Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 34
Unglingalandsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem á dögun- um gekk til liðs við Shrewsbury Town frá Reading á mánaðar lánssamningi, er ánægður með að fá nú tækifæri til þess að spila eftir að hafa fengið fá tækifæri með Reading. Gylfi Þór fór rakleiðis inn í byrjunarliðið í sínum fyrsta leik með Shrewsbury Town og skoraði þá mark í sigri félagsins gegn Bournemouth og var síðar valinn í úrvalslið umferðarinnar á opinberri heimasíðu deildarkeppninnar. Gylfi Þór spilaði svo í tapleik Shrewsbury Town gegn Accrington Stanley á þriðjudag sem er ef til vill ekki í frásögur færandi nema hvað að Accring- ton Stanley státar af minnsta leikvangi í allri ensku deildarkeppninni, en völlurinn rúmar um 5.000 áhorfendur. „Þetta var lítill og slappur leikvangur og völlurinn sjálfur var heldur ekki góður. Leikurinn fór enn fremur fram í grenjandi rigningu og við áttum ekki góðan dag, þannig að þetta var erfitt,“ segir Gylfi Þór sem var á ný í byrjunarliðinu og lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Brentford í gær. Gylfi Þór er ánægður með þær móttökur sem hann hefur fengið frá öllum hjá Shrewsbury Town. „Ég get ekki verið annað en sáttur við þær móttökur sem ég hef fengið og ég vissi í raun ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel, sem og knatt- spyrnustjórinn, þannig að þetta er bara fínt. Æfingarnar eru líka mun betri en ég bjóst við miðað við neðri deildarlið og hraðinn á æfingum og í leikjum er ekkert svo frábrugðinn því sem maður hefur kynnst hjá Reading,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór ætlar að klára lánssamninginn við Shrewsbury Town og sjá svo til hvar hann stendur upp á framhaldið að gera hjá Reading. „Það er náttúrulega mun betra fyrir mig að spila með Shrewsbury Town heldur en með varaliði Reading, en maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Ég tek bara stöðuna á málum þegar ég kem aftur til Reading að lánstímanum loknum. Ég fæ vonandi tækifæri með Reading síðar á tímabilinu og ég verð að grípa það.“ GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON: ER ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ FÁ AÐ KOMA SÉR Í LEIKÆFINGU MEÐ SHREWSBURY TOWN Ætla mér að grípa tækifærið þegar það gefst Enska úrvalsdeildin Everton-Man. Utd. 1-1 0-1 Darren Fletcher (22.), 1-1 Marouane Fellaini (63.). Sunderland-Newcastle 2-1 1-0 Djibril Cisse (20.), 1-1 Shola Ameobi (30.), 2-1 Kieran Richardson (75.). WBA-Hull 0-3 0-1 Kamil Zayatte (47.), 0-2 Geovanni (62.), 0-3 Marlon King (66.). Blackburn-Middlesbrough 1-1 0-1 Alfonso Alves (74.), Benni McCarthy (90.). STAÐAN Í DEILDINNI Chelsea 8 6 2 0 19-3 20 Liverpool 8 6 2 0 13-6 20 Hull City 9 6 2 1 14-11 20 Arsenal 8 5 1 2 16-6 16 Man. Utd 8 4 3 1 13-5 15 Aston Villa 8 4 2 2 12-10 14 Portsmouth 8 4 1 3 9-13 13 West Ham 8 4 0 4 14-14 12 Sunderland 9 3 3 3 9-10 12 Blackburn 9 3 3 3 9-15 12 Man. City 8 3 1 4 20-14 10 Middlesbrough 9 3 1 5 8-15 10 WBA 9 3 1 5 7-14 10 Everton 9 2 3 4 13-19 9 Wigan 8 2 2 4 11-9 8 Bolton 8 2 2 4 8-10 8 Fulham 7 2 1 4 5-7 7 Stoke City 8 2 1 5 10-15 7 Newcastle 9 1 3 5 10-17 6 Tottenham 8 0 2 6 5-12 2 Enska Championshipdeildin Charlton-Burnley 1-1 0-1 Steven Thompson (13.), 1-1 Svetoslav Todorov (76.). Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn og átti þátt í marki Burnley. Coventry-Derby 1-1 0-1 Rob Hulse (41.), 1-1 Clinton Morrison (90.). Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry. Reading-QPR 0-0 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading en Brynjar Björn Gunnarsson lék í 73. mínútur. Skoska úrvalsdeildin Hearts-Aberdeen 1-1 0-1 Darren Mackle (13.), 1-1 Lee Wallace (21.). Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Hearts. Spænska úrvalsdeildin Barcelona-Almeria 5-0 1-0 Samuel Eto‘o (5.), 2-0 Thierry Henry (14.), 3-0 Samuel Eto‘o (21.), 4-0 Samuel Eto‘o (24.), 5-0 Daniel Alves (37.). Ítalska úrvalsdeildin Juventus-Torino 1-0 1-0 Amauri Carvalho (48). Danska úrvalsdeildin AGF-Vejle 2-1 1-0 Nando Rafael (73.), 2-0 Dioh Williams (76.), 2-1 Steffen Kielstrup (80.). Kári Árnason lék allan leikinn með AGF. Þýski handboltinn Stralsunder-Kiel 22-43 Fuchse Berlin-Lemgo 27-35 Logi Geirsson skoraði 4 mörk og Vignir Svav- arsson skoraði 1. Rhein-Neckar Löwen-Gummersbach 27-29 Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gum- mersbach og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 fyrir Rhein-Neckar Löwen. Grosswallstadt-Nordhorn 23-30 Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt. Tusem Essen-GWD Minden 27-26 Gylfi Gyflason skoraði 6 mörk fyrir Minden en Ingimundur Ingimundarson komst ekki á blað. Hamburg-Göppingen 30-23 Jalesky Garcia skoraði 1 mark fyrir Göppingen. ÚRSLIT FÓTBOLTI Tölfræðin er vissulega á bandi heimamanna í Chelsea fyrir heimsókn Liverpool á Brúna í dag en Lundúnafélagið hefur spilað þar 86 leiki í röð án taps í ensku úrvalsdeildinni eða í fjögur ár og um átta mánuði. Liverpool hefur enn fremur ekki enn náð að vinna neitt af hinum „stóru fjórum“ félögunum á útivelli í deildinni síðan Rafa Benitez tók við stjórnartaumunum á Anfield í júní árið 2004 og aðeins gert tvö jafn- tefli og skorað fjögur mörk í tólf leikjum á Brúnni, Old Trafford og Emirates. Liverpool hefur þó ærna ástæðu til þess að fara í leikinn af fullu sjálfstrausti þar sem það er mál manna að allt annar bragur sé nú á félaginu heldur en undanfarin ár. Liverpool hefur unnið leiki í deild- inni á þessu tímabili sem það hefði ef til vill tapað miðað við spila- mennsku síðustu ára og nægir í því sam- hengi að nefna leiki gegn Middles- brough, Wigan og Manchester-félögun- um United og City þar sem Liverpool lenti undir en náði að hirða stigin þrjú. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, getur glaðst yfir því að fyrirliðinn Steven Gerrard verður leikfær en markahrókurinn Fern- ando Torres verður aftur á móti pottþétt ekki með. Benitez er þó fullur bjartsýni fyrir leikinn. „Leikskipulag okkar breytist vissulega við það að missa Torres en við höfum fulla trú á sjálfum okkur fyrir leikinn. Ég veit að við búum yfir andleg- um styrk til þess að vinna þennan leik og ætli það sé ekki bara kominn tími til að Chelsea tapi á heimavelli í deildinni,“ segir Benitez. Luiz Felipe Scolari, knatt- spyrnustjóri Chelsea, segir margt líkt með Chelsea og Liverpool og telur Lundúnafélagið eiga erfitt verkefni fram undan. „Chelsea og Liverpool hafa bæði sama liðs- og bar- áttuandann þar sem þau berjast á fullu til sigurs allt til leiksloka. Liverpool er hættulegt vegna þess að liðið er með góða leikmenn innan borðs sem leika eins og lið og eru mjög skipulagðir og agaðir í leik sínum. Ég hef aldrei mætt Rafa Benitez áður en ég hef fylgst vel með honum og að mínu mati er hann nú með besta Liverpool-liðið í hönd- unum síðan hann kom til félags- ins,“ segir Scolari. Fyrirliðinn John Terry tekur undir orð Scolari. „Það sem hefur heillað mig við Liverpool í ár er að þeir virð- ast vera að spila með sömu trú og við gerðum hjá Mourinho, að gefast aldrei upp og vinna þrátt fyrir að spila ekkert sértaklega vel. Við þurfum því að vera vel á verði í leikn- um,“ segir Terry. - óþ Toppsætið er í húfi þegar einu taplausu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Liverpool, mætast í dag: Topplið deildarinnar mætast á Brúnni HEILLAÐUR Terry hefur hrósað seiglunni í Liver- pool á þessarri leiktíð og líkt félaginu við Chel- sea á tíma Mourinho. NORDIC PHOTOS/GETTY LEIKFÆR Gerrard verður með Liverpool í dag eftir að hafa jafnað sig á meiðslum sem hann hlaut í leik gegn Atletico Madrid á dögunum. NORDIC PHOTOS/GETTY > Allar klárar í slaginn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti byrjunarlið sitt í gærkvöldi fyrir umspil- sleikinn gegn Írlandi á Rickmond Park-vellinum í dag. Það eru gleðitíðindi að allir þeir leikmenn sem voru tæpir fyrir leikinn, verða með. byrjunarliðið er sem hér segir: María B. Ágústsdóttir (markvörður), Ásta Árnadóttir (hægri bakvörður), Ólína G. Viðarsdóttir (vinstri bakvörður), Katrín Jónsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (miðverðir), Sara Björk Gunnarsdóttir og Edda Garðarsdóttir (varnarteng- iliðir), Rakel Hönnudóttir (hægri