Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 07.10.2008, Qupperneq 14
14 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Einn er sá frjálsi markaður sem enn lifir góðu lífi, það er markaðstorg hugmyndanna. Enginn vafi er á því að nú geisar alþjóðleg fjármálakreppa. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum en angar hennar teygja sig um öll lönd með misalvarlegum afleiðingum. Í Evrópu hefur hún þegar haft í för með sér þjóðnýtingu nokkurra banka, þ.á m. Glitnis hérna á Íslandi, og alls staðar hafa ríkisstjórnir gripið til ráðstafana til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis. Þetta er þvert á þá afskiptaleysisstefnu sem hefur verið borið af málsvörum hins frjálsa markaðar og hefur því eðlilega vakið upp umræðu hvort kapítalisminn sé í kreppu og þó sérstaklega það afbrigði hans sem hefur verið allsráðandi í Bandaríkj- ununum undanfarin 20 ár. Þetta merkir ekki að staðbundnir þættir skipti engu máli varðandi birtingarmyndir kreppunnar í hverju landi. Í löndum þar sem bankakerfið hefur farið geyst í því að færa starfsemi sína yfir á svið fjárfestingalána riðar nú allt til falls. Íslenska „útrásin“ er dæmi um þetta. Annars staðar, t.d. í Færeyj- um, hafa bankar farið varlegar í sakir og lagt áherslu á hefðbundna starfsemi. Þeirra staða er betri þótt auðvitað hafi kreppan víðtæk áhrif. Við getum ekki kennt stjórnvöldum um kreppuna en við getum spurt okkur: Hvers vegna hefur hún svona alvarlegar afleiðingar á Íslandi og bera stjórnmálamenn ábyrgð á því? Einkavæðing Fyrir nokkrum áratugum lutu íslenskir bankar ströngu aðhaldi ríkisins. Þeir stærstu voru allir ríkisbankar en þar að auki hafði Seðlabankinn mikil afskipti af rekstri þeirra. T.d. var haldið aftur af innlánum með bindiskyldu, þ.e. bankarnir voru skyldaðir til að leggja ákveðið hlutfall af innlánum inn á reikning í Seðlabankanum. Að mörgu leyti var þetta íþyngjandi kerfi og eflaust fannst mörgum að bankarnir væru í spennitreyju Seðlabankans. Þá voru ríkisbankar undir töluverðum þrýstingi stjórnmálamanna og allt fram á 9. áratuginn tíðkaðist að bankastjóra- stöður í viðskiptabönkum væru að nokkrum hluta skipaðar fyrrver- andi stjórnmálamönnum. Mesta ríkisforsjáin var þó að bankarnir höfðu ekki frelsi til að ákveða vexti sjálfir og var svo allt til ársins 1986. Það var eðlilega mörgum fagnaðarefni þegar bankarnir voru losaðir úr þessari spennitreyju. Þá var mikill þrýstingur á einkavæð- ingu banka með þeim rökum að hið opinbera ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Þvert á móti ættu bankar að vera reknir í hagnaðar- sjónarmiði og aðhald hluthafa myndi tryggja slíkt. Eftir langt ferli voru ríkisbankarnir þrír einkavæddir í nokkrum skrefum. Því miður var staðið að einkavæð- ingunni með þeim hætti að um hana skapaðist lítið traust. Á sínum tíma var tilboði samvinnumanna í Útvegsbankann hafnað af flokks- pólítískum sjónarmiðum og þau komu líka við sögu þegar Lands- bankinn og Búnaðarbankinn voru seldir; þá var talað um helminga- skipti Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks. Eðlisbreyting Einkavæðing ríkisbankanna var umdeild aðgerð á sínum tíma en fljótlega var farið að beita gagnrýnendur þöggun með því að benda á stórgróðann sem væri af hinum nýju bönkum. Talað var um fjármagn sem hefði verið „leyst úr læðingi“ og farið miklu offari í því að tíunda hversu ónýtar stofnanir ríkisbankarnir hefðu verið. Sú umræða var að mörgu leyti ósanngjörn og vísaði mun frekar til tímans fyrir 1986; þegar bankarnir höfðu í raun verið í gíslingu ríkisvaldsins. Þessi umræða olli eflaust miklu um það að hinir einkavæddu bankar rembdust nú við að vera sem ólíkastir ríkisbönkunum eins og þeir höfðu verið undanfarinn áratug; þrátt fyrir að þeir hefðu reynst afar traustar stofnanir