Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 40

Fréttablaðið - 07.10.2008, Page 40
20 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 14 14 16 16 16 L L L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8 - 10 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.50 14 16 L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS D kl. 5.30 - 8 - 10.30 MIRRORS kl. 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 14 16 L L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8.20 - 10.30 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5.45 - 8 - 10.15 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 16 12 16 L BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS kl. 5.30 - 8 STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 MIRRORS kl. 5.40 - 8 - 10.20 RAFMÖGNUÐ REYKJAVÍK kl. 10.15 YFIR 100.000 MANNS 20% afsláttur af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis. “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND.” B. S. - FBL “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” DÓRI DNA - DV “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLAN TÍMANN” S. M. E. – MANNLÍF JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI DIGITAL-3D DIGITAL-3D BABYLON A.D. kl. 8 - 10 16 WILD CHILD kl. 8 L CHARLIE BARTLETT kl. 10 12 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 WILD CHILD kl. 10:10 L HEAVY METAL IN BAGHDAD kl. 8 RIFF KVIKMYNDAHÁTÍÐ PATHOLOGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 VIP WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:10 12 JOURNEY 3D kl. 5:50 L DEATH RACE kl. 10:10 16 TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 VIP PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 16 HAPPY GO LUCKY kl. 8 - 10:20 12 JOURNEY 3D kl. 8:10 L WILD CHILD kl. 6 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L SMART PEOPLE kl. 6 12 DARK KNIGHT kl. 10:10 12 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 16 MIRRORS kl. 10:20 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 6, 8 og 10 12 BABYLON A.D. kl. 8 og 10 16 LUKKU LÁKI - Ísl. Tal kl. 6 (650 kr.) L JOURNEY 3D - DIGITAL 3D kl. 6 L MAMMA MIA kl. 8 og 10 L M Y N D O G H L J Ó Ð  S.V – MBL. TEKJUHÆSTA MYND ALLRA TÍIMA Á ÍSLANDI ATH! 650 kr. Naglinn fjallar um mann sem fær nagla í höfuðið og verður við það gangandi „Id“ en verra er þegar sá heilaskaddaði þarf að stjórna þjóðfélaginu. Benedikt hefur ekki verið feiminn við að fá vini sína í aukahlutverk, leikaravalið er eins og besta frumsýningarpartý. Útkoman er skemmtileg mynd sem kemur sífellt á óvart og nær á einfaldan hátt að vera skemmtileg ádeila, hittir naglann á höfuðið. Höfuð og herðar yfir aðrar stutt- myndir ber þó Aðskotadýrasaga Marcs Kraste. Myndin er geysi- lega falleg og vel gerð teiknimynd sem fjallar í senn um stórborgar- firringu og gróðurhúsaráhrif. Hún nær að segja ótrúlega mikið þó að engin orð séu notuð og gefur meistaraverki Pixar, Wall E, lítið eftir. Harmsaga er í flesta staði vel unnin. En eins og mörg ævintýri Grimmsbræðra virðist megin- markmið hennar vera að hrella fólk. Myndin skilur því ekki nógu mikið eftir sig og er þar um að kenna vali á efnivið. Keisarinn er afar skemmtileg hugmynd. Maður missir aleiguna vegna slæmra fjárfestinga, og ákveður í kjölfarið að útnefna sjálfan sig keisara Bandaríkjanna. Þetta er kannski eitthvað sem fyrrverandi auðmenn þessa dag- ana ættu að athuga. Myndin nær ágætlega að fanga stemningu þöglu áranna. En því miður renn- ur hún örlítið út í sandinn og hefði mátt gera meira úr góðu upphafi. Rúsínan í pylsuendanum er svo Smáfuglar. Unglingar í partíi neyta ketamíns með þeim afleið- ingum að strákur þarf að horfa upp á að kærustu hans er nauðgað meðan hún sefur. Leikur krakk- anna er góður og ekki hægt að segja annað en að myndin hafi mikið forvarnagildi. Það sem vekur þó mesta furðu er að þrátt fyrir að fjalla um hryllilegt atvik tekst henni á endanum að vera hjartnæm mínúturnar fimmtán eru vel nýttar. Valur Gunnarsson Stuttmyndaveisla KVIKMYNDIR Íslenskar stuttmyndir á RIFF Naglinn Leikstjóri: Benedikt Erlingsson ★★★★ Aðskotadýr Leikstjóri: Marc Craste ★★★★★ Harmsaga Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson ★★ Keisarinn Leikstjóri: Þorbjörg Jónsdóttir ★★★ Smáfuglar Leikstjóri: Rúnar Rúnarsson ★★★★ Leikkonan Lindsay Lohan og hótelerfinginn Paris Hilton hafa átt í útistöðum í gegnum netsamfélagið Facebook. Paris og Lindsay, sem eitt sinn voru góðar vinkonur, hafa ekki farið fögrum orðum hvor um aðra á síðum sínum. Paris stofnaði hóp á síðunni sem nefnist „Firecrotch“ og vísar til þess að Lindsay er rauðhærð. Þegar Lindsay svaraði fullum hálsi sagði Paris hana hafa átt upptökin með því að stofna hóp undir nafninu „Paris pissar undir,“ og vísa þar til þess að Paris er sögð hafa pissað í gufubaðs- klefa og aftursæti á leigubíl. Talið er að ósætti stúlknanna hafi komið upp vegna hins gríska Stavros Niarchos III en báðar hafa þær átt í ástarsambandi við hann. Hvorug þeirra er þó kennd við Niarchos í dag. Lindsay, sem er 23 ára, er í sambandi við plötusnúðinn Samönthu Ronson og Paris við Benji Madden, gítarleikara hljómsveitarinnar Good Charlotte. Stríð á Facebook ÓSÁTTAR Paris Hilton segir Lindsay hafa átt upptökin að útistöðum þeirra á Facebook. Kvikmyndin Tulpan fékk aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem voru afhent í hvalaskoðunar- skipum við Ægisgarð um helgina. Myndin fjallar um Asa sem ferðast til Kasakstan eftir að hafa lokið herþjónustu hjá rússneska flotanum. Til þess að gerast hirðingi reynir hann að vinna ástir Tulpan og kvænast henni. Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík eftir Arnar Jónasson hlaut áhorfendaverðlaun hátíðar- innar. Myndin fjallar um áhrif raf- og danstónlistar níunda og tíunda áratugarins á tónlistar- heiminn. Hátt í þrjú hundruð manns sóttu Reykjavík heim vegna hátíðarinnar, þar af tæplega fimmtíu leikstjórar og framleið- endur. Aðsóknin á hátíðina hefur aukist ár frá ári og var fjöldi mynda sýndur fyrir fullum sal. Tulpan sigur- vegari á RIFF Hljómsveitin The Viking Gi- ant Show, sem er hugarfóst- ur Heiðars Arnar Kristjáns- sonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Fjögur ár eru liðin síðan Heiðar byrjaði með sveitina, sem þá var hugsuð sem sólóverkefni. Síðan hafa þrír nýir menn, þeir Andrés, Ingi og Eysteinn, bæst í hópinn og er Heiðar hæstánægður með breyt- ingarnar. „Þetta eru frábærir drengir. Mig langaði að færa þetta aðeins á hærra plan og vera með band í kringum þetta til að geta spilað á tónleikum,“ segir hann. „Þessi lög hafa verið að gerjast hjá mér í nokkur ár og síðan tókum við þetta upp í fyrra. Við erum svo búnir að liggja yfir þessu í sumar.“ Kántrísmellur á eftir partíi Fyrsta lag sveitarinnar, hið hressi- lega Party at the White House þar sem Bandaríkjastjórn er harðlega gagnrýnd, vakti á sínum tíma mikla athygli og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Núna er platan loksins að koma út og til að hita upp fyrir hana hefur Heiðar sent frá sér annað lag, Don´ t Look Into My Lies, sem er mikill kántrí poppsmellur. Léttara en Botnleðja Heiðar játar að tónlist The Viking Giant Show sé léttari en sú sem Botnleðja var þekkt fyrir. „Það er ekki gaman að hjakka í sama farinu endalaust, þótt það sé voða skemmtilegt að stíga leðjudans,“ segir hann. „Maður er að hlusta á svo fjölbreytta tónlist og er undir áhrifum frá svo mörgum að mig langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi.“ Heiðar tekur fram að Botnleðja sé hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni í langan tíma. „Hún kemur alltaf aftur, það er bara spurning hvenær.“ Spila á Airwaves Framundan hjá Heiðari og félögum í The Viking Giant Show eru tón- leikar á Iceland Airwaves, sem verður haldin dagana 15. til 19. okt- óber. Eftir það tekur við áframhald- andi spilamennska til að fylgja plöt- unni eftir. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á síðunni Myspace.com/thevikinggiantshow. freyr@frettabladid.is Vildi gera eitthvað öðruvísi FYRRVERANDI VIN- KONUR Talið er að ósætti Paris og Linds- ay sé tilkomið vegna hins gríska Stavros Niarchos III sem þær hafa báðar átt í ástar- sambandi við. THE VIKING GIANT SHOW Heiðar, Andrés, Ingi og Eysteinn skipa hljómsveitina The Viking Giant Show.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.