Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 8
8 26. október 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Reykjavík er einstök borg. Hér býr vel menntað og hæfileika- ríkt fólk í samfélagi þar sem innviðir eru öflugir og traustir. Lífsgæði eru með því besta sem þekkist og verðmætar orkulindir tryggja fjölbreytt tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið stendur fyrir öflugum rekstri og brást með skjótum og öruggum hætti við breytingum í efnahagsumhverfi þjóðarinnar með mótun aðgerða- áætlunar til að tryggja áframhald- andi öfluga grunnþjónustu. Hafist var handa við mótun aðgerðaráætlunarinnar strax í ágúst undir formennsku Óskars Bergssonar formanns borgarráðs og að þeirri vinnu komu fulltrúar bæði meiri- og minnihluta. Aðgerðaráætlunin var svo samþykkt einróma í byrjun október. Með henni eru send skýr skilaboð allrar borgarstjórnar til borgarbúa um hvers megi vænta í rekstri og þjónustu borgarinnar á næstunni. Grunnþjónustan varin Aðhaldssemi í rekstri borgarinnar, fyrirhyggja og útsjónarsemi lykilstarfsmanna er meginástæða þess að Reykjavíkurborg hvílir nú á þeim trausta grunni sem gerir okkur kleift að tryggja áfram velferð og grunnþjónustu við íbúa. Staðinn verður vörður um þá þjónustu sem íbúar vænta frá leikskólum, grunnskólum, frí- stundaheimilum og almennri velferðarþjónustu. Að svo stöddu verða gjaldskrár óbreyttar og engin áform eru um uppsagnir starfsfólks þó dregið verði úr nýráðningum í stjórnsýslu borgarinnar. Megináhersla verður lögð á ábyrga fjármálastjórn og stöðug- leika í rekstri Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld munu forgangsraða í þágu borgarbúa og leita allra leiða til að létta undir með þeim sem þegar þrengir að. Ljóst er að með sparnaði og hagræðingu er hægt að ná þessum markmiðum. Grunn- þjónustan verður þannig varin á kostnað framkvæmda sem fresta má, án þess að það bitni verulega á atvinnustigi í borginni, með sparnaði í innkaupum og með því að hagræða hvar sem því verður við komið í rekstri borgarinnar. Sérstakar aðgerðir í velferðarmálum Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú þegar gert ráðstafanir til að efla velferðarþjónustu og ráðgjöf sem veitt er í þjónustumið- stöðvum Reykjavíkurborgar með það að markmiði að leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum sem lenda í erfiðleikum vegna efna- hagsástandsins. Boðið er upp á sérstaka áfallahjálp og sálfræði- og félagsráðgjöf. Auka á samvinnu við lykilstofnanir á borð við Ráðgjafastofu heimilanna, heilsugæslu, Vinnumálastofnun, Rauða Krossinn, stéttarfélög og Alþjóðahús. Börnin í borginni er önnur aðgerðaráætlun sem nú þegar er unnið eftir í leikskólum og grunnskólum og miðar að því að styrkja börn sérstaklega. Aðstoðin felst í því að fylgjast með, hlusta og hjálpa þar sem það á við. Stöndum saman Á þeim óvissutímum sem nú eru í íslensku samfélagi skiptir sam- staðan öllu máli. Borgarstjórn Reykjavíkur vann sameiginlega að aðgerðaráætlun um rekstur borgarinnar og þeirri samvinnu verður vonandi fram haldið við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Sú eindræga samstaða á sér vart hliðstæðu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur og ég er mjög þakklát minnihlutanum fyrir þeirra aðkomu að þessu mikilvæga verkefni. Efling þjónustunnar hefur kallað á skjót vinnubrögð og samtakamátt hjá starfsmönnum borgarinnar. Við eigum því láni að fagna að njóta krafta frábærra starfsmanna sem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að efla þjónustu við borgarbúa. Nú þéttum við raðirnar og minnumst þess að þótt á móti blási um stund bíða sóknarfærin við næsta leiti. Við þessar aðstæður hvet ég alla borgarbúa til að standa þétt saman, því með sameinuðu átaki okkar allra munum við tryggja að Reykjavíkurborg verði áfram borg tækifæra, velferðar og lífsgæða. