Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 28
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
NÓVEMBER 2008
Á VEIÐUM Vefsíðan www.
thecoolhunter.co.uk er algjör
snilld fyrir forvitna ferðalanga
sem hafa unun af fallegri
hönnun, góðum veitingastöð-
um, áhugaverðum sýningum
og nýjum verslunum um heim
allan. Það er hægt að verða
áskrifandi að fréttabréfi nu
með tölvupósti og ætti það að
verða skyldulesning fyrir alla
sem eru að leita að fegurð í
heiminum. Ritstjóri vefsins,
Bill Tikos, er svo að gefa út
bók sem heitir The World‘s
Coolest Hotel Rooms og er
væntanleg með vorinu.
FERSK SÝN Á WARHOL Um
þessar mundir stendur yfi r
áhugaverð sýning um föður
popplistarinnar, Andy Warhol,
í London. Á sýningunni, sem
er í The Hayward Gallery, eru
þekkt málverk, myndbönd og
sjónvarpsþættir sem gefa góða
yfi rsýn yfi r fjölhæfni lista-
mannsins. Einnig eru sýndar
frægustu kvikmyndir Warhols,
meðal annars Sleep, Empire
og Chelsea Girls, auk Fifteen
Minutes þar sem stjörnum
eins og Jerry Hall og Debbie
Harry bregður meðal annars
fyrir. Sjaldgæfar prufuupptök-
ur sem Warhol gerði af Salvad-
or Dali, John Cale og Marcel
Duchamp eru einnig til sýnis
ásamt öllum 42 þáttum úr
sjónvarpsseriunni Fashion:
Andy Warhol‘s TV sem hann
gerði á níunda áratugnum.
Sýningin stendur til 18. janúar.
BSÍ , 101 Reykjavík , 562-1011, main@re.is, www.flybus.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll
Alltaf laus sæti
www.flybus.is
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!