kantur), Hólmfríður Magnúsdóttir (vinstri kantur), Dóra María Lárusdóttir (sóknartengiliður), Margrét Lára Viðarsdóttir (framherji). FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem hæst bar að Hull hélt sigur- göngu sinni áfram gegn WBA en Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Everton. Englandsmeistarar Manchester United réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik á Goodison Park-leikvang- inum í gær. Skotinn Darren Fletcher kom United yfir með glæsilegu marki á 21. mínútu sem splundraði vörn Everton. Flest benti til þess að United myndi innbyrða stigin þrjú nokk- uð auðveldlega ef mið var tekið af spilamennsku liðsins í fyrri hálf- leik en seinni hálfleikur var allt önnur saga. Leikmenn Everton voru mun kraftmeiri í síðari hálfleik og tafl- ið snerist þeim í vil. Belginn ungi Marouane Fellaini jafnaði leikinn með góðu skallamarki á 63. mín- útu og stuttu síðar bjargaði Edwin van der Sar þegar hann varði skot Yakubus í stöng eftir herfileg varnarmistök Rios Ferdinand. Lengra komust liðin ekki og jafn- tefli því niðurstaðan. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, sá ástæðu til þess að hrósa baráttuglöðu liði Everton en var þó ósáttur við dómarann Alan Wiley. „Everton barðist grimmilega í síðari hálfleik og það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins þá miðað við fyrri hálfleikinn og það bera að hrósa þeim fyrir við- snúninginn. Þeir gáfu okkur engan frið og þjörmuðu að okkur þannig að við misstum taktinn og fórum að gera mistök. En stundum fannst mér þeir samt ganga einum of harkalega fram og mér fannst dómarinn leyfa þeim heldur til of mikið,“ segir Ferguson. Fljúgandi byrjun Hull Hull hefur komið öllum að óvörum í ensku úrvalsdeildinni til þessa og félagið hélt sínu striki í gær með 0-3 útisigri gegn WBA. Sigur- inn var fjórði útisigur Hull til þessa í deildinni í fimm leikjum. Grannaslagur í Sunderland Ófarir Newcastle héldu áfram þegar liðið tapaði 2-1 í grannaslag gegn Sunderland á Leikvangi ljós- anna, í leik sem markaði endur- komu Joey Barton með Newcastle. Kieran Richardson skoraði glæsi- legt sigurmark Sunderland beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. McCarthy til bjargar Mark Bennis McCarthy í uppbót- artíma tryggði Blackburn jafn- tefli gegn Middlesbrough á Ewood Park en hinn brasilíski Afonso Alves hafði komið Middlesbrough yfir á 74. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins. omar@frettabladid.is Enn sigraði Hull á útivelli Spútniklið Hull hélt sínu striki í ensku úrvaldeildinni í gær og vann sinn fjórða útisigur í nýliðaslag gegn WBA. Manchester United og Everton skildu jöfn. ÓTRÚLEGIR Leikmenn Hull hafa farið á kostum til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Félagið tillti sér við hlið stórlaxanna Chelsea og Liverpool, á toppi deildarinnar, eftir magnaðan 0-3 útisigur gegn WBA. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Börsungar skutust á topp spænsku úrvalsdeildarinnar þegar félagið hreinlega slátraði Almeria 5-0 á Nývangi í gærkvöld og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola virðist nú vera búinn að finna réttu blönduna hjá Barcelona eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þetta var sjötti sigur Barcelona í deildinni en félaginu mistókst að vinna fyrstu tvo leiki sína í upphafi móts. Samuel Eto‘o kom Barcelona á bragðið með marki strax 5. mínútu og þá var ekki aftur snúið. Thierry Henry bætti við öðru marki á 14. mínútu áður en Eto‘o hélt áfram og skoraði tvö mörk, á 21. mínútu og 24. mínútu. Til þesss að bæta gráu ofan á svart þá fékk Alvaro Negredo, framherji Almeria, að líta rauða spjaldið á 30. mínútu og gestirnir orðnir einum leikmanni færri, í vægast sagt hörmulegri stöðu. Daniel Alves skoraði fimmta mark Börsunga stuttu síðar en það reyndist vera síðasta mark leiksins. Eiður Smári var ekki í leikmannahópi Barcelona. - óþ Markaveisla á Nývangi í gær: Barcelona tók toppsætið FÖGNUÐUR Samuel Eto‘o er óðum að komast í sitt gamla form með Barce- lona. NORDIC PHOTOS/AFP 18 26. október 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.