Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 6
6 1. október 2008 MIÐVIKUDAGUR Kristín er ósátt við að Hafnarfjarðarbær skuli ekki niðurgreiða íþróttaiðkun barna utan bæjarfélags- ins. „Hafnarfjörður talar um að íþróttaiðkun sé forvarnastarf en aðeins ef þú stundar íþróttir innan bæjarfélagsins,“ skrifar hún. „Er Hafnarfjarðarbær þá að styrkja unga íþróttamenn eða íþróttafélög í Hafnarfirði? Bæjarfélögin í kring um Hafnarfjörð eru ekki með þessa reglu, það er nóg að sýna kvittun fyrir greiddum íþróttagjöldum og þá færð þú endurgreitt. Ég sá í blaðinu í dag auglýsingu frá Actavis þar sem rannsóknir sýna að ein besta forvörn gegn fíkniefnum er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ætli bæjarstjórn Hafnarfjarðar viti þetta? Eða skiptir barnið kannski ekki neinu máli heldur íþróttafélögin í bænum? Ingvar Jónsson, íþróttafulltrúi í Hafnar- firði, svarar: „Þessar niðurgreiðslur eru bæði hugsaðar sem stuðningur við bæjarbúa og einnig við íþróttafélögin í bæjarfélag- inu. Aðeins er gerður samningur við félög utan Hafnarfjarðar bjóði þau upp á greinar sem ekki eru í boði í Hafnarfirði. Sem dæmi erum við með samning við júdódeild ÍR af því að ekkert félag í Hafnarfirði býður upp á júdókennslu.“ Óánægja með endurgreiðslu til íþróttaiðkana: Hafnarfjörður styrkir ekki krakka sem stunda íþróttir utan bæjarins STRÁKAR Í FH Væntanlega niðurgreiddir af Hafnarfjarðarbæ. Tölvu- og skrifborð á góðu verði w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 kr. 53.900 kr. 45.900 kr. 16.900 kr. 21.900 kr. 16.900 kr. 32.900 kr. 22.900 kr. 25.900 EFNAHAGSMÁL „Veiking krónunnar er meginorsök verðbólgu undan- farinna mánaða og greinilegt að við sjáum ekki fyrir endann á þessu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands. Gylfi óttast að gengi krónunnar haldi áfram að falla þó að hrun hennar hafi nú þegar slegið öll met. „Við höfum talsverðar áhyggjur af þessu og það er ljóst að það stefnir bara í óefni.“ Kaup- máttur sé á hraðri niðurleið og fátt virðist til varnar. Hann óttast að veiking krón- unnar ýti undir frekari verð- hækkanir. „Maður fær ekki séð að fyrirtækin sýni neinn vilja til að sitja á þessu og þau hafa kannski ekki stöðu til þess,“ segir Gylfi. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir mikinn þrýsting vera á hækkun vöruverðs. Rýrn- un kaupmáttar og hækkun vöru- verðs sé hins vegar ekki góð blanda. „Það sjá það allir sem fylgjast með fréttum að þetta er grafalvarlegt ástand. En maður lifir í voninni, þetta ástand sé ekki komið til að vera,“ segir Guð- mundur. Árni Ingvarsson, framkvæmda- stjóri markaðs- og sölusviðs Íslensks Ameríska, segir gengi krónunnar vera stóran þátt í verði á vörum. „Frá því í vor höfum við haft þann háttinn á að um hádeg- isbil á föstudögum tökum við gengi helstu gjaldmiðla sem við verslum í, metum stöðuna og til- kynnum verðbreytingar sem öðl- ast gildi mánudaginn þar á eftir. Það má því segja að við séum að vinna með vikulega verðskrá,“ segir Árni. Hann segir þetta fyrirkomulag vera viðbrögð þeirra við gengis- sveiflum undanfarinna vikna. Breytingarnar eigi bæði við um hækkanir og lækkanir á verði vara og miðað sé við ákveðin við- mörk. Árni segir að undir eðlilegum kringumstæðum, þegar gengið sé stöðugt, tilkynni fyrirtækið um verðbreytingar með tveggja til þriggja vikna fyrirvara. „Við munum breyta þessu til fyrra horfs um leið og stöðugleiki kemst á gengið því þetta fljótandi verð er hvorki okkur né viðskiptavin- um okkar í hag.