Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 42
26 1. október 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is >Björn Bergmann ekki áfram með ÍA Skagamaðurinn Björn Bergmann staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann myndi ekki leika með Skagamönnum í 1. deildinni næsta sumar. „Það er ekki enn komið á hreint hvað ég geri en helst vil ég komast út,“ sagði Björn sem hefur úr mörgu að velja í þeim efnum. „Það er áhugi frá Hollandi, Englandi, Þýskalandi, Noregi og Austurríki,“ sagði Björn en hvert vill hann helst fara? „Helst langar mig til Englands en líklegast væri best fyrir mig að komast að hjá liði í Hollandi. Við sjáum hvað setur en ég mun líklega heimsækja einhver félög á næstu vikum,“ sagði Björn sem er í 25 manna leikmannahópi Íslands fyrir landsleikinn gegn Hollandi og kemur í ljós á næstu dögum hvort hann kemst í aðalhópinn. Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson hefur farið mikinn í vörn Keflavíkurliðsins í sumar og frammistaða hans þar vakið athygli víða. Hallgrímur er í skoðun hjá allt að tíu félögum í Skandinavíu og Belgíu. Eins og staðan er í dag má því mikið vera ef hann heldur ekki utan í atvinnumennsku. Geri hann það ekki er allt eins víst að hann leiki með öðru félagi en Keflavík í Landsbankadeildinni enda afar eftirsóttur. „Það er ýmislegt í gangi þessa dagana. Á meðal þeirra félaga sem hafa verið að skoða mig er sænska félagið GAIS og ekki ólíklegt að ég kíki á aðstæður þar fljótlega,“ sagði Hallgrímur en með liðinu leikur Eyjólfur Héðinsson og sam- herji Hallgríms hjá Keflavík, Jóhann Birnir Guðmundsson, lék áður með félaginu. „Þeir tala mjög vel um félagið og það kemur því vel til greina eins og annað. Gæti verið mjög fínt næsta skref fyrir mig.“ Hallgrímur er einnig undir smásjánni hjá belgísku úrvalsdeildarfélagi. „Það félag heitir KV Kortrijk og komst upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð. Yfirnjósnari félagsins hefur verið að fylgjast með mér og var hrifinn. Hann er núna að ræða við forráðamenn félagsins og það ætti að koma í ljós fljótlega hvort félagið geri mér tilboð,“ sagði Hallgrímur en minnst átta önnur félög hafa verið að skoða Húsvíkinginn sem er fyrirliði U-21 árs liðs Íslands. Samningur Hallgríms við Keflavík rennur út um miðjan október og honum því frjálst að fara þangað sem hann vill. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fimm félög í Lands- bankadeild þegar sett sig í samband við Hallgrím og svo vilja Keflvíkingar eðlilega halda Hallgrími. „Ég mun byrja á að skoða mína möguleika erlendis áður en ég tala við íslensk félög. Hugurinn stefnir eðlilega út þar sem ég get æft betur og bætt minn leik. Gangi það ekki eftir mun ég að sjálfsögðu ræða við Keflavík sem og önnur lið hér heima,“ sagði Hallgrímur sem var á leiðinni í stutt frí á æskustöðv- arnar. „Maður slappar hvergi betur af en á fallegasta stað landsins. Annars hefur áreitið verið mikið síð- ustu daga og maður getur vart lagt símann frá sér,“ sagði Hallgrímur að lokum. HALLGRÍMUR JÓNASSON: EFTIRSÓTTUR AF FJÖLDA FÉLAGA BÆÐI HÉR HEIMA OG ERLENDIS Byrjar á því að skoða möguleikana erlendis Meistaradeild Evrópu E-riðill: AaB-Man. Utd 0-3 0-1 Wayne Rooney (22.), 0-2 Dimitar Berbatov (55.), 0-3 Dimitar Berbatov (79.). Villarreal-Celtic 1-0 1-0 Marcos Senna (67.). F-riðill: Fiorentina-Steaua 0-0 Bayern München-Lyon 1-1 0-1 Juninho Pernambucano (26.), 1-1 Ze Roberto (52.). G-riðill: Arsenal-Porto 4-0 1-0 Robin Van Persie (31.), 2-0 Emmanuel Adebayor (40.), 3-0 Robin Van Persie (48.), 4-0 Emmanuel Adebayor (71.). Fenerbahçe-Dynamo Kiev 0-0 H-riðill: Zenit-Real Madrid 1-2 0-1 sjálfsmark (4.), 1-1 Danny (25.), 1-2 Ruud van Nistelrooy (31.). Bate Borisov-Juventus 2-2 1-0 Sergey Krivets (17.), 2-0 Igor Stasevich (23.), 2-1 Vincenzo Laquinta (29.), 2-2 Vincenzo Laquinta (45.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Hinn stórefnilegi Bliki, Jóhann Berg Guðmundsson, fer utan til Þýskalands á sunnu- dag þar sem hann fer í samningaviðræður við þýska stórliðið HSV sem hefur lengi haft augastað á leikmanninum og Breiðablik hefur þegar tekið tilboði félagsins í Jóhann. „Þeir eru búnir að vera að fylgjast með sér síðan um mitt sumar og málið er ansi langt komið núna. Ég er á leiðinni utan til þess að kíkja á aðstæður, spjalla við Martin Jol þjálfara og svo semja við félagið. Ég býst við að það gangi eftir og ég komi heim með tilboð,“ sagði Jóhann Berg spenntur og skal engan undra enda HSV eitt stærsta lið Þýskalands og hefur verið í Meist- aradeildinni. „Þetta er gríðarlega spennandi dæmi og mikið tækifæri. Félagið segist vilja nota unga leikmenn og ég hef ekki hug á að fara þarna út til þess að sitja á varamannabekknum. Ég stefni á að komast í aðal- hópinn hið fyrsta ef samningar