Fréttablaðið - 04.11.2008, Side 10
10 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL „Eitt af skilyrðum fyrir því að
fólk komist í gegnum áföll og krísur af þessu
tagi án verulegra andlegra erfiðleika eru upp-
lýsingar,“ segir Sigurður Guðmundsson, for-
seti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og
fyrrverandi landlæknir, en vandlega hefur
verið farið yfir það ástand sem nú ríkir í efna-
hagsmálum innan Landlæknisembættisins
með hliðsjón af æskilegum aðgerðum í heil-
brigðisþjónustu.
Sigurður vísar í erlendar rannsóknir máli
sínu til stuðnings. „Lendi fólk í jarðskjálfta vill
það fá að vita hvort slys hafi
orðið á fólki, hvort einhver
hafi farist, hve miklar
skemmdir hafi orðið, hve-
nær það geti snúið heim, hve
mörg stig skjálftinn hafi
verið og svo framvegis, fólki
er nauðsynlegt að fá upplýs-
ingar til að takast á við vand-
ann og huga að framtíðinni,“
segir hann.
Sigurður segist sjá að fólk
sem starfar innan heilbrigð-
iskerfisins sem og lands-
menn allir velti því sífellt
fyrir sér hvað verði um starf
þess í þeim þrengingum sem
fram undan eru. Menn vita
að það eru ekki til sömu pen-
ingar og áður og fjöldi starfs-
manna sem áður starfaði í
byggingariðnaði, í bönkum
auk vísindafólks sé farið að
huga að því að flytjast til útlanda.
Á meðan óvissan er ríkjandi má skiljanlega
búast við óróa,“ segir Sigurður. Hann leggur þó
auk þess áherslu á að ekki megi byggja upp
óraunhæfar væntingar hjá fólki. Mannskepnan
búi yfir mikilli aðlögunarhæfni og geti aðlagast
breytingum en verði um leið að búa sig undir
að lægðin geti staðið í þó nokkurn tíma en
lagist ekki fljótlega.
Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjarta-
deild, segir að veruleg aukning hafi orðið á
hjartadeild í upphafi mánaðarins sem og
brjóstverkjamóttöku. Það kunni líklega að hafa
orðið vegna skyndilegs aukins álags í samfé-
laginu. Honum finnist þó sem starf deildanna
sé að nálgast eðlilegt horf.
Sigurður tekur undir orð Gests og segir þær
deildir sem mest mæddi á í byrjun október nú
að róast. Hann ítrekar að ekki hafi orðið vart
fjölgunar á sjálfsvígum eða áfengis- og ofbeld-
istengdum vandamálum. Það kunni að skýrast
af aukinni samkennd fólks sem skapist oft
þegar glímt sé við erfiðar aðstæður.
Ekki megi þó búast við að allt sé gengið yfir,
enn eigi margvísleg áföll eftir að reyna á sam-
félagið. Hann minnir enn á að mikilvægt sé að
reyna að draga sem mest úr óvissu og huga að
grunnstoðum velferðarkerfisins með því mark-
miði að reyna að koma í veg fyrir mikla fólks-
flutninga ungs fólks úr landi. karen@frettabladid.is
Draga þarf úr óvissu hjá fólki
og óraunhæfum vonum
Upplýsingar eru fólki nauðsynlegar til að komast í gegnum vanda, að sögn landlæknis. Reyna verður að
draga úr óvissu en óraunhæfar væntingar eru óæskilegar. Huga verði að grunnstoðum velferðarkerfisins.
HJARTADEILD Mikið mæddi á starfsfólki hjartadeildar í upphafi mánaðarins og er ástæðan talin vera álag í sam-
félaginu. Þar er þó að komast á ró sem og á öðrum deildum sem mikið reyndi á í upphafi efnahagshamfaranna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GESTUR
ÞORGEIRSSON
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
MENNTUN 5.060 nemendur
brautskráðust af framhaldsskóla-
stigi skólaárið 2006 til 2007. Það
var 242 nemendum fleira en árið
áður, eða fjölgun um fimm
prósent.
Aldrei hafa svo margir
nemendur útskrifast á framhalds-
skólastigi á einu skólaári, að því
er fram kemur á vef Hagstofu
Íslands. Aðeins fleiri konur en
karlar voru meðal brautskráðra,
eða rúm 54 prósent.
Alls 3.038 brautskráðust úr
starfsnámi á framhaldsskólastigi,
þar af 644 nemendur með
sveinspróf. 2.561 útskrifuðust
með stúdentspróf á skólaárinu og
fjölgaði frá 109 frá fyrra ári. Mun
fleiri konur en karlar luku
stúdentsprófi, 77,4 prósent
tvítugra kvenna, en 43,7 prósent
tvítugra karla. - ss
Nemendur á framhaldsstigi:
Fimm þúsund
stúdentar 2007
FLUGSÝNING Í KÍNA Indverskir
herflugmenn æfðu sig í að sýna listir
sínar í Kína í gær, daginn áður en
alþjóðleg flugsýning hófst.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
4
41
24
1
1.
20
08
www.toyota.is
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Prius Hybrid
1500 bensín, sjálfsk.
Á götuna: 07.05 Ekinn: 55.000 km
Verð: 2.550.000 kr. Skr.nr. OU-719
Tilboð 2.350.000 kr.
Toyota RAV4
2000 bensín, sjálfsk.
Á götuna: 05.05 Ekinn: 64.000 km
Verð: 2.540.000 kr. Skr.nr. UG-561
Tilboð 2.190.000 kr.
Toyota Corolla
1400 bensín, 5 gíra
Á götuna: 06.07 Ekinn: 56.000 km
Verð: 1.960.000 kr. Skr.nr. NF-871
Tilboð 1.730.000 kr.
BNB-sölugreining
Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri
og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort
í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar
bjóðum við þér hann ekki.
Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla
með 12 mánaða viðbótarábyrgð.
Toyota Corolla W/G Sol
1600 bensín, sjálfsk.
Á götuna: 10.03 Ekinn: 79.000 km
Verð: 1.330.000 kr. Skr.nr. RU-587
Tilboð 1.090.000 kr.
Toyota Yaris Sol
1300 bensín, 5 gíra
Á götuna: 05.07 Ekinn: 43.000 km
Verð: 1.650.000 kr. Skr.nr. MF-035
Tilboð 1.490.000 kr.
SUMIR NOTAÐIR BÍLAR
ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR
Toyota Avensis W/G EXE
18" felgur, dráttarbeisli
2000 bensín, sjálfsk.
Á götuna: 10.07 Ekinn: 14.000 km
Verð: 4.150.000 kr. Skr.nr. GSD70
Tilboð 3.890.000 kr.