eftir að þeir fengu frelsi til sjálfstæðra vaxtaákvarðana. Hér skipti eflaust nokkru máli að fjárfestingalána- stofnanir ríkisins – og þar munaði mest um Fiskveiðisjóð – voru einkavæddar árið 1998. Hin nýi banki, sem síðar varð hluti af Glitni, hafði það að markmiði að „færa út kvíarnar í öllum atvinnu- greinum og bjóða nýja fjármála- þjónustu“. Má segja að þar hafi styrktarsjóðir atvinnulífsins verið komnir í hendur verðbréfamiðl- ara. Eftir að einkavæðingin var um garð gengin urðu fljótlega kynslóðaskipti meðal bankastjórn- enda. Menn á þrítugs- og fertugs- aldri með bakgrunn í verðbréfa- fyrirtækjum tóku yfir bankana og hugðu á mikla landvinninga. Viðskiptabankarnir umbreyttu sér í fjárfestingabanka í anda þess sem djarfast var teflt í Bandaríkj- unum. Bankarnir fjármögnuðu „útrás“ íslenskra fjárfesta sem hefur verið ausin lofi í fjölmiðlum og af íslenskum ráðamönnum. Fáir spurðu gagnrýninna spurninga. Núna situr íslenskur almenningur uppi með svartapéturinn. Bakgrunnur kreppunnar SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Bankakreppan Svangur Þeir sem hlustuðu á Geir H. Haarde laust fyrir miðnætti á sunnudag fóru í háttinn með þær upplýsingar að forsætisráðherra hefði lítið fengið að borða yfir daginn og væri svangur. Það er auðvitað ekki gott þegar ráða- menn þurfa að leysa vanda heillar þjóðar á fastandi maga. Og greinilega af sem áður var þegar stóla mátti á að á fundum hins opinbera svignuðu borðin undan bakkelsi og vöffl- um. Geirskýrt Geir flutti ávarp um miðjan dag í gær þar sem hann hugðist skýra stöðuna fyrir þjóðinni og um leið stappa stáli í hana. Ekki tókst það betur en svo að fyrstu viðbrögð fréttastofu Sjónvarps voru að spyrja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformann Sjálfstæðisflokksins, hvað ávarp Geirs þýddi. Kannski má kalla það að vera „Geirskýr“, þegar menn tala í gátum. Tæpitungulaust Oddvitar stjórnarand- stöðunnar voru gestir Sigmundar Ernis í Mannamáli á sunnudag, þar sem þeir fóru yfir stöðu mála. Þáttastjórn- andinn er ekki þekktur fyrir hálfkák og bað um hrein og skýr svör um hvað væri til ráða – á mannamáli, takk. Ekki stóð heldur á svörum hjá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, þegar hann var inntur eftir þremur skýrum dæmum um ráðstafanir sem stjórnvöld yrðu að grípa til. Þegar þjóðarskútan er á reki, sagði Steingrímur, þarf í fyrsta lagi að halda við stýrið, í öðru lagi sjá við lekanum og þriðja lagi byrja að ausa. Flóknara er það ekki. Kannski þátturinn ætti að heita Sjómannamál. UMRÆÐAN Höskuldur Þórhallsson skrifar Eins og aðrir landsmenn beið ég spenntur eftir útspili ríkisstjórnarinnar síðastliðið sunnudagskvöld. Eitthvað lá í loftinu og þjóðin beið í eftirvæntingu eftir viðtali við forsætisráðherrann sem hafði fundað stíft um helgina með flestum hagsmunaaðilum samfélagsins. Við framsóknarmenn höfum, eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar, ítrekað boðið fram aðstoð okkar í þessu máli. Við höfum lagt fram fjöldamarg- ar efnahagstillögur sem meðal annars ganga út á að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn, hefja lækkunarferli stýrivaxta og koma á fót samráðsvettvangi þar sem aðilar vinnumarkaðarins, sveitarstjórna, fjármála- fyrirtækja, og stjórnar og stjórnarandstöðu vinna saman að lausn mála. Þá höfum við lagt gríðarlega áherslu á að framleiðsla og útflutningur verði stórefld til atvinnuuppbyggingar og gjaldeyrissköp- unar, meðal annars með hagnýtingu náttúruauðlinda lands og sjávar. Greinarhöfundur er að auki fyrsti flutningsmaður tillögu sem allur þingflokkur framsóknarmanna stendur á bak við um að bankastjórn Seðlabankans eigi að vera faglega skipuð til að njóta trausts almennings, atvinnulífs og þeirra erlendu sérfræðinga sem meta getu íslensks