Fréttablaðið - 20.10.2008, Qupperneq 6
6 20. október 2008 MÁNUDAGUR
UTANRÍKISMÁL „Við höfum áhyggjur af áliti
bresks almennings á Íslendingum,“ segir
Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og einn
aðstandenda aðgerðaáætlunar um bætta
ímynd Íslands í Bretlandi.
Ólafur segir hópinn algerlega sjálfsprottinn
en hann samanstandi af fólki sem lært hefur
eða búið í Bretlandi.
Hann segir að Íslendingum hafi mistekist að
svara árás Gordons Brown og breskra
stjórnvalda á ímynd Íslands. Í smíðum sé
aðgerðaáætlun í þremur þáttum.
Fyrst er ætlunin að safna undirskriftum
sem flestra Íslendinga. Þar verður fólki boðið
að undirrita ávarp til bresku þjóðarinnar sem
líklegt sé til að vekja samúð með málstað
Íslands hjá Bretum. Hann segir að félagasam-
tök verði virkjuð til að safna undirskriftunum
auk þess sem unnið er að uppsetningu vefsíðu.
Í annan stað er ætlunin að skrifa greinar í
bresk blöð þar sem sjónarmiðum Íslendinga
er komið á framfæri. Í þriðja þætti ætlar
hópurinn að hvetja Íslendinga til að virkja
tengslanet sín í Bretlandi svo koma megi
upplýsingum á framfæri.
Ólafur segir mikinn hug í fólki. „Þetta er
algerlega borgaralegt framtak,“ og bætir við
að hann vonist til að almenningur á Íslandi
leggi þessu lið með einum eða öðrum hætti.
- ovd
Sjálfsprottinn hópur vinnur að aðgerðaáætlun um bætta ímynd Íslands í Bretlandi:
Ætla að svara árásum Gordons Brown
FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS Gordon Brown
forsætisráðherra og Alistair Darling, fjármálaráðherra
Bretlands, eru átaldir fyrir árásir sínar á ímynd Íslands.
UMHVERFISMÁL Fjölmenni sótti
vinnufund sem Björk Guðmunds-
dóttir tónlistarmaður og aðstand-
endur síðunnar náttúra.info boð-
uðu til í Háskólanum í Reykjavík
í gær. Á fundinum var rætt um
framtíðarmöguleika Íslands,
hvernig nýsköpun getur komið í
stað orkufreks iðnaðar.
Þá kynntu fyrirtækin Iceland
Spa, Orf líftækni og Geo-Chem
starfsemi sína. Björk sagði að hug-
myndir Geo-Chem byggðust á nýt-
ingu brennisteins sem til félli við
Hellisheiðarvirkjun til framleiðslu
þörunga. Slíkt verkefni gæti skap-
að allt að 400 vel launuð störf fyrir
vel menntað fólk. Nýtt lag Bjarkar,
Náttúra, var frumflutt á fundin-
um en lagið segir hún sérstaklega
samið til að hvetja til annarrar
afstöðu til náttúruauðlindanna en
þeirrar sem er byggð á hömluleysi
og hroka. Lagið er selt á vefnum
nattura.info - ovd
Fjölmenni á fundi Bjarkar:
Samdi lag gegn
hömluleysi og
hroka
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Náttúra, nýtt
lag Bjarkar, var frumflutt í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Varaborgarstjóri dæmdur
Liu Zhihua, fyrrverandi aðstoðarborg-
arstjóri Pekingborgar, sem hafði yfir-
umsjón með byggingarframkvæmd-
um vegna Ólympíuleikanna í borginni,
hefur verið dæmdur til dauða fyrir
spillingu. Fullnustu dómsins verður
þó frestað og honum breytt í ævilangt
fangelsi eftir tvö ár, ef hinn dæmdi
sýnir góða hegðun í varðhaldinu.
KÍNA
FERÐAMÁL Icelandair sá sig knúið
til að leiðrétta fréttaflutning
erlendra fjölmiðla, sérstaklega
þeirra norrænu, um að matar-
skortur væri yfirvofandi á
Íslandi.
„Ísland er enn á sínum stað,“
hafði sænska viðskiptablaðið
Dagens Industri eftir tilkynningu
frá fyrirtækinu. Icelandair tók
fram að kreditkort og debetkort
væru í fullu gildi. „Ferðamenn
þurfa ekki heldur að vera
hræddir um að svelta,“ sagði í
tilkynningunni. - ghs
Icelandair bregst við:
Enginn þarf að
óttast sult
ÖRYGGISMÁL Georg Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar, og
Thrond Grytting, aðmíráll og
yfirmaður heraflans í Norður-
Noregi, en undir hann fellur
strandgæslan, undirrituðu fyrir
skömmu tvíhliða samkomulag um
samstarf á sviði strandgæslu,
öryggismála, leitar og björgunar.