nást,“ sagði Jóhann afar ákveðinn en mörg félög hafa litið hann hýru auga í sumar og hann hefur því ýmsa möguleika í stöðunni fari svo að samningar náist ekki við HSV. „Ég hef meðal annars verið að ræða við AZ Alkmaar í Hollandi og það mál er svona næstlengst komið. Ég held því opnu ef allt klikkar í Þýskalandi. Svo vill Coventry líka fá mig en ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því ef ég á að segja eins og er,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hamburg hefur þess utan áhuga á varnarmanninum unga, Finni Orra Margeirssyni, og hefur boðið honum að koma og kíkja á aðstæður í vetur. - hbg Jóhann Berg Guðmundsson á förum frá Blikum til stórliðs í Þýskalandi: HSV vill semja við Jóhann Berg EFNILEGUR Jóhann Berg sló í gegn í Landsbankadeildinni í sumar og hverfur brátt á braut. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Ensku félögin Arsenal og Manchester United lentu ekki í vandræðum með mótherja sína í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leikmenn Arsenal svöruðu kall- inu frá Arsene Wenger þegar Porto kom í heimsókn á Emirates- leikvanginn í gærkvöld en knatt- spyrnustjórinn franski gagnrýndi lið sitt harðlega eftir tap gegn nýliðum Hull um síðustu helgi. Arsenal sýndi sitt rétta andlit og rúllaði Portúgölunum upp 4-0 þar sem Robin Van Persie og Emm- anuel Adebayor skoruðu hvor um sig tvö mörk. „Við þurftum að koma Hull leiknum úr hausnum á okkur og bæta fyrir hann og það gerðum við. Það var mikilvægt að ná að snúa við blaðinu strax og við viss- um að við gætum það,“ segir Van Persie í viðtölum í leikslok. Í hinum leiknum í G-riðli sótti Dynamo Kiev stig til Tyrklands þegar Úrkaínumennirnir gerðu þar markalaust jafntefli gegn Fenerbahçe. Berbatov skoraði tvö Englands- og meistaradeildar- meistarar Manchester United réðu ferðinni frá upphafi til enda þegar þeir heimsóttu Danmerkur- meistara AaB frá Álaborg og unnu þar 0-3. Dimitar Berbatov opnaði markareikning sinn hjá United með tveimur mörkum en það fór vel á því að Búlgarinn gerði það í gærkvöld því fyrir leikinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá AaB búinn að segja að kaupverð Berbatov myndi duga til reksturs á danska félaginu í sjö ár. Sigur United gæti þó reynst dýrkeyptur því bæði Paul Scholes og Wayne Rooney meiddust í leiknum. Í hinum leiknum í E-riðli nægði mark Marcos Senna Villarreal til þess að taka öll stigin gegn Celtic. Báðir leikir F-riðils enduðu með jafntefli, á milli Fiorentina og Steaua annars vegar og Bayern München og Lyon hins vegar. Nokkrir aðdáendur München- félagsins vönduðu knattspyrnu- stjóranum Jürgen Klinsmann ekki kveðjurnar og báru skilti í stúk- unni sem á stóð, „farðu burt, Klins- mann“. En félagið hefur byrjað illa í þýsku deildinni. Í H-riðli héldu Madrídingar áfram sigurgöngu sinni með úti- sigri gegn Zenit frá Pétursborg en Hollendingurinn Ruud van Nistel- rooy skoraði sigurmark Real Madrid í leiknum. Valsbanarnir í Bate Borisov komu á óvart með því að gera 2-2 jafntefli gegn Juventus og því allt opið í e-riðli. En Hvítrússarnir komust í 2-0 áður en Vincenzo Laquinta jafnaði leikinn með tveimur mörkum. omar@frettabladid.is Arsenal fékk uppreisn æru Arsenal svaraði fyrir háðulegt tap gegn Hull um helgina með stórsigri gegn Porto í Meistaradeildinni í gær. AaB var engin fyrirstaða fyrir Manchester Utd. GLEÐI Leikmenn Arsenal höfðu ástæðu til þess að gleðjast í gærkvöld þegar þeir yfirspiluðu Porto á Emirates-leikvanginum. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI KR og Snæfell tryggðu sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í gærkvöld. KR vann 22 stiga útisigur á ÍR, 90-68, í Seljaskóla en Snæfell vann 25 stiga sigur á Tindastól í Hólminum, 97-72. KR-ingar voru með mikla yfirburði gegn ÍR. Helgi Már Magnússon (15 stig) átti frábær- an fyrri hálfleik, Jason Douris- seau (30 stig, 14 fráköst) skilaði sínu allan leikinn og bæði Jón Arnór Stefánsson (12 stig, 7 stoðsendingar) og Jakob Örn Sigurðarson (11 stig, 10 fráköst) áttu fína spretti. Sveinbjörn Claessen kom með 16 stig og 6 fráköst af bekknum og Tahirou Sani var með 11 stig og 13 fráköst. Snæfell tók völdin í 2. leikhluta gegn Stólunum og leit aldrei aftur eftir það. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig, Nikola Dzever- danovic skoraði 17, Hlynur Bæringsson var með 16 stig og Jón Ólafur Jónsson skoraði 15 stig. Hjá Tindastól skoraði Michael Bonaparte 22 stig og Svavar Birgisson var með 21 stig. Hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld þegar Njarðvík heimsækir Grindavík og Keflavík tekur á móti Þór Akureyri. - óój Powerade-bikar karla í körfu: KR og Snæfell komin í Höllina LÉTT Jón Arnór Stefánsson og félagar léku sér að ÍR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.