Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 18
HÆGRI UMFERÐ hefur verið á Íslandi í fjörutíu ár. Flestar þjóðir heims aka nú hægra megin en Bretar, Írar, Ástralar, Indverj- ar, Japanar og nokkrar fleiri þjóðir halda sig enn vinstra megin. „Það er mjög að aukast að fólk hafi þörf fyrir að koma hjólhýsum og húsbílum í geymslu. Þessir hlutir fara svo illa á veturna úti í öllum veðrum,“ segir Ólafur Pét- ursson í fyrirtækinu Sumarsælu. Hann leigir út geymslu í Reykja- nesbæ í nýbyggðu stálgrindahúsi með hita í gólfi. „Það er mikið hringt þessa dagana,“ segir hann og kveðst taka 1000 krónur fyrir fermetrann á mánuði. Það þýðir átta til tíu þúsund krónur á mán- uði fyrir meðalstórt hjólhýsi. Spurður út í tryggingar á tækjun- um svarar hann. „Ég er með trygg- ingu á því sem er í húsinu. En ef tækin eru vönduð þá eru þau kaskótryggð og það er hreinlega skylda ef þau hafa verið keypt fyrir lánsfé.“ Hrólfur Hreiðarsson er einn þriggja eigenda Fasteignafélags- ins Eyrarbakka sem tekur hjól- hýsi, húsbíla, fellihýsi og tjald- vagna í geymslu. Hann segir mikla eftirspurn eftir slíkri þjónustu. „Þetta eru svo dýr tæki að þau þurfa vandaða geymslu yfir veturinn og fólk er að átta sig á því að það borgar sig ekki að láta þau standa á moldar- gólfum í gömlum minkabúum eða kartöflugeymslum þar sem jafn- vel músagangur herjar. Það þarf að fara vel um þessar verð- mætu eignir.“ Húsnæðið sem Hrólfur og félagar hýsti áður fyrirtækið Alpan á Eyrarbakka. „Við mál- uðum húsið og tókum allt í gegn þannig að það væri hreint og lyktarlaust og erum hér með vef- myndavél,“ segir hann. Verð fyrir meðalstórt hjólhýsi segir Hrólfur vera 79.000 krónur fyrir átta mán- aða geymslu. Minna fyrir styttri gerðir og meira fyrir þau lengri. Tekur fram að greiðslum sé skipt niður á kreditkort ef óskað er. En þarf fólk að panta á hverju hausti eða heldur það básnum sínum yfir sumarið? „Við bjóðum okkar við- skiptavinum á vorin að þeir hafi forgang næsta haust en þeir hafa ekki þurft að greiða fyrir plássið yfir sumarið.“ gun@frettabladid.is Inn á haustin, út á vorin Fjölmargir landsmenn eiga sér sumarafdrep í formi hlýlegra hjólhýsa, tjaldvagna, húsbíla og fellihýsa. Þegar haustar að huga margir að því að koma þeim í öruggt skjól. „Það er mjög að aukast að fólk hafi þörf fyrir að koma hjólhýsum og húsbílum í geymslu. Þessir hlutir fara svo illa á veturna úti í öllum veðrum,“ segir Ólafur Péturs- son, eigandi fyrirtækisins Sumarsæla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Alla mmtudaga ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.