Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 4
Laugardagur 13. febrdar 1982.
4___________
flokksstarf
Árnesingar
Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helga-
son verða til viðtals og ræða landsmálin i Aratungu mið-
vikudagskvöldið 17. febr. n.k. kl. 21.00
Allir velkomnir
Njarðvikingar ath.
Niðurstaða prófkjörsins um helgina verður bindandi fyrir
þrjú efstu sæti framboðslista Framsóknarfélags Njarð-
vikur ef kjörsókn fer yfir 25% af atkvæðafjölda flokksins i
siðustu sveitarstjórnarkosningum.
Uppstillingarnefnd.
M RIKISSPITALARNIR
lausar stödur
KLEPPSSPÍTALINN
SJÚKRALIÐAR óskast til starfa
strax eða eftir samkomulagi. Upp-
lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i
sima 38160.
KÓPAVOGSHÆLI
ÞROSKAÞJÁLFAR og SJÚKRALIÐ-
AR óskast til starfa strax eða eftir
samkomulagi á Kópavogshæli. Upp-
lýsingar veitir forstöðumaður i sima
41500
Reykjavik, 14. febrúar 1982,
RÍKISSPÍTALARNIR
Til sölu
Subaru station árg. 1980 4 hjóla drifinn.
IVIjög vel með farinn. Ekinn um 22 þús.
km.
Upplýsingar i sima 96-24270
Mercedes Benz 1620
árg. ’67, með
framdrifi og krana
til sölu,
ýmis skipti
möguleg.
Til sýnis og sölu hjá
Aðalbílasölunni
Simi 91-15014
SÉRTILBOÐ!
AAA
ééUááááááéáéH
Fahr heybindivélar
Tvær stærðir: HD-360 og HD-460
Ótrúlega lágt verð
Örfáum vélum óráðstafað úr vetrarsendingu
y AntvnJLAni
fréttir
Neyslukönnunin:
RÚMLEGA 85% BÚA
í EIGIN HÚSNÆÐI
■ t neyslukönnun sem fram-
kvæmd var árið 1979 vegna undir-
búnings nýs visitölugrundvallar,
kom m.a. fram að á höfuðborgar-
svæðinu bjuggu rúmlega 85%
þátttakenda i eigin húsnæði en
tæplega 15% voru leigjendur. Þvi
má bæta við, að heimilisfeður
undir 30 ára aldri voru 34% þátt-
takenda i könnuninni, en eru
aðeins milli 18—19% samkvæmt
þjóöskrá.
Tæpur helmingur þátttakenda
bjuggu i blokk, 20,5% i einbýlis-
húsi, 2,8% i raðhúsi og 28,4% i
öðrum sambýlishúsum en blokk-
um. Meðalstærð eigin ibúða var
4,3 herbergi og röskir 108 fer-
metrar (eldhús, gangar, salerni,
þvottahús og geymslur ekki
reiknaö með i herbergjafjölda og
sameign eða bilskúrar ekki i
flatarmáli ibúða). Meðalstærð
leiguibúða var 2,9 herbergi og 73
fermetrar. Rúmum 30% ibúða
fylgdu bilskúrar eða bilskýli. -
Meðal búsetutimi fjölskyldnanna
i húsnæði sinu reyndist 5,7 ár.
Þá kom fram að um tiunda hver
fjölskylda átti sumarbústað, þar
af um helmingur þeirra með
öðrum. Um 12% höfðu á leigu
orlofshús á árinu, þannig að hátt i
fjórðungur fjölskyldna á höfuð-
borgarsvæðinu hefur væntanlega
dvalið i sumarhúsum á árinu
1979.
—HEI
■ Munnlegur málflutningur hófst i Steindórsmálinu svokallaöa hjá borgarfógetaembættinu I gær kl.
14:30. Steindórsmálið snýst eins og kunnugt er um þaö aö samgönguráðuneytið krefst lögbanns á starf-
semi hílastöövar Steindórs. Keiknaö er meö aö dómsúrskuröur veröi kveöinn upp fljótlega eftir helgi.
