Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 29
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 Skilningur stjórnarandstöð- unnar var að ef einhvern tíma yrði af slíkum samruna, þá yrði það ekki fyrr en rykið væri sest eftir inngrip ríkisins í Glitni og allir lausir endar hnýttir. Þetta yrði í fyrsta lagi eftir hálft ár. Því urðu menn hissa þegar þeir sáu forsíðu Fréttablaðs- ins í gær. Eins og málin líti út nú virðist ríkisstjórnin vera að færa eignir frá einum ríkum manni til annars. EKKERT ÁKVEÐIÐ UM FRAMHALD Ekkert hefur komið fram um næstu skref í málinu. Rætt hefur verið um að eigendur Landsbankans og Straums renni bönkunum í eina sæng. Þá voru Glitnir og Byr í sameiningar- viðræðum þegar ríkið kom til skjalanna. Þá breyttist allt. Samkeppniseftirlitið hefur ekki kannað sérstaklega hver yrðu áhrifin af samruna Glitn- is og Landsbankans. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að allt hafi verið undir, þegar fjallað var um samruna Kaup- þings og SPRON. SPRON FORDÆMIÐ Samkeppniseftirlitið sam- þykkti nýlega samruna Kaup- þings og SPRON. Það var gert með þeim rökum, að enda þótt samruninn færi gegn mark- miðum samkeppnislaga, þætti sýnt að SPRON hyrfi af mark- aði hvort eða er. Sama átti við um yfirtöku Kaupþings á Spari- sjóði Mýrasýslu. Samkeppniseftirlitið segir í ákvörðun að stóru bankarn- ir þrír fari saman með mark- aðsráðandi stöðu á bankamark- aði hér. Yrðu Landsbanki og Glitnir sameinaðir kæmi annaðhvort til sögunnar nýr markaðsráðandi aðili eða staðan yrði í megin- atriðum óbreytt. Þannig væru tveir aðilar sameiginlega með markaðsráðandi stöðu í stað þriggja. En yrðu nú sameinað og menn vildu komast undan samkeppn- islögum, þyrfti annað af tvennu að koma til. Setja yrði lög um að samruninn yrði undanþeginn samkeppnislögum. Að öðrum kosti yrði að meta það svo, að annar samrunaaðilinn stæði svo höllum fæti, að hann hyrfi af markaði hvort eða er. Glitnir sé varla á leiðinni á hausinn úr þessu með ríkið sem stóran eiganda. VILJI FORSÆTISRÁÐHERRANS En er raunverulegur vilji fyrir slíkum samruna og hvað er unnið með honum? Hjá sameinuðum banka yrði hlutfall innlána af útlánum um 45 prósent, eða svipað því sem er hjá Kaupþingi. Heildareign- ir sameinaðs banka yrðu meiri en hjá Kaupþingi, en eins og er eru eignir Kaupþings öllu meiri en hvors banka um sig. „Ég tel að við vildum gjarn- an sjá aukna hagræðingu á bankamarkaði, hugsanlega með sameiningu banka,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í fyrradag. Geir sagðist ekki geta svarað því þá hvort til greina kæmi að sameina Glitni og Landsbanka. „Það er nú eðlilegt að þetta gerist á markaðnum,“ sagði Geir. Þá var spurt hvort aðstæður væru ekki óvenjuleg- ar og játti Geir því að svo væri. Um kvöldið birtust Björgólf- ur og bankastjórarnir í stjórnar- ráðinu, eins og frægt er orðið. Verðþróun og gengisbreytingar eru þættir sem ráða miklu um afrakstur af viðskiptum. Flugfrakt er hagkvæmur og hraðvirkur flutningsmáti sem opnar þér leið til að minnka viðskiptaáhættu vegna gengisbreytinga. LÍTIL GENGISÁHÆTTA MIKIL GENGISÁHÆTTA BEINT FRAKTFLUG - 24 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU, BANDARÍKJUNUM OG KANADA. WWW.ICELANDAIRCARGO.IS , Borgartúni 19, Reykjavík 8.30 Skráning 9:00 Opnun Dr. Eyþór Ívar Jónsson, stjórnarformaður SFI. Undirritun samnings um hátækni- og sprotavettvang Ráðherrar fyrir hönd ríksstjórnarinnar Samtök Iðnaðarins Samtök Upplýsingafyrirtækja (SUT) Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja (SÍL) Samtök sprotafyrirtækja (SSP) Uppbygging sprotafyrirtækja Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku og formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Frumtak - Nýr fjárfestingasjóður Dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. Kaffihlé 10.30 Sprotafyrirtæki kynna fjárfestingatækifæri: • Orf Líftækni • Marimo • TouristTV • Trackwell • Clara • Catchtheeye • GlycoMar 11.30 Léttur hádegisverður Þar sem sæti eru takmörkuð eru þátttakendur beðnir um að skrá sig á www.seedforum.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.