Samkomulagið er á sviði
sameiginlegra aðgerða vegna
hugsanlegra mengunarslysa,
fiskveiðieftirlits, skipta á
skipaumferðarupplýsingum,
leitar og björgunar á hafinu og
ýmissa annarra málefna er
tengjast verkefnum á sviði
strandgæslu. Er samningurinn
sambærilegur þeim sem gerður
var við Dani 26. apríl 2007. - shá
Samningur við Norðmenn:
Samstarf við
strandgæslu
SAMNINGUR Í HÖFN Georg Lárusson og
Thrond Grytting handsala samninginn.
MYND/LHG
Átt þú fé í peningamarkaðssjóð-
um bankanna?
JÁ 31,2%
NEI 68,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú hætt við utanlands-
ferð vegna kreppunnar?
Segðu skoðun þína á visir.is
STJÓRNMÁL Hart var tekist á um
Evrópumál á kjördæmisþingi
Framsóknarfélaganna í Suður-
kjördæmi sem haldið var í Svarts-
engi á laugardaginn.
Bjarni Harðarson, þingmaður
flokksins, lagði þar fram drög að
ályktun þar sem allri umræðu um
Evrópumál var slegið á frest.
Ályktun Bjarna kom í kjölfar þess
að Evrópusinnar á þinginu kvört-
uðu yfir að
hvergi væri
minnst á Evr-
ópumál í fyrstu
drögum.
„Ég vildi að
kjördæmis-
þingið tæki
undir með
orðum for-
mannsins að
umræða um
Evrópumál
væri ekki tímabær,“ segir Bjarni
og bætir við að þetta hafi verið
hugsað sem traustsyfirlýsing við
málflutning Guðna Ágústssonar
að undanförnu.
Eftir nokkrar umræður fór svo
að setningin um frestun Evrópu-
umræðunnar var tekin út að til-
lögu formannsins.
„Ég hef ekki verið hlyntur Evr-
ópusambandsaðild en ég er
áhugamaður um umræðuna,“
segir Bjarni. Hann telur fráleitt
að andstæðingar aðildar vilji nýta
sér ástandið til að stöðva alla
umræðu um hugsanlega aðild
Íslands að sambandinu. „Ég tel
jafn fráleitt að menn beiti Fram-
sóknarflokknum til framdráttar
annarri hvorri skoðuninni. Reynd-
ar held ég að það sé mikið af heið-
arlegum Evrópusambandssinn-
um innan Framsóknarflokksins
sem gera sér mjög vel grein fyrir
þessu. En það eru þarna, því
miður, líka menn sem reyna að
nota sér ágreininginn um Evrópu-
sambandsmál til að skapa úlfúð
og tortryggni í kringum núver-
andi forystu.“
Hann segir marga slíka óróa-
menn hafa komið inn í flokkinn á
allra síðustu árum. „Stundum læt
ég mér detta í hug hvort þeir séu
að gera þetta vísvitandi til að gera
flokknum tjón og ef það er svo þá
tel ég að þeim hafi orðið alveg
ótrúlega ágengt.“
Birkir Jón Jónsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, segir aðild-
arumræður ekki lausn á þeim
skammtímavandamálum sem
Íslendingar horfist í augu við
núna. „Hins vegar finnst mér
mjög brýnt að fá botn í umræð-
una og það var þess vegna sem ég
fór fram með þetta mál,“ segir
Birkir Jón og vísar þar til þingsá-
lyktunartillögu sinnar um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðildarvið-
ræður. „Við munum halda áfram
að ræða þessi mál, eins og boðað
var á miðstjórnarfundinum í
maí,“ segir Birkir Jón.
olav@frettabladid.is
Óróamenn í Framsókn
vinna flokknum tjón
Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknar, telur ófært að stöðva umræðu um
Evrópusambandsaðild. Hann telur fráleitt að beita flokknum með eða gegn
aðild að sambandinu. Óróamenn í flokknum vinni honum vísvitandi tjón.
BIRKIR JÓN
JÓNSSON
BJARNI HARÐARSON Telur óróamenn í Framsóknarflokknum vísvitandi reyna að gera
flokknum tjón. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN