Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 8. október 2008 19 FÓTBOLTI Keflvíkingar komu flest- um á óvart í sumar, fyrst með því að sanna sig sem alvöru fótbolta- lið sem geti barist um Íslands- meistaratitilinn og svo með því að glutra niður átta stiga forskoti á einni viku og missa af Íslands- meistaratitlinum á síðustu stundu. Frammistaða liðsins var þó heilt yfir frábær í sumar og tveir leik- manna þess eru áberandi þegar síðustu sjö umferðir mótsins eru gerðar upp. Á reynslu hjá GAIS Annar miðvarða Keflavíkurliðs- ins, Hallgrímur Jónasson, er besti leikmaður síðustu sjö umferða Landsbankadeildar karla sam- kvæmt frammistöðumati íþrótta- blaðamanna Fréttablaðsins. Frammistaða Húsvíkingsins vakti ekki bara lukku hjá blaða- mönnum Fréttablaðsins því þessi 22 ára gamli leikmaður er á leið- inni til reynslu til sænska liðsins GAIS auk þess sem heyrst hefur af áhuga fjölda liða í Landsbanka- deildinni um að krækja í kappann fyrir næsta tímabil. Það gæti því orðið erfitt fyrir Keflvíkinga að halda þessum efnilega og fjölhæfa leikmanni sem getur bæði spilað í vörn og á miðjunni. Hallgrímur lék sex af sjö leikj- um Keflavíkur á þessu tímabili, var með 7,50 í meðaleinkunn og fékk aldrei lægra en sjö í einkunn. Hann fékk nánar tiltekið þrjár áttur og þrjár sjöur og var valinn besti maður vallarins í 3-0 sigri Keflavíkur á Grindavík í 18. umferð. Næstu varnarmenn á list- anum voru FH-ingurinn Freyr Bjarnason, Framarinn Auðun Helgason og Skagamaðurinn Heimir Einarsson. Guðmundur bjó mikið til Guðmundur Steinarsson var hættulegasti sóknarmaðurinn í síðustu sjö umferðunum. Guðmundur Steinarsson úr Keflavík og Haukur Ingi Guðna- son úr Fylki eru bestu sóknar- menn lokahlutans hvað varðar ein- kunnagjöfina en Guðmundur var bæði sá leikmaður sem skoraði flest mörk og lagði upp flest mörk í síðustu sjö umferðum Lands- bankadeildarinnar. Nýkrýndur landsliðsmarkvörð- ur, Gunnleifur Gunnleifsson úr HK, varð einn af fimm leikmönn- um sem skipa annað sætið en hann er efstur markvarða í einkunna- gjöfinni en í öðru sæti er Ómar Jóhannsson, markvörður Kefla- víkur. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, var með bestu hlutfallsmarkvörsluna í þessum hluta en hinn ungi markmaður Skagaliðsins, Trausti Sveinbjörns- son, varði aftur á móti flest skot. KR-ingurinn Viktor Bjarki Arn- arsson var með bestu meðalein- kunnina af miðjumönnum en skammt á eftir komu þeir Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík, Davíð Þór Viðarsson úr FH, Jónas Guðni Sævarsson úr KR og Halldór Her- mann Jónsson úr Fram. KR með flest stig í lokahlutanum Bikarmeistarar KR fengu flest stig út úr lokaumferðunum eða 17 af 21 mögulegu stigi. KR-liðið tap- aði ekki leik en gerði jafntefli við Keflavík (2-2) og ÍA (0-0). KR- ingar lögðu grunninn að þessu með góðum varnarleik en ekkert lið fékk á sig færri mörk á loka- kaflanum. Valsmenn fengu aðeins átta mörk á sig í síðustu sjö umferðun- um en samt fengu aðeins Þróttar- ar færri stig. Ástæðan liggur í sóknarleik liðsins því Valsmenn skoruðu fæst mörk allra liða í umferðum 16 til 22. Keflvíkingar voru með bestu sóknina þegar litið er á marka- skorun en þeir skoruðu 18 mörk í leikjunum sjö eða 2,6 að meðaltali í leik. Keflavíkurliðið skoraði þannig þremur mörkum fleiri en næstu lið sem voru Fjölnir og FH. ooj@frettabladid.is Hallgrímur bestur á lokasprettinum Keflvíkingar misstu af Íslandsmeistaratitlinum á síðustu stundu en þeir eiga samt tvo af bestu leikmönn- um 16. til 22. umferðar Landsbankadeildar karla. Fréttablaðið skoðaði frammistöðuna í lokahluta mótsins. 