Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 8
8 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 Hversu háa upphæð eru Norðmenn tilbúnir til að lána íslenskum stjórnvöldum? 2 Í hvaða deild spilar danska handknattleiksliðið AG Hånd- bold? 3 Hvaða leikstjóri undirbýr nú gerð ævintýramyndarinnar Hvíslarinn? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30 VINNUMARKAÐUR Erla Waage hefur verið atvinnulaus frá því það fór að herða stíft að á fasteignasölun- um en hún starfaði áður í fast- eignageiranum. Erla segir að ekki sé bjart fram undan í fasteigna- viðskiptum og hún er ekki vongóð um að finna vinnu. „Fasteignabransinn er eiginlega dauður og fáir sem starfa þar í dag,“ segir hún. „Ég hef mjög gott samband inn í þennan geira og get ekki séð betur en að verið sé að segja flestöllum upp. Mér skilst að allir almennir starfsmenn séu farnir.“ Erla hefur verið að leita sér að vinnu frá því í sumar og segir að það hafi ekki gengið vel. „Það er mjög lítið í boði. Ef maður hefur fengið ádrátt þá fær maður svarið að það eigi að bíða með að ráða. Allir halda að sér höndum því að ástandið í þjóðfélaginu fer versn- andi með hverri viku sem líður. Þetta er alveg ískyggilegt.“ Boðið er upp á ráðgjöf á Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins og Erla hefur nýtt sér það. Erla hefur ekki neina sérstaka stefnu fram undan. Hún veltir upp hugmyndum um að fara úr landi en rifjar um leið upp að hún sé „ekki kona á besta aldri og það er náttúrulega ennþá erfiðara. Ég held það sé mjög, mjög erfitt fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt að fá vinnu núna. Ég heyri það alls staðar.“ Erla telur sýnilegt að stjórnvöld hafi ekki staðið sig í aðdraganda fjármálakreppunnar og telur rétt að skipta um fólk í ríkisstjórn. „Til að fá hreyfingu á hlutina þurfa nýir menn að koma að vegna þess að við erum ekki upplýst um stöðu þjóðarbúsins.“ Lárus Wöhler starfaði hjá bíla- umboði á höfuðborgarsvæðinu en var sagt upp í ágúst. Hann segir að allt sé farið, „húsið, vinnan, við erum á leið úr landi, held ég,“ segir hann. „Við erum með gengis- lán á húsinu og skulduðum helm- ing. Núna er lánið orðið miklu hærra en verðmæti hússins þannig að það er allt farið. Bankinn er stífur og leiðinlegur. Það er búið að frysta allt en bankinn hótar öllu illu eftir fjóra til sex mánuði. Ég er búinn að tala við ráðherra og fæ engin svör.“ Lárus er þriggja barna faðir og eitt á leiðinni. Hann stefnir að því að flytja með fjölskylduna úr landi og er að þreifa fyrir sér í Noregi. „Það er ekki hægt að lifa við þetta ástand,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Atvinnulaus segir erfitt fyrir fimmtuga að fá nýja vinnu Fyrirtæki halda að sér höndum með ráðningar. Erfitt er fyrir fólk yfir fimmtugu að fá vinnu núna. Margar fjölskyldur eru á leið úr landi af því að lán hafa hækkað og bankar þykja stífir og leiðinlegir. MISSTI VINNUNA Í SUMAR „Ég held að það sé mjög, mjög erfitt fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt að fá vinnu núna. Ég heyri það alls staðar,“ segir Erla Waage, sem starfaði í fasteignageiranum áður en hún missti vinnuna í sumar eins og svo fjöldamargir aðrir Íslendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Það er ekki hægt að lifa við þetta ástand. LÁRUS WÖHLER ATVINNULAUS ÞRIGGJA BARNA FAÐIR EFNAHAGSMÁL Áhugasamir nemendur í fjármálavísindum ættu að fylgjast vandlega með því sem er að gerast á Íslandi því það er sú allra dramatískasta lýsing sem sögð hefur verið af því hvernig ófyrirleitnir banka- menn geta misst tök á frjálsum markaði og rústað efnahag heillar þjóðar. Á þessa leið hljómar lýsing hagfræðiprófessorsins Uwe E. Reinhardt sem birt var í gær á vef Princeton-háskóla. Reinhardt segir að sögu Íslendinga eigi að notast við til að endurrita kennslugögn í hagfræði en þær séu staðnaðar í oftrú sinni á frjálsum markaði. - kdk Bandarískur prófessor: Vill fall Íslands í kennslubækur EFNAHAGSMÁL Embættismanna- hópur frá