Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. febrúar 1982, s erlent yfirlit Indira og Huang Hua utanrikisráðherra Kina, en hann heimsótti Indiru fyrir nokkru. Stéttadeilurnar ógna Indlandi Ofbeldisverk færast í vöxt ■ TVÖ ár eru liðin siðan Indira Gandhi komst altur til valda i Indlandi. Óneitanlega getur hún bent á, að sitthvað hefur gengið betur siðan hún fékk valdataum- ana að nýju. Að nokkru leyti getur hún þakkað það þvi að fráfarandi stjórn hafði reynzt getulitil og margt snúizt á verri veg i stjórnartið hennar. Það tryggði lika Indiru yfirburðasigur i þing- kosningunum, sem fóru fram i janúar 1980. Að öðru leyti má þakka þetta þvi, að árferði heíur verið hag- stætt. Uppskera heíur þvi full- nægt þörfum landsmanna, a.m.k. á indverskan mælikvarða, en mikill fjöldi Indverja hefur lengstum verið og er enn á hungurmörkum. Þá hefur framleiösla á oliu stóraukiztog bætt verulega gjald- eyrisstöðuna út á viö. Þvi er svo ekki aö neita, að Indira hefur tekið sitthvað fastari tökum en fyrirrennarar hennar. Hún hefur komið á meiri röð og reglu. Þá hefur verkföllum stór- lega fækkað. Þetta hefur stutt að þvi að bæta efnahagsástandið. ÞAÐ hefur svo ekki litið hjálpað Indiru að andstæðingar hennar eru margsundraöir. Janata- flokkurinn, sem var samsteypa fleiri flokka, sem voru andstæðir Indiru, sundraðist strax fyrir þingkosningarnar 1980 og má nú heita úr sögunni. Reynt hefur verið að efla nýja flokka á grundvelli hans, en eng- inn þeirra hefur enn náð teljandi fótfestu. Einna helzt hefur kveðið að Þjóðarflokknum, sem er undir forustu Atai Bihari Vajhayee fyrrverandi utanrikisráðherra i rikisstjórn Janataflokksins. Hann hefur nýlega unnið i sex auka- kosningum, sem fóru fram á mis- munandi stöðum. Flokkurinn virðist orðið eiga fylgi i flestum fylkjum Indlands. Hann virðist þó eiga langt i land þangað til að' hann getur boðið flokki Indiru byrginn. Það getur breytt þessu dæmi ef hinum mismunandi andstæðing- um Indiru tekst að sameinast, likt og varö við samvinnu flokkanna, sem stofnuðu Janatasamtökin fyrir kosningarnar 1977, þegar flokkur Indiru beið mikinn ósigur. Það bar vott um viðleitni i þessa átt, að ýms verkalýðsfélög og stjórnarandstöðuflokkar sam- einuðust um að beita sér fyrir allsherjarverkfalli i einn dag i siðastliðnum mánuði. Þátttaka i þvi varð veruleg en þó ekki nógu almenn til að ógna Indiru. Hún brá lika hart við og lét handtaka ■ Vajhayee um 20 þúsund verkalýðsleiðtoga og hafði þá i haldi verkíallsdag- inn. Þeim var fljótlega sleppt al'tur. Þeir keppinautar Indiru sem eru bezt skipulagöir, eru vafalitið kommúnistar. Þeir hafa náð fylkisstjórnunum i Kerala,Tripura og Vestur-Bengal. 1 þessum fylkj- um eru þeir sterkir, en haia hins vegar litið fylgi utan þeirra. Það styrkir þá að fylkisstjórnirnar i þessum þremur fylkjum, einkum þó i Kerala, þykja til íyrirmynd- ar. Þar státar Kommúnista- flokkurinn af þvi að vera eini kommúnistaflokkur veraldar, sem hafi komizt til valda i lýð- raðislegum kosningum. SAMKVÆMT þvi, sem á undan er rakið, stafar Indiru ekki hætta að sinni af pólitiskum and- stæðingum sinum. Stjórn hennar stafar hins vegar mikil hætta af öðrum ástæðum. Ofbeldisverk og lögleysur sem rekja rætur til stéttaskiptingar og þjóðernis- deilna, hafa færzt iskyggilega mikið i aukana á siðari árum. Rikisvaldið virðist máttlaust eöa máttvana i viðureigninni við þennan faraldur. Sums staðar eru það lika yfirvöldin og lögreglan sem gangast íyrir ofbeldisverk- um. Eitt hið alvarlegasta i þessum efnum eru auknar ofsóknir gegn hinum stéttlausu eða útskúfuðu sem telja um 100 milljónir, en Indverjar nálgast það að verða 700 milljónir. Hinir