Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.11.2008, Qupperneq 2
2 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld VERSLUN Allar verslanir BT voru lokaðar um helgina og óvíst hvort þær opni aftur. Engum hefur verið sagt upp að sögn Sverris Berg Steinarssonar eiganda Árdegis ehf. sem rekur verslanir BT. Hann segir nú unnið allan sólarhringinn við að leita lausna til bjargar rekstri þeirra fyrir- tækja sem tengjast Árdegi en það eru, auk BT, verslunin Next og Noa Noa. „Við kláruðum sölu á Skífunni á föstudag og erum að vinna að lausnum fyrir BT en það er ekkert komið á hreint hvort við þurfum að loka einhverjum verslananna alveg.“ - rat Árdegi í björgunarleiðangri: BT var lokað um helgina UMFERÐIN Rannsóknarnefnd umferðarslysa fer fram á að ökuleyfisaldur verði hækkaður í 18 ár. Umferðarlög eru nú í endurskoðun og vill rannsóknar- nefndin að auk hækkunar ökuleyfisaldurs verði settar takmarkanir á réttindi öku- manna með bráðabirgðaskír- teini, til dæmis á afl bíla sem þeir aka. Tillögurnar byggir nefndin á niðurstöðum rannsókna á tveimur umferðarslysum fyrr á árinu. Í öðru tilfellinu lést ungur maður og annar slasaðist mikið og í hinu tilfellinu lést ökumaður vélhjóls eftir að hafa misst stjórn á hjóli sínu í kappakstri. - rat Ökuleyfisaldur hækki: Bílprófið 18 ára EFNAHAGSMÁL Sú leið sem Finnar notuðu út úr efnahagsvanda sem gekk yfir þjóðina á níunda áratugnum gæti gagnast Íslendingum nú. Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands hefur rannsak- að finnsku leiðina og flytur um það erindi á opnum borgara- fundi framtíðarhóps Samfylk- ingarinnar í Iðnó í dag klukkan 15. Finnar endurskipulögðu samfélagið í heild sinni og standa nú meðal þeirra þjóða sem sterkastar eru í alþjóðlegri samkeppnishæfni og lífsgæðum. - rat Lausn á efnahagsvanda: Finnar fundu leið úr kreppu STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn fengi aðeins 22,3 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur því hrunið en í síðustu kosning- um fékk flokkurinn 37 prósent atkvæða. Samfylkingin er samkvæmt könnuninni stærsti stjórnmála- flokkur landsins og fengi tæp 37 prósent atkvæða. Vinstri hreyfingin grænt framboð fengi tæp 27 prósent atkvæða ef kosið yrði nú og Framsóknarflokkurinn tæp átta prósent. Frjálslyndi flokkurinn fengi 4,4 prósent og Íslands- hreyfingin 1,5 prósent. Capacent Gallup gerði könnunina dagana 27. - 29. október og voru 1.200 manns í úrtakinu. Svarhlutfallið var 58,7 prósent. - kh Könnun Capacent Gallup: Fylgi Sjálfstæð- isflokks hrynur DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hótanir og ofbeldis- verk gegn lögreglumönnum við störf, þjófnaði, tilraun til fjársvika og fleiri brot. Samanlagðir ákæru- liðir ríkissaksóknara og lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu eru tuttugu og þrír talsins. Maðurinn beit lögreglumann sem var við skyldustörf í fingur. Þá hrækti hann í andlit annars lög- reglumanns á lögreglustöð. Hann sparkaði í sköflung þriðja lög- reglumannsins. Maðurinn margbraut umferðar- lög, bæði með því að aka réttinda- laus sem og undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann stal ýmsu úr verslunum á höfuðborgarsvæð- inu, bæði matvörum, snyrtivörum og fatnaði. Þá stal hann ítrekað áfengi úr vínbúðum. Stórtækastur var hann þó þegar hann stal í félagi við annan mann úr vörugámum Byko við Skarfa- garða í Reykjavík. Mennirnir stálu fimm sinnum úr gámunum. Þeir höfðu tuttugu og tvö sjónvarps- tæki upp úr krafsinu, auk 7,5 lítra af pallaolíu. Maðurinn á langan sakaferil að baki. - jss Maður á fertugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot: Beit lögreglumann við störf og hrækti framan í annan LÖGREGLUSTÖÐIN Maðurinn lét öllum illum látum eftir að hann hafði verið færður á lögreglustöð. ATVINNULÍF „Hljóðið í bæjarbúum er ansi þungt,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðs- félags Húsavíkur. Undirbúningi nýs álvers á Bakka hefur verið frestað í ljósi efnahagsaðstæðna og viljayfirlýsing milli Alcoa og Landsvirkjunar um rannsóknar- boranir var ekki endurnýjuð um mánaðamót. „Vissulega vorum við hrædd um að þetta gæti gerst en engu að síður eru þetta gífurleg vonbrigði. Menn hafa verulegar áhyggjur af atvinnuástandinu, sérstaklega iðn- aðarmenn sem sjá fram á erfiðan vetur og undirverktakar sem hafa verið að þjónusta Jarðboranir hf.,“ segir Aðalsteinn en boranir á Þeistareykjum og við Kröflu hafa verið slegnar af. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri Norðurþings, segir að tugir manna starfi við undirbúning álversframkvæmdanna. „Það er enginn vafi á því að einhverjir munu missa vinnuna. Við höfum haft miklar væntingar til þessara framkvæmda og mörg störf hafa skapast í kringum undirbúninginn á síðustu misserum bæði fyrir verkafólk, iðnaðarmenn og alls kyns fagfólk. Það er ekkert laun- ungamál að við höfum sett mesta okkar orku og fjármuni í þetta verkefni því það er mjög atvinnu- skapandi. Við erum í erfiðri stöðu núna en gerum bara eins og önnur sveitarfélög og metum okkar burði til að fjármagna önnur verkefni og halda hjólunum gangandi,“ segir Bergur sem efast þó ekki um að allt fari vel að lokum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, iðn- aðarráðherra, ákvað í sumar að heildstætt mat skyldi fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrir- hugaðs álvers á Bakka. Bergur og Aðalsteinn eru sammála um að staðan væri önnur nú hefði úrskurður skipulagsstofnunar um að sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram verið látinn standa. „Þórunn ber töluverða ábyrgð á því hvernig staðan er hjá okkur núna. Ákvörðun hennar varð til þess að allt tafðist,“ segir Aðal- steinn. Þessu vísar Þórunn á bug og bendir á að Landsvirkjun, Þeistareykir ehf. og Alcoa hafi gefið yfirlýsingu um frestun und- irbúnings vegna aðstæðna á alþjóð- legum fjármálamarkaði. „Þetta er ákvörðun þessara þriggja fyrir- tækja og hefur ekkert með umhverfismat að gera. Allar full- yrðingar um annað eru fráleitar og úr lausu lofti gripnar,“ segir Þórunn. thorgunnur@frettabladid.is Búast við að afleidd- um störfum fækki Húsvíkingar óttast að störfum á svæðinu fækki nú þegar undirbúningi álvers á Bakka hefur verið frestað. Umhverfisráðherra segir fráleitt að ákvörðun hennar um heildstætt umhverfismat hafi orðið til þess að seinka verkefninu. SLYS Tíu ára drengur slasaðist talsvert þegar hann féll fram af klettabrún um átta til tíu metra ofan í urð í gærdag. Drengurinn var á veiðum með föður sínum í Svínadal í Reyðarfirði. Drengurinn var fluttur frá Egilsstöðum með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur rjúpnaskytta slasaðist einnig töluvert þegar hún hrapaði í hlíð við Hafursstaði í Hnappa- dal seinni partinn í gær. Björgunarsveitin Elliði fór á slysstað en þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða. Þyrlan fór svo eftir þriðju rjúpnaskyttunni sem slasaðist í gær en þá fótbrotnaði maður illa í Sanddalstungu í Norðurárdal. - rat Þrjár rjúpnaskyttur slösuðust á veiðum í gær þar af einn drengur alvarlega: Féll tíu metra fram af kletti ÞEISTAREYKIR Rannsóknarboranir fyrir fjóra milljaðra króna voru fyrirhugaðar á næsta ári við Kröflu og á Þeistareykjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDURRFV ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR AÐALSTEINN BALDURSSON BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON KÍNA Yfirvöld í Kína hafa hafið refsiherferð gegn matvælafram- leiðendum sem bættu melamíni út í vörur sínar. Búist er við að einhverjir forstjórar matvæla- fyrirtækja verði dregnir fyrir dóm. Fyrir rúmu ári var dauði fjölda gæludýra í Bandaríkjunum rakinn til melamínmengunar í kínversku dýrafóðri. Þúsundir ungbarna hafa síðan veikst vegna melamínmengunar í þurrmjólk en matvælaframleiðendur bæta efninu út í svo varan sýnist innihalda meira prótín. Orðspor Kínverja hefur beðið hnekki vegna málsins og er stjórnvöldum mikið í mun að sýna að þau taki hart á málinu. - rat Melamín í matvörum: Framleiðend- um refsað Ölvuð á vesturlandsvegi Lögreglan í Borgarnesi tók unga konu fyrir ölvunarakstur á Vesturlandsvegi aðfaranótt laugardags og reyndist konan mjög ölvuð. LÖGREGLUMÁL Í NÓGU AÐ SNÚAST Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði í nógu að snúast í gær enda rjúpnaveiðitímabilið hafið. Geiri, tryggir þetta okkur lánið? „Pottþétt. Nú erum við með Pútín í vasanum.“ Ásgeir Davísson veitingamaður, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, bauð fjörutíu rússneskum sjómönnum í mat en þeir eru strandaglópar á Íslandi og fá ekki launin sín frá Rússlandi. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.