Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 46
30 1. október 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. tala, 6. járnstein, 8. stúlka, 9. hlaup, 11. voði, 12. transistor, 14. matarsamtíningur, 16. pot, 17. atvik- ast, 18. leyfi, 20. tveir, 21. þefa. LÓÐRÉTT 1. dægurs, 3. hljóm, 4. fugl, 5. af, 7. lúberja, 10. gæfa, 13. fljótfærni, 15. jarðefni, 16. ónn, 19. klaki. LAUSN LÁRÉTT: 2. tólf, 6. al, 8. mær, 9. gel, 11. vá, 12. smári, 14. snarl, 16. ot, 17. ske, 18. frí, 20. ii, 21. nasa. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. óm, 4. lævirki, 5. frá, 7. lemstra, 10. lán, 13. ras, 15. leir, 16. ofn, 19. ís. Söngvarinn Friðrik Ómar ætlar að halda styrktartónleika í Ólafs- fjarðarkirkju vegna sviplegs frá- falls Hrafnhildar Lilju Georgs- dóttur í Dóminíska lýðveldinu á dögunum. Friðrik, sem er frá nágranna- bænum Dalvík, þekkti Hrafnhildi lítillega. „Það eru ekki nema átján kílómetrar á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og það kannast allir við alla,“ segir hann. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera hefðbundinn hluti af tón- leikaferð Friðriks um Norðurland en eftir fráfall Hrafnhildar ákvað hann að breyta þeim í styrktartón- leika. Rennur allur ágóðinn í styrktarsjóð sem vinir hennar hafa stofnað. „Lítið bæjarfélag lamast við svona og þá er gott að koma saman og hlusta á fallega músík,“ segir hann. Friðrik lauk nýverið tónleika- ferð um Austurland sem heppnað- ist einkar vel. „Það var mjög gaman. Mér var boðið í heimahús eftir hverja tónleika og maður fékk nýjar hreindýrabollur og ég veit ekki hvað og hvað. Það er gaman að fara út á land. Þar er allt önnur stemmning og allt einhvern veginn persónulegra.“ Fyrstu tónleikar Friðriks á Norð- urlandi verða í Blönduóskirkju í kvöld. Annað kvöld verða síðan tónleikarnir í Ólafsfjarðarkirkju og á föstudag lýkur ferðinni í Dal- víkurkirkju. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. - fb Friðrik Ómar minnist Hrafnhildar Lilju FRIÐRIK ÓMAR Söngvarinn Friðrik Ómar heldur styrktartónleika á fimmtudag til að minnast fráfalls Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur. SÉRA VIGFÚS VIÐ VERK MAGNÚSAR Höfuðstöðvar Glitnis að kvöldlagi, líkt og leiktjöld fyrir peningahyggju og græðgisvæðingu, en í horninu er verið að krossfesta mann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Myndin er sterk í ljósi síðustu atburða. Firnasterk,“ segir Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Á níunda áratugnum málaði Magnús heitinn Kjartansson list- málari verk sem virðist fela í sér eins konar forspárgildi í ljósi vend- inga á fjármálamörkuðum og stöðu Glitnis banka á markaði. Þar eru höfuðstöðvar Glitnis eins og leik- tjöld – fyrir neysluþjóðfélagið, pen- ingahyggju og græðgisvæðingu, að kvöldlagi, en í horninu, svo lítið ber á, er verið að krossfesta mann. „Jújú, forspárgildi. Þegar Magnús málaði myndina voru þarna höfuð- stöðvar SÍS. Víða í verkum Magnús- ar er ádeilubroddur á hugsunarhátt græðginnar og peningavæðingar. En með ljóðrænum og póetískum hætti,“ segir Aðalsteinn en Magnús er tvímælalaust einn af stóru póst- unum í íslenskri listasögu. „Það er mikill missir af honum en hann dó fyrir fáeinum árum hálfsextugur maðurinn.“ Verkið hangir uppi í Grafarvogs- kirkju og er í eigu listakonunnar Koggu sem er ekkja Magnúsar. Í kirkjunni er sóknarprestur séra Vigfús Þór Árnason sem segir þetta verk á heimsmælikvarða. „Og á ótrúlega vel við núna. Þarna voru útvegsmenn, svo SÍS, Sambandið og þá kom turninn á húsið, Íslands- banki var þarna sem svo breyttist í Glitni. Og vinstra megin við húsið er verið að krossfesta Krist,“ segir séra Vigfús. „Eða eins og á Valhúsa- hæðinni,“ segir Aðalsteinn. Hvern er eiginlega verið að krossfesta við Glitnishúsið? Séra Vigfús segir heiminn merki- legan. Einhverjir bankar úti í hinum stóra heimi láni ótakmarkað hús- bréf og allur heimurinn fari á hlið- ina. Aðspurður hvort hann greini ugg meðal sóknarbarna í ljósi hrær- inga á fjármálamarkaði segir séra Vigfús svo vera. „Ég held nú, eins og mannlífið er, að allur almenning- ur, gamla fólkið, þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af bréfum. Þannig er nú með flesta. En þegar krónan hefur lækkað um fimmtíu prósent, og sá sem skuldaði milljón skuldar nú eina og hálfa milljón, jú, við erum öll í þessari súpu. Líkt og við séum að detta tíu ár aftur á bak.