Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 2
2 1. október 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Frumvarpi til fjárlaga næsta árs verður útbýtt að aflokinni setningu Alþingis í dag. Fer fyrsta umræða um það fram á föstudag. Samkvæmt starfs- áætlun þingsins er ráðgert að önnur umræða um fjárlagafrum- varpið fari fram undir lok nóvember og sú þriðja 9. desember. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti í dag; guðsþjónusta verður í Dómkirkj- unni og forseti Íslands ávarpar þingið. Forsætisráðherra flytur svo stefnuræðu sína annað kvöld og í kjölfarið fylgja umræður um hana. - bþs Alþingi verður sett í dag: Fjárlagafrum- varpinu dreift Björk, ætlar þú að taka að þér böðulsdjobbið? „Ég get verið orðaböðull í hita leiksins en ég vil að þeir sem fara með fé fólksins í landinu axli ábyrgð sjálfir. Ég ætti ekki að þurfa að hjálpa þeim við það.” Í kjölfar frétta um aðkomu ríkissjóðs að Glitni sagði Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, í umræðum á netinu að „afhausa“ ætti „bankamafíuna“. SERBÍA, AP Boris Tadic, forseti Serbíu, sagði í gær að hugsanlega verði að skipta Kósóvó upp eftir þjóðarbrotum, takist stjórnvöld- um í Serbíu ekki að koma í veg fyrir sjálfstæði Kósóvó. Um tvær milljónir manna búa í Kósóvó. Yfir níu af hverjum tíu eru af albönskum uppruna, en um 200 þúsund íbúar eru Serbar. Þeir búa á landsvæði sem er um 15 prósent af land- svæði Kósóvó. Um 45 lönd hafa viðurkennt sjálfstæði Kósóvó, þar á meðal Bandaríkin, Ísland og fjölmörg Evrópuríki. - bj Neita að viðurkenna fullveldi: Serbar íhuga að skipta Kósóvó BORIS TADIC ÍTALÍA Tveir þýskir ferðamenn sem fundu lík manns sem hafði legið frosið hátt uppi í Ölpunum í um 5.300 ár hafa loksins fengið greidd fundarlaun, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Líkið gengur undir nafninu Ísmaðurinn Ötzi, og fannst árið 1991. Eftir löng málaferli hafa stjórnvöld í ítalska héraðinu Suður-Tíról – þangað sem fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til að berja Ötzi augum – samþykkt að greiða mönnunum 150 þúsund evrur, um 22,5 milljónir króna. Fundarlaunin komu þó full seint fyrir annan þeirra, sem lést fyrir fjórum árum. Ekkja hans mun taka við peningunum. - bj Fundu ísmanninn Ötzi: Fá greitt eftir 17 ára baráttu ÍSMAÐURINN ÖTZI Lá í ís í 5.300 ár í Ötzdal á mörkum Austurríkis og Ítalíu. MENNING „Við erum glöð og hrærð yfir þessum áhuga og trausti sem leikhúsgestir sýna okkur og ætlum að standa undir því með sýningum í vetur,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Starfsfólk Borgarleikhússins fagnaði því í gær að yfir 4 þúsund áskriftarkort að sýningum leikhússins eru seld. „Þetta er sjöföld sala frá síðasta leikári og það eru ennþá þrjár vikur eftir af kortasölunni,“ segir Magnús Geir. Hann segir að nú þegar hafi Borgarleikhúsið selt meira af áskriftarkortum en nokkurt annað íslenskt leikhús á einu leikári. Hann þakkar vali á verkefnum og listamönnum þennan mikla áhuga. - ovd Metsala á áskriftarkortum: Hrærð yfir áhuga fólks FRÁ BORGARLEIKHÚSINU Magnús Geir fagnar því með starfsfólki Borgarleik- hússins að yfir 4 þúsund áskriftarkort að sýningum leikhússins eru seld. NEYTENDAMÁL Óttar Ingason, fangavörður frá Akureyri, hefur undanfarin þrjú ár ekið á Land Rover jeppum sem ganga fyrir notaðri matarolíu sem hann fær frá veitingastaðnum Greifanum þar í bæ. Einnig er hann að prófa sig áfram með vetnisframleiðslu og -nýtingu í bílunum. „Ég er með tvo tanka og þegar ég set bílinn í gang þá gengur hann á dísil en svo þegar hann er kominn á miðstöðvarhita þá svissa ég yfir á matarolíuna. Og það finnst enginn munur á; hann eyðir alveg jafn miklu og er alveg jafn kraftmikill eða kraftlítill réttara sagt. Land Rover-jepparnir eru ósköp máttlaus greyin.