Fréttablaðið - 02.11.2008, Page 38
22 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
„Hún er mjög
fjölhæf og hefur
alltaf verið
svo sjálfstæð,
ábyrgðarfull
og dugleg. Sem
krakki var hún
alltaf að horfa
á matreiðslu-
þætti í sjón-
varpinu og valdi það frekar en
annað sjónvarpsefni þegar hún
var sex, sjö ára. Hún gat horft
á sömu þættina aftur og aftur
og svo útbjó hún rosalega flotta
rétti úr nánast engu,“
Sigrún Sætran um dóttur sína, Hrefnu
Rósu Jóhannsdóttur Sætran. Hrefna á og
rekur Fiskmarkaðinn og lenti í 10. sæti
á Ólympíumóti matreiðslumeistara með
íslenska kokkalandsliðinu.
„Ég er að passa sex herbergja hús fyrir vin
minn. Fæ að vera hérna í einhvern smá
tíma,“ segir leikkonan Halla Vilhjálmsdótt-
ir. Hún hefur átt erfiðar stundir í London
að undanförnu en eins og Fréttablaðið
hefur greint frá stakk leigusali hennar af
frá öllum sínum skuldbindingum og Höllu
var hent út úr íbúðinni af fulltrúum
fógetans í London. „Ég fékk loks að ná í
dótið mitt í gær. Var að frá morgni til
kvölds að pakka saman. Ég mátti
ekki fá lykil að íbúðinni svo að þetta
varð að klárast í einum rykk. Var
alveg gjörsamlega búin á því eftir
þetta,“ segir Halla og jánkar því
að á köflum hafi hún alveg verið
við það að bugast. „Það féllu tár á
köflum,“ segir hún og ljóst að
húsnæðismálið hefur tekið sinn
toll. Höllu hefur þar að auki ekki
gefist tækifæri til að fara í prufur
sem eru lífsnauðsynlegar fyrir
leikara í atvinnuleit.
Leikarinn sem sá sig aumur á
Höllu heitir Michael Klesic. Og er
nokkuð þekktur í Bretlandi. Lék meðal
annars lítið hlutverk í Children of Men og
leikur um þessar mundir í Law & Order:
London. Halla og hann eru gömul skólasyst-
kini og hafa auk þess sama umboðsmanninn.
Leikkonan seinheppna segist þó ekki vera á
þeim buxunum að gefast upp en hyggst aftur
á móti koma heim til Íslands um jólin og
dveljast hér á landi um stundarsakir.
„Ég ætla að njóta þess að eiga
einhvers staðar heima.“ - fgg
Halla komin með húsaskjól
HRAKFARIR HÖLLU Fyrst greindi Frétta-
blaðið frá því að henni hefði verið hent
út úr íbúð sinn. Svo að leigusalinn væri
stunginn af. Nú er Halla hins vegar komin
með húsaskjól.
Hvað er að frétta? Hjá mér er helst
fréttum að íslenska kvennalandsliðið
í fótbolta hafi verið að vinna sér inn
þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts-
ins.
Augnlitur: Blár.
Starf: Ég stunda nám í fjármála-
hagfræði við Háskóla Íslands en hef
starfað hjá SP-Fjármögnun undanfarin
sumur.
Fjölskylduhagir: Kærastinn minn
heitir Tómas Árni Ómarsson. Foreldrar
mínir eru Hildigunnur Sigurðardóttir
og Lárus Ögmundsson. Systkini mín
eru Lilja Karítas Lárusdóttir og Sigurður
Egill Lárusson.
Hvaðan ertu? Fæddist í Vesturbænum
en hef búið frá átta ára aldri í Fossvogi.
Ertu hjátrúarfull? Ekkert að ráði.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fóst-
bræður, Friends og Stelpurnar.
Uppáhaldsmaturinn: Allt sem kemur
úr höndunum á mömmu en jólamat-
urinn stendur upp úr.
Fallegasti staðurinn: Hlíðarendi.
iPod eða geislaspilari: iPod.
Hvað er skemmtilegast? Vera með
fjölskyldu, kærasta og vinum. Leiðist
reyndar ekkert að vera ein með sjálfri
mér heldur.
Hvað er leiðinlegast? Vakna snemma
á morgnana og þurfa að skafa af
bílnum.
Helsti veikleiki: Ég á það til að vera
svolítið löt.
Helsti kostur: Mér finnst erfitt að
dæma um það sjálf en ég legg alla-
vega mikið upp úr því að vera heiðar-
leg, sjálfstæð, traust og tillitssöm.
Helsta afrek: Komast á lokakeppni EM
í knattspyrnu.
Mestu vonbrigðin? Núverandi staða
Íslands í efnahagsmálum.
Hver er draumurinn? Komast á verð-
launapall á EM.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Ég get
ekki gert upp á milli Sigga bróður, og
Kjartans og Ilmar í Stelpunum. Jón
Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson og
Helga Braga eru algjörir snillingar
líka.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óheiðarleiki.
Hvað er mikilvægast? Góð heilsa.
HIN HLIÐIN DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR KNATTSPYRNUKONA
Dreymir um að komast á verðlaunapall á EM
Langt er liðið síðan Rúnar og
Arnar Halldórssynir slógu í gegn
sem dúettinn The Boys. Síðasta
platan þeirra kom út árið 1995 og
ekki er von á kombakki.
