Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 19
Atlantis-hótelið í Dubai er stórbrot- inn miðpunktur Palm Jumeirah, manngerðrar eyju í furstadæminu. Þar hafði ríkulegt ímyndunarafl mannsins lausan tauminn og eru sumar svíturnar neðansjávar. Á hótelinu eru 1.373 hótelher- bergi og 166 svítur. Neðansjávar- svíturnar nefnast „The Lost Chambers“ og hafa gestir þeirra ekki útsýni yfir sjóinn heldur inn í hann. Þeir geta virt fyrir sér hin ýmsu sjávardýr úr hjónarúminu eða liggjandi í baði, sem gerir nálægðina við þau enn áþreifan- legri. Yfir 250.000 tegundir sjávarlíf- vera er að finna í Ambassadorlóni sem umlykur herbergin og má þar nefna hákarla, ála, skötur og píran- jafiska. Gluggarnir ná frá gólfi til lofts og ekkert skyggir á útsýnið. Svíturnar eiga sér engan saman- burð og minna helst á hótelher- bergi í framúrstefnulegri bíó- mynd. Hótelið í heild hefur yfir sér arabískt yfirbragð og leika vatn og sjór gríðarstórt hlutverk í allri umgjörðinni. Margs konar afþrey- ing er í boði og má þar nefna vatns- leikjagarð með svimandi háum rennibrautum og sundlaugar í návígi hákarla. Þá er boðið upp á höfrungaskoðun þar sem gestum gefst kostur á að leika við dýrin. Nánari upplýsingar má nálgast á www.atlantisthepalm.com. vera@frettabladid.is Neðansjávarsvítur í Dubai Á hótel Atlantis í Dubai er hægt að sofa neðansjávar umlukinn hinum ýmsu sjávarlífverum. Þar hefur ríkulegu hugmyndaflugi mannsins verið gefinn laus taumurinn með ævintýralegri útkomu. Harla óvenjulegt útsýni frá rúmstokknum. MYND/ATLANTIS Fartölva með rafhlöðu sem endist í sólarhring er nýlega komin á markað hjá HP. Hún nefnist HP EliteBook 6930 og stendur vel undir nafni sem ferðatölva því fyrir utan endingu rafhlöðunnar er hún einungis 2,1 kíló en með 14,1 tommu breiðskjá. Í flugi milli heimsálfa getur það komið sér vel fyrir námsmenn og kaupsýslufólk að nýta tímann og vinna í tölvu á hinum löngu leiðum. Fram að þessu hefur slíkt verið fjarlægur draumur án þess að stinga tölvunni í samband. En það hefur breyst. EliteBook 6930 er núverandi heimsmeistari í endingu innbyggðra rafhlaðna. - gun Sannkölluð ferðatölva HP ELITEBOOK 6930 HENTAR VEL Í LÖNG FLUG. Á hótelinu er boðið upp á höfrungaskoð- un þar sem gestum gefst kostur á að leika við dýrin. Gestir í neðan- sjávarsvítum hótelsins geta virt hinar ýmsu sjávarlífverur fyrir sér úr baði sem gerir nálægðina við þær enn áþreifanlegri. KAJAKAFERÐIR á Stokkseyri bjóða upp á ýmiss konar kajakferðir. Meðal annars Róbinson Krúsó sem er um það bil einnar til þriggja klukkustunda könnunarferð um fenin án leiðsagnar. Sjá kajak.is THAILAND - SUMAR OG SÓL ALLT ÁRIÐ ARGA ÁFANGASTAÐI Í THAILANDI Á WWW.FERD.IS Sími 49 12345 Netfang ferd@ferd.is WWW.FERD.IS UPPLIFIÐ THAILAND MEÐ LEIÐ SÖGN EÐA Á EIGIN VE GUM – VIÐ AÐSTOÐU M MEÐ FE RÐINA! Eyjaálfa er hvort tveggja minnsta og fámennasta heimsálfan að Suðurskautinu undanskildu. Hún skiptist í fjögur svæði: Ástralíu og Nýja-Sjáland, Melanesíu, Míkrónesíu og Pólýnesíu. visindavefur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.