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Í DAG | Staða Reykjavíkurborgar UMRÆÐAN Njörður P. Njarðvík skrifar um stjórnmál Í þeim efnahagslega hvirfilbyl sem á okkur dynur og skilur eftir sviðna jörð, er brýnt að geta treyst einhverju. Því vaknar þessi spurning: Hverjum eigum við að treysta? Hverjum getum við treyst? Getum við treyst forsætisráðherra sem mánuðum saman hefur fullvissað okkur um að allt væri í lagi, engra aðgerða þörf, − og gengi krónunnar myndi styrkjast fljótlega? Getum við treyst ríkisstjórn sem hefur tvær öndverðar skoðanir á stefnumörkun og framtíðar- sýn þjóðarinnar? Getum við treyst forystu Samfylkingarinnar sem lá svo á að komast í ríkisstjórn að hún gleymdi að flokkur hennar kennir sig við jafnaðarstefnu – og hefur stutt glórulausa markaðshyggju? Getum við treyst stjórnmálamönnum sem telja sig geta gegnt hvaða ráðherraembætti sem er? Getum við treyst seðlabanka þar sem formaður stjórnar og aðalbankastjóri eru báðir afdankaðir stjórnmálamenn án þekkingar og menntunar í hagfræði? (Ég er stundum spurður að því hvort ekki sé mikil spilling í Tógó. Þá svara ég því til að á 10 árum hafi ég hitt þar fimm forsætisráð- herra og enginn þeirra hafi skipað sjálfan sig seðlabankastjóra.) Getum við treyst Alþingi þar sem framkvæmdavaldið skipar heiðurssæti og stjórnarliðar hverju sinni eru þegjandi afgreiðslumenn þess? Þurfum við ekki aðskilnað löggjafar- og framkvæmdarvalds þar sem ráðherrar hafa hvorki atkvæðisrétt né setu? Þurfum við ekki þingræði í stað ráðherra- valds? Getum við treyst forseta sem hefur lofsungið fjárglæframenn? Getum við treyst fjármálaeftirliti sem hefur steinsofið? Getum við treyst forystumönnum sem fá þá einkunn hjá þekktum erlendum hagfræðingi að þeir séu flón? Nú hrópa stjórnarherrar á samstöðu. Með hverjum? Nú segja þeir að við sitjum öll í sama báti. Um það sagði sænski rithöfundurinn Vilhelm Moberg eitt sinn: „Þegar stjórnmálamaður segir að við sitjum í sama báti, þá skaltu vara þig. Það táknar að þú skulir róa.“ Og nú eigum við að róa áttavita- laus með ónýta skipstjórn. Hverjum getum við treyst? Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hverjum getum við treyst? NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Samstaða um það sem mestu skiptir Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6 bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Ekki leita að sökudólgum Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum í fyrradag að nú væri ekki rétti tíminn til að leita að sökudólgum. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem landsmenn fá að heyra þá tuggu. Í þessu andrúmslofti er alveg gráupplagt fyrir þá sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu að láta gamminn geisa nú þegar það er svona ótímabært að leita að sökudólgum. Ekki er vitað hvort það sé einmitt það sem vakir fyrir Annþóri Kristjáni Karlssyni en andlit hans mun blasa við á húsi Listasafns Reykjavíkur næstu daga. Og þó Svo eru aðrir, sem sumir vilja setja á bekk með sökudólgum, sem eru ekkert að kaupa þennan málflutning forsætisráðherra. Björgólfur Guð- mundsson segir í Morgunblaðsviðtali í dag að stjórnvöld og Seðlabankinn beri ábyrgð á því hvernig komið er. Ekki nóg með það heldur safn- ast fólk saman í Reykjavík, á Akureyri og Seyðisfirði til mótmæla stjórnvöld- um. Það virðist því vera að sú stund sem söku- dólga er leitað sé runnin upp en stjórnvöld hafa ekki tíma til að taka þátt í því, sem hlýtur að vera ágætt. Sannleikurinn þvær þann saklausa Sá sem var þó hvítþveginn af þungri sök á dögunum var Árni Mathiesen fjármálaráðherra en eftir að samtal hans og Alistairs Darling, kollega hans frá Bretlandi, var birt er engin leið að kenna honum um hörð við- brögð yfirvalda þar í landi. Það væri óskandi að stjórnmála- menn færu oftar þessa leið til að sýna fram á heilindi sín. jse@frettabladid.is Þ að er ekki ofsagt að halda því fram að íslenska þjóðar- skútan hafi tekið niður á ókunnu skeri af stærri gerðinni og sé þar pikkföst. Við erum sem þjóð stödd á strandstað og ekki er útlit fyrir háflóð alveg á næstunni. Okkur er sagt að næst geti það hugsanlega komið eftir tíu daga, eða í þann mund sem stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur næst saman í Washington. Hvort sú hjálp reynist okkur nægileg verður tíminn einn að leiða í ljós, en margir telja þó að hjálp úr fleiri áttum verði einnig að koma til. Hvernig gat þetta gerst? Von er að spurt sé. Svarið er heldur ekki augljóst. Jafn víst er að engum einum eða tveimur er hér um að kenna. Þótt það virðist ódýr skýring og langt í frá fullnægjandi, er engu að síður staðreynd að hér fer saman mikil óheppni, of mikið kapp, of lítil fyrirhyggja, töluverð vitleysa og of mikið stolt. Sem er slæmur kokteill, eins og komið hefur í ljós. Við erum óheppnir, Íslendingar, að því leyti að fjármálakreppa er komin upp í heiminum af óþekktri stærðargráðu. Stærstu fjár- málastofnanir veraldar róa lífróður og eigið fé margra þeirra er horfið. Víða er verkefni ríkisstjórna að dæla inn fjármagni í súr- efnislaus hagkerfi og koma með nýtt fjármagn til að koma í veg fyrir gjaldþrot jafnvel sterkustu banka. Óheppni Íslands felst í því hversu framarlega það var í röðinni og hversu veikburða það reynd- ist þegar á hólminn var komið. Stjórnarherrarnir, bæði í forsætis- ráðuneytinu og Seðlabankanum, höfðu þvert á móti sagt okkur að eigin mynt væri okkar styrkleiki. Heyr á endemi. Íslenska krónan dró þjóðina með sér í fallinu og Seðlabankinn reyndist vanmáttugur lánveitandi til þrautavara þegar á reyndi. Við vorum of kappsöm, fórum of geyst og súpum nú seyðið af því. Ekki bara útrásarvíkingarnir sem töldu sig hafa fundið vísdóminn eina í viðskiptum, heldur líka við hin sem fannst gaman í veislunni og gott að þurfa ekki lengur að eiga fyrir hlutunum. Met í fjölda flatskjáa á hvert heimili var ekki endilega það heimsmet sem að var stefnt. Við sýndum ekki næga fyrirhyggju, þótt margir hafi sagt okkur að íslenska krónan myndi gefa eftir. Okkur var sagt: Íslensk króna þýðir að við þurfum ríflega þúsund milljarða í gjaldeyrisforða. Það var blásið út af borðinu og við vorum of stolt til að viðurkenna að krónan gengi ekki lengur. Og nógu vitlaus til að láta stundarhags- muni einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna koma fram- ar þjóðarhag í þeim efnum. Allt eru þetta mistök sem liggja fyrir. Þau verða ekki aftur tekin. Við berum hér öll sök, mismikla að vísu. Þeir sem gerðust brotlegir við lög, verða að svara til saka. Þeir sem brugðust okkur sem þjóð á ögurstundu verða líka að standa gjörðum sínum reikningsskil. Gleymum ekki að skipstjórinn er sjaldnast aðalmaðurinn á strand- stað, né heldur flugstjórinn þegar hörð brotlending er niðurstaðan. En við skuldum börnunum okkar að gefast ekki upp þótt á móti blási. Látum reynsluna frá því í október árið 2008 okkur að kenningu verða. Göngum hnarreist til framtíðar, vinnum saman að lausn mála með öðrum þjóðum og sleppum öllum hugmyndum um að íslensk þjóð sé öðrum fremri eða betri. En gleymum heldur ekki þeirri stað- reynd, að það er margt í okkur spunnið sem einstaklingar og sem samfélag og að meginstyrkurinn felst í samstöðu á ögurstundu og samhug þegar á reynir. Hvernig framtíð bíður okkar og barnanna okkar? Á strandstað BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.