Strákarnir láta nú til sín taka á
öðrum vettvangi. Í föstudaginn
var tilkynnt með viðhöfn um úrslit
í einni stærstu arkitektasam-
keppni sögunnar í Danmörku.
Rúnar er í sigurliði arkitektastofu
Stevens Holls í New York, sem
hannaði tvo skýjakljúfa sem munu
rísa á Norðurhöfn (Nordhavn) og
verða eins konar hlið að Kaup-
mannahöfn.
„Við unnum fimm saman að
þessu á stofunni en Steven Holl
gekk svo sjálfur frá verkinu, eins
og vaninn er,“ segir Rúnar. „Ste-
ven Holl er einn af frægustu arki-
tektum heims í dag og ég fór á
stofuna hans í verknám eftir að ég
hafði verið í skóla í Danmörku.
Eftir verknámið réði hann mig í
vinnu og ég er búinn að vera hér í
ár. Ég ætla reyndar að klára skól-
ann í Danmörku, fer þangað aftur
í febrúar, og svo veit maður ekk-
ert hvað tekur við.“
Vinningstillaga Rúnars og
félaga verður hæsta íveru-bygg-
ingin í Danmörku, stærri turninn
113 metrar og 27 hæðir. Bygging-
arnar munu standa hvor sínu
megin við hafnarmynnið og
göngubrú í 65 metra hæð verður á
milli. „Það standa fjársterkir aðil-
ar á bak við þetta en maður veit
svo aldrei í þessu efnahagsástandi
hvenær þetta verður tilbúið,“
segir Rúnar. „Þetta gæti tekið
mörg ár í byggingu. En það mun
sjást til Svíþjóðar úr turninum!“
Rúnar, sem nú er 28 ára, kann
gríðarlega vel við sig í New York.
„Ég bý í Williamsbourg og maður
er hálfgerður hipster hérna. Er
mikið í loft-partíum og hitti alls
konar lið. Það er mikil deigla í
listalífinu hérna. Ég á eftir að
sakna borgarinnar rosalega.“
Hinn Boys-bróðirinn, Arnar, er
nú 26 ára, býr á Íslandi og er graf-
ískur hönnuður hjá Saga Film.
„Við erum í miklu sambandi,“
segir Rúnar. „Hann er enn að
dútla í tónlistinni og ég líka. Ég
var í hljómsveit úti í Danmörku
og við munum eflaust taka upp
þráðinn þegar ég flyt þangað
aftur. Það er nú bara eitthvað til
að hafa gaman að. Ég held maður
verði ekki atvinnupoppari úr
þessu!“
drgunni@frettabladid.is
RÚNAR HALLDÓRSSON: THE BOYS ORÐNIR FULLORÐNIR MENN
Barnastjarna teiknar fyrstu
skýjakljúfana í Danmörku
„Mér finnst svolítið fyndið að fara
með verk sem heitir þessu nafni í
ljósi þess að maður hefur heyrt að
fólki hafi meðal annars verið hent
út úr búðum í Danmörku,“ segir
Margrét Bjarnadóttir, dansari og
danshöfundur. Henni hefur verið
boðið að sýna dansverk sitt Strength
Through Embarrassment á danshá-
tíðinni Junge Hunde í Árósum sem
fer fram 6. til 14. nóvember næst-
komandi. Verkið var útskrifarverk
Margrétar úr ArtEZ listaháskólan-
um í Hollandi 2006, en titill verks-
ins hefur kannski aldrei átt jafn vel
við og einmitt núna, ekki hvað síst
fyrir Íslending í Danmörku.
„Allt í einu hafði þetta miklu
meira vægi þegar þetta var komið í
þetta samhengi. Við Íslendingar
höfum verið þekkt fyrir tónlist,
listir, skapandi og frjótt samfélag
svo mér finnst mikilvægt að lista-
menn haldi áfram að fara út. Mér
finnst að sá þáttur samfélagsins
megi alls ekki grotna niður þó svo
að bankarnir geri það,“ segir Mar-
grét sem hefur verið boðið á dans-
hátíðir vítt og breitt um Evrópu
eftir að verk hennar var valið á
danshátíðina Resolution! í London í
fyrra.
„Það er lúmskt mikil vinna að
ferðast með svona verk. Með mér
fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósa-
hönnuður, bandaríski dansarinn
Daniel Brown og þriggja manna
hljómsveit. Við þjálfum svo sex
manna hóp á hverjum stað fyrir sig
því það væri erfitt að flytja alltaf
sama hópinn, en hann kallast The
Embarrassed Army og ræður í
raun framvindu verksins,“ segir
Margrét að lokum. -ag
Danshöfundur á
fleygiferð um Evrópu
EFTIRSÓTTIR DANSHÖFUNDUR Margrét er höfundur og einn af dönsurum verksins
Strength through embarrassment sem hefur verið sýnt vítt og breitt um Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BOYS-BRÆÐURNIR ARNAR
OG RÚNAR LÁTA NÚ TIL SÍN
TAKA Á NÝJUM SVIÐUM
Arnar er grafískur hönnuður en Rúnar
lagði fyrir sig arkitektúr. Hann var í
teimi hjá Steven Holl stofunni í New
York sem sigraði í samkeppni um
fyrstu skýjakljúfa Kaupmannahafnar.
Þeir nefnast Langelinie og Marmorm-
olen og rísa sitthvoru megin í hafnar-
mynni Nordhavn.
24.07.1985