Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 30
14 26. október 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nei takk, ég er bara að skoða. Borgara- búllan Bílalúga Ég held ekki að þú megir ýta við fólki bara af því það gengur við hliðina á þér á sama hraða! Jújú. Öxl í öxl! Má ég selja þetta á netinu? Nei. Má ég selja þetta á netinu? Nei. Má ég selja þetta á netinu? Nei! Hvernig á ég þá að geta eignast sportbíl? Jæja Bói, þá eru liðnir fimm mánuðir ... Það fer að verða tíma- bært að fara norður á bóginn aftur. Ó. Ég var rétt farinn að slappa af. Hvað ertu að horfa á? Litlu snill- ingana. Ertu ekki orðinn of gamall fyrir það? Alls ekki. Ég kann að meta þætti þar sem ég veit öll svörin. Munum eftir að kveikja á útiljósunum Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 26/10 uppselt Macbeth William Shakespeare Blóð vill blóð... Takmarkaður sýningarfjöldi Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 26/10 örfá sæti laus, sýningum fer fækkandi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum Hart í bak Jökull Jakobsson Mögnuð sýning. , EB FBL. uppselt á næstu tíu sýningar! Sá ljóti Marius von Mayenburg Á leikferð um landið, sýningar í Reykjavík í nóvember Verið velkomin á Dag raddarinnar í Gerðubergi sunnudaginn 26. október 2008 kl. 13.50-17.30 Söngvarar: Auður Gunnarsdóttir  Bergþór Pálsson  Bragi Bergþórsson  Davíð Ólafsson Elín Ósk Óskarsdóttir  Eyjólfur Eyjólfsson  Gissur Páll Gissurarson Hallveig Rúnarsdóttir  Hlín Pétursdóttir Behrens  Hulda Björk Garðarsdóttir Ingveldur Ýr Jónsdóttir  Jóhann Friðgeir Valdimarsson  Jóhann Smári Sævarsson Jóhanna Halldórsdóttir  Jóhanna V. Þórhallsdóttir  Jón Svavar Jósefsson  Keith Reed Kristjana Stefánsdóttir  Marta Guðrún Halldórsdóttir  Nathalía Druzin Halldórsdóttir Signý Sæmundsdóttir  Sigríður Aðalsteinsdóttir  Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir  Sverrir Guðjónsson  Þóra Einarsdóttir Sönghópur Árna Heimis Ingólfssonar Píanóleikarar Jónas Ingimundarson  Antonía Hevesi  Guðríður Sigurðardóttir Kjartan Valdemarsson  Þóra Fríða Sæmundsdóttir Kynnir Margrét Bóasdóttir Kynnið ykkur dagskrána á www.gerduberg.is Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt fyrir tónlistarnema / Ókeypis aðgangur fyrir 12 ára og yngri MENNINGARMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG Gerðubergi 3-5 - Sími 575 7700 - www.gerduberg. is Fyrir þá sem lifðu ekki neitt sérstaklega hátt síðustu misseri er stundum erfitt að átta sig á því hversu mikið ástandið hefur breyst. Það er oft talað um að fjölmiðlar endurspegli samfélagið sem þeir starfa í, og það er alveg rétt. Einn daginn var ég að skoða opnuauglýsingu frá Bónus og rakst þar á ýmislegt sem ég minntist nú ekki að hafa séð áður – eins og til dæmis lambahjörtu í raspi. Í framhaldinu ákvað ég að kíkja á hvað auglýsingarn- ar í þessu blaði höfðu að segja á þessum tíma í fyrra og árið þar áður. Strax á fyrsta blaðinu varð mér munurinn ljós. Matvörubúðirnar auglýstu meyrnaða piparsteik, krónhjartarfillet, hamborgarhrygg og ungnautafillet. Bílaauglýsingarnar voru meira áberandi og á heilli síðu var okkur sagt að „þú upplifir hreina snilld“ á Lexus-jeppa. Á tveimur heilsíðum frá mismunandi fyrirtækjum voru risastórir plasmaskjáir auglýstir. Og svona hélt þetta áfram. Hitavörður sem stendur vörð um innra hitastig kjötsins var auðvitað nauðsynlegur fyrir allt þetta fína kjöt sem var eldað. Parket, flísar, húsgögn og raftæki voru auglýst í miklum mæli og á einum stað voru lesendur minntir á að jólin nálguðust – og því tilvalið að skipta um eldhúsinnréttingu. Svo var á fleiri stöðum rýmt fyrir jólavörum, eitthvað sem við munum líklega ekki sjá mikið af í ár. Og að lokum fylgdu risastór fasteignablöð, með auglýsing- um um rándýrt húsnæði og sumarbústaðalóðir í röðum. „Gæti myntkörfulán verið lausnin?“ spurði svo Sparisjóðurinn í einni auglýsingunni. Ég gat ekki annað en brosað yfir kaldhæðninni. Veröld sem var NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.