“ Óttar hefur sjálfur hannað bún- aðinn fyrir matarolíuna en einnig er hægt að kaupa hann eins og Haraldur Bjarnason hefur gert og sett í Benz bifreið sína. „Síðan fæ ég olíuna á veitingastaðnum Laugaás svo þetta sparar mér svona um 300 þúsund á ári sem annars færu í olíukostnað,“ segir Haraldur. „Búnaðurinn kostaði um 40 þúsund svo þetta er fljótt að borga sig. Þannig að ég er hæst- ánægður með þetta þó að sumir vilji stríða mér svolítið á þessu; kalla bílinn minn kleinubíl.“ Bíllinn er með 25 lítra matarolíutank og segist Haraldur komast um 200 kílómetra á einum tanki. „Það eru fleiri þúsund bílar í Bandaríkjunum knúnir áfram með matarolíu enda eru menn farnir að stela henni og slást um hana,“ segir Haraldur. Þessi bún- aður virkar þó ekki í öllum bílum, til dæmi í nýjustu bílunum. „Tölvubúnaðurinn í þeim fer alveg í keng þegar hann skynjar matarolíu í kerfinu,“ útskýrir Óttar og hlær við. En hvernig brást Arinbjörn Þórarinsson, veit- ingamaður á Greifanum, við þegar Óttar kom fyrir þremur árum og bað um steikarolíuna á bílinn sinn? „Ég er nú þekktur fyrir alls konar fyrirbæri og það eru allir löngu farnir að taka þeim vel og það sama gerði hann.“ Tilraunin um að knýja bílinn áfram með vetni gengur ágætlega að sögn Óttars. „Þetta byggist á því að bíllinn býr til vetnið sjálfur þannig að hann er ekki að rogast með það í tönkum; hann klýfur vatnið og sogar það inn í kerfið og sparar þannig olíuna. En þessi vetnisframleiðsla er enn á til- raunastigi hjá mér.“ jse@frettabladid.is Fá eldsneytið hjá veitingamönnum Óttar Ingason og Haraldur Bjarnason keyra um á bílum sem eru knúnir áfram af matarolíu og fá eldsneytið á veitingahúsum. Bíll Haraldar gengur undir nafninu Kleinubíllinn en hann segist spara um 300 þúsund í eldsneyti á ári. HARALDUR OG KLEINUBÍLLINN Eigandanum er alveg sama hvað fólk kallar bílinn. Hann hefur sparað honum skildinginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓTTAR MILLI LAND ROVER-JEPPANNA Báðir jepparnir ganga fyrir matarolíu og nú er Óttar að gera tilraun um að bílarnir nýti vetni og framleiði það einnig. MYND/HEIDA.IS STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir að í kjölfar umfangsmikilla aðgerða til bjargar Glitni þurfi að fylgja markvissar efnahagsaðgerðir stjórnvalda. Hann telur að til greina komi að styrkja gengi krónunnar með handafli. „Það verður að lækka vextina með handafli og ná tökum á krón- unni, þess vegna með handafli,“ segir Guðni. Hann bendir á að Bandaríkjamenn hafi kastað fyrir róða öllum lögmálum í efnahags- málum og að ekki verði hjá því komist að hugsa mál hér upp á nýtt. „Það getur þurft að ráðast í skammtímaaðgerðir með nýjum úrræðum,“ segir hann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að handstýring gengisins hafi ekki verið skoðuð sérstaklega en fram til þessa hafi hagfræðingar hvorki talið hagfræðilega gerlegt né trú- verðugt að festa gengið með hand- afli. Sjálfur sé hann á sama máli; það yrði ekki til að auka trúverðugleika efnahagskerfisins að beita