Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Það er draumur hverrar stelpu að eiga fataherbergi,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir, leikkona í Fólkinu í blokkinni, sem verið er að sýna í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Ekki er hægt að segja annað en að orð Söru séu orð að sönnu þegar litið er til þess að uppáhaldsbíómynd margra stelpna var um langan tíma myndin Clue- less og þó ekki væri nema vegna fataskápsins sem sýndur er í þeirri kvikmynd. Spurð að því hvort herbergið hafi fylgt með húsinu sem fata- herbergi eða hvort hún hafi látið sérsmíða það inn í íbúðina segir Sara að hún hafi einfaldlega keypt það inn í íbúðina. „Húsið er ég búin að eiga í rúm þrjú ár og keypti fataherbergið fljótlega eftir að ég keypti húsið. Ég er búin að troða öllu inn sem ég get inn í þetta fataherbergi,“ segir Sara og bætir við að þegar maður eigi fata- herbergi og ekki bara skáp þá verði til svo miklu meira pláss. „Maður þarf því að vera duglegur að kaupa inn í skápinn til að fylla plássið,“ segir Sara og hlær. Það kemur ekki á óvart að ánægjan í rödd Söru leynir sér ekki þegar hún talar um að vera nánast neydd til að kaupa sér föt inn í herbergið, enda eru það fáir kvenmenn sem myndu nokkurn tíma kvarta yfir að þurfa að kaupa sér nýjar flíkur. agnesosk@frettabladid.is Sérherbergi fyrir öll fötin Fataherbergi eins og sjá má í ýmsum bíómyndum sem höfða eiga til kvenþjóðarinnar eru ofarlega á óskalista margra ungra kvenna. Sara Marti Guðmundsdóttir fékk sér eitt slíkt fyrir fötin sín. Sara er svo sannarlega ánægð með fataherbergið sitt og treður öllu sem hún getur inn í það. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LITLIR LITRÍKIR KASSAR sem hægt er að geyma alls konar dót í geta lífgað upp á heimilið. Snið- ugt getur verið að skreyta kókkassa eða aðra litla kassa með litum, límmiðum eða veggfóðri og nota sem dýr- gripakassa. TILBOÐ VIKUNNAR Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 219.900 kr.129.900,- aðeins Sofaset t 3+1+1 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Einfaldur í notkun. Geymir 30 mælingar í minni. Skjár sýnir þrjú gildi samtímis: púls, efri og neðri mörk. Hlífðarbox fylgir með. A T A R N A Blóðþrýstingsmælir Blóðþrýstingsmælir á úlnlið. Tilboðsverð: 5.900 kr. stgr. Verð áður: 7.080 kr. Boso-medistar S Alla þriðjudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.