Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 14
VERSLUN SÆLKERANS TÍMI HÚSFREYJUNNAR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: A Aðal-réttur Til hátíða-brigða Annað kjöt en fuglakjöt Fugla- kjöt Grænmeti matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Hvunn- dags 2 matur Þótt runnin sé upp 21. öldin, með tilheyrandi tækni og tilbúnum rétt-um, virðist heimsmyndin nú lúta þeim örlögum að hverfa hratt til kreppuáranna mögru, sem margir sjá, að óreyndu, í rómantískum ljóma. Á styttri tíma en mannsaldri hafa Íslendingar farið offari í framfara- stökkum til betra lífs, enda enn á meðal okkar einstaklingar sem ólust upp í röku lofti torfbæja og muna þá fábrotnu tíma þegar rautt epli, tólgar- kerti og spilastokkur voru ríkidæmi á jólum. Skyldum við hafa farið of geyst? Kannski almættið hnippi nú í okkur til að staldra við og enduruppgötva gildin sem best reyndust og mestu skipta? Því hvað skiptir mestu og veitir mesta vellíðan? Stórt er spurt og margvísleg svörin, en víst er að kærleikur, samvera við ástvini og öruggt skjól í hreiðrinu heima vega þungt og þá ekki síðra að búrið sé fullt. Flestir sem nú eru komnir á fertugsaldur eiga hjartfólgnar minning- ar um eldhúsið heima, þar sem mamma beið með heimabakað brauð og kökur eftir skóla; þar sem fjölskyldulífið fór fram yfir eldhúsborðum á meðan mamma eða amma steikti kleinur, hnoðaði tertur, tók slátur, flakaði fisk í pott eða stóð yfir gúllasgerð og grænmetisstöppu úr uppskeru mat- jurtagarðsins; þar sem sunnudagsmorgnar ilmuðu af ofnsteiktum lamba- hrygg og Guðs orð ómaði úr útvarpinu um leið og húsfreyjan brúnaði kart- öflur á pönnu. Þá var sko gósentíð húsfreyjunnar; þeirrar sem enn býr í hjörtum okkar og verður alltaf þungamiðja heimila í allri sinni dýrð. Þetta voru fallegir tímar, saklausir og heimilislegir. Andrúm sem nú hefur verið endurvakið því tími húsfreyjunnar, og vitaskuld heimilisfeðra, á nútímavísu, er runninn upp á ný. Einkunnarorð íslensks heimilishalds nú er hagsýni, fyrirhyggja, búbæt- ur, ríkulegt búr og heimagerð matseld. Rétti tíminn til að baka daglegt brauð og kökur fyrir gesti, kaupa skrokka í frystinn til vetrarins, fisk í öskjum, fylgjast með góðum tilboðum og sýna natni í hráefnisnotkun og matargerð fyrir fjölskylduna. Þannig blómstrum við á ný. Finnum hamingju og heilagleika heimilisins aftur, um leið og við nærum sálir og svanga kroppa. Í versluninni Klausturvörum er að finna matvöru, listmuni og snyrti- vörur sem framleiddar eru í klaustrum víða í Evrópu. Til dæmis er hunang þar í miklu úrvali og má í því samhengi nefna möndlublóma- og kastaníuhunang. Eins er mikið af sultum, bæði hefðbundnum og óvenjulegum. Til að mynda eru til sultur með apríkósum og möndlum, fíkjum og hunangi og meira að segja jarðar- berjasulta með grænum pipar. Þá er til ávaxtahlaup frá Bretlandi í misstórum gjafaumbúðum, franskt súkkulaði, ólífuolía, balsamedik og sinnep. Marianne Guckelsberger, annar eigandi verslunarinnar, segir klausturvöruverslanir algengar víða erlendis. Fólk setji samasem- merki á milli verslananna og gæða enda eru vörurnar að sögn Marianne lífrænar og umhverfis- vænar. „Í Klausturvöruverslunum er hægt að veita sér eitthvað gott, verða sér úti um gæðavöru og styðja um leið góðan málstað,“ segir Marianne en hún kveðst hafa orðið vör við að fólk vilji vita hvaðan vörurnar sem það kaupir koma. Í Klausturvörum er hægt að ganga að því vísu og hefur búðin, sem var opnuð fyrir ári, hlotið góðar viðtökur. Klausturvörur Magnea Davíðsdóttir, bókasafns- og upplýs-ingafræðingur hjá Verkalýðsfélagi Reykja-víkur, bakar reglulega í frystinn. Hún hætti að borða hveiti og ger fyrir nokkru og bakar nú kökur úr hveitikími sem er innsti kjarni hveitis og geymir alla hollustuna að hennar sögn. Hveitikímkökurnar bakar hún í vöfflujárninu og þá gjarnan nokkrar í einu. „Ég nota olíusprey á vöfflujárnið og smyr deiginu í járnið og baka eins og vöfflur. Ég baka slatta í einu og set í frost og tek svo jafnóðum út og skelli þá í brauðristina. Kökurnar bragðast mjög vel með smjöri og osti.“ Hveitikím er sem áður sagði innsti kjarni hveitisins en það fellur út þegar hveitið er unnið. Það er yfirfullt af næringarefnum og er til dæmis ríkt af fólínsýru. „Hveitikímið finnst ekki í hveitihillunni í búðum. Ég hef keypt það í Hagkaup og þar er það í kæli hjá heilsu- vörunum. Svo er mjög gott að frysta hveitikímið sjálft,“ útskýrir Magnea. Hún segir hveitikímkökurnar vinsælar á heimilinu og gott að grípa til þeirra úr frystinum. - rat HVEITIKÍMKÖKUR Uppskrift gefur eina köku, en skammt- urinn jafnast á við eina stóra vöfflu. 60 gr. hveitikím ½ tsk. kanill 1 til 2 tsk. sesamfræ/hörfræ eða kúmen eftir smekk ¼ tsk. salt 1 tsk. sykurlaust bragðefni, má sleppa (flöskurnar keyptar í Kaffitári) Vatn Vatni bætt út í þangað til deigið er orðið þykkur grautur. Bakað í vöfflu- járni. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Magnea Davíðs- dóttir bakar kökur úr hveitikími í vöflujárninu. Hollt og gott! Fleira má baka í vöfflujárni en vöfflur. Magnea Davíðsdóttir lumar á uppskrift að hveitikímkökum sem gott er að frysta. HVEITIKÍMKÖKUR Í FRYSTINN FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Fiskur Ó Ódýrt Restaurant - Bar Vesturgötu 3b 101 Reykjavík Sími 551-2344 Starfsmannaveislur Afmæli & Hópar Árshátíðir 7 spennandi Tapas réttir Léttur fordrykkur eftirréttur www.tapas . is Uppli að okkar hætti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.