slíkum aðferðum. Í það minnsta þurfi að skoða slíkt afar nákvæmlega áður en því er velt upp. „Eina leiðin sem blasir við okkur nú er að standa óhikað við þá pen- ingamálastefnu sem hér er,“ segir Björgvin. - bþs Guðni Ágústsson segir að við sérstakar aðstæður þurfi sérstök úrræði: Genginu jafnvel handstýrt BANDARÍKIN, AP Fulltrúar demókrata og repúblikana vinna nú hörðum höndum að því að ná samkomulagi um breytingar á frumvarpi um stórtækar aðgerðir til bjargar fjármálakerfi Bandaríkjanna, en til að tryggja því samþykki þurfa aðeins tólf þingmenn að skipta um skoðun. Búist er við að nýtt frumvarp verði lagt fyrir á fimmtudag, en þá er næsti þingfundur. Ekki er talið að gera þurfi miklar breytingar á frumvarpinu, en meðal ákvæða sem líklega verður breytt til að tryggja stuðning fleiri repúblíkana er ákvæði um að Tryggingarsjóður innistæðueigenda hækki hámarkstryggingu sína úr 100.000 dollurum í 250.000 dollara. Ólíklegt er talið að krafa margra demókrata um að dómurum verði gefin heimild til að breyta vöxtum og endurgreiðslubyrði á fasteigna- lánum í gjaldþrotamálum verði samþykkt. Hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir metlækkun mánudagsins. Dax-vísitalan þýska hækkaði um 0,4 prósent og Dow Jones hlutabréfa- vísitalan hækkaði um 2,3 prósent. Engin merki eru hins vegar um að losna fari um lánsfjármarkaði, því fjármálastofnanir neita að lána hvor annarri. Millibankavextir á þriggja mánaða dollaralánum fóru upp í 10 prósent í London í gær. - msh MÓTMÆLI Í NEW YORK Kannnanir sýna að meirihluti kjósenda telur frumvarpið í núverandi mynd gera of lítið fyrir almenning. NORDICPHOTOS/AFP Endurskoðað frumvarp um björgunaraðgerðir lagt fram vestra á fimmtudag: Lítið vantar upp á samkomulag VIÐSKIPTI Aðkoma ríkisins að Glitni er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar og ekkert er óeðlilegt við að málið skyldi unnið í Seðlabankanum. Þangað leitaði jú Glitnir. Þannig svarar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, sem í Fréttablaðinu í gær kvaðst undrast hversu lítið ráðherrar Samfylkingarinnar hefðu komið að málinu. Björgvin bendir á að þær óvenjulegu aðstæður séu uppi að formaður Samfylkingarinnar sé í útlöndum. Hann og Össur Skarp héðinsson hafi komið að mál- inu fyrir hönd Samfylkingarinnar. Sat Össur fundinn í Seðlabankan- um ásamt aðstoðarmanni Björgvins. „Menn tengja þetta meira við samstarfsflokk okkar af því að formaður bankastjórnar Seðla- bankans er úr þeim flokki.“ - bþs Aðkoma ríkisins að Glitni: Á ábyrgð allrar stjórnarinnar Torfusamtök skora á borgina Torfusamtökin skora á skipulagsyfir- völd að hafna tillögu að nýbyggingu Listaháskólans við Laugaveg eins og hún hefur verið kynnt. Telja sam- tökin bygginguna gefa „óheppilegt fordæmi“. Unnt sé að laga skóla- húsið betur að sögulegu umhverfi miðbæjarins. SKIPULAGSMÁL Fá styrk til líkamsræktar Starfsmenn sveitarfélagsins Ölfuss fá framvegis 20 þúsund króna styrk á ári til að stunda líkamsrækt í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn á fimmtudag að leigja tveimur tiltekn- um einstaklingum húsrými til að reka líkamsræktarstöð í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. SVEITARFÉLÖG GUÐNI ÁGÚSTSSON Bendir á að Banda- ríkjamenn hafi kastað fyrir róða öllum lögmálum í efnahagsmálum og að ekki verði hjá því komist að hugsa mál hér upp á nýtt. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.