Fréttablaðið - 04.11.2008, Side 14
14 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborði og velja sér nýjan
forseta. Á lokasprettinum hefur
Barack Obama haft nokkra
forystu í skoðanakönnunum og
eru það mikil tíðindi. Lengi hefur
verið haft fyrir satt að Banda-
ríkjamenn væru of forpokaðir til
þess að blökkumaður geti orðið
forseti.
Framboð Obama ögrar viðtekn-
um sannindum á fleiri sviðum.
Repúblikanar hafa hamrað á því
að hann sé of vinstrisinnaður og
hallur undir félagshyggju. Því er
oft haldið fram að frambjóðendur
verði að gera allt sem þeir geta til
að forðast slíkan stimpil –
sérstaklega í Bandaríkjunum. En
Obama hefur ekki verið í neinni
vörn í kosningabaráttunni og
eflaust hafa skoðanakannanir eflt
í honum kjarkinn. Því hafa
forsetakosningar í Bandaríkjun-
um ekki verið jafn spennandi
síðan 1980. Bandarísk stjórnmál
eru á ný farin að snúast um
innihald og átök hugmynda.
Kreppan er mál málanna
Mál málanna í Bandaríkjunum er
það sama og á Íslandi. Fjármála-
kreppan sem skekur heimsbyggð-
ina á upptök sín þar og áfram-
haldandi þróun hennar mun
ráðast af því hvernig stjórnvöld
þar í landi bregðast við. Þær
ráðstafanir sem þegar hefur
verið gripið til hafa verið
gagnrýndar af flestöllum vegna
þess að þær ganga of skammt.
Ríkisstjórn George W. Bush er að
hverfa frá völdum og óvissa ríkir
um næstu skref – hvort þau verða
stigin til hægri eða til vinstri. Úr
því fæst skorið í dag.
Að sumu leyti eru átakalínur í
bandarískum stjórnmálum
skýrari en þær eru núna á Íslandi
og víða í Evrópu. Það er vegna
þess að stjórþjóðir vita það að
þær verða að bjarga sínum
málum sjálfar og því flækist
umræðan ekki út í deilur um það
hvort ímynduð líflína eigi að
koma frá Norðurlöndum,
Rússlandi eða Evrópusamband-
inu. Bandaríkjamenn stjórna
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en
þeim dettur ekki í hug að láta
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stjórna
sér. Í Bandaríkjunum er þingið
þar að auki óháð framkvæmda-
valdinu og getur veitt því
raunverulegt aðhald. Ríkisstjórn
Bandaríkjanna getur því ekki
reynt að leiða stórmál til lykta í
reykfylltum bakherbergjum eins
og nú er að gerast á Íslandi. Það
er kjósenda að ráða því hvert skal
stefna og hvernig eigi að bregðast
við kreppunni. Í dag hafa þeir
tækifæri til að móta framtíðina
þar sem frambjóðendur bjóða
upp á mjög ólíka stefnu.
Gefið upp á nýtt
Orðræða kosningabaráttunnar
hefur þróast á athyglisverðar
brautir þar sem vísanir til ársins
1932 fara stöðugt vaxandi.
Stuðningsmenn Obama tala um
að stokka verði spilin og gefa
upp á nýtt og vísa þar með til
stefnu Roosevelts Bandaríkjafor-
seta á 4. áratugnum. Fyrir
repúblikönum er Roosevelt aftur
á móti vítið sem þeir vilja varast.
Á hans dögum var skattkerfinu
umbylt á kostnað hinna ríku og
við tók 50 ára tími jafnaðar-
stefnu sem hélst raunar lengst af
í hendur við aukinn hagvöxt.
Roosevelt var mjög í mun að
kenna sig við frjálslyndi fremur
en jafnaðarstefnu, en tekjujöfn-
un í Bandaríkjunum var eigi að
síður mjög svipuð og í löndum
þar sem jafnaðarmenn voru við
völd. Af þessari braut var snúið á
9. áratugnum og síðan þá hefur
ójöfnuður farið vaxandi í
Bandaríkjunum. Stefna stjórn-
valda hefur verið sú að láta
markaðinn stjórna sér sjálfan á
meðan reglum og eftirliti hefur
verið hafnað. Þetta er í raun
sama stefnan og hefur verið
fylgt á Íslandi frá stjórnarmynd-
un Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks vorið 1991.
Þessari stefnu hefur fylgt
mikill hræðsluáróður í garð allra
annarra valkosta sem heita þá
einu nafni sósíalismi. Þetta hefur
verið leiðarstefið í kosningabar-
áttu repúblikana í Bandaríkjun-
um. Þeir hafa nokkuð til síns
máls þótt Obama verði seint
talinn róttækur. Hann vill hins
vegar auka skattbyrði tekju-
hæstu hópana í samfélaginu og
efla velferðarkerfið. Hann vill
beita afli hins opinbera til að
fjárfesta í stoðkerfinu og stuðla
þannig að atvinnusköpun. Þessi
stefnumál hafa ekki dregið úr
vinsældum hans – þvert á móti.
