Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 02.11.2008, Qupperneq 33
SUNNUDAGUR 2. nóvember 2008 17 sport@frettabladid.is Undank. EM í handbolta Noregur-Ísland 31-31(16-13) Mörk Íslands: (skot) Logi Geirsson 13/5 (16/5), Arnór Atlason 6 (11), Þórir Ólafsson 3 (5), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (2), Vignir Svavars son 1 (1) , Einar Hólmgeirsson 1 (5), Ragnar Óskarsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11, Hreiðar Guðmundsson 3. Enska úrvalsdeildin CHELSEA-SUNDERLAND 5-0 1-0 Alex (26.), 2-0 Nicolas Anelka (29.), 3-0 Nicolas Anelka (45.), 4-0 Frank Lampard (50.), 5-0 Nicolas Anelka (52.). EVERTON-FULHAM 1-0 1-0 Louis Saha (86.). MANCHESTER UNITED-HULL 4-3 1-0 Cristiano Ronaldo (2.), 1-1 Daniel Cousin (22.), 2-1 Michael Carrick (28.), 3-1 Cristiano Ronaldo (43.), 4-1 Nemanja Vidic (56.), 4-2 Bernard Mendy (68.), 4-3 Geovanni (81.). MIDDLESBROUGH-WEST HAM 1-1 0-1 Hayden Mullins (20.), 1-1 Mido (83.). PORTSMOUTH-WIGAN 1-2 0-1 Amr Zaki (45.), 1-1 Niko Kranjcar (81.), 1-2 Emile Heskey (91.). STOKE-ARSENAL 2-1 1-0 Ricardo Fuller (10.), 2-0 Seyi Olofinjana (72.), 2-1 Gael Clichy (93.). TOTTENHAM HOTSPUR-LIVERPOOL 2-1 0-1 Dirk Kuyt (2.), 1-1 Sjálfsmark (69.), 2-1 Roman Pavlyuchenko (90.). WEST BROMWICH-BLACKBURN 2-2 0-1 Benni McCarthy (12.), 1-1 Roman Bednar (54.), 1-1 Roman Bednar (55.), 2-1 Ishmael Miller (61.), 2-2 Keith Andrews (89.) N1-deild kvenna Haukar-Fram 25-22 (12-10) Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11/1, Tatanja Zukovska 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 2, Þórdís Helgadóttir 1, Nína Kristín Björnsdóttir 1. Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 28 (47/3, 60%), Heiða Ingólfsdóttir 0 (af 3/1, 0%) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 10/3, Sara Sig- urðardóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Knútsdóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Paula Nevarilova 1. Varin skot: Gabriela Cristescu 15/1 (40/2, 38%). HK-Fylkir 27-18 (8-11) Mörk HK: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 9, Pavla Kulíková 6, Arna Sif Pálsdóttir 5, Brynja Magnús- dóttir 2, Elín Anna Baldursdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Erna Davíðsdóttir 1. Mörk Fylkis: Rebekka Rut Skúladóttir 6, Hanna Rut Sigurjónsdóttir 3, Katrín Andrésardóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Kristín Kara Collins 2, Ásdís Rut Guðmundsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Nataly Sæunn Valensia 1. Grótta-Valur 14-33 (7-15) Mörk Gróttu: Harpa Baldursdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Tinna Laxdal Gautadóttir 3, Ragna Karen Sigurðardóttir 1, Elsa Rut Óðins- dóttir 1. Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Dagný Skúladóttur 5, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Eva Bjarna 3, Drífa Skúladóttir 2, Soffía Gísladóttir 1. Guðrún Drífa Hólmgeirs- dóttir 1, Hafrún Kristjánsdóttir 1. Stjarnan-FH 30-29 (14-11) Markahæstar: Alina Petrache 10/2, Sólveig Lára Kjærnested 6, Birgit Engl 5, Elísabet Gunnarsdótt ir 4 - Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 11/5, Hildur Þorgeirsdóttir 7. Iceland Express kvenna: KR-Haukar 53-72 (29-47) Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 16, Sigrún Ámundadóttir 11 (16 frák., 5 stoðs.), Guðrún Ósk Ámundadóttir 8, Helga Einarsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Guðrún Arna Sigurðar- dóttir 4, Heiðrún Krismundsdóttir 3, Kristín Björk Jónsdóttir 2, Rakel Viggósdóttir. Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 26 (9 frák., 8 stoðs., 8 stolnir), Helena Hólm 11, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10 (10 frák.), Slavica Dimovska 8, Telma Fjalarsdóttir 6, Sara Pálmadóttir 4, Bryndís Hreinsdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2. ÚRSLITIN Í GÆR > Risaleikir í fyrstu umferð Tvö efstu lið Landsbankadeildar karla og kvenna mætast í fyrstu umferð Íslandsmótsins á næsta ári en dregið var í töfluröð undir lok fundar formanna og framkvæmdastjóra í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Keflavík og FH mætast hjá körl- unum og KR og Valur hjá konunum. Aðrir leikir í fyrstu umferð kvenna eru: Keflavík-Fylkir, Afturelding-Stjarnan, Breiðablik-Þór/KA og ÍR-GRV. Aðrir leikir í fyrstu umferð karla eru: Fram- ÍBV, Breiðablik-Þróttur, Stjarnan-Grinda- vík, KR-Fjölnir og Fylkir-Valur. Valur og KR mætast í lokaumferðinni hjá körlunum en Íslandsmeistarar FH spila aftur síðsta leik sinn á Fylkisvellinum. Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild kvenna í handbolta í gær þegar liðið vann Fram, 25-22. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð en Haukar hafa unnið alla leiki síðan liðið tapaði á móti toppliði Stjörnunnar í fyrsta leik. „Ég er mjög ánægð með þetta og þetta var góð afmælisgjöf sem þær gáfu mér í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari liðsins, sem varð 35 ára á föstudaginn. „Þetta lítur ágæt- lega út. Ég var ánægð með markvörsluna og varnarleikinn. Við erum búin að fá á okkur 22 mörk í síðustu tveimur leikjum. Sóknarlega erum við enn þá svolítið villtar og við þurfum að laga það,“ segir Díana en Guðrún Bryndís Jónsdóttir stóð sig mjög vel í markinu í gær, varði 19 skot í fyrri hálfleik og alls 28 skot í öllum leiknum. „Hún hlýtur að fara að banka á einhverjar dyr. Hún er búin að vera að verja í kringum tuttugu bolta í öllum leikjum og er að standa sig vel. Hún var varamarkvörðurinn okkar í fyrra en ég byrjaði í maí að byggja hana upp í að vera markvörður númer eitt. Það hefur gengið mjög vel,“ segir Díana en Ramune Pek- arskyte átti líka frábæran dag og skoraði 11 mörk þrátt fyrir að vera tekin úr umferð stóran hluta leiksins. „Mér finnst allt annar bragur á Ramune núna og hún er að spila miklu betur hjá mér núna en hún gerði til dæmis í fyrra. Hvað veldur því hef ég ekki hugmynd um. Við erum að minnsta kost að ná betur saman og skilja hvor aðra betur og það kemur fram í okkar leik,“ segir Díana. Díana segist ætla bara að taka einn leik fyrir í einu. „Þetta er samstilltur hópur og mjög skemmtilegar stelpur. Það er ýmislegt hægt að gera með svona hóp. Þetta er samt bara byrjunin og það er bara enn þá 1. nóvember,“ sagði Díana að lokum. DÍANA GUÐJÓNSDÓTTIR, ÞJÁLFARI HAUKA: FÉKK FIMMTA SIGURINN Í RÖÐ Í AFMÆLISGJÖF FRÁ SÍNUM STELPUM Við Ramune erum farnar að skilja hvor aðra betur GÓÐAR Í GÆR Guðrún Bryndís Jónsdóttir (til vinstri) varði 28 skot í markinu og Ramune Pek- arskyte fór á kostum í sókninni og skoraði 11 mörk. HANDBOLTI Íslenska hand- boltalandsliðið náði mikilvægu stigi í hús eftir dramatískan leik og 31-31 jafntefli við Noreg í und- ankeppni EM í Drammen í gær. Þórir Ólafsson