Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 1. október 2008 Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistar- menn á borð við Áshildi Haralds- dóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristj- ánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleik- ara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegis- hléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mán- uði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undir- tektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glað- an dag að njóta tónlistar og veit- inga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík. - vþ Klassík í hádeginu NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ | TÓNABÚÐIN | SÍÐUMÚLA 20 | 108 REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.