Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 1. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N : L Á N A L Í N U R BJART YFIR Yfirskrift greinarhöfundar um að bjart sé framundan á við langtímahorfur en ekki horfur til skemmri tíma í hagkerfinu enda harkaleg aðlögun í gangi. Grunnstoðirnar séu hins vegar traustar og á þeim byggi björt framtíð. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Íslenska hagkerfið hefur líklega aldrei verið í þrengri stöðu en nú. Glansmyndin sem blasti við allt fram á fyrri hluta síðasta árs er horfin. Fjármálakerfið er komið í nauðvörn, peningamálakerfið ónýtt, hvert útrásarverkefnið á fætur öðru reynist byggt á sandi, erlendar skuldir slá öll fyrri met, gjaldþrotahrina er farin af stað, eignaverð hrunið eða að hrynja og svo mætti lengi telja. Mikið af vandanum á sér innlendar rætur en óveður á erlendum mörkuðum gerir illt verra. Hvers vegna er því þá haldið fram í fyrirsögninni hér að ofan að það sé bjart framundan? Það er vissulega ekki bjart framund- an sé horft til næstu framtíðar. Langtímahorfurnar fyrir íslenskt efnahagslíf eru hins vegar miklu betri en skammtímahorfurnar. Því má ekki gleyma. ÚTFLUTNINGUR STENDUR VEL Það verður án efa erfitt og sársaukafullt fyrir marga að leysa skammtímavandann. Það eru engar þægilegar lausnir í boði. Einkaneysla og innflutning- ur þurfa að dragast saman og það þarf að afskrifa mikið af skuld- um og eiginfé í gjaldþrotum eða nauðasamingum. Þessar þrengingar breyta því hins vegar ekki að flestar af grunnstoðum hagkerfisins eru ágætar. Það gefur fyrirheit um að þegar til lengdar lætur verði hægt að reka hér áfram blómlegt atvinnulíf með afar góðum lífs- kjörum. Helstu útflutningsgreinar landsmanna standa ekki illa. Við höfum veðjað sérstaklega á mat- væli og orku. Horfur í þeim geir- um eru góðar, heimsmarkaðs- verð hátt í sögulegu samhengi og ágætar líkur á að svo verði áfram. Vaxtarmöguleikarnir inn- anlands eru að vísu takmarkað- ir, sérstaklega í sjávarútvegi, en þessar greinar ættu engu að síður að geta skilað landsmönn- um ágætum tekjum á næstu ára- tugum. Til skamms tíma má líka hafa í huga að gengisfall krón- unnar kemur sér afar vel fyrir útflutning af sömu ástæðu og allt of hátt gengi undanfarin ár hamlaði honum. Útflutningur þjónustu ætti að geta vaxið mikið á næstu áratugum. ALDURSSKIPTING EÐLILEG Mestu skiptir þó mannauðurinn. Hann er lykillinn að íslenskum hagvexti á 21. öldinni. Einnig þar stöndum við vel. Íslenska þjóðin hefur aldrei verið jafnvel mennt- uð og nú. Háskólarnir eru full- ir af efnilegum nemendum að sækja sér enn meiri menntun. Umgjörð efnahagslífsins er líka að flestu leyti mjög góð. Vandræði fjármálakerfisins þarf vitaskuld að leysa og taka í notk- un alvöru gjaldmiðil. Annað er yfirleitt svipað og best gerist í öðrum löndum. Lög, reglur og viðskiptavenjur eru skilvirkar, spilling sáralítil, opinbert stjórnkerfi og opinber þjónusta góð í alþjóðlegum sam- anburði (þótt alltaf megi gera betur), skattkerfið og fjármál hins opinbera að mestu í lagi, vinnumarkaður sveigjanlegur og landsmenn alvanir að leggja hart að sér. Lista- og menning- arlíf er blómlegt og landsmenn hugmyndaríkir, útsjónarsamir og frjóir. Íslenska