Kreppan hefur dregið fram
hversu veikir innviðir banda-
ríska fjármálakapítalismans
voru og erfiðar ákvarðanir bíða
næsta forseta. Það sem laðar fólk
að Obama er kannski einkum að
hann virðist ekki fastur í
orðræðu fortíðarinnar. Hann er
tilbúinn að stokka upp á nýtt og
róttæk stefnubreyting er það
sem Bandaríkin þarfnast. Ef
Obama vinnur er von; annars er
engin von.
Ögurstund vestanhafs
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG | Bandaríkin
Þ
örfin á að endurreisa traust Seðlabankans heima og
erlendis hefur verið bæði ljós og brýn um hríð. For-
ystumenn Samfylkingarinnar hafa ítrekað leyst sjálfa
sig undan ábyrgð í þeim efnum með yfirlýsingum.
Eftir sem áður er stjórnskipuleg ábyrgð þeirra skýr
eftir þingræðisreglunni. Karp um ábyrgðarleysi annars stjórn-
arflokks í samsteypustjórn en ábyrgð hins er þekkt frá fyrri
tíð. Ætli menn að rjúfa samstarf getur orðaskak af því tagi haft
gildi. Það hefur á hinn bóginn litla pólitíska þýðingu ætli menn
að halda samstarfinu áfram. Þá eru menn í sama báti og þurfa að
koma sér saman um hvert á að stefna.
Kosturinn við núverandi stjórnarsamstarf er sá að flokkarnir
sem að því standa eiga alla möguleika á að virkja baklönd sín
til breiðrar samstöðu. Hennar er þörf. Meðan flokkarnir kjósa
að starfa saman hvílir sú ábyrgð á þeim báðum að leita þeirrar
samstöðu um bjargráð og framtíðarstefnu sem nú er kallað eftir
í þjóðfélaginu. Sterk stjórn þarf við ríkjandi aðstæður að geta
gert hvort tveggja.
Umræðan um brýna endurreisn Seðlabankans vekur spurn-
ingar um hversu skipulag stjórnkerfisins er vel fallið til að tak-
ast á við verkefni af því tagi sem nú blasa við. Til álita kæmi að
ráða þar bót á með þremur ráðum sem sett yrðu á fót án tafar
með löggjöf sem hefði takmarkaðan gildistíma.
Mótun samræmdra bjargráðaaðgerða er brýn. Það á bæði
við um ráð vegna rekstrarvanda fyrirtækja og eins vegna
stöðu margra heimila. Sérstakt ráð sem hefði það verkefni að
stýra nauðsynlegum viðfangsefnum á þessu sviði og samræma
aðgerðir sem eðli máls falla undir mörg ráðuneyti gæti gert
þetta mikilvæga starf hraðvirkara og markvissara en ella.
Samtímis bjargráðum fyrir fyrirtæki og heimili þarf að leggja
línur um það nýja Ísland sem óhjákvæmilegt er að byggja upp.
Eðlilegt væri að fela sérstöku ráði að vinna samræmda stefnu-
mörkun um þau efni. Þar er um að ræða viðfangsefni og álitamál
sem heyra undir mörg ráðuneyti. Í sumum greinum verður ný
stefnumótun ekki dregin á langinn. Um aðrar greinar geta menn
tekið lengri tíma.
Brýnast er að ákveða framtíðarstefnuna í peningamálum. Það
má ekki draga. En hér þarf einnig að huga að nýju regluverki til
að auka aðhald og öryggi í viðskiptum. Svara þarf spurningum
um hvernig tryggja á samkeppnisstöðu Íslands, hvernig virkja á
nýja möguleika í verðmætasköpun og hvernig endurheimta má
traust sem kallað getur á innlenda og erlenda fjárfestingu.
Að því er peningamálin varðar þyrfti ráð af þessu tagi að
endurmeta hagsmuni Íslands að þessu leyti á næstu þremur mán-
uðum og leggja síðan fram tillögur. Forsætisráðherra hefur sagt
að valið í þeim efnum sé um krónu eða evru. Í því ljósi er líklegast
að niðurstaða endurmats yrði aðild að Evrópska myntbandalag-
inu og Evrópusambandinu. Þá væri ekki úr vegi að stofna sérstakt
hagráð sem hefði það hlutverk að greina efnahagsstarfsemina og
koma með ábendingar þegar nauðsyn krefur.
