Fréttablaðið - 20.10.2008, Page 14
14 20. október 2008 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir og
Svandís Svavarsdóttir skrifa
um REI-málið
Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni
íslenska ríkisins í þeirri stöðu
sem upp er komin. Verja fjöl-
skyldurnar í landinu, ná sem
hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á
erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar
gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og
þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf
að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að
uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi
traustum fótum.
Þótt núna sé ekki tíminn til að þrátta er nauðsyn-
legt að leiðrétta misskilning þegar hann kemur upp.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skýtur því inn í
grein sem birtist í Fréttablaðinu 17. október sl. að
Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi neitað að afhenda
Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum
hans OR fyrir ári síðan. Hið rétta er
að fyrsti meirihluti þessa kjörtíma-
bils sprakk við það að allir sjö
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
tilkynntu að þeir ætluðu að selja
hlut Orkuveitunnar í hinu sameinaða
fyrirtæki. Það hefði þýtt að eigend-
ur GGE hefðu getað neytt forkaups-
réttar og eignast hið sameinaða
félag með tuttugu ára einkaréttar-
samningi á erlendum verkefnum OR
og ótakmörkuðum aðgangi að þekkingu og starfs-
fólki OR. Það var til að afstýra þessum fyrirætlun-
um borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem Tjarnar-
kvartettinn var myndaður og farsæl þverpólitísk
sátt náðist um málið.
Þessi tvö mál eiga það sammerkt að stjórnvöld
þurfa að líta í eigin barm og til þess að hægt sé að
draga lærdóm af því sem aflaga hefur farið er
nauðsynlegt að hafa réttar staðreyndir til hliðsjónar.
Rangfærslur eyða aðeins mikilvægum tíma og tefja
farsæla lausn mála og uppbyggingu til framtíðar.
Höfundar eru borgarfulltrúar.
Sannleikurinn er góður grunnur
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
Evrópa ekki á dagskrá
Páll Magnússon, fyrrum varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins, fer fyrir hópi
úr grasrót flokksins sem, án samráðs
við forystu flokksins lét nýlega gera
könnun um Evrópumál. Í Fréttablaðinu
á laugardag sagði Páll ekki nema átján
prósent kjósenda innan flokksins vera
á móti atkvæðagreiðslu um aðildarvið-
ræður og að þeir forystumenn flokks-
ins, sem tali gegn þeirri leið tilheyri því
miklum minnihluta flokks-
manna. Í Fréttablaðinu í
gær svaraði Guðni Ágústs-
son, formaður Framsókn-
arflokksins, þessu með því
að segja að hann vildi ekki
láta setja sig á neinn
bás. Guðni áréttaði
það sem hann
sagði á Alþingi fyrir skömmu að vegna
efnahagsvanda þjóðarinnar væru
Evrópumál ekki á dagskrá.
En samt …
Margir, þar með talið ýmsir framsókn-
armenn, vilja hins vegar meina að eitt
helsta vandamál Íslendinga um þessar
mundir sé smæð hagkerfisins, seðla-
bankans og gjaldmiðilsins, krónunnar.
Hafa þeir hinir sömu sumir hverjir
bent á að væri Ísland aðili að Evrópu-
sambandinu hefðu áhrif fjármála-
kreppunnar orðið um
margt önnur og minni.
Íslendingar þurfi nú sem
fyrr að reyna að læra af
mistökum sínum.
Fjármálakreppan
á Íslandi flýti því
jafnvel fyrir ákvörðunum um hugsan-
lega aðild landsins að sambandinu.
Stöðugleikinn
Í maí samþykkti miðstjórn Framsókn-
arflokksins að efna bæri til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðildarviðræður við
Evrópusambandið og að því loknu yrði
samningur við sambandið borinn undir
þjóðaratkvæði. Samþykktin byggði á
ræðu formannsins, Guðna, á fundin-
um. Í umræðum undanfarna daga og
vikur, um vanda íslensku þjóðarinnar,
virðast flestir vera sammála um
að almennur stöðugleiki
sé það sem helst vantar.
Það væri þó ekki stöð-
ugleiki í málflutningi um
Evrópumál?
olav@frettabladid.is
Maður horfir á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
standa við hliðina á Geir Haarde og
segja að ekki sé tímabært að huga
að mannabreytingum í stjórn
Seðlabankans, þótt leitun sé á
bankastjórum í mannkynssögunni
sem jafn rúnir eru öllu trausti, alls
staðar.
Maður horfir á Ingibjörgu
Sólrúnu koma fram og tala um það
hvað framboðið til öryggisráðsins
hafi skilað þjóðinni miklu. Sem er
eins og að segja að 14-2 hafi ekki
verið svo slæmt – við höfum nú náð
tveimur mörkum, og líka kynnst
svo mörgum sóknarmönnum hins
liðsins...
