Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 26. október 2008 15 Fyrrverandi kryddpían Geri Halliwell undirbýr nú gerð teiknimyndar byggða á barna- bókum sínum, Ugenia Lavend- er. Fyrsta bókin í seríunni um karakterinn Ugeniu kom út í maí á þessu ári, en síðan þá hafa komið út fimm til viðbót- ar. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror segist Geri gjarnan vilja fá stórstjörnur á borð við Brad Pitt og George Clooney til að talsetja teikni- myndina. „Ég hef ekki hitt Brad Pitt svo hann er ekki líklegur til að vera með, en ég vil endi- lega fá hinn gullfallega George í myndina,“ segir Geri, sem ætlar sjálf að tala fyrir aðalkarakterinn Ugeniu. „Vinur Ugeniu sem kallast Crazy Trevor minnir mig mjög mikið á fótboltakapp- ann Wayne Rooney, bæði hvað varðar persónuleika og útlit. Ég er mjög bjartsýn á að hann vilji tala inn á teiknimyndina og hef það svona á tilfinningunni að hann hefði gaman af því,“ bætti hún við. folk@frettabladid.is > TRÚIR EKKI Á VELGENGNI SÍNA Jessicu Biel finnst óþægilegt að fara í viðtöl og myndatökur því hún á bágt með að trúa því að hún njóti vel- gengni sem leikkona. Í viðtali við tímaritið Claire segir hún það hafa tekið nokkur ár að venjast, en henni finnist það enn svolítið fáranlegt. Einnig segir hún sér alltaf líða eins og hún þurfi að sanna sig og er viss um að það hafi skemmt fyrir ferli sínum að sitja fyrir í karlatímariti þegar hún var sautján ára gömul. Leikkonan Catherine Zeta-Jones mun fara með hlutverk í söngva- myndinni Cleo í leikstjórn Stevens Soderbergh. Ástralinn Hugh Jackman er jafnframt í viðræðum um að taka að sér stórt hlutverk í myndinni, sem fjallar um Kleópötru og er sögusviðið þriðji áratugur síðustu aldar. Síðasta söngvamynd Zeta- Jones, Chicago, naut mikilla vinsælda og tryggði henni Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Velma Kelly. 45 ár eru liðin síðan Hollywood gerði síðast mynd um Kleópötru. Með aðalhlut- verk í henni fóru Elizabeth Taylor, Rex Harrison og Richard Burton. Myndin var gríðarlega dýr í framleiðslu og þótti ekki hafa heppnast vel. Engu að síður vann hún til fernra Óskarsverðlauna. Zeta-Jones er með fleiri járn í eldinum því næsta mynd hennar, rómantíska gamanmyndin The Rebound, kemur út í janúar. Næsta mynd Hughs Jackman verður aftur á móti stórmyndin Australia þar sem Nicole Kidman leikur á móti honum. Leikstjórinn Steven Soderbergh er með þrjár myndir í bígerð fyrir utan Cleo. Fyrst mynd um ævi tónlistarmannsins Liberace, síðan Che, um ævi byltingarsinnans Che Guevara, og loks The Informant með Matt Damon í aðalhlutverki. Zeta-Jones leikur Kleópötru í Cleo CATHERINE ZETA-JONES Leikkonan mun feta í fótspor Elizabeth Taylor í söngvamyndinni Cleo. Vill stórstjörnur í teiknimynd TALSETUR SJÁLF Geri Halli- well ætlar sjálf að tala fyrir aðalkarakter bókanna, Ugeniu, en vonast til að fá fótboltakappann Wayne Rooney og George Clooney til liðs við sig. Paris Hilton hefur nú blandað sér í bandarísku forsetakosningarnar með útgáfu nýs lags. Lagið heitir Paris for President og í myndbandinu sést hún meðal annars spóka sig í hvítum sundbol fyrir framan bandaríska fánann, umkringd svartklæddum öryggisvörðum. Paris lét fyrst í sér heyra varðandi kosningarnar í ágúst síðastliðnum, þegar forsetaframbjóðandinn John McCain líkti mótframbjóðanda sínum, Barack Obama, við hana sjálfa og söngkonuna Britney Spears. Þá gerði hún myndband þar sem hún gerði óspart grín að kosningabaráttu McCains. Paris Hilton forsetaefni? PARIS HILTON Gerir grín að banda- rísku forsetakosningunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.