Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.11.2008, Qupperneq 18
 4. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r Í skammdeginu er ekki úr vegi að fyrirtæki geri vel við starfs- fólk sitt með því að lauma gjafabréfi með dekri og mat í jólapakkann. Hjá Gullna hliðinu á Álftanesi er ekki boðið upp á hefðbundin jóla- hlaðborð en þar geta gestir notið taílenskrar matargerðar eftir dekur og nudd. „Við ákváðum að vera ekki með neitt sérstakt jólatengt því við höfum orðið vör við það síðustu ár að fólki finnst svo gott að fá eitt- hvað annað en hefðbundið jóla- hlaðborð. Það andvarpar bara af létti þegar það kemur hingað inn,“ segir Bogi Jónsson, annar eigenda Gullna hliðsins. Þar er boðið upp á gjafabréf bæði fyrir einstaklinga og hópa í jurtagufubað og sjópott eða nudd, jurtagufubað og sjópott og hópar geta svo bætt við mat á eftir. „Við tökum bara einn hóp á dag þannig að fólk fær alveg að vera í friði út af fyrir sig. Stund- um hefur það jafnvel smá fund fyrst og fer svo í dekur og mat á eftir.“ Í Japanska baðinu og veitinga- húsinu Gullinský á Skúlagötu 40 geta einstaklingar og fyrirtæki keypt gjafabréf í dekur og góðan mat á eftir. Ylfa Carlsson eigandi segir gjafabréfin vinsæl af fyrir- tækjum. „Jólatilboðið köllum við Fulla meðferð og mat, en þá fer fólk í skrúbb og er þvegið og skrúbbað frá toppi til táar upp úr sápum og söltum. Svo fer það í heitan pott til að slaka á og þenja út vöðvana og fer í klukkutíma nudd á eftir. Eftir þessa meðferð er matur og meira að segja hægt að leggja sig uppi í sófa eftir hann.“ Ylfa segir fólk hafa þörf fyrir að slaka á og hafi eftirspurnin eftir dekri aukist síðustu vikur. „Það koma alls konar hópar til okkar og þetta er vinsæl gjöf, sér- staklega núna á þessum síðustu tímum. Oft var þörf en nú er það nauðsyn.“ - rat Slökun og matur í jólagjöf Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham bjóða upp á dekur og góðan mat fyrir hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Slakað á þreyttum vöðvum í heitum potti fyrir nudd í Japanska baðinu á Skúlagötu. Eftir heitan pott og nudd er gott að slaka á yfir góðum málsverði í Japanska baðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fólki er þvegið og skrúbbað frá toppi til táar upp úr sápum og söltum í Japanska baðinu. Bækur hafa notið mikilla vin- sælda í gegnum tíðina á íslenskum heimilum og því gæti gjafaáskrift í bókaklúbb verið kjörin jólagjöf í ár. „Við erum með bókaklúbb sem kallast Hugur, líkami og sál,“ segir Hildur Þormóðsdóttir, framkvæmdastjóri bókaforlags- ins Sölku. „Við sendum út bækur fjórum sinnum á ári og erum með verðið um það bil 30 prósentum lægra en í bókabúðunum. Flestar bækurnar eru á 2.000 krónur og er sendingarkostnaðurinn innifalinn í því.“ Að sögn Hildar geta allir skráð sig í bókaklúbb Sölku. Ekkert árs- gjald er í bókaklúbbinn, en greitt er fyrir hverja bók sem send er heim til viðskiptavina. Hildur bendir enn fremur á að fólk geti afþakkað og endursent bækurn- ar líki þeim ekki pakkinn. „Hægt er að skipta bók út eða fá bækur endurgreiddar innan tíu daga eftir að þær hafa verið sendar heim,“ bendir hún á. „Við bjóðum upp á gjafakort í bókaklúbbinn. Er þá algengast að fólk borgi fyrirfram fyrir tvær sendingar, eða sem samsvarar sex mánaða áskrift,“ segir Hildur og bætir við að hægt sé að kaupa ársáskrift, sem samsvarar fjórum bókum. „Það eru ákveðnar bækur sem við sendum út, en hægt er að skipta bókinni sem send er heim fyrir aðra bók hjá Sölku ef sú er löngunin. Við erum aðallega með sjálfsræktarbækur í þessum klúbbi eins og nafnið Hugur, lík- ami og sál ber með sér. Þetta eru allt uppbyggilegar bækur, heilsu- bætandi bæði fyrir líkama og sál,“ segir hún. Kristinn Arnarson, fram- kvæmdastjóri Eddu útgáfu, telur gjafaáskrift í bókaklúbb tilvalda jólagjöf og skemmtilega leið til að gefa gjöf sem lifir dálítið leng- ur. Edda starfrækir fimmtán mis- munandi bókaklúbba. Skuldbind- ing við þá er að öllu jöfnu þrír mánuðir, en það er þó mismunandi eftir klúbbum. „Við erum með bóka- og áskrift- arklúbba fyrir alla fjölskylduna. Kiljurnar eru sendar út sex sinn- um á ári, eða annan hvern mánuð,“ segir Kristinn og bætir við að sumir klúbbarnir sendi einu sinni í viku. Bókaklúbbsáskrift Eddu er greidd mánaðarlega eða greitt er fyrir hverja sendingu líkt og hjá Sölku. - aóv Gjafir sem lifa lengur Hildur Þormóðsdóttir mælir með gjafa- korti í bókaklúbb Sölku. Kristinn Arnarson hjá Eddu telur gjafa- áskrift tilvalda jólagjöf. Bækur eru vinsælar gjafir á Íslandi og því ekki úr vegi að gefa áskrift í bókaklúbba. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jólakúlur eftir listakonuna Ólöfu Erlu Bjarnadóttur eru sniðug- ar í jólapakkann og tilvalið að styrkja innlenda framleiðslu. Íslenskt handverk á alltaf vel við í jólapakkann og ekki úr vegi að fyrirtæki styrki innlenda framleiðslu þegar kemur að vali jólagjafa handa starfsfólki. Vandinn liggur helst í því að finna eitthvað sem flestum gæti líkað. Jólaskraut er bæði sniðug og nyt- samleg fyrirtækjagjöf en flest fyrirtæki afhenda jólagjafir til starfsmanna eitthvað fyrir jól. Íslenskt handverksfólk og listamenn sýndu vörur sínar í Ráð- húsi Reykjavíkur um helgina og þar mátti meðal annars finna handgerðar jólakúlur eftir leirlistakon- una Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Kúlurnar eru látlausar og ættu að falla í kramið hjá flestum og alltaf er pláss fyrir fallegt jólaskraut í gluggann. Á heimasíðu Handverks og hönnunar, www.hand- verkoghonnun.is, er að finna upplýsingar um lista- menn og vörur þeirra. Einnig má finna skemmtileg- ar íslenskar gjafir á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands, www.honnunarmidstod.is. - rat Jólaskraut í pakkann Ó ! · 1 2 0 8 0 Hringhellu 2 220 Hafnafirði Hrísmýri 5 800 Selfossi Sími 4 400 400 www.mest.is Malarhöfði 10 110 Reykjavík Haltu þér á floti Frábært gólfefni Verð frá: 1.990kr. Góð lausn frá Steypustöðinni MEST

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.