5 MÖRK OG 5 STOÐSENDINGAR Kefl- víkingurinn Guðmundur Steinarsson skoraði flest mörk og átti einnig flestar stoðsendingar í síðustu sjö umferðun- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ALDREI UNDIR SJÖ Keflvíkingurinn Hallgrímur Jónasson átti sex góða leiki á lokakafla Landsbankadeildar karla. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN BESTU LEIKMENN 16. TIL 22. UMFERÐAR 1. Hallgrímur Jónasson, Keflav. 7,50 2. Gunnleifur Gunnleifsson, HK 7,00 2. Guðmundur Steinarss., Kef. 7,00 2. Guðjón Baldvinsson, KR 7,00 2. Haukur Ingi Guðnason, Fylki 7,00 2. Freyr Bjarnason, FH 7,00 7. Auðun Helgason, Fram 6,83 7. Sinisa Valdimar Kekic, HK 6,83 9. Viktor Bjarki Arnarsson, KR 6,60 9. Heimir Einarsson, ÍA 6,60 11. Hólmar Örn Rúnarsson, Kef. 6,57 11. Ómar Jóhannsson, Keflavík 6,57 11. Davíð Þór Viðarsson, FH 6,57 11. Jónas Guðni Sævarsson, KR 6,57 11. Halldór H. Jónsson, Fram 6,57 11. Trausti Sigurbjörnsson, ÍA 6,57 11. Ingimundur Óskarss., Fylki 6,57 18. Samuel Lee Tillen, Fram 6,50 18. Guðmundur Sævarsson, FH 6,50 18. Helgi Pétur Magnússon, ÍA 6,50 18. Arnar Gunnlaugsson, ÍA 6,50 Bestu leikmenn hinna hlutanna: 1. til 7. umferð 1. Hólmar Örn Rúnarss., Keflavík 7,00 2. Guðjón Árni Antoníus., Keflav. 6,86 3. Guðmundur Steinarss., Keflav. 6,86 8. til 15. umferð 1. Auðun Helgason, Fram 7,13 2. Guðmundur Kristjánss., Breið. 6,88 2. Jósef Kr. Jósefsson, Grindavík 6,88 2. Hólmar Örn Rúnarsson, Keflav. 6,88 TÖLFRÆÐIN Í HLUTANUM Besti árangur KR 17 stig Fram 15 Keflavík, FH 13 HK 12 Grindavík, Fjölnir 10 Fylkir 8 Valur, ÍA, Breiðablik 6 Þróttur 4 Besta sóknarliðið Keflavík 18 mörk skoruð Fjölnir, FH 15 KR 14 Fram 13 HK, Breiðablik 11 Fylkir 8 Þróttur, ÍA, Grindavík 6 Valur 5 Besta varnarliðið KR 5 mörk fengin á sig Valur 8 Fram, Keflavík, HK, Grindavík 9 FH 10 Fylkir, ÍA 12 Fjölnir 13 Breiðablik 14 Þróttur 18 Markahæstir Guðmundur Steinarss., Keflavík 5 Guðjón Baldvinsson, KR 4 Magnús Þorsteinsson, Keflavík 4 Marel Baldvinsson, Breiðablik 4 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Ívar Björnsson, Fram 4 Flestar stoðsendingar Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 4 Tómas Leifsson, Fjölni 4 Patrik Ted Redo, Keflavík 4 Scott Ramsay, Grindavík 3 Joseph Tillen, Fram 3 Paul McShane, Fram 3 Haukur Ingi Guðnason, Fylki 3 Hjálmar Þórarinsson, Fram 3 Davíð Þór Viðarsson, FH 3 Tryggvi Guðmundsson FH 3 FÓTBOLTI Sú ákvörðun Josep Guard iola, þjálfara Barcelona, að halda Eiði Smára Guðjohnsen er að borga sig. Þegar tölfræðin fyrstu leikja tímabilsins í spænsku deildinni og Meistara- deildinni er skoðuð blasa þær tölur við að Barcelona-sóknin er miklu öflugri með Íslendinginn á miðjunni. Barcelona hefur ekki byrjað betur sóknarlega í spænsku deild- inni í heil 27 ár, eða síðan í upp- hafi 1981-82 tímabilsins. Barce- lona hefur skorað 18 mörk í fyrstu 6 deildarleikjum sínum og 27 mörk í 10 leikjum sínum að Meistaradeildinni meðtaldri. Inn- koma Eiðs Smára Guðjohnsen hefur vakið mikið lof en hann hefur spilað stórt hlutverk í flott- um sigrum liðsins að undanförnu. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 6-1 sigri á Atlético de Madrid en Börsungar skoruðu fimm mörk á fyrstu 28 mínútunum í leiknum. Eiður Smári skoraði fimmta markið þegar hann fylgdi á eftir stangarskoti Andrés Iniesta. Barcelona hefur skorað 11 mörk á þeim 223 mínútum sem Eiður Smári hefur spilað á tíma- bilinu sem gerir mark á 20,2 mín- útna fresti. Markatala liðsins er líka mjög góð með Eið inn á vell- inum því liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk á þeim tíma. Barcelona hefur aftur á móti skorað 16 mörk á þeim 667 mín- útum sem Eiður Smári hefur verið utan vallar sem gerir mark á 41,7 mínútna fresti eða rúmlegt tvöfalt lengri tíma en það tekur liðið að skora þegar Eiður Smári spilar. Liðið hefur enn fremur fengið á sig átta mörk þegar liðið hefur spilað „Eiðs-Smára-laust“. Það er því ekki bara sóknin sem er betri með okkar mann í eldlínunni því Barcelona fær á sig mark á 111,5 mínútna fresti þegar Eiður er inn á vellinum en án hans líða aðeins 83,4 mínútur milli marka mótherja Barcelona- liðsins. - óój MÍNÚTUR MILLI MARKA - í fyrstu 10 leikjum tímabilsins MÍN. MILLI MARKA BARCELONA Eiður inn á (223 mínútur) 20,2 Eiður útaf (667 mínútur) 41,7 MÍN. MILLI MARKA MÓTHERJA Eiður inn á (markatala 11-2) 111,5 Eiður útaf (16-8) 83,4 Sóknarleikur Barcelona-liðsins hefur ekki verið betri í upphafi tímabils síðan á leiktíðinni 1981-82: Mun betri með Eiði Smára á vellinum TVÖ MÖRK Eiður Smári Guðjohnsen hefur þegar skorað tvö mörk fyrir Barce- lona á þessu tímabili. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Nokkrir stórlaxar voru í pottinum þegar dregið var í riðla í Evrópukeppni félagsliða í gær. Ensku félögin Portsmouth, Aston Villa, Tottenham og Manchester City voru í pottinum. Portsmouth tekur nú þátt í Evrópukeppni í fyrsta skiptið í sögu félagsins og dróst í riðil með stórliðinu AC Milan en dráttinn í heild má sjá hér fyrir neðan. - óþ Evrópukeppni félagsliða: Portsmouth mætir AC Milan EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA A-riðill: Schalke, Paris St. Germain, Man. City, Racing Santander, Twente. B-riðill: Benfica, Olympiakos, Galatasaray, Hertha Berlin, Matalist Kharkiv. C-riðill: Sevilla, Stuttgart, Sampdoria, Partizan Belgrad, Standard Liege. D-riðill: Tottenham, Spartak Moskva, Udinese, Dinamo Zagreb, NEC Nijmegen. E-riðill: AC Milan, Heerenveen, Braga, Ports- mouth, Wolfsburg. F-riðill: Hamburg, Ajax, Slavia Prag, Aston Villa, MSK Zilina. G-riðill: Valencia, Club Brugge, Rosenborg, FC Kaupmannahöfn, Saint-Eitenne. H-riðill: CSKA Moskva, Deportivo La Corona, Feyenoord, Nancy, Lech Poznan. FÓTBOLTI Lögregluyfirvöld í Glasgow hafa gefið út yfirlýsingu þess hljóðandi að tekið verði harkalega á áfengisdrykkju fyrir leik Skotlands og Noregs í undankeppni HM 2010 sem fram fer á Hampden Park um helgina. Stuðningsmenn sem eru annaðhvort „of drukknir“ eða eru með áfengi við hönd fá ekki aðgang að leikvanginum og leigubílstjórar og strætisvagnsbílstjórar verða undir ströngum skipunum frá lögreglunni að leyfa ekki áfenga drykki í farartækjum sínum. „Tartan-herinn hefur getið sér gott orð víðs vegar um heiminn fyrir gleði og vinsamlegheit á leikjum Skotlands og við viljum sjá til þess að drykkjulæti fárra óeirðaseggja skemmi ekki fyrir hinum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. - óþ Drykkjubann á Hampden: Söngvatnið tek- ið af Skotunum Í DRYKKJUBANNI Stuðningsmenn skoska landsliðsins, Tartan-herinn, verða undir strangri gæslu lögreglunnar í Glasgow um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.