Fréttablaðið - 02.11.2008, Síða 35
SUNNUDAGUR 2. nóvember 2008 19
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 02. nóvember
➜ Kvikmyndir
15.00 MÍR sýnir tvær heimildar-
myndir eftir rússneska kvikmynda-
gerðarmanninn Júrí Salnikov í húsa-
kynnum MÍR, Hverfisgötu 105.
Andspyrnubíó - Pólitíst kvik-
myndahátíð 31. okt.-2. nóv. í Kaffi
Hljómalind, Laugavegi 23. Nánari
upplýsingar www.kaffihljomalind.org
➜ Umræður
11.00 Í kjölfar kreppu á kaffi-
húsi Félag áhugafólks um heim-
speki, Hug- og félagsvísindadeild
Háskólans á Akureyri verða með
umræður á Bláu könnunni,
Hafnarstræti 96, Akureyri.
➜ Fræðsla
10.00 Fræðslumorgnar
í Hallgrímskirkju Katrín
Jakobsdóttir ræðir um
stöðu kirkjunnar og krist-
innar siðfræði í nútíman-
um. Fræðslumorgnarnir
fara fram í suðursal
Hallgrímskirkju.
➜ Sýningar
Suðuramerísk menningarhátíð í
Kópavogi
15.00 Ekvador að fornu og nýju
Leiðsögn verður um sýninguna í
Gerðarsafni, Hamraborg 4.
➜ Listamannsspjall
15.00 Draugur á ID LAB Huginn
Þór Arason segir frá verki sínu
Draugur á Listasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu. Verkið er hluti af sam-
sýningunni ID-LAB.
➜ Uppákomur
Leiðsögn og listasmiðja fyrir börn í
Hafnarborg í tengslum við sýning-
una Tveir Módernistar - Þorvaldur
Skúlason og Sigurjón Ólafsson.
14.00 Listasmiðja fyrir börn þar
sem listaverkin eru skoðuð og skap-
að eitthvað nýtt.
15.00 Gunnar J. Árnason listfræð-
ingur verður með leiðsögn um
sýninguna.
➜ Leiðsögn
14.00 Ást við fyrstu sýn Þóra
Þórisdóttir listfræðingur verður
með leiðsögn þar sem hún fjallar
um verk Paulu Modersohn-Becker.
Listasafn Íslands, Laufásvegi 12, opið
alla daga nema mán kl. 11.00-17.00.
➜ Tónlist
14.00 Tónlistardagskrá við kerta-
ljós í Fossvogskirkju Fram koma
Keith Reeds, Helga Rós Indriðadóttir
sópran, Lay Low og Magnús
Ragnarsson ásamt kór Áskirkju.
16.00 Kári Friðriksson ten-
orsöngvari verður með tónleika til
styrktar mæðrastyrksnefnd í Fella-
og Hólakirkju, Hólabergi 88.
17.00 Carmina Burana Sex
kórar undir stjórn Garðars Cortes,
flytja verkið Carmina Burana
í Íþróttahúsinu í Varmahlíð í
Skagafirðinum.
17.00 Rússneskar perlur Söng- og
ljóðadagskrá í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar, Laugarnestanga 70.
Fram koma: Guðrún Ásmundsdóttir
leikkona, Árni Bergmann og sópran-
söngkonan Alexandra Chernyshova.
20.00 Guitar Islancio Tónleikar í
Akoges-salnum í Vesmannaeyjum.
➜ Jazz
Blús- og jazzhátíð Akraness stend-
ur yfir í Bíóhöllinni, Vesturgötu 27,
um helgina.
21.00 Jazzkvöld Fram koma; Blús
og jazzband Toska, Jazzband Andreu
Gylfadóttur og JP3 Gítar Tríó.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is
Tónlistarmaðurinn Einar Töns-
berg, eða Eberg, hefur ákveðið að
fresta útgáfu plötu sinnar Antid-
ode fram yfir áramót.
„Það er búið að vera svo mikið
að gera. Ég var að gera nokkur lög
fyrir Reykjavík Rotterdam, taka
upp plötu fyrir breskan listamann,
„sándtrakk“ í heimildarmynd og
tónlist í fullt af auglýsingum,“
segir Einar, sem gefur plötuna út
sjálfur hér heima. „Mér fannst líka
vera þannig stemning að það væri
ágætt að byrja á nýju ári með nýja
plötu. Það er svo mikið brjálæði í
gangi alls staðar.“
Breski listamaðurinn sem Einar
vann fyrir nefnist Bird og er sell-
ó leikari sem hefur unnið með
honum áður. Platan þykir nokkuð
óvenjuleg því öll lögin eru leikin á
selló án þátttöku annarra hljóð-
færa.
Annað tveggja laga Einars í
Reykjavík Rotterdam, Niðurlönd,
er sungið á íslensku í myndinni,
sem er óvenjulegt því hingað til
hefur hann gefið út á ensku. „Óskar
var búinn að máta eitt lag á plöt-
unni við enda myndarinnar og
spurði hvort ég væri til í að hafa
það á íslensku sem ég gerði. Þetta
var undantekning en það var alveg
gaman að þessu,“ segir hann.