Norðurlöndunum hittist í Stokkhólmi í dag til að ræða fjár- málakreppuna á Íslandi. Þetta er fyrsti fundur hópsins og því er ekki búist við neinum ákvörðun- um. Bolli Þór Bollason, ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins, segir að farið verði yfir helstu efnis- atriði í áætlun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fyrir Ísland, horfurnar og hver lánsfjárþörfin sé. Fulltrúar sjóðsins mæti á fundinn. Norðmenn tilkynntu í vikunni að þeir ætluðu að bjóða Íslending- um lán upp á um 75 milljarða króna, eða 4 milljarða norskra króna, í gegnum norska seðla- bankann. Lánið verður lagt fyrir Stórþingið á næstunni en þingið verður að samþykkja að norska ríkið gangi í ábyrgð. Bolli segir óformlegar þreifing- ar hafa verið milli landa. „Menn eru auðvitað að vonast til að þegar löndin sjá hvað er í pakka Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins þá verði menn tilbúnir til að ræða framhaldið en það er mjög erfitt að segja til um það fyrir fram,“ segir Bolli. „Það eina sem liggur fyrir er að Norð- menn hafa ákveðið að stíga fyrsta skrefið og lána okkur og svo verð- ur að koma í ljós hvað verður. Von- andi verða umræðurnar þannig að menn geti farið heim til sín og tekið ákvörðun um næstu skref. Og jákvæðar meldingar fáist sem nýtast á stjórnarfundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á föstudag.“ Bæði Danir og Svíar eiga við bankakreppu að glíma. Bolli segir að auðvitað gefi norska lánið þó ákveðna viðmiðun. - ghs EMBÆTTISMENN RÆÐA MÁLIN Fjallað verður um fjármálakreppuna á Íslandi á fundi í Svíþjóð í dag. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins segir að eftir hann geti menn vonandi tekið ákvörðun um næstu skref. Embættismannahópur ræðir íslensku kreppuna: Norska lánið er ákveðin viðmiðun BANDARÍKIN, AP Óvenjugóð þátttaka var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær, eins og fyrir fram var reyndar almennt reiknað með. Jafnvel í ríkjum, þar sem repúblikanar hafa oftast reynst sigursælir, var talið að kosningaþátttakan myndi slá öll met. Þessi mikla þátttaka átti líka sinn þátt í því að ýmsir hnökrar urðu víða á framkvæmd kosninganna. Langar biðraðir mynduðust víða, svo sums staðar þurftu einhverjir frá að hverfa. Auk þess urðu víða bilanir í kosningatölv- um, svo fólk þurfti að að kjósa með gamla mátanum: merkja við á kjörseðli. Á einum stað í Virginíu mynduðust mjög langar biðraðir vegna þess að yfirmaður á kjörstað svaf yfir sig. Barack Obama tók hins vegar daginn snemma og greiddi atkvæði ásamt eiginkonu sinni Michelle í hverfisgrunnskóla í heima- borg sinni, Chicago, strax klukkan 7.30 að staðartíma. Aðrir kjósendur á staðnum klöppuðu þegar hann kom úr kjörklefanum. „Ferðin tekur enda, en að kjósa með dætrum mínum, það var heilmikið mál,“ sagði hann síðar við fréttamenn. John McCain viðurkenndi í gær, þegar kosningabaráttunni var lokið, að sigurlíkur sínar væru minni en Obama. „Ég átta mig á því,“ sagði hann, „en þið getið ekki ímyndað ykkur hve spennandi það er fyrir mann að standa svo nálægt mikilvægasta embætti heims og ég ætla að njóta þess. Ég mun aldrei gleyma þessu svo lengi sem ég lifi.“ - gb Góð þátttaka í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gærdag: Óvenjumikil kjörsókn skapaði vanda FYRSTA TÆKIFÆRI TIL AÐ KJÓSA ÞELDÖKKAN FORSETA „Ég hélt aldrei að ég myndi lifa nógu lengi til að gera það,“ sagði Alnett Wooden, 86 ára íbúi í höfuðborg- inni Washington, þegar hún hélt á kjörstað í gær til að greiða Barack Obama atkvæði sitt. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúð í Garðabæ á sunnudag. Við húsleit fundust um 60 kannabis- plöntur. Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Efnin voru ætluð til sölu. Yngri maðurinn, sem var handtekinn við komu til landsins aðfaranótt mánudags, var með rúmlega 100 grömm af kókaíni falin í enda- þarmi. - jss Tveir karlmenn teknir: Kannabis og kókaín í þarmi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.