Fréttablaðið - 04.11.2008, Page 20

Fréttablaðið - 04.11.2008, Page 20
 4. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r Fyrirtæki sem vilja láta gott af sér leiða geta keypt gjafabréf af Hjálparstarfi kirkjunnar. Þau er hægt að skoða á síðunni gjofsemgefur.is. „Það er tvennt sem sker sig úr á gjafabréfasíðunni hvað vinsældir varðar, það eru brunnar og geitur,“ segir Bjarni Ólafsson, verkefna- stjóri hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar. „Hægt er að gefa hlutdeild í brunni með 5.000 króna fram- lagi. Síðan hafa eitt og eitt fyrir- tæki gefið heilan brunn. Starfs- fólkið fær jólakveðju þess efnis að fyrirtækið hafi í nafni starfs- manna gefið brunn sem gerð- ur verði í Malaví eða Mósambík. Hann kostar um 190.000 krónur. Við hjálpum fjölskyldum að hjálpa sér sjálfar og það virkar mjög vel að gefa búfé. Hugsum okkur fjölskyldu sem fær tvær geitur sem síðan fjölga sér hratt. Þá fær fólkið bæði mjólk og kjöt. Sú kvöð fylgir með að fjölskyldan gefi síðan eina geit af sínum stofni til einhvers sem þarf hennar með.“ Það er líka þakklátt að frelsa börn úr ánauð á Indlandi að sögn Bjarna. „Þeir lægst settu á Ind- landi fá stundum lán hjá atvinnu- rekendum sínum út úr neyð. Veðin í þeim lánum eru börnin á heimil- inu. Þau fara að vinna hjá atvinnu- rekandanum en launin eru svo lág að þau geta aldrei borgað lánið. Við erum í tengslum við mann- réttindasamtök sem aðstoða fjöl- skyldurnar við að frelsa börnin og koma þeim í skóla. Það kostar að meðaltali 5.000 krónur og þetta er falleg gjöf. Við erum líka með innanlands- aðstoð á gjafabréfasíðunni. Það er framtíðarsjóðurinn sem styrk- ir efnalitla unglinga á Íslandi til að ljúka framhaldsskóla og hefja lánshæft nám. Allt þetta hentar vel fyrirtækjum sem vilja gefa gjöf sem gefur.“ - gun Að láta gott af sér leiða Brunnar og búfénaður á borð við geitur og hænur eru vinsælar gjafir að sögn Bjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAGeiturnar koma sér vel fyrir fátæka í Afríku. Viðbúið er að fleiri kjósi að ferð- ast innanlands á næstu mánuðum og því eru ferðahandbækur, með léttu og skemmtilegu fræðsluívafi, tilvaldar í jólapakkann í ár. 101 Ísland: Áfanga- staðir í alfaraleið er vega- handbók sem hentar fyrir ferðalanga nútímans. Þar eru lesendur kynntir fyrir stöðum sem eru annaðhvort á fárra vit- orði eða að vinsælir og jafnvel heimsfræg- ir áfangastaðir eru sýndir í nýju ljósi. Þá er ljósi brugðið á þjóðarsöguna og sér- kenni þjóðarsálar- innar. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna eiga stað- irnir sameiginlegt að vera í alfara- leið við þjóðvegi landsins. Í Ferðahandbók fjölskyldunn- ar er sagt frá stöðum sem eru í senn áhugaverðir og fjölskyldu- vænir, þar sem börn geta unað sér í guðs- grænni náttúrunni og kostar jafnframt ekk- ert að upplifa. Mark- mið höfundanna, Tóm- asar Guðmundssonar og Bjarnheiðar Halls- dóttur, er að fá fólk til að skoða, upplifa og njóta og slaka á. Helstu sögustað- ir landsins frá land- námsöld til vorra daga eru til umfjöllunar í end- urbættri útgáfu af Sögu- stöðum Íslands eftir Örn Sigurðsson. Sögustaðirn- ir, sem eru rúmlega 280 talsins, eru ýmist stað- ir þar sem sögulegir eða voveiflegir atburðir hafa átt sér stað og er vísað til þeirra á kortum. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga sem gaman getur verið að fletta í gegnum á ferðalaginu og lesmálið er á íslensku, ensku og þýsku. Ný sýn á náttúru landsins Ferðahandbækur getað varpað nýju og skemmtilegu ljósi á áfangastaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Heitasta spilið í heiminum nú er Rubik Revolution-töfratening- urinn, sem talar íslensku, er raf- rænn og var kosinn leikfang árs- ins í Bandaríkjunum í fyrra. Hann er loks fáanlegur hér heima, en á hverri hlið er einn leikur og ljós í miðju teningsins sem maður eltir til að leysa ákveðið dulmál til að geta brotið kubbinn upp,“ segir Guðjón Guðmundsson, eigandi Nordicgames, sem flytur inn og gefur út á íslensku flest af vin- sælustu spilum ver- aldar fyrir fullorðna, börn og alla fjölskylduna til að spila saman. „Það spil sem við höfum mest selt af í gegnum tíðina er Sequ- ence, en það er mest selda spil í heiminum án nokkurra auglýs- inga og hefur eingöngu spurst út á milli manna. Það sameinar að vera einfalt, mjög skemmtilegt og krefjast hugsunar. Þá stopp- ar Partý & Co Extreme-spilið aldrei við, enda kallað besta spil allra tíma af mörgum og samein- ar öll skemmtilegustu spil heims í einu,“ segir Guðjón sem býst við miklum vinsældum nýútgefinna spila í ár. „Trans Europa og Cartagena eru ný og spennandi fjölskyldu- spil og nú bætist við þriðja spil- ið í Ticket to Ride-seríunni sem heitir Norðurlöndin. Það geng- ur út á að safna lestarleiðum á milli borga á Norðurlönd- um og er feikivinsælt. Ticket to Ride fékk verð- laun sem besta spil árs- ins í fimmtán löndum fyrstu árin sem það kom á mark- að.“ Sjá nánar á www.nordicga- mes.is. - þlg Partí og töfrateningar Rubik Revolu- tion-töfratening- urinn er rafrænn og talar íslensku. Ticket to Ride er frábært fjöl- skylduspil, en nýjasta útgáfan snýst um lestarleiðir á Norður- löndunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.