Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 16
 5. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR „Eitt af helstu markmiðum félagsins Barnavistun er að gæðastýra dagfor- eldrastéttinni. Gæðastýringin geng- ur meðal annars út á að bjóða upp á opna og sjáanlega starfsemi. Einnig að foreldrar ungra barna hafi aðgang að upplýsingum um það starf sem fer fram hjá dagforeldrum,“ segir Kol- brún Hildur Gunnarsdóttir, dagfor- eldri og meðlimur í stjórn Barnavist- unar, félags dagforeldra í Reykjavík. Félagið fagnar fimmtán ára afmæli sínu um þessar mundir. Stærstur hluti dagforeldra í Reykja- vík er í Barnavistun og því er ljóst að á vegum félagsins fer fram mikilvæg starfsemi fyrir hönd stéttarinnar. Kol- brún segir félagið ekki einasta stuðla að gæðastjórnun innan fagsins heldur einnig að því að skapa vettvang fyrir dagforeldra til að eiga í samskiptum sín á milli. „Við reynum að skapa sameiginleg- an vettvang fyrir félagsmenn til þess að hittast reglulega með ýmsum fund- um, boðum og ferðalögum. Þannig reynum við bæði að sinna því að ræða alvarleg, pólitísk málefni sem snúa að starfi okkar, en einnig að eiga góðar stundir saman. Við reynum hvað við getum til að hlúa að hverjum og einum og pössum eftir fremsta megni upp á að sem flestir mæti á fundi, svo að fólk einangrist ekki í sínu starfi.“ Starf dagforeldra er einmitt sér- stakt að því leyti að fæstir sem því sinna vinna utan heimilis síns. Þó svo að það geti vissulega leitt af sér vissa einangrun segir Kolbrún starf- ið þó jafnframt afskaplega gefandi. „Starfið er erfitt og krefjandi, jafn- vel meir en fólk gerir sér grein fyrir. En þetta er náttúrulega einnig af- skaplega gaman þegar maður er far- inn að kynnast börnunum og þau eru farin að taka þátt í starfseminni hjá manni. Manni hlýnar um hjartaræt- ur við að sjá að þau fá sitthvað út úr vistuninni hér og læra nýja hluti. Vist hjá dagforeldri er náttúrulega í flest- um tilfellum fyrstu skref þessa litla fólks út í heiminn og því mikilvægt að þeim sé vel sinnt á þessu stigi.“ Stétt dagforeldra hefur átt nokkuð undir högg að sækja undanfarið þar sem fjárveitingar til einkarekinna leikskóla sem og þjónustutrygging- argreiðslur hafa gert hana síður sam- keppnishæfa en áður. Kolbrún segir þó Barnavistun stefna að því að efla starf dagforeldra enn frekar, ekki síst til þess að geta boðið foreldrum ungra barna upp á val í dagvistunar- málum. „Það er okkur mikið metnaðar- mál að vistun hjá dagforeldrum sé valmöguleiki fyrir foreldra ungra barna. Við teljum að slík reynsla sé mikilvægur og góður undirbúning- ur undir leikskólann og umheiminn. Slíkur undirbúningur er besta gjöfin sem hægt er að gefa litlu barni.“ Nánari upplýsingar um starfsemi Barnavistunar má finna á heimasíð- unni www.barnavistun.barnaland.is. vigdis@frettabladid.is BARNAVISTUN, FÉLAG DAGFORELDRA: ER FIMMTÁN ÁRA Gaman að kynnast börnunum VAKTIN STAÐIN VIÐ VAGNANA Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir segir störf dagforeldra bæði krefj- andi og gefandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMSPEKINGURINN WILL DURANT FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1885. „Um leið og frelsið er fullkomnað deyr það í stjórnleysi.“ Bandaríski heimspekingurinn Will Durant skrifaði fjölda bóka um heimspeki og sögu. Hann hlaut Pu- litzer-verðlaunin fyrir bókaflokk sinn í ellefu bindum um sögu sið- menningar. Þær komu út á árunum 1935 til 1975. Nokkrar þeirra hafa komið út á íslensku. Bandaríski skáksnillingurinn Bobby Fischer lagði Boris Spasskí aftur að velli í skákeinvígi í Belgrad í Júgó- slavíu á þessum degi árið 1992. Fis- cher vann tíu skákir, tapaði fimm og fimmtán enduðu með jafntefli. Með þátttöku í einvíginu virti Fis- cher að vettugi alþjóðlegar refsiað- gerðir sem á þessum árum beind- ust gegn Júgóslavíu vegna borgara- styrjaldarinnar sem þar geisaði. Eftir það var Fischer eftirlýstur í Banda- ríkjunum og eigur hans þar gerð- ar upptækar. Hann varð útlægur frá Bandaríkjunum og bjó í Japan og síðar á Íslandi. Hann gat ekki snúið aftur til Bandaríkjanna án þess að hætta á handtöku og fangelsisvist. Einvígi þeirra Fischers og Spasskís