Maður hugsar: Hvenær ætlar
Samfylkingin að hætta að bíða
ósigra annarra flokka?
Heldur þann versta …
Það er eins og flokkurinn sé fastur
með báða fætur í gömlu tyggjói sem
annað fólk hefur hrækt út úr sér.
Það hlýtur að teljast ein af
ráðgátum íslenskra stjórnmála
hvers vegna Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir kaus að einbeita
kröftum sínum að framboði
Halldórs Ásgrímssonar til
Öryggisráðsins á meðan þjóðin
hefði þurft á gáfum hennar og
málafylgju að halda við að knýja
fram breytta peningastefnu.
Þetta er „heldur-þann-versta-en-
næstbesta“-syndrómið sem
stjórnmálasagan geymir ýmis
dæmi um. Þá velja ráðamenn ekki
nærtækasta kostinn – og þann sem
þeir eru í rauninni kosnir til að
taka – heldur þann fáránlegasta:
Þegar Osama Bin Laden var í
felum í Pakistan réðst Tony Blair
inn í Írak. Þegar Heimskreppan
sýndi sitt ljóta greppitrýni réðst
Gordon Brown inn í Kaupþing (sem
var reyndar bæði lítilmótlegra og
áhrifaríkara). Og þegar allt reið á
að Íslendingar kæmust á elleftu
stundu inn í Evrópusambandið eins
og meirhluti þjóðarinnar vill
einbeitti leiðtogi Evrópusinna sér
að framboði til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Óskandi væri að Samfylkingin
biði að minnsta kosti sína eigin
ósigra. Og óneitanlega verða
áleitnar spurningar um erindi
Samfylkingarinnar í íslenskri
pólitík þegar ráðherrar hennar
virðast fastir í að framfylgja
stefnu hins ráðríka minnihluta í
Sjálfstæðisflokknum.
Varðandi útrás bankanna blöstu
við tveir kostir: að stöðva hana eins
og Davíð og Ögmundur vildu eða
að taka upp evru eins og allir hinir
vildu. Hvorugur kosturinn var
tekinn heldur látið reka á reiðan-
um. Þetta er reiðareksstefnan sem
Helgi Hálfdanarson nefndi svo um
aðgerðarleysi í málverndunarmál-
um. Þetta er Reiðareksstjórnin.
Íslenska módelið
Davíð Oddsson er sem kunnugt er
andvígur útlöndum en kannski var
sú einangrunarhyggja ekki það
versta heldur fremur sú geggjaða
hugmynd sem kom út úr reiðareks-
stefnunni að hægt væri að stunda
bankabrölt í útlöndum og halda
krónunni; láta íslenska ríkið vera
bakhjarl umsvifa en fjármálaeftir-
litið undir lassez-faire-stjórn.
Útkoman var eins og íslensku
góðærin hafa verið til þessa, í
skrilljónasta veldi. Þegar aldraðir
foreldrar, grandvart fólk, skrifuðu
upp á óljósan rekstur stórhuga
rugludalla með þeim afleiðingum
að þau misstu auð og afl og hús
eftir að hafa fylgst með umsvifun-
um um hríð, svolítið stolt, svolítið
skilningsvana („gengur þetta
virkilega?“) og svolítið smeyk.
Íslenska módelið var flutt út. Og
landið orðið kennslugrein víða um
heim. Grátlegast reyndist IceSave-
innlánaverkefnið. Á heimasíðu
Egils Helgasonar er að finna
kostulega úrklippu úr viðtali
Markaðarins við Sigurjón Árnason
bankastjóra þegar IceSave-
ævintýrið stóð sem hæst. Þar
kallar hann reikningana „tæra
snilld“, en eins og kunnugt er var
þeim ýtt úr vör þegar alvöru
bankar vildu ekki lengur lána
íslenskum bönkum fé sem í
greininni er að vísu orðað svo á
tæpitungu viðskiptalífsins að
„aðgengi að fjármálamörkuðum
[væri] takmarkandi þáttur í vexti
bankanna“. Sigurjón segir sigri
hrósandi að lausnin hafi einfald-
lega verið sú „að vera ekki svona
háður þessum fjármálamörkuðum“
og afla heldur innlána. Þeir bjuggu
til netreikning með himinháum
innlánsvöxtum, reistu hurðarás í
nafni þjóðarinnar. Blaðamaður
skrifar:
„Ráðgjafar Landsbankans
ráðlögðu honum að tengja verkefn-
ið eins mikið og hægt væri við
Ísland, enda eru Bretar almennt
jákvæðir gagnvart Íslandi [...] „Það
eina sem ég þarf að gera er að
kíkja í lok dags hvað er kominn
mikill peningur inn,“ segir
Sigurjón hlæjandi, tekur upp
símann og segir skömmu síðar:
„Það bættust við fimmtíu milljónir
punda bara á föstudaginn!“
Segir hann hlæjandi. Og var á
meðan að draga okkar góða nafn í
svaðið með því að tengja ósköpin
við Ísland.
