Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 20.10.2008, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 20. október 2008 11 MANNRÉTTINDI Vladimír Pútín, Dmítrí Medved- ev og aðrir valdhafar í Moskvu tala gjarnan um lýðræði og frelsi, en staðreyndirnar eru aðrar sem rússneskur almenningur býr við. Þetta segir rússneski blaðamaðurinn og bar- áttumaðurinn Grígorí Pasko í samtali við Fréttablaðið, en hann hélt á dögunum erindi á opnum málfundi í Norræna húsinu á vegum Íslandsdeildar Amnesty International. Hinn 7. október voru rétt tvö ár frá morðinu á Önnu Politkovskaju, blaðakonu á Novaja Gazeta, en þau Pasko unnu saman á því blaði. Í dag segir Pasko Novaja Gazeta aðeins koma út „af því því er leyft að koma út“. Sjálfur birtir hann nú mest af því sem hann skrifar á bloggv- ef lögmannsins Roberts Amsterdam, www. robertamsterdam.com. Greinar hans eru þar þýddar á mörg tungumál. Pasko sat í nokkur ár í fangelsi og vinnubúð- um í heimalandi sínu fyrir þær sakir að hafa tekið myndir af því þegar kjarnorkuúrgangur var losaður á laun í Japanshaf úr rússnesku herskipi. Bandaríkjastjórn hafði áður greitt Rússum stórfé fyrir að farga þessum hættu- lega úrgangi með réttum hætti. Á þessum tíma vann Pasko sem blaðamaður fyrir blað rúss- neska Kyrrahafsflotans í Vladivostok. Það var því herdómstóll sem dæmdi hann fyrir upp- skáldaðar sakir. Áskoranir þúsunda Amnesty-félaga hvaða- næva að úr heiminum eru taldar hafa átt þátt í að refsivist hans var stytt og eftir að hann var látinn laus beið Pasko, sem sjálfur er lög- fræðimenntaður, ekki boðanna með að kæra dóminn yfir sér og refsinguna til Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Langflestar þeirra tug- þúsunda kæra sem Mannréttindadómstólnum í Strassborg berast koma frá Rússlandi og að jafnaði er aðeins um eitt prósent þeirra tekið fyrir. Mál Paskos er nú komið í gegnum þá síu og er nú til frekari málsmeðferðar hjá dóm- stólnum. Í vinnslu er heimildarmynd um baráttu og störf Grígorí Paskos, undir stjórn Helgu Brekkan kvikmyndagerðarkonu í Svíþjóð. audunn@frettabladid.is Ekkert frelsi í fjölmiðlun Rússneskur blaðamaður, sem sat í fangelsi fyrir að afhjúpa umhverfisglæpi af hálfu rússneska flotans, segir ríkisstýringu fjölmiðla svo mikla að eina leiðin fyrir sig að koma á framfæri óritskoðuðu efni sé á netinu. GRÍGORÍ PASKO Heimildarmynd er í vinnslu um baráttu hans og störf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Almenningur í Rússlandi hefur tekið misjafnlega fréttum af því að rússnesk stjórnvöld íhugi nú alvarlega að veita Seðlabanka Íslands fjögurra milljarða evra lán á hagstæðum kjörum. Í umræðum eftir erindi sem Grígorí Pasko flutti í málstofu í Háskólanum á Bifröst bar hið hugs- anlega lán Rússa til Íslands á góma. Pasko sagði þar frá því að hann hefði kynnt sér viðbrögð fólks eins og þau birtust í fjölmiðlum eystra, svo sem hjá útvarpsstöðinni Echo Moskvy (Moskvuberg- málinu). Greinilegt væri að mörgum óbreyttum Rússum þætti sem ráðamönnum í Kreml væri nær að verja slíku fé í uppbyggingu heima fyrir en að nota það til að hjálpa velmegandi eyþjóð í vestri. Eina ástæðan sem fólk sæi fyrir því að ríkis- stjórn Rússlands ákveddi að veita NATO-þjóðinni Íslendingum svona fyrirgreiðslu nú, væri að vonir væru bundnar við að með því mætti kaupa vin- áttu hennar og velvilja í garð Rússlands. LÁN TIL AÐ KAUPA VELVILJA Í VESTRI VIÐSKIPTI Stærsti banki Sviss, UBS, hefur neyðst til að leita neyðaraðstoðar frá svissneskum stjórnvöldum til bjargar með nýju hlutafé og kaupum á „eitruðum“ skuldvafningum tengdum bandarískum undir- málslánum. Ríkið leggur bankanum til fjóra milljarða evra í nýju hlutafé, og verða þannig eigandi að 9,3 prósentum hlutafjár. Þá munu UBS og stjórnvöld setja upp sameiginlegan sjóð sem tekur yfir alla skuldvafninga sem byggja á bandarískum jaðar- og undirmálslánum, námslánum og uppboðsskuldabréf. Ríkið leggur 40 milljarða evra til sjóðsins. - msh Bjarga svissneskum bönkum: Stjórnvöld kaupi eiturvafninga ÞÝSKALAND, AP „The Millionaire Fair“, kaupstefna fyrir auðugt fólk með dýran smekk fyrir hinum ýmsu munaðarvörum, var opnuð í München í Þýskalandi í gær. Fáir gestir sóttu sýninguna fyrsta daginn sem ef til vill þarf ekki að koma á óvart í ljósi alþjóðlegu fjármálakreppunnar. En aðstandendur kaupstefn- unnar bera sig vel. „Fólk vill láta eitthvað gott eftir sér til að horfa á í bílskúrnum eða í stofunni hjá sér, eitthvað sem hjálpar því að gleyma áhyggjum sínum,“ segir Klaas Obma, framkvæmdastjóri sýningarinn- ar, sem hóf göngu sína í Amster- dam árið 2002 og hefur komið víða við síðan. - aa Munaðarvörukaupstefna: Óttast ekki kreppuna

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.