Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 27
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 F R É T T I R „Ég þekki vatnið vel,“ segir Stef- án Á. Magnússon, nýráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Ice- landic Water Holdings. Fyrirtækið framleiðir átapp- að vatn á flöskum í Hlíðarenda í Ölfusi undir merkjum Iceland- ic Glacial en bandaríski drykkja- vörurisinn Anheuser Busch á tut- tugu prósent í fyrirtækinu. Fyrirtækið vígði nýtt fram- leiðsluhúsnæði þar á föstudag en stefnt er að því að flytja þangað alla starfsemina hér á landi. Stefán fer austur fyrir fjall frá Eimskipafélaginu, en hann var aðstoðarforstjóri samstæðunnar og framkvæmdastjóri fjármála- sviðs í sex ár. Þaðan ákvað hann að hverfa á braut í maí þegar Gylfi Magnússon settist í for- stjórastólinn. Áður en Stefán kom til Eimskips var hann fjár- málastjóri Þórs- brunns, sem fram- leiðir vatn, undir merkjum Iceland Spring, til tveggja ára og má því segja að hann hafi snúið aftur til vatnsins. - jab STEFÁN Á. MAGNÚSSON Kominn aftur í vatnið Seðlabanki Bandaríkjanna til- kynnti á þriðjudag að hann hygð- ist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og að fjármálaráðu- neytið muni gangast í ábyrgð gagnvart seðlabankanum fyrir þessum bréfum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi að- gerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efna- hagslífinu“. Undanfarið hafa peningamark- aðs- og hlutabréfasjóðir, ásamt öðrum fjárfestum, sem vanalega kaupa skuldabréf fyrirtækja, kippt að sér höndum sökum láns- fjárkreppunnar, og mörg banda- rísk fyrirtæki hafa því ekki getað tryggt sér skammtímalánsfé, en skortur á skammtímafjármögnun sé farinn að ógna afkomu margra annars tryggra fyrirtækja, þeirra á meðal General Electric. Ákvörðun seðlabankans er lýst sem „róttækri“ tilraun til að koma hjólum atvinnulífsins af stað, en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem seðlabanki Bandaríkjanna kaupir venjuleg skuldabréf beint af fyrirtækjum. Edda Rós Karlsdóttir, yfirmað- ur greiningardeildar Landsbank- ans, segir að þetta sé enn eitt dæmið um hvernig lánsfjárkrepp- an hafi breytt starfssviði seðla- banka. „Með þessu er bankinn í rauninni kominn í hreina útlána- starfsemi, sem hefur hingað til verið hlutverk viðskiptabanka. Í dag eru seðlabankar ekki aðeins lánveitendur til þrautavara held- ur eru þeir beinlínis orðnir eini mögulegi lánveitandinn.“ - msh Bandaríski seðlabank- inn kaupir skuldabréf Robert B. Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans, sagði á mánu- dag að ástand heimshagkerfis- ins væri slíkt að nú þyrfti lítið til þess að það steyptist í allsherj- ar efnahagskreppu sem einstaka ríkisstjórnir myndu eiga erfitt að koma böndum á. „Atburðir septembermánaðar kunna að hafa verið vendipunkt- urinn fyrir mörg iðnvædd ríki.“ Zoellick spáði því að vaxandi vandamál kynni að setja af stað „fjöldagjaldþrot og hugsanlega frekari bankakreppur“. Zoellick sagði að fjármálakreppan væri eitt af alvarlegustu viðfangsefn- um sem Alþjóðabankinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa glímt við. - msh Óttast heimskreppu ROBERT ZOELLICK Bankastjóri Alþjóða- bankans, Robert Zoellick, segist óttast að heimskreppa muni bitna þyngst á hinum fátækustu. MARKAÐURINN/AP enterprise europe Verðþróun og gengisbreytingar eru þættir sem ráða miklu um afrakstur af viðskiptum. Flugfrakt er hagkvæmur og hraðvirkur flutningsmáti sem opnar þér leið til að minnka viðskiptaáhættu vegna gengisbreytinga. LÍTIL GENGISÁHÆTTA MIKIL GENGISÁHÆTTA BEINT FRAKTFLUG - 24 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU, BANDARÍKJUNUM OG KANADA. WWW.ICELANDAIRCARGO.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.