“ olav@frettabladid.is Botninum ekki náð Framkvæmdastjóri ASÍ óttast að frekara gengisfall krónunnar ýti undir verð- hækkanir. Framkvæmdastjóri Bónuss segir mikinn þrýsting vera á hækkanir á verði á vörum. Rýrnun kaupmáttar og hækkun vöruverðs sé ekki góð blanda. GYLFI ARNBJÖRNSSON VERSLUN Stór hluti af neysluvörum Íslendinga er innfluttur og því ljóst að gengishrun krónunnar og hækkandi verðlag hafa veru- leg áhrif á afkomu heimila í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANOTN DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur hafnað kröfu Karls Georgs Sigurbjörnssonar lög- manns um að ákæru ríkislögreglu- stjóra á hendur honum verði vísað frá dómi. Karl er ákærður fyrir fjársvik með því að hafa notfært sér rang- ar hugmyndir Sigurðar Þórðar- sonar, þáverandi ríkisendurskoð- anda, um verðmæti stofnfjárhluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sigurður seldi hlutina fyrir 50 milljónir en þeir voru síðan seldir áfram fyrir 90 milljónir. Sigurður og fjórir aðrir stofnfjáreigendur krefjast þess að Karl greiði þeim 200 milljóna króna bætur. Karl segist saklaus enda hafi hann ekki átt aðild að viðskiptunum heldur aðeins verið lögmaður kaup- andans. Lögmaður Karls, Ragnar H. Hall, sagði í kröfu um frávísun málsins að ríkislögreglustjóri hefði ekki mátt gefa út ákæruna því hann hefði áframsent málið til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að auki væri saksóknarinn í málinu, Helgi Magnús Gunnarsson, vanhæfur sökum skyldleika við Sigurð G. Guðjónsson lögmann sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu. Sigurður og Helgi eru þremenningar. Í úrskurði héraðsdóms segir að málið gegn Sigurði hafi verið fellt niður hjá lög- reglustjóra höf- uðborgarsvæð- isins áður en kom til kasta Helga frænda hans hjá ríkilög- reglustjóra. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki tekið ákvörðun um útgáfu ákæru í mál- inu heldur hafi embættinu verið falið það verk af ríkissaksóknara. - gar Dómari segir útgáfu ákæru í sparisjóðsmáli vera í verkahring ríkislögreglustjóra: Hafna frávísun í fjársvikamáli KARL GEORG SIGURBJÖRNSSON NOREGUR Norskur bóndi rak upp stór augu nýlega þegar hann sá kú uppi á þaki á fjárhúsunum sínum. „Ég varð að nudda á mér augun mörgum sinnum til að vera viss um að ég sæi rétt,“ segir bóndinn Kai Petter Flesjå og telur að kýrin hafi villst upp á þakið í leit að ný fæddum kálfi sínum. Bóndinn telur að kýrin hafi brotið niður girðingu og tekist að klöngrast upp á þakið af brekku við húsið, að sögn NRK. Hann lagði mikið á sig til að koma kúnni heilu og höldnu niður á jörðina aftur. Þakið skemmdist en tryggingafé- lagið trúði ekki sögunni fyrr en það sá myndirnar af atburðinum. - ghs Norsk kýr á villigötum: Klöngraðist upp á fjárhúsþakið KJÖRKASSINN Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Telur þú að sigur FH í Lands- bankadeildinni hafi verið verðskuldaður? Já 57,5% Nei 42,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú eða einhver sem þú þekk- ir hlutabréf í Glitni? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.