Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 34
22 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Guðmundur Benediktsson hlakkar til þess að klæðast svörtu og hvítu treyjunni á nýjan leik en hann þekkir vel til hjá Vesturbæjarfélaginu eftir að hafa leikið með KR í tíu sumur frá árinu 1995 til árins 2004. „Ég hafði vissulega leitt hugann að því annað slagið að snúa aftur í KR en það varð engin alvara úr því fyrr en möguleikinn bauðst mér núna um síðustu helgi og ég er ánægður með að þetta sé gengið í gegn. Ég þekki vel til félagsins og hlakka til þess að vinna með Loga [Ólafssyni, þjálfara KR] sem og öllum þeim sem koma að þessu ágæta félagi,“ segir Guðmundur sem var einkar sigursæll á tíma sínum hjá KR og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari, árin 1999, 2000, 2002 og 2003. Þar að auki varð hann bikarmeistari með Vesturbæjarfélaginu árin 1995 og 1999. Framherjinn knái lék svo fjögur síðustu sumur með Valsmönnum og varð bikarmeistari þar árið 2005 og átti svo stóran þátt í því að tryggja þeim Íslandsmeistara- titilinn árið 2007, eftir tuttugu ára bið Hlíðarendafélagsins. „Það var sérstaklega ánægjulegt að vinna Íslandsmeistaratitilinn með Val, þar sem félagið var ekki búið að vinna hann í fjölda ára. Síðasta tímabil olli mér hins vegar vonbrigðum, sem og öðrum leikmönnum Vals og öllum í kringum félagið. Það voru eflaust margir samverkandi þættir sem urðu til þess að svo fór sem fór. En það þýðir þó lítið að spá í það núna, heldur verður maður bara að horfa fram á veginn og ég hlakka til að tak- ast á við komandi áskoranir með KR,“ segir Guðmundur. Hinn 34 ára gamli Guðmundur skrifar undir eins árs samning við KR en ætlar svo að taka stöðuna á málum í lok næsta sumars. „Í fyrsta lagi vonast ég til þess að vera heill heilsu og í öðru lagi vonast ég til þess að hjálpa KR að vinna titla. Ef mér líður þannig næsta haust að mér finnist í lagi með líkamann þá mun ég halda áfram. Maður á aldrei að hætta of snemma því sem maður elskar að gera,“ segir Guðmundur. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON: HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ SNÚA AFTUR Á FORNAR SLÓÐIR OG SPILA MEÐ KR Vonast til þess að hjálpa KR að vinna titla HANDBOLTI Ólafur Stefánsson gekk í gær endanlega frá þriggja ára samningi við danska C-deildarlið- ið AG Håndbold. Hann mun flytja búferlum ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar næsta sumar og spila með félaginu frá og með næsta vetri. „Þetta var bara að gerast. Ég var að fá pappírana í hendurnar og það er allt klappað og klárt. Ég skrifaði undir fyrir nokkrum dögum síðan og var að bíða eftir því að þeir skrifuðu líka undir og samþykktu samninginn. Ég er því á leið til Danmerkur og fótboltinn verður að bíða betri tíma,“ sagði Ólafur kátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær og aug- ljóst að hann var mjög ánægður með niðurstöðu mála. Ólafur hafði talað um það áður að hann langaði að spila með knattspyrnuliði Vals áður en hann hættir íþróttaiðkun en sá draumur er nú kominn aftur á hilluna. „Þetta er ákaflega spennandi verkefni sem bíður í Danmörku. Þetta félag ætlar sér að komast upp í úrvalsdeild næsta vetur og vinna Meistaradeildina eftir þrjú ár. Það er háleitt markmið og stór gulrót. Það væri virkilega gaman að ná því að vinna Meistaradeild- ina með þriðja félaginu,“ sagði Ólafur en hann segir fjölskylduna vera spennta að flytja til Kaup- mannahafnar. Vill frekar rafmagnsbíl en Ferrari Aðalstyrktaraðili AG Håndbold er skartgripasalinn Jesper Nielsen en hann hefur verið yfirlýsinga- glaður í dönskum fjölmiðlum. Meðal annars talað um að Ólafur muni fá að búa í húsi sínu og svo muni hann láta Ólaf fá Porsche eða Ferrari er hann kæmi til Dan- merkur. „Hann þekkir mig nú ekkert sér- staklega vel ef hann heldur að ég vilji fá Ferrari. Ég myndi frekar kjósa rafmagnsbíl eða eitthvað álíka,“ sagði Ólafur léttur. „Annars hef ég nú aldrei hitt þennan Jesper. Ég er samt að leita mér að húsi og ef hann vill lána mér húsið sitt er aldrei að vita nema ég þiggi það.