan sem sprakk á sínum tíma. „En hún sprakk bara á þann veg að „hæpið“ var búið í Kauphöllinni, því fólk er auðvitað alltaf á netinu. Nú hefur internet- ið einmitt náð þeirri stöðu sem því var ætluð í upphafi. Allir geta sett inn texta, myndskeið, myndir og hvaðeina. Við erum ekki lengur mötuð af stórum fjölmiðlum. Núna er einstaklingurinn sjálfur orðinn fjölmiðill og það er afskaplega stór breyting. Þetta er þróun sem á sér stað allt í kringum okkur. Á undanförnum áratug var kaup- maðurinn á horninu að hverfa vegna stórra verslanakeðja og stórir fjölmiðlarisar sameinuðust og gleyptu allt annað. Allt fór í fjöldaframleiðslu. Núna er þróun- in að snúast við. Fólk sækir fréttir á bloggsíður og míkróblogg eins og Twitter.com, sem er að vísu fyrirbæri sem er mjög lítið notað á Íslandi en vex með methraða vestanhafs. Nú fær fólk heims- fréttirnar frá einhverjum sem er á staðnum til að segja fréttirnar, jafnvel með SMS-bloggi eða míkróbloggi.“ Hjörtur segir að fyrirtæki séu farin að markaðssetja hluti á allt annan hátt núna með því að nota persónulegri samskiptaleiðir í stað þess að vera með stórar glansauglýsingar. „Við vorum orðin dálítið týnd í þessum heimi fjöldaframleiðslu og vildum losna úr þeirri einsemd sem fylgir því að vera ekki í nánum samskiptum við fólkið sem við skiptum við. Vörumerkin sem sækja mest á í dag eru með einhverja persónu- lega sögu eða skírskotun. Þau fyrirtæki sem ætla sér að vera skrefinu á undan á næstu árum þurfa að tengjast þessum heimi, vera á Facebook eða með eigin blogg og gera ímynd sína persónu- legri og manneskjulegri.“ Framhald af síðu 22 Veldu vini þína vel: Eyddu meiri tíma í alvöru-vini en internet-vini. Þú getur átt 600 vini á Facebook en flestir eiga fimm vini í raunveru- leikanum sem þeir umgangast eða eiga dagleg samskipti við. Ekki leyfa hverjum sem er að vera vinur þinn því á síðunni þinni leynast ljós- myndir og persónulegar upplýsingar sem þú vilt kannski ekki að næstum ókunnugt fólk sjái. Það er aldrei að vita nema það verði notað í slæm- um tilgangi. Uppfærðu stillingarnar þínar reglulega. Varist einelti: Unglingar og jafnvel börn geta orðið fyrir barðinu á einelti á netinu og Facebook er engin undantekning. Foreldrar ættu að fylgjast vel með netsíðum barna sinna og ræða þessi mál vel. Passaðu upp á heilsuna: Ofnotkun á tölvum getur leitt til bakverkja, álags á augu og vöðva- bólgu. Forðastu að nota fartölvuna þína of lengi í einu. Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga HAGKAUP SMÁRALIND HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRIGLUNNI KRINGLUNNI HAGKAUP SPÖNGINNI HAGKAUP GARÐABÆ HAGKAUP EIÐSTORGI HAGKAUP AKUREYRI HAGKAUP BORGARNESI HAGKAUP NJARÐVÍK HAGKAUP HOLTAGARÐAR EINAR ÓLAFSS, AKRANESI NETTO AKUREYRI NETTÓ MJÓDD ÚRVAL ÓLAFSFIRÐI ÚRVAL NJARÐVIK ÚRVAL HAFNAFIRÐI ÚRVAL EIGILSSTÖÐUM ÚRVAL HÚSAVÍK ÚRVAL HRÍSALUNDI ÚRVAL ÍSAFIRÐI ÚRVAL SIGLUFIRÐI ÚRVAL BORGARNESI ÚRVAL BLÖNDUÓSI ÚRVAL SKAGASTRÖND ÚRVAL DALVÍK BJARNI EIRÍKS,BOLUNGARV. KAUPFÉLAG V-HÚNV. AG V-HÚN HVAMMST. KAUPFÉLAG SKAGF. SAUÐÁRKR. KAUPFÉLAGIÐ HÓLMAVÍK KAUPFÉLAGIÐ DRANGSNESI NÓATÚN SELFOSSI EFNALAUG DÓRU, HÖFN EFNALAUG VOPNAFJARÐAR LYFJA, PATRÓ ÞÍN VERSLUN SELJABRAUT STRAX FÁSKRÚÐSFYRÐI STRAX LAUGAVATNI KRÓNAN REYÐARFIRÐI KRÓNAN VESTMANNAEYJUM KJARVAL HVOLSVELLI KJARVAL KLAUSTUR KJARVAL VIK FJARÐARKAUP HEIMAHORNIÐ STYKKISH. KASSINN ÓLAFSVÍK BÓNUS VERSLANIR ÚTSÖLUSTAÐIR SLOGGI TILBOÐ MAXI Vönduð nærföt á tilboðsverði Flottar, þægilegar og sniðnar að þér. MAXI 3 í pakka 2.499 kr/pk MAXI FYRIR KRAKKA SEM ÞORA BÓKIN HENTAR LESENDUM 9 ÁRA OG ELDRI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.