“ jakob@frettabladid.is SÉRA VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON: VIÐ SITJUM ÖLL Í ÞESSARI SÚPU Krossfestur við hús Glitnis HRAFNHILDUR LILJA Lést á sviplegan hátt í Dóminíska lýðveldinu fyrir skemmstu. Eldar Ástþórsson hætti sem kunn- ugt er afskiptum af Iceland Airwa- ves fyrr á þessu ári. Hann hefur ekki setið auðum höndum síðan, er framkvæmdastjóri Kraums tón- listarsjóðs auk þess að vinna að stóru byltingarkenndu vefverk- efni með hópi fólks, Gogoyoko. com. „Þetta verður breiður vettvang- ur fyrir tónlistarfólk og rétthafa til að kynna, selja og miðla tón- list,“ segir Eldar. „Við komum með nýjar hugmyndir auk þess sem við betrumbætum og sameinum það sem þegar er í boði. Og við hugs- um þetta í alþjóðlegu samhengi.“ Tónlistar- og útgáfubransinn er í miklu uppnámi um þessar mundir. Eftir því sem næst verður komist mun Gogoyoko sameina eiginleika vefsíðna eins og Last Fm, Itunes og Myspace auk þess að bjóða upp á nýja eiginleika. Prósentuskipting innkomunnar verður tónlistarfólk- inu mjög í hag. Í stað helmings eins og Itunes býður fær listamað- urinn 90 prósent hjá Gogoyoko, en tíu prósent renna til góðgerða- mála. Sjálf treystir vefsíðan á aug- lýsingatekjur til að reka sig. „Það sem helst er markaður fyrir núna er ný hugsun,“ segir Eldar. „Það er mjög hörð sam- keppni í þessu en enginn er að gera það sama og við. Við gerum okkur grein fyrir sérstöðu okkar og erum fullir sjálfstrausts. Við verðum að koma með eitthvað nýtt sem gagn- ast bæði neytendum og tónlistar- fólki. Við gætum alveg eins gleymt þessu ef við gerðum það ekki.“ Í dag er á Gogoyoko.com ein- ungis boðið upp á blogg og þann möguleika að skrá sig á póstlista. Verið er að þróa tæknina og stefnt er á að síðan verði komin í gagnið snemma á næsta ári. - drg Ný hugsun í sölu tónlistar á netinu TÓNLISTARHEIMURINN ER Í UPPNÁMI Eldar Ástþórsson fer fyrir Gogoyoko sem boðar nýja hugsun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Auður Haralds, hinn landsþekkti húmoristi og rit- höfundur, er þekkt fyrir að hafa munn- inn fyrir neðan nefið og láta engan eiga neitt inni hjá sér. Hún gekk skrefinu lengra í gær en þá var tekið til meðferðar skuldamál í héraðsdómi sem hún rekur á hendur Páli Björgvinssyni. Þar mun einkum vera um að ræða málefni tengd nágrannaerjum og því að Páll harðneitar að taka þátt í kostnaði við þakviðgerðir sem Auður réðst í. Sigmundur Ernir Rúnarsson er nú að safna vopnum sínum í þáttinn Mannamál. Sigmundur bauð í fyrra upp á öfluga pistlahöfunda: Einarana Kárason og Má Guðmunds- son. Einar Már er nú hættur en Sigmundur leitaði ekki langt yfir skammt heldur beint aftur í skálda- félag sitt sem kennt hefur verið við Grafarvoginn og mun Mikael Torfason taka við kyndlinum og flytja pistla sína á móti Kárasyni í þættinum. Athafnamaðurinn Björg- ólfur Thor Björgólfs- son lét ekki ástandið í efnahagslífinu standa í vegi fyrir daglegri líkamsrækt sinni í gær. Björgólfur tók vel á því á hlaupa- brettinu í Laugum, en þurfti reyndar einu sinni að bregða sér afsíðis til að tala í símann. Hróður Emilíönu Torrini heldur áfram að berast um heims- byggðina. Nú hefur það verið kunngjört að lagið Jungle Drums, af nýút- kominni plötu söng- konunnar, heyrist í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar hinna sívinsælu Grey‘s Anatomy. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hlusta mikið á tónlist og er með mjög breiðan tónlistar- smekk. Ef ég á að nefna eitthvað sem mér þykir vænt um er það til dæmis Damien Rice, og svo hlusta ég töluvert á GusGus, sem ég uppgötvaði bara fyrir fjórum mánuðum og á núna allar plöt- urnar. Elsta hljómsveitin sem ég held upp á er Genesis og svo get ég verið í ferlega væminni tónlist líka.“ Reynir Sýrusson hönnuður. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Jónína Benediktsdóttir. 2 Jón Ásgeir Jóhannesson. 3 Aldargömul.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.