Tvö ár eru liðin síðan síðasta
plata Ebergs, Voff voff, kom út
sem skartaði hinu vinsæla Inside
Your Head. Vonsviknir aðdáendur
hans þurfa því að bíða fram á
næsta ár eftir nýju efni í stað þess
að ylja sér við tóna hans fyrir þessi
jól. - fb
Frestar plötu framyfir áramót
EBERG Einar Tönsberg gefur plötu sína
Antidode út á næsta ári. Tvö ár eru liðin
síðan Voff, voff kom út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þann 10. nóvember er von
á tvöfaldri safnplötu með
lögum Péturs Kristjánsson-
ar. Pétur, sem um áratuga-
bil var holdtekja rokksins
sjálfs á Íslandi, lést sviplega
árið 2004 og hefur verið sárt
saknað í bransanum síðan.
Á plötunni verða 42 lög frá öllum
tímabilunum á ferli Péturs, allt
frá fyrstu smáskífunum sem hann
gerði með Einari Vilberg árið 1970
og til tökulagaplötunnar Gamlar
myndir með Kim Larsen-lögum,
en sú plata kom út eftir andlát Pét-
urs. Þarna á milli eru rokk- og
popplög með Svanfríði, Pelican,
Start og öllum hinum böndunum.
Pétur var langt kominn sjálfur
með að velja lög á plötuna þegar
hann andaðist. Því er þessi safn-
plata nánast alveg eins og hann
hefði viljað hafa hana. Stór hluti
laganna er að koma út í fyrsta
skiptið á geislaplötu og einnig eru
á safnplötunni átta lög sem ekki
hafa verið gefin út áður.
Allir þeir sem koma
að útgáfu safnplöt-
unnar unnu með
Pétri á sínum tíma.
Steinar Berg skrif-
ar inngang, Örn
Smári Gíslason
hannaði umslag og
umsjón með útgáfu
safnplötunnar var í
höndum Höskuldar
Höskuldssonar.
Höskuldur hefur
að undanförnu verið aðaldriffjöðr-
in í velheppnuðum endurútgáfum
Senu, til dæmis stóð hann á bak
við kassana með Sálinni og
Þursunum.
Nafn safnplötunnar, Algjör
sjúkheit, er mjög í
anda Péturs.
Hann var á
sínum tíma
innsti
koppur í búri plötuútgáfu Steinars
og kokkaði upp safnplötunöfn á
borð við Algjört skronster og
Grimm dúndur. Stefán Hilmars-
son kom með nafnið á safnplötuna
eftir mikla yfirlegu. Hann grús-
kaði mikið í orðaforða Péturs á
sínum tíma og spann úr honum
hinn ódauðlega texta lagsins
„Krókurinn“.
drgunni@frettabladid.is
Algjör sjúkheit Péturs
34 ÁRA FERLI GERT SKIL Í 42 LÖGUM Umslag safnplötu Péturs Kristjánssonar, Algjör
sjúkheit
Samuel L. Jackson óttast um líf
Baracks Obama, verði hann kos-
inn næsti forseti Bandaríkjanna.
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum hefur demókratinn Obama
forskot á repúblikanan John
McCain og Obama nýtur mikils
stuðnings stórstjarna á borð við
leikarann Samuel L. Jackson.
Jackson óttast að Obama verði
skotmark rasista um leið og hann
sest í forsetastólinn á næsta ári,
ef ekki fyrr. Hann segir að fyrr
en síðar muni einhver setja út á
að þeldökkur maður sé við völd í
Hvíta húsinu og segir fólk óttast
það, þó svo að margir láti eins og
ekkert sé.
Óttast um Obama
STYÐUR OBAMA Samuel L. Jackson
óttast að Obama verði skotmark
rasista verði hann kosinn næsti forseti
Bandaríkjanna.
í samstarfi við Borg
arleikhúsið kynnir:
Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir
Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger
Sýnt á Stóra sviði
Borgarleikhússins
Tryggðu þér miða núna!
568 8000 / midi.is
PRIVATE DANCER
www.panicproductions.is
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Lokasýning
í kvöld, sunnudag, kl. 20
Skilaboðaskjóðan
Þorvaldur Þorsteinsson
og Jóhann G. Jóhannsson
Geysivinsælt ævintýri
fyrir alla fjölskylduna
sun. 2/11 örfá sæti laus
Macbeth
William Shakespeare
sun. 2/11 örfá sæti laus
Síðustu sýningar
Klókur ertu,
Einar Áskell
Bernd Ogrodnik
Heillandi og krúttleg brúðusýning
sun. 2/11 örfá sæti laus,
sýningum að ljúka
www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað
þri. 4/11 kl. 14 uppselt
Sá ljóti
Marius von Mayenburg
Fimm sýningar á
Smíðaverkstæðinu í nóvember.
Tryggið ykkur sæti í tíma
Utan gátta
Sigurður Pálsson
Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV
lau. 1/11 örfá sæti laus