stéttlausu hafa verið undirokuð þrælastétt um aldir, en hafa fengið aukin réttindi á siðari áratugum og rutt sér til rúms i samræmi við þaö. Þetta þola hinar æðri stéttir ekki og hafa þvi gripiö til ofbeldis- verka gegn stéttleysingjunum. Á mörgum stöðum hafa veriö unnin hin hryllilegustu verk aö undan- förnu, m.a. manndráp i stórum stil. Mikil hætta er talin á, aö þessi ofbeldisverk aukisl, þar sem bú- ast má við að stéttleysingjarnir fari að svara liku likt. Næst stéttleysingjunum beinist ofsóknarfaraldurinn gegn þjóð- ernisminnihlutum, en þeir munu telja um 40-50 milljónir og eru dreifðir um allt Indland. Mestar hafa þessar deilur þó orðiö i Norðaustur-lndlandi þar sem þeir sem telja sig heimamenn hafa haldið uppi hreinum ofsóknum gegn aðkomuíólki, sem er af öðru bergi brotið. Loks ágerist það að lögreglan taki dómsvald i sinar hendur, þegar um vissa tegund afbrota- manna er að ræða, t.d. þjófa. Þess eru mörg dæmi að augun hafi verið stungin úr þeim. Að nokkru leyti er þessi of- beldisfaraldur skýrður á þann veg, að brezku réttarvenjurnar, sem um skeið ruddu sér til rúms i Indlandi og nýlendustjórn Breta reyndi að framfylgja, séu nú óðum að missa rætur og fornar siðvenjur og réttarvenjur að ryðja sér braut á ný. Evrópu- menn bresti skilning á þvi að réttarhugmyndir Austurlanda- búa séu frábrugönar siðum og réttarfari þeirra. Þetta kann vel að vera rétt. En það dregur ekki úr þeirri hættu, að magnisl þessar stéttadeilur og þjóðernisdeilur i Indlandi, getur það leitt til hreinnar upplausnar og stjórnleysis. Sennilega er þetta mesta hættan i Indlandi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri? skrifar Móttaka i tilefni af 40 ára afmæli B.S.R.B. er félagsmönnum velunnurum og gestum boðið til kaffidrykkju að Grettistötu 89 sunnudaginn 14. febr. kl. 2-7 e.h. Þar verður einnig sýning þar sem brugðið er upp svipmyndum úr sögu samtakanna frá 1915. Iðnráðgjafi Starf iðnráðgjafa Austurlands með aðsetri á Seyðisiirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. mars n.k. En starfið verður veitt frá 1. ágúst eða eft- ir samkomulagi. Umsóknir ásamt mennt- un og fyrri störfum sendist skrifstofu S.S.A. Lagarási 8 Egilsstöðum. Stjórn S.S.A. Jörð til sölu Jörðin Burstarbrekka i ólafsfirði er til sölu, ef viðunandi verð fæst. Á jörðinni eru nýlegar góðar byggingar og henni fylgir veiðiréttindi i Ólafsfjarðarvatni. Jörðin er i 2ja km. fjarlægð frá bænum. AUar upplýsingar veitir eigandi jarðar- innar, Konráð Gottliebsson, Burstar- brekku, simi 96-62462. Reykjavíkurdeild Hjúkrunarfélags íslands Félagsfundur verður haldinn i Átthagasal Hótel Sögu miðvikudaginn 17. febr. n.k. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Tillögur til fulltrúaráðsfundar 2. Kjarabarátta, staða og nýjustu fréttir. UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i gerð fyrsta áfanga Reykjanesbrautar milii Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Helstu magntöiur eru eftirfarandi: Fylling 30.000 rúmmetrar Skering 28.000 rúmmetrar þar af i berg 10.000 rúmmetrar Malbik 9.000 fermetrar Hluta verksins skal fullgera fyrir 15. sept. 1982 og þessum áfanga skal að fullu lokið eigi siðar en 30. júni 1983. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 16. febrúar n.k. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsing- ar og/eða breytingar skulu berast Vega- gerð rikisins skriflega eigi siðar en 23. febrúar. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni7,105 Reykjavik, fyrirkl. 14:00 hinn26. febrúar 1982 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavik, i febrúar 1982 Vegamáiastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.