Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 6
6 26. október 2008 SUNNUDAGUR DV lottery / Grænakorts happdrættið 2010 Diversity Visa Lottery Registration started October 2, 2008 Registration for the 2010 Diversity Visa (DV) Lottery started at 08:00 on October 2, 2008. Persons seeking to enter the lottery program must register online through the designated Internet website during the registration period. The website for registering for the 2010 DV Lottery, www.dvlottery.state.gov, will be available from 08:00 on October 2, 2008 through to 08:00 December 1, 2008. AMERICAN EMBASSY VIÐSKIPTI „Þeir voru mjög vinsamlegir að veita okkur frið til að selja eignir,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafé- lagsins. Félagið greindi frá því í fyrradag að það hefði samið við 95 prósent skuldabréfaeig- enda um að þeir falli frá rétti sínum til að gjaldfella kröfu sína á hendur félaginu upp á 9,5 milljarða króna. Þá verður vaxtagreiðslum frestað og bætast gjaldfallnir vextir við höfuðstól á meðan félagið leitar endurfjármögnunar, svo sem með sölu kanadíska frystigeymslufyrirtækisins Atlas Verscold. Flest bréfanna eru á gjalddaga á árabilinu 2009 og 2010. - jab Eimskip fær frið til eignasölu: Samningar við lánadrottna GYLFI SIGFÚSSON Engin mólkurkvótaviðskipti Engin viðskipti voru með greiðslu- mark í mjólk á tímabilinu 15. sept- ember til 15. október. Á því tímabili hafa tvö til þrjú hundruð þúsund lítrar gengið kaupum og sölum undanfarin ár. Samkvæmt heimasíðu Bænda- samtakanna er ástandið rakið til fjármálakreppunnar. LANDBÚNAÐUR CHICAGO, AP Lögreglan í Chicago rannsakar nú dauða móður og bróður söng- og leikkonunnar Jennifer Hudson. Mæðginin, Dar- nell Donerson og Jason Hudson, fundust látin á heimili sínu í Chicago á föstudag. Þau höfðu verið skotin til bana. Lögreglan segir að líklega sé um fjölskylduharmleik að ræða og var fyrrverandi eiginmaður eldri syst- ur Hudson handtekinn skömmu eftir líkfundinn. Hann heitir Willi- am Balfour og er grunaður um að hafa orðið mæðginunum að bana. Balfour, sem er 27 ára, er á skil- orði eftir að hafa eytt tæpum sjö árum í fangelsi fyrir tilraun til manndráps og bílþjófnað. Lögregl- an hafði í gærkvöldi ekki lagt fram ákæru á hendur Balfour. Þá leitaði lögreglan í gær að sjö ára systursyni Hudson í gær en hann var staddur í húsinu þegar voðaatburðurinn átti sér stað. Talsmaður söngkonunnar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og sagði söngkonuna og fjölskyldu hennar vilja fá frið. Krufning átti að fara fram í gær og er niðurstöðu hennar beðið. Jennifer Hudson hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hún komst í úrslit í þriðju þáttaraðar American Idol. Hún hlaut Óskars- verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni Dreamgirls í fyrra. Þá er nýjasta lag hennar, Spotlight, nú í fyrsta sæti bandaríska Bill- board-listans. - ag Söngkonan Jennifer Hudson harmi slegin: Móðir og bróðir létu lífið í skotárás Á UM SÁRT AÐ BINDA Jennifer Hudson á um sárt að binda á sama tíma og hún er í blóma söng- og leiklistarferils síns. Lestu fréttir um efnahags- ástandið? Já 87,7% Nei 12,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Verður þetta harður vetur? Segðu skoðun þína á visir.is KRÓATÍA, AP Forsætisráðherra Króatíu hét því á föstudag að allt yrði gert sem yfirvöld gætu til að hafa uppi á morðingjum blaðamanns sem var myrtur í sprengjutil- ræði í Zagreb í gærmorgun. Forsætisráð- herrann, Ivo Sanader, tók svo djúpt í árinni að segja að „enginn glæpamaður gæti sofið rólegur“ fyrr en þetta mál og fleiri alvarlegir glæpir sem framdir hefðu verið í landinu væru upplýstir. Sanader kallaði þjóðaröryggisráð Króatíu saman til bráðafundar eftir morðið á blaðamanninum Ivo Pukanic, sem átti og ritstýrði blaðið Nacional en það var þekkt fyrir rannsóknar- blaðamennsku. - aa Blaðamannsmorð í Króatíu: Unna sér ekki hvíldar fyrr en málið er upplýst IVO SANADER Má fleyga við Esjuberg Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið fjárfestinum Ingunni Wern- ersdóttur heimild til að fleyga úr klöppinni á lóðinni á Þingholtsstræti 29a. Ingunn ætlar að byggja sér niðurgrafið baðhús og bílskýli við hið sögufræga hús Esjuberg. SKIPULAGSMÁL STJÓRNSÝSLA Fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Strætó bs., Guðmundur Rúnar Árnason, sagði sig úr stjórn fyrirtækisins á síðasta stjórnar- fundi. Ástæðan var sú að Reykjavík