Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 4
4 26. október 2008 SUNNUDAGUR © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 13° 11° 11° 13° 16° 17° 16° 19° 15° 21° 23° 18° 15° 23° 16° 26° 22°Á MORGUN Stíf norðvestlæg átt allra austast, annars hægari. Hægast austan til. ÞRIÐJUDAGUR Hæg vestlæg átt, hlýnandi veður. -2 -1 -2 2 1 2 0 0 0 0 -5 7 12 12 15 18 20 15 7 8 12 10 -3 -3 -2 -1-1 -12 2 -2 -2 LÉTTIR TIL OG LÆGIR Í VIKUNNI Á morgun verður víða bjart og hægur vindur á landinu sunnan- og vestanverðu. Það mun taka að hlýna V-til með þriðjudeginum og á fi mmtudaginn verður víða þokka- lega milt og stillt. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður SKOÐANAKÖNNUN „Fyrst og fremst þykir mér vænt um stuðninginn við stefnu og viðhorf Samfylking- arinnar, ekki síst í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem við erum í,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar. Hún tekur fram að hún taki skoðana- könnunum alltaf með fyrirvara, hvort sem þær eru Samfylking- unni hagstæðar eða óhagstæðar. „Hvað ríkisstjórnina varðar þarf ekki endilega að koma á óvart þó að aðeins gefi á bátinn hjá henni. Hún er að fást við mjög erfið mál núna.“ - hhs Þykir vænt um stuðninginn INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR SKOÐANAKÖNNUN „Það hefði komið mér á óvart ef fylgið hefði aukist við þessar aðstæður,“ segir Þorgerður Katrín Gunnardóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Hún leggur áherslu á að ákvarðanir megi ekki litast af skoðanakönnun- um. „Þetta hefur aldrei verið mik- ilvægara en nú. Við verðum að þora að hugsa langt fram tímann með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Langtíma- ákvarðanir eru oft sársaukameiri og líklegri til að flokkar falli í skoðanakönnunum. Það er einmitt á svona tímum sem ekki má hlaupast undan ábyrgðinni.“ - hhs Hlaupast ekki undan ábyrgð ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki verið minna síðan í maí 2004, þegar fylgið mæld- ist 25,0 prósent, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 29,2 prósent segjast nú styðja flokk- inn. Væru þetta niðurstöður kosn- inga fengi flokkurinn 20 þingmenn, í stað 25 nú. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi meðal kvenna og á höfuð borgarsvæðinu, rúmlega sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar hefur á hinn bóginn ekki verið meira frá því í júní 2004, þegar 37,0 prósent sögð- ust myndu kjósa flokkinn. Nú er fylgið 36,0 prósent Stuðningurinn eykst mest frá síðustu könnun meðal íbúa höfuð- borgarsvæðisins, um rúm tíu pró- sentustig. Miðað við fylgi Samfylkingarinn- ar í dag fengi flokkurinn 24 þing- menn kjörna, en hafa 18 nú. Samanlagt fylgi stjórnarflokk- anna er 65,2 prósent, en einungis 41,3 prósent styðja ríkisstjórnina. Meirihlutinn, eða 58,8 prósent styðja hana ekki. Ef litið er á stuðn- ing við ríkisstjórnir eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, segjast 94,4 prósent sjálfstæðisfólks styðja rík- isstjórnina nú, sem er svipað og í síðustu könnun en einungis 51,7 prósent samfylkingarfólks. Í síð- ustu könnun sögðust 87,1 prósent þeirra styðja ríkisstjórnina. Þá hafa þeir sem ekki gefa upp stuðn- ing við stjórnmálaflokk dregið til baka stuðning við stjórnina. Í júní sögðust 63,5 prósent þeirra styðja hana, en 30,6 prósent styðja stjórn- ina nú. Fylgi Vinstri grænna er nú svip- að og í mars 2007, þegar 23,3 pró- sent studdu flokkinn. Nú er fylgið 23,0 prósent og Vinstri græn fengju því 15 þingmenn kjörna í stað níu nú. Mesta aukningin er meðal karla, um 8,7 prósentustig. Fylgi hinna stjórnarandstöðu- flokkanna tveggja dalar. Segjast 6,6 prósent nú myndu kjósa Fram- sóknarflokkinn, í stað 8,9 prósenta í júní. Samkvæmt því fengi flokkur- inn fjóra þingmenn kjörna. Fylgi Frjálslynda flokksins fell- ur úr 8,0 prósentum í júní niður í 4,1 prósent nú. Þar sem fylgið nær ekki fimm prósenta viðmiði upp- bótarþingmanna er ekki reiknaður þingmaður á flokkinn, en hann hefur fjóra þingmenn nú. Hringt var í 800 manns laugar- daginn 25. október og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 54,9 pró- sent afstöðu. Sögðust 12,3 prósent ekki myndu kjósa eða skila auðu og 30,5 prósent sögðust vera óákveð- in. Þá var spurt: Styður þú ríkis- stjórnina? og tók 90,0 prósent afstöðu. svanborg@frettabladid.is Minnihluti styður nú ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fer úr 51,5 pró- sentum í júní í 41,3 prósent nú. 58,8 prósent styðja ekki stjórnina. 