Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 26. október 2008 — 293. tölublað — 8. árgangur ÞAÐ ÞARF AÐ HUGSA ALLA HLUTI UPP Á NÝTT Emilíana Torrini biðlar til Gordons Brown Metnaðarfull og hipp og kúl VICKY HEIMSFRÆG FYRIR NÆSTU HELGI Opið 13–18 SKOÐANAKÖNNUN „Miðað við það sem hefur gengið á eru furðulitlar breytingar,“ segir Ólafur Þ. Harðar- son, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar Fréttablaðsins. „Það er sérstaklega athyglisvert að tveir stjórnarandstöðuflokkanna fara niður.“ Ólafur bendir á að staða flokkanna gæti breyst, verið gæti að fólk sé ekki búið að átta sig á stöðunni og breytingarnar gætu því orðið meiri þegar fram í sækir. Samkvæmt könnuninni dalar fylgi Framsóknarflokksins, Frjáls- lynda flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna eykst. Segjast 6,6 prósent nú myndu kjósa Framsókn- arflokkinn og fengi flokkurinn því fjóra þingmenn kjörna, í stað þeirra sjö sem hann hafa nú. Styðja 29,2 prósent Sjálfstæðisflokkinn sem fengi 20 þingmenn kjörna, en hafa nú 25. Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með 4,1 prósents fylgi, en þar sem hann nær ekki fimm prósenta markinu reiknast engir þingmenn á hann, en fjórir eru nú í þingflokknum. Segjast 36,0 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, sem fengi 24 þingmenn, í stað 18 nú. Þá styðja 23,0 prósent Vinstri græn og yrðu þingmenn flokksins því fimmtán í stað níu nú. Ef litið er til allra 800 sem hringt var í segjast nú 30,5 prósent óákveð- in, en það hlutfall hefur aukist frá því í janúar þegar 20,5 prósent var óákveðin. Þá hefur hlutfall þeirra sem segjast myndu skila auðu eða kjósa ekki aukist úr 6,5 prósent í janúar í 12,3 prósent nú. Stuðningur við ríkisstjórnina hafði farið niður í 51,5 prósent í könnun blaðsins í júní úr 71,9 pró- sentum í febrúar. Nú segist hins vegar rúmlega 41 prósent styðja ríkisstjórnina, en tæp 59 prósent gera það ekki. Ríkisstjórnin er því að fá veru- lega minni stuðning en ríkisstjórn- arflokkarnir, en samanlagt fylgi þeirra er 65,2 prósent. „Spurningin um ríkisstjórnina er næmari. Þessi áföll hafa leitt til þess að stuðning- urinn við stjórnina er minni, en óánægjan er ekki það mikil að fólk yfirgefi sinn flokk,“ segir Ólafur. - ss / sjá síðu 4 Samfylking og VG styrkjast 36 prósent segjast styðja Samfylkingu og 29 prósent styðja Sjálfstæðisflokk í nýrri könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu könnun og hafa nú 23 prósenta fylgi. Tæp sjö prósent styðja nú Framsóknarflokk og rúm fjögur prósent myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri gengið til kosninga nú. VEÐRIÐ Í DAG 22 HVASSAST EYSTRA Í dag verða norðvestan 15-20 m/s NA- og A-til, annars víða 8-13 m/s. Úrkoma NA-til fram eftir degi. Skýjað með köflum V-til og úrkomulítið. Hiti um og undir frostmarki. VEÐUR 4 -2 -2 1 0 0 16 matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]október 2008 Villibráð að hætti Hótels FlúðaHeiðagæs á bláberjarauðkáliHollustukökur Magneu Davíðsdóttur Hveitikímkökur sem gott er að frystaKristín Einarsdóttir eldar fi skbollur Góðar í kreppunni Vetr f ð B 6,6% 7 4K os n. D 29,2% 25 20Ko sn in ga r S 36,0% 18 24 Ko sn in ga r V 23,0% 9 15 Ko sn in ga r FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA Hvaða lista myndir þú kjósa ef geng- ið yrði til kosninga nú? Skoðanakönnun Fréttablaðsins 25. októb- er 2008 - fjöldi þingmanna og fylgi (%) F 4,1% 4 Ko sn . 