lífeyriskerfið er gott og getur staðið af sér veru- leg vandræði á fjármálamarkað- inum. Aldurskipting þjóðarinn- ar er einnig nokkuð eðlileg. Það dregur úr líkum á vandræðum vegna hlutfallslegrar fækkunar vinnandi fólks. SÚPUM LENGI SKULDASEYÐIÐ Allt bendir þetta til þess að lang- tímahorfur íslenska hagkerfis- ins séu góðar. Hagvöxtur kemur þó ekki af sjálfu sér. Tryggja þarf áfram góða umgjörð fyrir efnahagslífið, efla enn mann- auðinn, örva samkeppni með öllum ráðum, fjárfesta skynsam- lega, laða að erlenda fjárfesta, reka opinbera geirann vel og svo mætti lengi telja. Lífskjör Íslendinga undanfarin ár hafa verið mjög góð. Þau hafa því miður reynst betri en verð- mætasköpun landsmanna stóð undir. Það þarf því eitthvað að draga úr neyslu um tíma meðan tekið er til eftir óreiðu undanfar- inna ára og grynnkað á skuldum. Miklar erlendar skuldir verða þó ekki greiddar niður á skömm- um tíma. Við munum súpa seyðið af þeim alllengi. Þrátt fyrir þær er þó ekkert því til fyrirstöðu að við náum þegar til lengdar lætur að verja stöðu okkar meðal þeirra þjóða heims sem búa við best lífskjör. Það hlýtur að vera stefnan. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Bjart framundan Hlutverk seðlabanka er meðal annars að tryggja virkni fjármála- kerfisins og vera bankastofnunum lánveitandi til þrautavara. Fyrir helgi komst Glitnir í vandræði með fjármögnun og leitaði á náðir Seðlabankans um skammtímafjármögnun. Á sunnudagskvöld voru ráðin tekin af stjórn bankans og hann þjóðnýttur. Ríkið eignaðist 75 prósenta hlut í bankanum með hlutafjáraukningu upp á 600 milljónir evra. Miðað við stöðu krónunnar á mánudag var markaðsvirði hvers hlutar 1,88 krónur, 88 prósentum minna en gengið fyrir helgina sem var 15,7 krónur á hlut. Það var enda mat markaðarins í fyrstu viðskiptum í gær að Glitn- ir hafi verið undirverðlagður verulega í viðskiptum ríkisins, hækk- unin frá 1,88 krónum var meira en þreföld og gengið komið vel yfir sex krónur á hlut. Undir lok dags var gengið hins vegar komið í tæpar fimm krónur og virtist sú aðgerð að leggja út rúma 80 milljarða króna hafa skilað sér í um 126 milljarða króna hagnaði. Orð Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, þegar hann kynnti aðkomu ríkisins að Glitni, um að bankinn hefði að öðrum kosti orðið gjaldþrota, hafa svo endurómað um heiminn og víða verið túlkuð sem svo að allt ljótt sem sagt hefur verið um ís- lenska banka og hættuna á gjaldþroti þeirra hafi verið satt. Orð seðla- bankastjórans um að í grunninn sé rekstur bankans öflugur og eign- ir miklar og að brugðist hafi verið við tímabundnum vanda hafa fall- ið í skuggann. Enda má segja að einkennilegt misræmi sé milli þeirra orða og björgunaraðgerðarinnar. Meint björgun er einnig umhugsunarverð þegar hún er borin saman við aðgerðir á Írlandi þar sem seðlabanki kom bönkum til aðstoðar sem lánveitandi til þrautavara. Seðlabanki Íra gaf í gær út yfirlýsingu um að hann ábyrgðist inneignir og skuldir sex fjármálastofnana þar í landi til tveggja ára. Þar með liðkast fyrir allri fjármögnun þessara fyrirtækja og traust á þeim vex. Hvað stóð í vegi fyrir sambærilegri nálgun hér, jafnvel þótt hún hefði líka falið í sér lán til skemmri tíma? Eftir