Mikilvægast af öllu er að tryggja eins víðtæka pólitíska sam-
stöðu og nokkur kostur er um þær stóru ákvarðanir um fram-
tíð Íslands sem taka þarf á næstu vikum. Þjóðin á rétt á að vita
hvert stefnt er áður en kosið verður.
Bjargráð, framtíðarstefna og skipulag:
Stórar ákvarðanir
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar um
Varnarmálastofnun
Mikil aukning hefur verið í framlögum ríkisvaldsins til svokallaðra „varnar-
mála“ síðustu ár. Framlög hafa farið úr 350
milljónum árið 2007 í rúmar 1.400 milljónir
á fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir
þessi miklu fjárútlát standa Íslendingar
varnarlausir gagnvart hörmungum
efnahagskreppunnar. Gæluverkefni formanns
Samfylkingarinnar, Varnarmálastofnun, er
ráðalaus gagnvart því sem nú ógnar Íslendingum
mest, þ.e.a.s. atvinnuleysi, fátækt, auknu heimilis-
ofbeldi í kjölfar efnahagsþrenginga og fleiru. Ljóst
er að Varnarmálastofnun getur ekki tryggt öryggi
almennings og er einfaldlega gagnslaus peninga-
hít.
Þær fréttir úr utanríkisráðuneytinu að nú sé
leitað allra leiða til að draga úr kostnaði voru því
ánægjulegar. Nærtækasta leiðin er líklega að leita
ráða hjá okkur í Ungum Vinstri grænum, enda
höfum við ítrekað ályktað gegn dýrri hernaðar-
væðingu í utanríkisráðuneytinu. Í sérstakri
sparnaðaráætlun UVG, sem hreyfingin
samþykkti nýlega, eru tillögur um sparnað
í utanríkisráðuneytinu upp á 3,3 milljarða
á næsta ári. Þessi sparnaður myndi nást
með því að leggja niður Varnarmálastofn-
un, segja okkur úr NATO, hætta við
loftrýmiseftirlit og heræfingar erlendra
herja, hagræða í rekstri sendiráða og
draga úr alls konar bruðli, svo sem
einkaþotuferðum á herráðsstefnur eins og
þá sem farin var til Búkarest fyrr á þessu
ári.
Við verðum að leggja áherslu á samfélagslegt
öryggi í stað þess að einblína á hernaðarlegt öryggi.
Okkur stafar ekki hætta af erlendum fólum og
hryðjuverkamönnum, heldur af innlendum
skemmdarvörgum sem spila rússneska rúllettu með
peninga skattborgara, og duglausum ráðamönnum
sem skjóta sér undan ábyrgð þegar allt er komið í
strand. Við verjum okkur best með því að skipta út
fólkinu sem klúðraði málunum, setja skýrar
leikreglur fyrir þá sem höndla með almannafé og
það sem mikilvægast er: styðja við velferðarkerfið,
sameiginlegt öryggisnet þjóðarinnar.
Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Gagnslaus peningahít
STEINUNN
RÖGNVALDSDÓTTIR
Nýr fulltrúi
Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar í
bankaráð Seðlabankans verður
kjörinn á Alþingi í dag í stað Sigríðar
Ingibjargar Ingadóttur sem sagði sig
úr ráðinu fyrir tæpum mán-
uði. Sagði hún ástæðuna
vera þá að Seðlabankinn
hafi gerst sekur um
alvarleg mistök við
stjórn fjármálakerf-
isins og nauðsynlegt
væri að skipta um stjórn
Seðlabankans til að skapa
sátt um hann. Enn fremur
baðst Sigríður Ingibjörg
afsökunar á því að
hafa ekki axlað
ábyrgð fyrr.
Vantraustið vex
Síðan þetta var hefur gagnrýnin á
Seðlabankann aukist ef eitthvað er;
Samfylkingin lýst vantrausti á seðla-
bankastjórana þrjá en hinn fulltrúi
flokksins í bankaráðinu, Jón Sigurðs-
son, situr samt sem fastast.
Varamenn Samfylkingarinnar
í bankaráðinu eru Guðný
Hrund Karlsdóttir og
Valgerður Bjarnadóttir.
Ekkert hefur heyrst
um traust þeirra á
bankastjórun-
um né heldur
hvort önnur
þeirra verður
bankaráðs-
maður.
Hver vill og verður?
Að ofangreindu er ljóst, að það
má sæta tíðindum, miðað við það
sem á undan er gengið, ef Sam-
fylkingin finnur nokkurn innan
sinna vébanda sem er
reiðubúinn að vinna við
aðstæður sem flokk-
urinn hefur lýst slíkri
vanþóknun á.
bergsteinn@frettabladid.is
Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun
Skuggabankastjórnin fjallar um
stýrivaxtaákvörðun næsta
fimmtudag.
Jeffrey Sachs skrifar um mistök
Alans Greenspan í Markaðnum
Í Markaðnum á morgun