í Júgóslavíu var endur- tekning á frægu einvígi þeirra sem fór fram í Reykjavík árið 1972, en þá hirti Fischer heimsmeistaratit- ilinn af Spasskí með talsverðum yfirburðum. Heimsmeistaratitillinn rann Fischer þó úr greipum árið 1975 þegar hann neitaði að verja titilinn fyrir áskorandanum Anatólí Karpov. ÞETTA GERÐIST: 5. NÓVEMBER 1992 Fischer sigrar Spasskí aftur Menningarmiðstöðin Gerðu- berg í Breiðholti boðar til handverkskaffistundar klukkan 20 í kvöld. Að þessu sinni verður kaffið með jólaívafi, enda ekki langt í hátíð ljóssins. Elva Björk Jónatansdótt- ir blómaskreytir mætir á svæðið og sýnir mismun- andi aðferðir við gerð að- ventukransa. Gestum verður að sjálf- sögðu velkomið að taka með sér handavinnu sína, af hvaða tagi sem er, og eiga notalega stund í góðum hópi áhugafólks um handverk. Stefnt er að því að halda handverkskaffi í Gerðu- bergi á eins til tveggja mán- aða fresti á næsta ári, en handverks- og prjónakaffi- stundir hafa sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum. Gerðuberg hvetur fólk jafnframt til að vera óhrætt við að láta vita ef það býr yfir hugmyndum varðandi handverk eða sýnikennslu sem hægt væri að taka fyrir á þessum kvöldum. Handverkskaffi í kvöld Boðið verður upp á kennslu í gerð aðventukransa í Gerðubergi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls Marteins Sverrissonar Langatanga 2, Mosfellsbæ. Hrefna Kjartansdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Kristján Guðmundsson Ljósuvík 24, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans þann 3. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Elín H. Jónsdóttir Friðbjört Gunnarsdóttir Þórir Jónsson Hallfríður Gunnarsdóttir Bragi Már Valgeirsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Bergþóru Bergsdóttur Byggðavegi 149, Akureyri. Þökkum starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun, sérstakar þakkir til starfsfólksins í Skógarhlíð. Einar Björnsson Björn Einarsson Lovísa Kristjánsdóttir Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir Einar Bergur Björnsson Kristján Breki Björnsson. Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Beck Guðlaugsson Urðarstekk 5, Reykjavík, andaðist á hjúkrunardeild Grundar á Landakotsspítala 1. nóvember sl. Útförin verður fimmtudaginn 6. nóv- ember kl. 13 frá Grafarvogskirkju. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Arndís Lilja Níelsdóttir Larry Guðlaugur Keen Kathy Ann Balatoni Keen Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir Guðni Gíslason Guðrún Ásgeirsdóttir Guðmundur Tómasson Lilja Petra Ásgeirsdóttir Erlendur Magnús Magnússon Guðlaug Ásgeirsdóttir Eiríkur Arnarson Níels Árni Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Tómas Björn Þórhallsson pípulagningameistari Forsölum 1, Kópavogi, lést mánudaginn 3. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram í Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða Sunnuhlíðarsamtökin. Kristjana Sigurðardóttir Helga Tómasdóttir Herbert Már Þorbjörnsson Halla Tómasdóttir Björn Skúlason Harpa Tómasdóttir Haraldur Helgi Þráinsson Kristjana Ýr Herbertsdóttir Helgi Már Herbertsson Tómas Bjartur Björnsson Auður Ína Björnsdóttir Unnur Helga Haraldsdóttir Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Guðlaug Ólafsdóttir lést þriðjudaginn 4. nóvember á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Lára M. Gísladóttir Halldór J. Guðmundsson Dagný Ó. Gísladóttir Ragnar Tómasson Helga J. Gísladóttir Sigurgeir Sigurjónsson Guðrún G. Þórarinsdóttir Kristján Þórðarson Vilborg Þórarinsdóttir Sigmundur Örn Arngrímsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar Pálmason skipstjóri, frá Snóksdal, Sóltúni 5, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 2. nóvember. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í Snóksdal, laugardaginn 8. nóvember. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsdeild Landspítalans. Jóhanna Auður Árnadóttir Árni Jens Einarsson Júlíana Guðrún Júlíusdóttir Erna Pálmey Einarsdóttir Kristgeir Arnar Ólafsson Ólafur Oddgeir Einarsson Ólína Þuríður Lárusdóttir og barnabörn. timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.