95 prósent sjálfstæðisfólks er meðal stuðningsmanna, en 52 prósent samfylkingarfólks. SKOÐANAKÖNNUN „Þetta er ekki marktæk skoðanakönnun en í henni liggja þó mikil tíðindi,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Það sést best á því að aðeins annar hver maður svarar. Það er mikið upphlaup í stjórnmálalífi og einnig í stjórnmála- skoðunum eins og þessi könnun endurspeglar. Fyrir ári síðan studdu um 70 prósent ríkisstjórnarflokkana, það er í rauninni sá hópur sem ekki velur ríkisstjórnarflokkana við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þannig að þessi niðurstaða gefur mér nýja von um að fólkið vilji önnur gildi og þá rís Framsókn.“ - jse Fólk snýr baki við stjórninni GUÐNI ÁGÚSTSSON SKOÐANAKÖNNUN „Það eru orðnir þrír stórir flokkar í landinu og mjög langt bil í hina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna. „Það er ánægjulegt að sjá að við njótum góðs af ábyrgum og uppbyggilegum málflutningi við þessar erfiðu aðstæður. Miðað við mína tilfinningu setur fólk í vaxandi mæli traust sitt á okkur.“ Hann spáir því að fylgi Samfylk- ingarinnar muni aftur minnka. „Sú taktík Samfylkingarinnar að vera bæði í ríkisstjórn og í stjórnarand- stöðu skilar þeim tímabundnum vinsældum á kostnað Sjálfstæðis- flokksins. Ég spái því að það muni ekki endast lengi.“ - hhs Nú eru turnar þrír, ekki tveir STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VIÐSKIPTI Yfirtaka ríkisins á Glitni er, að sögn Björgólfs Guðmunds- sonar, ein og sér „sú hættulegasta og skaðlegasta sem framin hefur verið gagnvart íslensku þjóðfé- lagi.“ Þetta segir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum langt komnir með að semja við Bretana og hefðum ekki þurft nema svona viku í viðbót, þegar aðgerðir gegn íslenskum bönkum hófust,“ segir hann um samninga við Fjármálaeftirlit Bret- lands um stofnun dótturfélags. Björgólfur segir aldrei hafa stað- ið til að skuldsetja íslensku þjóðina með því að láta hana taka ábyrgð á innistæðum á Icesave-reikningun- um í Bretlandi. „Má ég benda á, að ríkið tók yfir allar eignir Lands- bankans með lagasetningunni þann 6. október. Ég er þess fullviss að ef rétt verður farið með þær eignir, þá duga þær fyrir Icesave-reikn- ingunum og gott betur.“ Hann segist sjálfur vera með mikið af lánum hér, bæði í Lands- bankanum og víðar, en einnig erlendis. „Ég skrifa sjálfur upp á mínar lántökur, þannig að það eru ekki bara hlutirnir sem ég á í ólík- um félögum sem eru að veði, held- ur ég sjálfur. Í dag veit ég ekki hvernig ég stend, ekki frekar en svo margur annar.“ Hann segist hreinskilnislega ekki vita hvernig hann kemur út úr slíku uppgjöri. „Ég á ekkert von á því að það fari vel og get sagt það fullum fetum að það er allt undir hjá mér.“ - hhs Björgólfur Guðmundsson segist ekki frekar en margur vita hvar hann stendur: Segir eignir duga fyrir Icesave BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Segir yfirtökuna á Glitni einhverja skaðlegustu aðgerð sem framin hefur verið. SKOÐANAKÖNNUN „Það er verið að spyrja á miklum óvissutímum svo það er ekkert skrýtið að stuðningur við ríkisstjórnina minnki,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Hvað Frjáls- lynda flokkinn varðar þá tel ég að við eigum meira inni. Það er hugsanlegt að innbyrðis deilur hafi haft nokkur áhrif á þessar niðurstöður. En nú eru þær að baki.“ - jse Deilur höfðu líklega áhrif GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON 36,6% Kosningar 12.05 ´07 15.05 ´07 29. 09 ´07 30. 01 ´08 23. 02 ´08 19. 04 ´08 21. 06 ´08 25. 10 ´08 40 30 20 10 0 26,8% 14,3% 11,7% 7,3% 39,1% 23,2% 15,1% 13,2% 7,3% 40,2% 29,8% 16,5% 8,8% 4,4% 36,7% 34,8% 15,4% 8,9% 3,6% 40,1% 35,2% 14,2% 5,9% 3,8% 38,6% 26,8% 20,9% 7,0% 5,5% 32,8% 32,0% 17,1% 8,9% 8,0% 36,0% 29,2% 23,0% 6,6% 4,1% FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Samkvæmt könnun Fréttablaðsins GENGIÐ 24.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,6808 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,66 121,24 187,53 188,45 151,58 152,42 20,31 20,428 17,137 17,237 15,128 15,216 1,3041 1,3117 179,27 180,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.