var hetja íslenska liðsins á lokamínútunni en maður leiksins var þó Logi Geirsson sem tók af skarið í sókninni eins og honum er einum lagið. Íslenska liðið lék án lykilmanna í leiknum og missti síðan fyrirliðann meidd- an útaf í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var svakalegur leikur. Ég er mjög ánægður með stigið. Það vantar mjög sterka leikmenn frá því á Ólympíuleikunum og svo misstum við fyrirliðann okkar út. Liðið sýndi alveg svakalega góðan karakter,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari eftir leikinn. Hann var hás enda mikið búið að ganga á. „Það þurfti að koma mikið af skilaboðum inn á völlinni og þetta var náttúrulega svakaleg spenna,“ sagði Guð- mundur. Útlitið var ekki bjart í fyrri hálf- leik þegar Norðmenn voru komnir sex mörkum yfir en íslenska liðið gafst ekki upp og náði að koma muninum niður í þrjú mörk fyrir hálfleik. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en við misstum aldrei trúna, Fyrri hálfleikurinn var okkur erfiður þar sem að við spiluðum ekki nægilega vel í vörninni. Við vorum líka að henda boltanum frá okkur og misnota hraðaupphlaup og við ræddum það í hálfleik að við ættum helling inni,“ segir Guð- mundur og bætir við: „Ég talaði sérstaklega um að bæta vörnina og fara að keyra hraðaupphlaupin. Það tvennt gekk eftir og það var frábært að vera komnir yfir. Það var ótrúleg seigla hjá liðinu.“ Íslenska liðið lék síðan mjög vel fram eftir öllum seinni hálfleik og var tveimur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom slæmur kafi þar sem Norðmenn skoruðu fimm mörk í röð og kom- ust í 29-26 þegar aðeins 4 mínútur voru eftir. Íslenska liðið sýndi þá mikinn karkater og náði að vinna lokamínúturnar 5-2 og tryggja sér afar dýrmætt stig. „Logi átti stórkostlegan leik í sókninni og vítin hans voru eftir- minnileg,“ sagði Guðmundur en Logi Geirsson var engum líkur í þessum leik og þá munaði einnig um innkomu félaga hans í Lemgo, Vignis Svavarssonar, í vörnina eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið tvær brottvísanir í fyrri hálfleik. Arnór Atlason stýrði líka íslensku sókninni vel og skoraði líka mikilvæg mörk. Ísland og Noregur er nú jöfn með þrjú stig en það er nóg af leikjum eftir ennþá. „Við megum ekki misstíga okkur og það bíða okkar mjög erfiðir leikir,“ sagði Guðmundur að lokum en það má segja að liðið hafi unnið pínulítinn sigur þrátt fyrir jafntefli. Liðið var án lykilmanna eins og Ólafs Stefánssonar, Snorra Steins Guðjónssonar, Alexanders Peters- sonar og Sigfúsar Sigurðarssonar og það hefðu fáir veðjað á að liðið myndi ná í stig vitandi síðan að Guðjón Valur Sigurðsson myndi meiðast. Logi Geirsson sýndi hins vegar að hann getur tekið liðið upp á sína arma og hann á mikið í þessu stigi í gær. ooj@frettabladid.is Sýndu svakalegan karakter Þórir Ólafsson tryggði Íslandi jafntefli gegn Norðmönnum í Drammen með því að skora tvö mörk á síðustu hálfu mínútu leiksins. Logi Geirsson átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Guðjón Valur Sigurðsson meiddist illa á ökkla. MIKILVÆG MÖRK Þórir Ólafsson skoraði 2 af 3 mörkum sínum á síðustu 30 sekúndum leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STÓRKOSTLEGUR Logi Geirsson skoraði 13 mörk úr aðeins 16 skotum í Drammen í gær. Norðmenn reyndu líka að taka hann úr umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Haukakonur unnu afar sannfærandi 19 stiga sigur á KR, 52-73, í DHL-höllinni í Iceland Express deild kvenna í körfu. