Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 26. október 2008 5 Tilkynningar ÚTBOÐ Lagna-, loftræsi- og rafkerfi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. óskar hér með eftir tilboðum í verkið: Grunnskólinn á Egilsstöðum Viðbygging og breytingar Verkið felst í útvegun og vinnu við lagna-, loftræsi- og rafkerfi fyrir Grunnskólann á Egilsstöðum. Aðalverktaki verksins er Malarvinnslan ehf. Væntanlegir undirverktakar vegna þessara útboða verða undir stjórn aðalverktaka. Um er að ræða þrjú sjálfstæð útboð. Heimilt er að taka þátt í einu þeirra, tveimur eða öllum. GE 010 Lagnir GE 011 Loftræsing GE 012 Rafkerfi Framkvæmdatími er frá 1. nóvember 2008 til 10. júlí 2009 Útboðsgögn fást afhent hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, Reykjavík og Verkfræðistofu Austurlands, Kaupvangi 5, Egilsstöðum frá og með miðvikudeginum 22. október 2008. Einnig er hægt að óska eftir gögnum á rafrænu formi með því að senda póst á netfangið vso@vso.is Tilboð verða opnuð á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, Reykjavík og Verkfræðistofu Austurlands, Kaupvangi 5, Egilsstöðum, miðvikudaginn 12. nóvember 2008, kl. 15:00. www.kopavogur.is „Ljóðstafur Jóns úr Vör” - Ljóðasamkeppni • Lista og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör”. Veitt verða vegleg verðlaun og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess. 3ja manna dómnefnd mun velja úr ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður. Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi og þess vænst að ljóðunum sé skilað á pappírsstærðinni A-4 eða A-5. Skilafrestur er til 1. desember 2008 og utanáskriftin er: „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör miðvikudag- inn 21. janúar 2009. Þátttöku ljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar; eftir það verður þeim eytt. KÓPAVOGSBÆR Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir ef næg þátttaka fæst: Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn 2.-12. desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Sveinspróf í húsasmíði verða haldin 12.-14. des- ember, í pípulögnum 10.-12. desember og málaraiðn 15.-19 desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Sveinspróf í bifvélavirkjun verður haldið janúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í hársnyrtiiðn dagana 10.-11. og 17.-18. janúar 2009, dagsetning skrifl egs prófs verður ákveðin síðar, nánari upplýsingar á www.idan.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í snyrtifræði dagana 10.-11. og 17.-18. janúar, skrifl egt próf 9. janúar, nánari upplýsingar á www.idan.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í málmiðngreinum í janúar - mars 2009, ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 1. desember fyrir aðrar greinar en vélvirkjun. Umsóknarfrestur fyrir sveinspróf í vélvirkjun er til 1. janúar 2009. Nánari upplýsingar á www.idan.is Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfi rlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2008. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is, veffang www.idan.is Efnistaka af hafsbotni í Hvalfi rði Mat á umhverfi sáhrifum Opinn kynningarfundur Björgun ehf. boðar til kynningar á frummatsskýrslu vegna mats á umhverfi sáhrifum efnistöku fyrirtækisins af hafsbotni í Hvalfi rði. Frummatsskýrslu er hægt að nálgast á heimasíðu Mannvits hf. www.mannvit.is. Fundurinn verður haldinn í Félagsgarði í Kjós, fi mmtudaginn 30. október 2008 og hefst hann kl: 20:30. Allir velkomnir. Auglýst er eftir umsóknum í Afrekssjóð Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) Samkvæmt reglugerð eru markmið sjóðsins eftirfar- andi: a) Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína b) Að veita afreksíþróttafólki í hópíþróttum í íþróttafélög- um í Kópavogi sem náð hefur afburðaárangri fjárhags- legan styrk og gera þeim kleift að búa sig enn betur undir áframhaldandi keppni. c) Að styrkja afreksíþróttafólk sem á lögheimili í Kópavogi og stundar íþrótt sem ekki er iðkuð með íþróttafélagi í Kópavogi. d) Að veita árlega styrki og viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum jafnt kvenna sem karla. Umsóknum um styrki skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 14. nóvember 2008. Umsóknareyðublöð ásamt reglugerð fyrir sjóðinn fást á skrifstofu íþrótta- og tómstundamála Fannborg 2 II hæð. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 570-1500 Íþróttafulltrúi www.kopavogur.is Afrekssjóður ÍTK KÓPAVOGSBÆR Útboð Tilkynningar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.