Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 22
„Ég var búin að horfa á þetta tóma frystihús lengi en það hefur staðið autt í mörg ár,“ útskýrir Ásta Sig- fúsdóttir, glerlistakona og mynd- menntakennari, en hún stendur í framkvæmdum með fjölskyldu sinni á Borgarfirði eystri. „Upphaflega var hugmyndin sú að reka fiskveitingastað í húsinu en tengdasyni mínum datt svo í hug að við keyptum bara allt húsið og byggðum upp hótel.“ Átta gistirými verða á hótelinu, stór herbergi með baði, og er ætl- unin að miða við að fólk stoppi í fleiri en eina nótt í einu. Ásta segir þau sjá fyrir sér að listamenn geti komið og unnið að listsköpun og eins náttúruunnendur en húsið er ofan í fjörunni. „Hótelið verður lista- og heilsu- tengt. Umhverfið er með eindæm- um fallegt hérna og fólk getur notið þess að vera úti í náttúrunni. Þá hugsuðum við okkur að nota dauða tímann, eins og vorin og haustin og eitthvað yfir veturinn, fyrir lista- menn til að vinna. En á ferðamanna- tímanum yrði boðið upp á almenna heilsutengda ferðaþjónustu.“ Einnig segir Ásta á döfinni að byggja upp heita potta og sánabað í fjörunni og að hótelið yrði í sam- starfi við skipulagða ferðaþjónustu á svæðinu til dæmis með göngu- ferðir. Nuddarar yrðu starfandi á hótelinu og boðið upp á heilsusam- legt fæði á vetingastaðnum þar sem hráefnið væri fengið úr hérað- inu. Ásta fékk nýverið styrk úr atvinnuaukningarsjóði Borgar- fjarðar eystri og eru framkvæmdir þegar hafnar við hóteluppbygging- una. „Við höfum þegar opnað gall- eríið og hugsum okkur að bjóða listamönnum að halda sýningar hér í sumar. Svo stefnum við á að opna líka annaðhvort veitingahúsið eða gistinguna í sumar.“ heida@frettabladid.is Frystihúsi breytt í hótel Fjölskylda Ástu Sigfúsdóttur glerlistakonu vinnur nú að því að breyta gömlu frystihúsi á Borgarfirði eystri í hótel. Þegar er búið að opna listgallerí í húsinu og er stefnan sett á frekari opnun í sumar. Borgarfjörður eystri er rómaður fyrir náttúrufegurð og fuglalíf. Í sumar munu listamenn geta sýnt í nýju galleríi í gamla frystihús- inu en þar er verið að byggja upp hótel og veitingastað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA JÓLAFERÐIR til Kanaríeyja eru farnar að seljast hjá Plúsferð- um. Verðið er frá 75.731 krónu á mann miðað við tvo fullorðna og tvö börn í íbúð með einu svefnherbergi á Veril Playa í 12 nætur frá 17. desember. Framkvæmdir eru hafnar í gamla frysti- húsinu. JOMOS herraskór - Þýsk gæðavara KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Gera má ráð fyrir að ferðalög innanlands sæki mjög í sig veðrið á næstunni. Ferðafé- lag Íslands býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika í því samhengi. Þó svo að helsti útivistarárstíminn hérlendis sé liðinn og vetur kon- ungur svo gott sem tekinn við er engin ástæða til þess að hætta með öllu að njóta samvista við fagra íslenska náttúru. Ferðafélag Íslands býður félagsmönnum sínum upp á ýmsa skemmtilega möguleika á útivist og náttúru- skoðun. Til að mynda hittast félagsmenn á hverjum sunnudegi og halda í stutta og hressandi óvissuferð rétt út fyrir borgar- mörkin, en það kemur hugsanlega sumum á óvart hversu miklar náttúruperlur má finna steinsnar frá ys og þys borgarinnar. Félagsgjaldi í Ferðafélaginu er mjög stillt í hóf, en félagsmennsku fylgja ýmis fríðindi. Félagsmenn fá veglega árbók og afslátt af gist- ingu í skálum sem og skipulögðum ferðum félagsins. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar starf Ferðafélags Íslands geta skoðað vefsíðuna www.fi.is. - vþ Göngugleði hvern sunnudag Það er fátt betra en að ganga úti í nátt- úrunni í góðum félagsskap.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.