“ Mikið hefur verið skrifað um að Ólafur verði einn launahæsti leik- maður heims færi hann til AG og framkvæmdastjóri AG Håndbold staðfesti við Fréttablaðið að Ólaf- ur yrði í það minnsta einn launa- hæsti leikmaður Dana. „Auðvitað skipta peningarnir líka máli. Þeir eru að bjóða mér fínan samning, eða svipaðan og ég er með hjá Ciu- dad núna. Svipað þýðir minna eða meira en ég segi ekki meir um það,“ sagði Ólafur sem hefur verið efni kjaftasagna hjá fólki eftir að það spurðist út að hann ætlaði í neðrideildarlið í Danmörku. „Ég hef heyrt eitthvað af því en ég get alveg eytt þeim sögum að ég sé gjaldþrota. Ég er með allt mitt meira og minna hér úti þar sem ástandið er betra.“ Ólafur segir þessa hugmynd hafa verið á lofti í rúmt ár en hann hafi aldrei spáð alvarlega í það að fara til þessa félags fyrr en eftir Ólympíuleikana. Verð að reyna að gleyma aldrinum „Ég hitti Klavs Bruun Jörgensen úti í Peking en hann er að taka við liðinu ásamt núverandi þjálfara. Við töluðum þá um þetta meira í gríni en alvöru en eftir að ég sat fund með forráðamönnum félags- ins sá ég að full alvara var á bak við hugmyndir félagsins. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni, sem er krefjandi. Það verður sérstakt að leika í næstefstu deild væntanlega næsta vetur en þá get ég kynnst félögunum betur og það verður áskorun að halda sér í toppformi fyrir stóru verkefnin og takmörk- in sem á að ná í kjölfarið. Ég verð að halda dampi fyrsta árið til að eiga tvö góð ár eftir. Svo verð ég að reyna að gleyma aldrinum í leiðinni,“ sagði hinn 35 ára gamli Ólafur sem íhugar að gefa aftur kost á sér í landsliðið þar sem hann er ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna. Landsliðið aftur inni í myndinni „Ég er í raun að framlengja feril- inn um þrjú ár sem var ekkert endilega á dagskránni. Það kom vel til greina að hætta eftir þenn- an vetur með Ciudad. Það er því aldrei að vita nema ég gefi kost á mér í landsliðið eftir næsta sumar ef landsliðið hefur eitthvað að gera við neðrideildarspilara í Danmörku. Ég get kannski verið varavítaskytta fyrir Snorra,“ sagði Ólafur léttur en hann segir ekki líklegt að hann gefi kost á sér fyrr en eftir næsta sumar og þar af leiðandi ekki í janúar eins og menn bundu vonir við. henry@frettabladid.is Fótboltinn verður að bíða betri tíma Ólafur Stefánsson gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska C-deildarliðið AG Håndbold. Segir verk- efnið sem bíður í Danmörku afar spennandi og krefjandi. Mun líklega gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný eftir næsta sumar ef landsliðsþjálfarinn hefur áhuga á neðri deildar spilara í Danmörku. Á LEIÐ TIL KÖBEN Ólafur Stefánsson flytur ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur næsta sumar. Hann mun líklega gefa kost á sér í landsliðið á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Guðjón heill en hélt að allt hefði farið Betur fór en á horfðist með meiðsli Guðjóns Vals Sigurðs- sonar. Hann sneri sig illa á ökkla í síðari hálfleik og yfirgaf völlinn sárþjáður. „Þetta var hrikalega vont og ég hélt að allt hefði farið í ökklanum. Það voru brak og brestir,“ sagði Guðjón Valur sem virðist þó ekki vera alvarlega meiddur. „Ökklinn er mjög bólginn en sjúkraþjálfararnir segja að þetta sé ekkert alvarlegt. Það er í það minnsta ekkert brotið. Ég er að vonast til þess að geta æft á miðvikudag og vonandi spilað á fimmtu- dag. Sjáum hvað setur með það,“ sagði Guðjón Valur brattur en hann segir ekki um að ræða sömu meiðsli á ökklanum og hann varð fyrir á Ólympíuleikunum í Peking. FÓTBOLTI Ensku félögin Chelsea og Liverpool verða í eldlínunni þegar fjórða umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Chelsea getur farið langleiðina með að tryggja sig áfram upp í sextán liða úrslit með sigri þegar félagið heimsækir Roma á Ólympíuleikvanginn í Róm í kvöld. Topplið D-riðils, Liverpool og Atletico Madrid, mætast á Anfield í kvöld og meiri líkur en minni eru á því að Fernando Torres snúi aftur í lið Liverpool eftir meiðsli og geti þar með mætt sínum gömlu liðsfélögum. - óþ Meistaradeild Evrópu: Torres líklega með Liverpool LEIKFÆR? Meiri líkur en minni eru taldar á því að Torres verði með Liverpool á ný í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR KVÖLDSINS A-riðill: CFR Cluj-Bordeaux Roma-Chelsea Stöð 2 Sport 3 B-riðill: Anorthosis-Inter Stöð 2 Sport 4 Werder Bremen-Panathinaikos C-riðill: Sporting-Shakhtar Barcelona-Basel D-riðill: Liverpool-A. Madrid Stöð 2 Sport Marseille-PSV Iceland Express-deild karla Breiðablik-ÍR 75-71 Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 31, Rúnar Erlingsson 16, Daníel Guðmundsson 10, Halldór Halldórsson 5, Emil Jóhannsson 5, Kristján Sigurðsson 4, Loftur Einarsson 3. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 27, Ómar Sævarsson 19 (23 fráköst), Sveinbjörn Claessen 10, Steinar Arason 9, Þorsteinn Húnfjörð 6. Snæfell-Keflavík 62-67 Stig Snæfells: Atli Hreinsson 15, Hlynur Bæringsson 13, Jón Ó. Jónsson 11, Sigurður Þorvaldsson 11, Magni Hafsteinsson 9. Stig Keflavíkur: Hörður Vilhjálmsson 29, Sigurð- ur Þorsteinsson 14, Gunnar Stefánsson 9, Elvar Sigurjónsson 8, Sverrir Þór Sverrisson 3. FSu-KR 92-122 Stig FSU: Árni Ragnarsson 21, T. Viglianco 19, Tyler Dunaway 13, Vésteinn Sveinsson 13, Björg- vin Valentínusson 12. Nicholas Mabbutt 8. Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 27, Jakob Örn Sigurðarson 23, Fannar Ólafsson 19, Darri Hilmarsson 17, Jason Dourisseau 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Helgi Már Magnússon 6. Enska úrvalsdeildin Newcastle-Aston Villa 2-0 Obafemi Martins (60.) & (82.) ÚRSLIT www.takk. is Kíktu á heimasíðuna okkar KÖRFUBOLTI Breiðablik vann góðan 75-71 sigur á spútnikliði síðasta vetrar, ÍR, í Smáranum í gær- kvöldi. Liðin skiptust á að taka forystu í fyrsta leikhluta en heima- menn tóku svo öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og sigldu jafnt og þétt fram úr gestunum. ÍR-ingar voru þá algjörlega heillum horfnir í sókninni og trekk í trekk misnotuðu þeir opin skot- um undir körfunni. Blikarnir kunnu að nýta sér það og leiddu leikinn örugglega þegar flautað var til hálfleiks, 33-18. ÍR-ingar voru líkari sjálfum sér í þriðja leikhluta og skoruðu þá meira en í fyrstu tveimur leikhlut- unum samanlagt eða 20 stig. Stað- an var orðin 54-48 fyrir lokaleik- hlutann og spennan því mikil. Blikarnir héldu hins vegar haus í fjórða leikhlutanum þrátt fyrir að ÍR-ingar næðu að minnka mun- inn niður í tvö stig þegar um þrjár mínútur lifðu leiks og unnu að lokum verðskuldaðan sigur, 75-71. „Við töluðum um það á undir- búningstímabilinu að við brotnuð- um of auðveldlega niður við minnsta mótlæti og mér finnst við vera að taka stórstígum framför- um við það að halda áfram á fullu þótt barið sé hressilega á okkur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, í leikslok í gærkvöldi. Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, sá ýmislegt jákvætt í leik sinna manna þrátt fyrir tapið. „Við áttum erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik en varn- arvinnan var allan tímann nokkuð ásættanleg. Framlag Sovic fyrir þá vó ansi þungt og hann fékk heldur of mikla virðingu upp við körfuna og það var munurinn á þessum liðum í leiknum,“ segir Jón Arnar en ÍR lék án Hreggviðs Magnússonar og munar um minna. - óþ Breiðablik lagði lánlaust lið ÍR af velli, 75-71, í Kópavogi í gærkvöldi: Nýliðar Blika áfram á sigurbraut BARÁTTA ÍR-ingar börðust en uppskáru ekkert. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.