Timamynd — Kóbert. ^
BANKARNIR DRAGA
ÚR ÚTLÁNUM
■ „Vegna erfiðrar lausafjárstööu
bankanna og mikillar og vaxandi
bindingar innlána verður ekki hjá
þvikomist að beita enn strangara
aðhaldi að útlánum en verið hefur
að undanförnu”, segir i frétt frá
viðskiptabönkunum. Ennfremur
hafa bankarnir settsér reglur um
Brotist inn
í söluturn
■ Tvær hurðir voru brotnar upp
og talsverðu stolið af tóbaki og
skiptimynt i innbroti sem framið
var i söluturni SVR við Háleitis-
braut i fyrrinótt
Að sögn rannsóknarlögreglu
rikisins eru innbrotsþjófarnir enn
ófundnir. _sjó.
Varamaður í
stað Jóns Múla
■ Alþingi hefur nú kosið vara-
mann i útvarpsráð i stað Jóns
Múla Arnasonar dagskrárfull-
trúa. Alþýöubandalagið tilnefndi
Tryggva Þór Aöalsteinsson fram-
kvæmdastjóra Menningar og
fræðslusambands ASI og var
hann kjörinn.
Jón Múli sagði af sér vara-
mennskunni, en þar sat hann sem
fulltrúi Alþýðubandalags.
þetta aöhald, sem miða á að þvi,
að ekki veröi aukning útlána á
næstunni, hvorki til fyrirtækja
né einstaklinga. ■ Þá verður þess
sérstaklega gætt, að afurðalán
hækkiekki umfram það hlutfall
skilaverðs, sem venjulegt hefur
verið.”
Skýringin sem viðskiptabank-
arnir gefa á þessum aðgerðum er
sú að lausafjárstaöa bankanna i
byrjun ársinsvar lakari í saman-
burði við innlán þeirra og útlán en
hún hefur verið siðan 1976, og tak-
markar sú staða getu þeirra til að
sinna eftirspurn eftir lánsfé. Nú
hefur Seðlabankinn tilkynnt, að
sérstök bindiskylda innlánsstofn-
ana verði 3% heildarinnlána. Sú
upphæðnemur 159millj. kr. fyrir
bankana i heild og var gjaldfelld
5. þ.m. Hefur frekari hækkun
verið boðuð á næstu mánuðum.
Þessi binding er til viöbótar hinni
almennu innlánsbindingu, sem
bankarnir greiða, en hún er 28%
allra innlána. Þá hefur að undan-
fórnu árlega verið gert sam-
komulag við riki og Fram-
kvæmdasjóð um kaup skulda-
bréfa, er nemi 7% innláns-
aukningar. Þær kvaðir, sem
þannig eru lagðar á bankana,
skerða að sjálfsögðu möguleika
þeirra á þjónustu við viðskipta-
menn sina. R.N.
Sýningu Bolla
Gústavssonar
lýkur um
helgina
■ Um þessa helgi lýkur sjmingu
sr. Bolla Gústavssonar, sem
haldiner f félagsheimili Bústaða-
kirkju.
Sr. Bolli sýnir þar um 60 teikn-
ingar og hefur sýningin verið fjöl-
sótt. Meðfylgjandi mynd er tekin
á sýningunni og heitir myndin
Eftir skólanefndarfund.
Fulltrúaráð sjálfstædisfélaganna íReykjavík:
Samþykkti lista kjörnefndar
■ Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélag-
anna I Reykjavik samþykkti á
fundi sinum ifyrradag.tillögu um
fram boðslista fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 1 vor, sem
kjörnefnd lagði fram.
Fyrstu 11 sætin verða þvi eins
og hérgreinir: 1. Daviö Oddsson,
2. Markús örn Atonsson, 3. Albert
Guömundsson, 4. Magnús L.
Sveinsson, 5. Ingibjörg Rafnar, 6.
Páll Gislason, 7. Hulda Valtýs-
dóttir, 8. Sigurjón Fjeldsted, 9.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, 10.
Hilmar Guðlaugsson og 11. Katrin
Fjeldsted.
—AB