fékk formennsku í stjórninni. Fulltrúi Álftaness sat einnig hjá vegna sömu ástæðu. Í bókun Guðmundar segir að gert hafi verið samkomulag á síðasta kjörtímabili um að formennskan myndi ganga á milli sveitar fé- laga á tveggja ára fresti. Síðan þá hafi Reykja- vík og Kópavogur skipt formennsku með sér, en nú taki Reykjavík við henni aftur. „Ég tel skynsamlegt að umsamið fyrirkomulag sé haldið og teldi eðlilegt að fulltrúi Garðabæjar tæki við, enda sá fulltrúi sem mesta reynslu hefur í stjórninni,“ segir í bókuninni. Jórunn Frímannsdóttir, nýr stjórnarformað- ur, segir vissulega vera kveðið á um að sveitarfélögin skipti á milli sín stjórnarfor- mennskunni. Hún segir fyrrum formann Strætó, Björk Vilhelmsdóttur fullrúa Reykja- víkur, hins vegar staðhæfa að samkomulag hafi verið um að Reykjavík tæki við stjórnar- taumun af Kópavogi. „Það er talið mikilvægt, bæði af meiri- og minnihlutans í Reykjavík að við fáum stjórnarformennskuna. Það er eðlilegt að langstærsti eigandinn með mesta fjármagnið haldi um stjórnartaumana. Stundum hefur myndast núningur þegar eitt hefur verið samþykkt í borgarstjórn en annað í stjórn Strætó,“ segir Jórunn. Í bókun Guðmundar er einmitt amast við því að Reykjavík nýti sér yfirburði sína. Þar segir að lengi hafi legið fyrir að hann myndi segja af sér „ef til þess kæmi að Reykjavík beitti yfirburðastærð til að knýja á um breytingar“. Jórunn telur hins vegar að skipanin njóti stuðnings á höfuðborgarsvæðinu. „Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis sammála þessu. Ég harma hins vegar að missa Guðmund úr stjórninni,“ segir hún. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir klárt að með skipan Jórunnar í for- mannsstól hafi samkomulag verið brotið. „Það liggur ljóst fyrir að á sínum tíma var gert samkomulag um formennsku sem nú hefur verið brotið. En nú skiptir öllu máli að skipa starfhæfa stjórn og við munum skipa nýjan fulltrúa á næsta bæjarstjórnarfundi.“ kolbeinn@frettabladid.is Saka Reykjavík um yfirgang Fulltrúi Hafnarfjarðar hætti í stjórn Strætó þegar Reykjavík fékk formennskuna. Segir það brot á sam- komulagi sveitarfélaganna. Fulltrúi Reykjavíkur segir eðlilegt að stærsta sveitarfélagið ráði för. ÓSÆTTI Í STJÓRN Reykvíkingar eru ásakaðir um að sýna yfirgang með því að taka við stjórnarformennsku í strætó. Röðin hafi verið komin að Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTUN Alls brautskráðust 448 nemendur frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Í ræðu sinni vék Kristín Ingólfsdóttir rektor að mikilvægi þess að rík áhersla verði áfram lögð á afburða- árangur í menntun, vísindum og nýsköpun. „Þegar þessi stefna var mótuð töldum við hana skipta miklu máli til að auka velferð sam- félagsins. Nú teljum við að hún sé lífsnauðsynleg.“ Þannig geti Íslendingar knúið samfélagið upp úr öldudal til nýrrar framfara- sóknar. Í ræðunni sagði rektor að nú muni háskólinn leggja meiri þunga en nokkru sinni á nýsköpunar- verkefni á öllum sviðum vísinda og fræða. Lagði hún sérstaka áherslu á hugvísindi. Fjölþætt menntun á sviði hugvísinda treysti stolt Íslendinga og sjálfsöryggi vegna eigin menningar. Þannig gætu hugvísindin stuðlað að skiln- ingi á stöðu þeirra í sambandi við aðrar þjóðir. Þá sagði hún að sem aldrei fyrr væri það nú markmið Háskóla Íslands að unga út hug- myndum, verkefnum og sprota- fyrirtækjum sem verði ný aflstöð í atvinnulífinu. Við athöfnina var lýst kjöri þriggja heiðursdoktora, þeirra Sørens Langvad frá verkfræði- deild og Jónatans Þórmundssonar og Sigurðar Líndal frá lagadeild. - hhs Á fimmta hundrað nemenda brautskráðir frá Háskóla Íslands í gær: Aukin áhersla lögð á nýsköpun ÚTSKRIFT Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs, afhendir prófskír- teini. BANDARÍKIN, AP Um það bil helmingur lækna í Bandaríkjun- um gefa sjúklingum sínum lyfleysur reglulega án þess að upplýsa sjúklinga um það. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn, sem birt er í British Medical Journal. Bandarísku læknasam- tökin ráða læknum eindregið frá því að gefa lyfleysur. Í þessari rannsókn voru lyfleysur skilgreindar sem hvers kyns lyf, sem gefin eru sjúkling- um þótt vitað sé að þau hafi engin bein áhrif á þann sjúkdóm sem við er að stríða. Þar á meðal eru verkjatöflur, vítamín, sýklalyf, svefnlyf og sykurpillur. - gb Bandarískir læknar: Gefa lyfleysur úr hófi fram KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.