0 FYLGIR Í DAG KLÁRAR Í SLAGINN Kvennalandslið Íslands mætir Írlandi í mikilvægum leik í dag. ÍÞRÓTTIR 19 Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. SAMFÉLAGSMÁL „Mér finnst eins og það vanti sjálfstraust í okkur Íslendinga,“ sagði Björk Guð- mundsdóttir tónlistarmaður í umræðum sem Fréttablaðið stóð fyrir um ástand mála í þjóðfélag- inu. Sagði hún tíma til kominn að við hættum að reiða okkur á aðra og færum að treysta meira á okkur sjálf, ekki ólíkt því sem hún gerði. „Ég sé til dæmis ekkert eftir því að hafa stofnað þessar hljómsveitir sem enginn skildi nokkuð í þegar ég var 16 ára frekar en að vera í einhverju U2-coverbandi eins og þá tíðkaðist og bíða eftir því að frægðin bankaði upp á.“ Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og rithöfundur, var sama sinnis. Hún sagði enn fremur að reglu- verkið hér á landi væri afar þungt í vöfum og gerði sprota- fyrirtækjum erfitt fyrir, því þyrfti að breyta svo landið missi slík fyrirtæki ekki úr landi. Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, var ómyrkur í máli þegar talið barst að stjórn- völdum en sá tækifæri í stöðunni sem upp er kominn. „Nú eru bank- arnir farnir svo þá er loks hægt að fara að gera eitthvað,“ sagði hann. Hann sagði eins og Jónas Haralz, fyrrum bankastjóri og efnahags- ráðgjafi, að eina leiðin væri að ganga í ESB. María Huld Markan Sigfúsdóttir tónlistarmaður sagðist frekar von- ast eftir hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni „heldur en einhverjum nýjum prins á hvítum hesti sem kæmi til að leysa bankana af“. Hún sagði unga fólkið vel í stakk búið til að takast á við breytta tíma en kannski ætti fólk frekar að hafa áhyggjur af ráðamönnum sem ættu aðeins orðin „fiskur“ og „ál“ í orðaforða sínum þegar kæmi að því að ræða um lausnir. - jse / sjá síðu 10 Popparar, fræði- og athafnafólk deildu framtíðarsýn sinni með Fréttablaðinu: Þjóðin þarf hugarfarsbreytingu BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR SLYS Karlmaður sem var á ferð ásamt barnabarni sínu slapp ótrúlega vel þegar bíll þeirra skall harkalega á fellihýsi á Kjalarnesi síðdegis í gær. Fellihýsið splundraðist við áreksturinn sem varð skammt frá bænum Esjubergi. Tildrög slyssins eru þau að fellihýsi sem jeppi dró í norður- átt fauk í veg fyrir tvo fólksbíla sem kom aðvífandi úr gagn- stæðri átt. Ökumanni hins bílsins tókst með naumindum að sveigja hjá og slapp hann ómeiddur. Brak úr hjólhýsinu dreifðist á víð og dreif um svæðið en mjög hvasst var þegar slysið varð. Litli drengurinn slapp ómeidd- ur en afinn hlaut mar og sár eftir glerbrot. Báðir voru útskrifaðir í gærkvöld. - hhs Afadrengur slapp ómeiddur: Fellihýsi fauk í veg fyrir bíla á Kjalarnesi HEITT Í HAMSI Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í gær undir yfirskriftinni „rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýð- ræðis“. Var síðan gengið á mótmælafund við Ráðherrabústaðinn en þar báru menn eld að fána merktum Landsbankanum meðan fólkið hrópaði „brennum bankana“. Fleiri en fundarmenn urðu vitni að því; bandaríska fréttastofan CNN sýndi frá þessu á vef sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.