efna- hagslífs. Forsendur ákvarðana hennar verða einnig að vera uppi á borðinu og má engum blandast hugur um það að þær séu ekki teknar á faglegum forsendum. Við framsóknarmenn gerum jafnframt þá kröfu til stjórnvalda að þau skilaboð sem þaðan koma séu skýr og að almenningur sé upplýstur um gang mála. Fólkið í landinu á skýlausa kröfu um að faglega og vasklega sé staðið að stjórn efnahagsmála. Þingmenn Framsóknarflokksins munu ekki skorast undan því að taka erfiðar ákvarðanir og leggja með ábyrgum hætti til liðsinni við aðgerðir sem miða að því að vinna bug á þeim vanda sem nú blasir við. Öll él birtir upp um síðir. Þessi gamalkunnu sannindi verður fólk að hafa í huga á þeim erfið- leikatímum sem landsmenn upplifa nú. Íslenska þjóðin hefur ítrekað sýnt það og sannað að með samstöðu hefur hún staðið af sér miklar þrekraunir. Því til viðbótar býr þjóðin við ríkulegar auðlindir, hún er dugleg, djörf og vel menntuð, og hefur alla burði til að byggja upp nýja framsókn á nýjum grunni á komandi árum. Höfundur er alþingismaður. Skorumst ekki undan ábyrgð HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON bergsteinn@frettabladid.isÞ að er ekki fallegt útsýnið út um glugga bloggheima inn í þjóðarsálina þessa dagana. Ef eitthvað er að marka stemninguna má búast við fólki með heykvíslar við dyr Seðlabankans, Alþingis, bankanna, og ekki síst útrásar- víkinganna svokölluðu, sem fyrir svo stuttu voru í svo miklum metum meðal þjóðarinnar. Það eina jákvæða við fúkyrðaflauminn er að vonandi ná ein- hverjir að fá útrás fyrir reiði sína og líður fyrir vikið betur á eftir. En mikið skelfing er þetta ófrjó, ótímabær og niðurdrepandi umræða. Það er alveg á hreinu að það pólitíska, siðferðilega og lagalega uppgjör sem kallað er eftir mun fara fram. Það verða skrifaðar ritgerðir og bækur og gerðir sjónvarpsþættir og bíómyndir um atburðina undanfarna daga, vikur, mánuði og ár. Um hvað fór úrskeiðis, af hverju það gerðist og hverjum var um að kenna. En það verður ekki saga um nokkra tugi einstaklinga sem settu heilt land á hausinn heldur saga um heila þjóð, þar sem stór hluti hennar ákvað að hafa að engu varnaðarorð um óraunhæfan styrk viðkvæms gjaldmiðils og fór á neyslufyllerí fyrir lán í erlendri mynt þrátt fyrir tekjur í krónum. Að skamma bankana fyrir myntlánin núna er dálítið eins og fyllibytta sem skammar ÁTVR fyrir að selja henni brennivín. En tíminn fyrir þetta uppgjör er ekki kominn. Það bíður betri tíma. Þótt forystumenn stjórnmála- og viðskiptalífsins séu kannski ekki að skapi allra þessa dagana, stendur upp á þjóðina að svara kalli þeirra um að sýna samstöðu. Með þeirri áskorun er ekki verið að freista þess að skjóta sér undan ábyrgð þegar þar að kemur. Stjórnmála- og viðskiptamenn þessa lands vita að undan því verður ekki vikist. En þeir vita líka að í því ástandi sem þjóðin stendur frammi fyrir er vænlegast til árangurs að styðjast við hinn einfalda frasa úr krísufræðunum: Að betur gefst að hugsa í lausnum en í vandamálum. Það eru erfiðir tímar framundan en þjóðin mun örugglega taka þeim af meira æðruleysi en fyrrnef ndir fúkyrðasmiðir í netheim- um. Þeir eru af sama toga og kverúlantarnir sem gerðust valda- ræningjar í Þjóðarsálinni á Rás 2 forðum daga með þeim afleið- ingum að henni var lokað af tillitssemi við sálarheill hlustenda. Einn er sá frjálsi markaður sem enn lifir góðu lífi, það er mark- aðstorg hugmyndanna. Þegar forsendur fyrir tilverunni falla til jarðar með brauki og bramli þarf nýjar hugmyndir um hvernig, og á hverju, skal byggja upp aftur. Hrun kallar á sköpun og aðra nálgun á hlutina en tíðkast hefur. Fram undan eru að mörgu leyti spennandi tímar. Nú þarf samstöðu, ekki nornaveiðar. Mennirnir með heykvíslarnar JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.