Við erum ekki pakk. Og nú
reynir á þessa stráka – þetta er
enginn tölvuleikur lengur. Þeir
geta valið um það hvort þeir haga
sér eins og menn og skila þjóðinni
verðmætunum eða hvort þeir ætla
að liggja á peningunum og breytast
í orma; og una því að heita
þjóðníðingar meðan Ísland byggist.
Því það er óvart alveg satt sem
Ólafur Ragnar vitnaði í: Orðstír
deyr aldregi …
Reiðareksstefnan
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Ástandið
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
G
era má ráð fyrir að skatttekjur ríkisins rýrni um sem
nemur rúmum 25 milljörðum króna vegna falls Glitn-
is, Landsbankans og Kaupþings, samkvæmt útreikn-
ingum sem birtir voru í Fréttablaðinu í gær. Upphæðin
er gífurleg, enda hefði hún á næsta ári að öllum lík-
indum nægt til að standa undir framlagi ríkisins til bæði Háskóla
Íslands og Háskólans í Reykjavík, Atvinnuleysistryggingasjóðs,
Sinfóníuhljómsveitarinnar og Landsbókasafnsins.
„Við sjáum nú áhrifin af því að hafa byggt bankana á sandi,“
segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla
Íslands, sem bendir á að annaðhvort hefði hér þurft að byggja upp
nægilegan gjaldeyrisvarasjóð til að verja bankana, eða taka upp
evru. „Hvorugt var gert og þetta er kostnaðurinn.“
Þetta eru samt engin ný sannindi. Bent var á báðar þessar leiðir
í meintri „leyniskýrslu“ Willems H. Buiter, prófessors við London
School of Economics og eins fremsta sérfræðings Evrópu í pen-
ingamálahagfræði. Skýrslan var kynnt völdum hópi hagfræðinga
og fulltrúa stjórnvalda í Landsbankanum undir lok júlí síðastliðins.
Helsti munurinn á skýrslu Buiters og fyrri skrifum þar sem kom-
ist var að sambærilegum niðurstöðum, svo sem hjá Richard Port-
es, er hversu afgerandi niðurstaðan var hvað Evrópusambandið
varðar og upptöku evru hér. Af þeim sökum var ákveðið að hafa
ekki jafnhátt um þessa skýrslu og tilefni kann að hafa verið til.
Tími er til kominn að losna undan þessari þrúgandi viðkvæmni
sem virðist standa fyrir þrifum vitrænum aðgerðum í gjaldeyr-
ismálum þjóðarinnar. Viðkvæmni sem virðist eiga rætur sínar í
innanflokksótta stærsta stjórnmálaflokksins um að deildar mein-
ingar þar innandyra í gjaldeyrismálum kunni að kljúfa flokkinn.
Þessi ótti hefur orðið þjóðinni dýr.
Í fréttinni sem vísað er til hér að framan er einungis horft til
glataðra skatttekna sem rekja má til bankanna og starfsmanna
þeirra. Skaðinn er vitanlega mun meiri og smám saman tekur fólk
að finna í auknum mæli á eigin skinni afleiðingar hruns fjármála-
fyrirtækjanna. Um leið verður reiðin meiri og krafan um að söku-
dólgar verði fundnir og þeim refsað háværari.
Margir virðast beina reiði sinni að stjórnendum bankanna og
eigendum, sem sagðir eru hafa farið óvarlega í skuldsetningu.
Enginn þeirra ber samt ábyrgð á undirmálslánakrísunni, eða skorti
íslenskra fjármálafyrirtækja á baklandi. Þá virðist útúrsnúning-
ur eða í besta falli barnaskapur falinn í samsæriskenningum um
samantekin ráð erlendra seðlabanka um að fella íslenska banka.
Af hverju hefðu erlendir seðlabankar átt að treysta íslenska rík-
inu nægilega til að lána landinu fleiri hundruð milljarða evra? Hér
hefur verið illa haldið á málum og tregðast við að koma á umbótum
sem margoft hefur verið bent á.
Hafi íslenska útrásin beðið skipbrot þá er Ísland og þrjóskuleg-
ur stuðningur við úreltan gjaldmiðil skerið sem á steytti. Nú ríður
á að látið verði af þrjósku og viðkvæmni og gripið til hverra þeirra
aðgerða sem orðið geta til að byggja aftur upp glatað traust. Ef það
þýðir að þiggja þurfi stuðning og ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og stefna í framhaldinu á Evrópusambandsaðild og upptöku
evru, verður bara að horfast í augu við það.
Láta þarf af tregðu við að koma á til framtíðar
nauðsynlegum umbótum í gjaldeyrismálum.
Skerið sem á steytti
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR