Fréttablaðið - 02.11.2008, Page 1

Fréttablaðið - 02.11.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 2. nóvember 2008 — 300. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Opið 13–18 FÓLK Rúnar og Arnar Halldórssynir skipuðu barna- dúettinn The Boys fyrir meira en áratug. Nú er poppið í aftursætinu hjá bræðrunum og þeir nema ný lönd. Á föstudaginn var tilkynnt með viðhöfn um úrslit í einni stærstu arkitektasamkeppni sögunnar í Dan- mörku. Rúnar er í sigurliði arkitektarstofu Stevens Holls í New York, sem hannaði tvo skýjakljúfa sem munu rísa á Nordhavn og verða eins konar hlið að Kaupmannahöfn. „Við unnum fimm saman að þessu á stofunni en Steven Holl gekk svo sjálfur frá verkinu, eins og vaninn er,“ segir Rúnar. „Steven Holl er einn af frægustu arkitektum heims í dag og ég fór á stofuna hans í verknám eftir að ég hafði verið í skóla í Dan- mörku. Eftir verknámið réði hann mig í vinnu og ég er búinn að vera hér í ár.“ Vinningstillaga Rúnars og félaga verður hæsta íveru-byggingin í Danmörku, stærri turninn 113 metr- ar og 27 hæðir. Byggingarnar munu standa hvor sínu megin við hafnarmynnið og göngubrú í 65 metra hæð verður á milli þeirra. - drg / sjá síðu 22 Rúnar Halldórsson, annar bræðranna úr The Boys snýr aftur á nýjum vettvangi: Teiknar skýjakljúf í Kaupmannahöfn HETJA SEM VEIT HVER ILLMENNIN ERU Daniel Craig talar um James Bond, kæstan hákarl, sem hann smakk- aði við Jökulsárlón, og hatrammar deilur Breta og Íslendinga. VIÐTAL 12 KÚRT Í KULDANUM Rómantísk næturgisting í aðdraganda jóla VÍÐAST ÚRKOMA Í dag verða SA- 5-13 m/s en SV-lægari síðdegis. Rigning sunnan til og vestan. Slydda eða rigning norðan og aust- an til síðar í dag. Hiti víðast 3-10 stig, þegar kemur fram á daginn. VEÐUR 4 4 2 1 69 FERÐALÖG Í MIÐJU BLAÐSINS MÓTMÆLI Á annað þúsund manns gengu frá Hlemmi niður á Austurvöll í gær til að mótmæla ástandinu í efnahags- málum. Fjórir vörubílar fóru á undan og þeyttu lúðra. Þetta er í þriðja sinn sem mótmælin fara fram en þau voru þó með öðru sniði en áður. Fjórir ræðumenn töluðu á fundinum á Austurvelli. Óskar Ástþórsson leikskólakennari frá Kennarasambandinu, Sturla Jónsson vörubílstjóri, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði. Kolfinna Baldvinsdóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna segir þjóðina ekki treysta ríkisstjórninni lengur né seðlabankastjórn. Fólk vilji þær frá og frekari mótmæli séu fyrirhuguð. „Við hættum ekki fyrr en skilaboðin komast til skila,“ segir Kolfinna. Til stendur að endurtaka leikinn næsta laugardag. - rat Mótmæli í miðbænum: Á annað þús- und mótmæltu Dramatískt jafntefli í Drammen LOGI GEIRSSON SKORAÐI ÞRETTÁN MÖRK 17 ENN MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI „Ekki meir Geir,“ hrópaði mannfjöldinn á Austurvelli í gær. Fjölmenni var á svæðinu og létu Eyj- ólfur Eyvindarson rappari og Hallgrímur Helgason rithöfundur sig ekki vanta. Forsprakkar mótmælanna eru hvergi nærri hættir og segja fleiri mótmælafundi fyrirhugaða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Davíð Oddsson er alfarið í umboði Sjálfstæðis- flokksins í embætti seðlabanka- stjóra. Samfylkingin styður hann ekki í því embætti. Þetta létu ráð- herrar Samfylkingarinnar nýver- ið bóka á ríkisstjórnarfundi sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sjaldgæft er að bókanir séu lagð- ar fram á ríkisstjórnarfundum. Sigurður Líndal lagaprófessor segir bókun sem þessa afar sér- staka og bera vitni um alvarlegan ágreining. Þegar slíkur ágrein- ingur sé uppi sé undarlegt að fólk sætti sig við slíka stöðu án þess að krefjast breytinga. Mikill styr hefur staðið um störf Davíðs Oddssonar síðustu vikur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingar, að það hafi skaðað orðspor Íslend- inga erlendis hvernig haldið hafi verið á umræðunni af hálfu Dav- íðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans. Hún sagði ýmsar aðgerðir og yfirlýsingar stjórnar bankans á síðustu dögum og vikum orka mjög tvímælis. „Í þeirri viðkvæmu stöðu sem þjóð- in er í núna getur það ekki gengið til lengdar,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Össur Skarphéðinsson vildi ekki tjá sig um bókunina þegar Fréttablaðið leitaði til hans í gær. „Ég hef það að meginreglu að ræða það ekki sem ráðherrum fer á milli á ríkisstjórnarfund- um,“ sagði Össur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er talsverð óánægja með störf Davíðs innan raða sjálf- stæðismanna. Í Fréttablaðinu í gær minnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á að hún hefði sagt að Seðlabankinn hefði gert mistök þegar hann leyfði bönkunum ekki að gera upp í evrum. - kdk/þo Samfylking bókar að Davíð starfi ekki í hennar umboði Ráðherrar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun á ríkisstjórnarfundi þar sem þeir segja Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, alfarið starfa í umboði Sjálfstæðisflokksins. Sjaldgæft að bókanir séu lagðar fram í ríkisstjórn. Ber vitni um alvarlegan ágreining, segir Sigurður Líndal lagaprófessor.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.