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, átti frábæran leik og gældi við fjórfalda tvennu með því að skora 26 stig, taka 9 fráköst, senda 8 stoðsendingar og stela 8 boltum. Helena Hólm og Ragna Margrét Brynjarsdóttir áttu báðar ágætan leik en það háði ekki mikið Haukaliðinu að Slavica Dimovka var í villuvand- ræðum og skoraði aðeins 8 stig. Haukar hafa unnið 3 af 4 leikjum sínum og eru í 2. sæti ásamt Val og Keflavík. KR-liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og liðið hefur líka skorað færri stig með hverjum leik. Sigrún Ámundadóttir og Hildur Sigurðardóttir voru að reyna en vandamálið er liðsheild- in og stemningin sem er ekki þeirra megin þessa dagana. -óój Iceland Express kvenna: Kristrún frábær AÐ SPILA VEL Kristrún Sigurjónsdóttir kemur vel undan sumri. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FORMÚLA 1 Úrslitin í formúlu eitt ráðast í dag í lokakeppni ársins sem fram fer í Brasilíu. Heimamaðurinn Felipe Massa á Ferrari er á ráspól en hann er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil- inn. Hamilton ræsir fjórði en á milli þeirra verða Jarno Trulli og Kimi Raikkönen. Hamilton nægir fimmta sætið í kappakstrinum í dag til að verða yngsti heimsmeistari sögunnar en lokabaráttan verður í beinni á Stöð 2 Sport kl. 16.00 í dag. - óój Úrslitastund í formúlu 1 í dag: Massa á ráspól FÓTBOLTI Það urðu óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar botnlið Tottenham varð fyrsta liðið til að vinna Liverpool í vetur og Stoke vann 2-1 sigur á Arsenal. Manchester United var nærri búið að missa sinn leik á móti í Hull í jafntefli en vann að lokum 4-3 og komst upp í 3. sætið. Chel- sea er hins vegar komið á toppinn eftir 5-0 stórsigur á Sunderland þar sem Nicolas Anelka skoraði þrennu. Harry Redknapp hefur byrjað frábærlega með Tottenham-liðið sem hefur náð í sjö stig í fyrstu vikunni undir hans stjórn. Liðið náði 4-4 jafntefli á móti nágrönn- um sínum í Arsenal í vikunni með því að skora tvö mörk í blálokin og í gær tryggði Rússinn Roman Pavljutsjenko liðinu 2-1 sigur með marki á 90. mínútu. Liverpool átti leikinn fyrsta klukktímann og átti meðal annars þrjú stangar- eða sláarskot en sjálfsmark Jamie Carrag- her stuðaði liðið sem missti völdin og sá síðan á eftir öllum stigunum. Það voru fleiri óvænt úrslit. Tvö löng innköst Rory Delap skil- uðu tveimur mörk- um og lögðu grunninn að óvæntum 2- 1 sigri Stoke á Arsenal en Manchester United komst fyrir vikið upp í 3. sætið eftir 4-3 sigur á Hull þar sem spútniklið deildar- innar skoraði tvö mörk í lokin og pressaði meistarana á þeirra eigin heimavelli. Chelsea hefur ekki grátið mikið tapið fyrir Liverpool því tveir öruggir sigrar með markatölunni 8-0 hafa komið í liðinu í toppsætið á ný. Frakkinn Nicolas Anelka skoraði þrennu í 5-0 sigri Chelsea á Roy Keane og lærisveinum hans í Sunderland en öll mörk liðsins komu á fyrstu 53 mín- útunum. - óój Botnlið Tottenham vann topplið Liverpool og Chelsea komst á toppinn með 5-0 sigri á Sunderland: Ótrúleg fyrsta vika hjá Harry Redknapp MAGNAÐUR Harry Redknapp er búinn að ná í 7 stig í fyrstu 3 leikj- unum sem stjóri Tottenham. NORDICPHOT-

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.