standa hluthafar Glitnis og horfa upp á að eign þeirra hafi rýrn- að um nálægt því 60 prósent, miðað við upphaf viðskipta í gær. Þá er einnig umhugsunarefni að Seðlabankinn og sú undirdeild sem áður hét Lánasýsla ríkisins hefur frekar verið að herða reglur um veð- hæfi trygginga sem fjármálastofnanir leggja fram í lánaviðskiptum, fyrst undir lok ágúst og svo 25. september, hvort heldur þau snúa að endurhverfum verðbréfaviðskiptum eða lánum á ríkisbréfum. Seðla- bankar annars staðar reyna fremur að liðka til með það fyrir augum að auka fjárstreymi á mörkuðum og hafa rýmkað reglur um veðhæfi frekar en hitt. Markaðsbrestur hefur hér verið á gjaldmiðlamark- aði síðan snemma á árinu og ekki batnar það ef þrengir að á öðrum sviðum fjármálamarkaðar líka. Burtséð frá því hvaða skoðanir kunna að vera uppi á aðgerðum sem hér snúa að regluverki á fjármálamarkaði eða stuðningi við einstök fyrirtæki, er óþægilegt í meira lagi að uppi skuli vera vangaveltur um að valdar leiðir eigi rót í einhverju öðru en faglegu stöðumati. Óneit- anlega skaðar það trúverðugleika allra aðgerða að þær skuli gerðar í skugga fyrri átaka í fortíð aðalleikenda á sviði fjármálalífsins. Þá þarf í þeirri stöðu sem upp er komin, þar sem ríkið er skyndilega orðið bankaeigandi á ný, að huga að jafnræði og upplýsingagjöf sem sæmir í lýðræðisríki. Eignarhlut ríkisins í Glitni verður tæpast komið í verð á ný nema í opinberu söluferli þar sem jafnræði ríkir meðal hugsanlegra kaupenda, hvort heldur það varðar tímamörk tilboða eða upplýsingagjöf. Eftir viðlíka eignaupptöku og þjóðinni var kynnt á mánudagsmorgun verða næstu skref að slá á sögusagnir um að verið sé að véla með eignir og völd bak við luktar dyr. Glitnir er þjóðnýttur í óþökk eigenda og hert að í reglum Seðlabanka og Lánasýslu um veð bankanna. Voru aðrar leiðir færar en þjóðnýting? Óli Kristján Ármannsson „Lánalínur“ eru fyrirbæri sem gjarnan bregð- ur fyrir í skrifum um fjármálastofnanir og fyrirtæki. Nýverið hefur helst verið fjallað um þær í tengslum við þau tæki sem seðlabankar hafa til fjármögnunar. Lánalínu mætti eins kalla formlegt loforð um lán, sem gildir í ákveðinn tíma og á fyrirfram umsömdum kjörum. Þeim sem samið hefur um „lánalínuna“ er svo í sjálfsvald sett hvort hann nýtir sér möguleikann og slær lán. Fyrirtæki semja gjarnan um margar lánalínur og njóta þar með aukins valfrelsis í fjármögnun starfsemi sinnar. „Opnar“ lánalínur væru svo slíkir lána- samningar sem annað hvort væru ótímabundnir eða til lengri tíma. Lánalínur eru samningar sem fyrirtæki stór og smá verða sér úti um en umfangið ræðst af eðli starfseminnar. Í lausafjárkreppunni sem nú ríður yfir alþjóðlega fjármálamarkaði eru slíkar lánalínur hugsanlega hluti af fjármögnun banka þegar þrengir að á öðrum vígstöðvum. O R Ð Í B E L G F í t o n / S Í A með ánægju Tími er peningar Með Iceland Express kemstu út og heim aftur samdægurs og sparar þannig tíma og kostnað. Fyrirtækjasamningur við Iceland Express tryggir svo hagstæðara verð og eykur þægindi. F í t o n / S Í A Lond on 9 x í viku Reykjavík Fljúgðu til London kl. 8:00 að morgni... Reykjavík ...og komdu heim kl. 21:50 að kvöldi sama dags

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.