Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 9
Andn Árnason Bifreidaeigendur hvattir til ad sýna gætni vid bifreiðasölur: „Aukist að menn kaupi reiðar al- farið á víxlum” — segir Andri Árnason, starfsmaður lögfræðiþjónustu FÍB ■ „Nú siðustu mánuðina hafa vixlaviðskipti samfara bifreiðasölum aukist verulega, jafnvel þannig að menn greiði alfarið fyrir bifreiðarn- ar meðvixlum. Gjalddagar vixianna cru þá jafnan reglubundnir á all- nokkru timabili eftir að afsal hefur veriö gefið út fyrir viðkomandi bif- reið. Þetta þýðir hins vegar i reynd, að seljandi afhendir kaupanda bif- reiðina til fullrar eignar og frjálsrar ráðstöfunar, án þess að kaupandi hafi að fullu greitt fyrir viðkomandi bifreið. í langflestum tilfellum ganga viðskiptin þannig fyrir sig, að kaup- andinn greiðir viðkomandi vixla á gjalddaga, og seljandi verður þá I sjálfu sér ekki fyrir neinum sérstökum óþægindum af þessu greiðslu- fyrirkomulagi. Þó kemur við og við upp sú staða að kaupandi og aörir þeir sem cru ábyrgðamenn á vixilskuldbindingu reynast ekki vera borgunarmenn fyrir þeim vixlum, sem voru hluti af greiðslu kaup- verðsins. Undanfarnar vikur hafa komið hingað til mln einstaklingar sem illa hafa orðiö úti vegna þessa viöskiptamáta, þar sem bifreiðin hefur umsvifalaust verið seld þriðja manni, þannig að seljandi stendur uppi slyppur og snauður með verðlausa vixla i höndunum. t viðskiptum sem þessum verða seljendur að sýna scrstaka varkárni og gera viðeig- andi tryggingarráðstafanir til að hafa ekki fjárhagslegt tap af kaupun- Þetta sagði Andri Arnason starfsmaður lögfræðiþjónustu FIB, i samtali við Timann, en fé- lagið hefur um árabil haldið úti lögfræðiþjónustu fyrir félags- menn innan FtB. Til hans geta félagsmenn leitað, ef þeir t.d. telja sig hafa verið svikna i bif- reiðaviðskiptum, eða ef upp kem- ur ágreiningur um tjónabætur vegna ákeyrslu o.fl. Björn Jósef Arnviðarson, lögfræðingur, hefur tekið að sér aö veita félagsmönn- um samskonar lögfræðiaðstoð á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri. „Til að tryggja seljanda sem bestréttsinn til skilvisra og skað- lausra greiðslna getur verið nauðsynlegt fyrir hann að kanna fjárhagsstööu samþykkjanda, út- gefanda og ábekinga vixla”, sagði Andri Arnason. ,,Ef kaup- andi er sjálfur hvorki samþykkj- andi né útgefandi vixils, er jafn- framt nauðsynlegt að hann riti nafn sitt aftan á vixilinn, en með árituninni ábyrgist hann greiöslu vixilsins. Til þess að tryggja vixilábyrgð annarra en samþykkjanda þarf að afsegja vixil innan tveggja daga frá gjalddaga hans. Af þeim sökum er æskilegt að vixlar séu til innheimtu i þeirn banka sem telst greiðslustaður og sér bank- inn þá um afsagnargerð, ef vixill- inn er ekki greiddur. Til þess að tryggja rétt sinn enn frekar er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að kaupandi setji sérstaka verö- tryggingu fyrir greiðslunni. Ef verulegt fé er lánað af kaup- veröi bifreiöar getur verið nauð- synlegt að krefjast fasteignaveð- tryggingar. Slikt er hægt að gera með þvi móti, að kaupandi gefur út fasteignaveðtryggt skuldabréf, þar sem hann lofar greiðslu ákveðinna afborgana, og bréfið er tryggt með veði i tiltekinni fast- eign. í sumum tilfellum getur veriðnægilegt að taka tryggingu i hinniseldu bifreið. Kaupandi gef- ur þá út veðskuldabréf eða trygg- ingarbréf, þar sem hann veðsetur bifreið þá sem hann kaupir, til tryggingar alborgana eða greiðslu vixla þeirra sem hann greiðir með hluta kaupverðs. Til þess að tryggja réttarstöðu sina, þarf kaupandi að láta þing- lýsa tryggingarbréíinu i þvi um- dæmi sem biíreiðin er skráð, inn- an þriggja vikna frá þvi aö þaö var gefið út. Kostnaðinn á selj- andi að greiða.” En löglræðiráðgjöfin einskorð- ast ekki viö aðstoö viö kokkálaöa bifreiðaseljendur. Langflest þeirra mála sem koma inn á borð Andra, eru vegna meintra galla við sölu á notuðum bifreiðum, sem upp koma þá fyrr en senna. „Við reynum aö leiða i ljós hvort um raunverulega og leynda galla sé að ræða. E1 okkur sýnist raunin vera sú, aðstoðum viö kaupandann við það að reyna að ná samkomulagi við,seljanda bif- reiöarinnar um meðferö málsins, ef um smávægileg atriöi er aö ræöa en visum þvi ellegar til lög- manna,” sagði Andri. „Einnig höfum viö beitt okkur fyrir þvi að gildandi reglum um ökutæki yröi breytt að ýmsu leyti. 1 dag leggjum við þyngsta áherslu á að reglum um sam- ábyrgð tryggingarfélaganna á óskráöum og óvátryggðum öku- tækjum verði breytt. Eins og málum er háttað i dag þarf tjón- þoli i þessum tilfellum að fá dóm fyrir kröfu sinni gegn tjónvaldi, og reyna árangurslaust að inn- heimta hana hjá honum, áður en hægt er að krefja tryggingarfé- lagið. Við viljum fá þessari for- gangsröð snúið við, þannig að tryggingafélagið taki að sér málavafstrið, en tjónþoli fái sinar bætur greiddar strax út refja- laust,” sagði Andri Arnason. — Kás ALDAR AFMÆL Laugardagur 13. febrúar 1982. Laugardagur 13. febrúar 1982. Nina og Þórunn starfsmenn á skrifstofu FtB ■ Félag ísienskra bifreiðaeigenda er orðinn rótgró- inn félagsskapur hér á landi. í maimánuði næstum heldur félagið upp á merk timamót á iifsferli sinum, þegar það minnist hálfrar aldar afmælis sins. Félagið var stofnaðfi. mai árið 1932, og eru nú félag- ar þess rúmlega tiu þúsund talsins. í gegnum árin hefur það veitt félagsmönnum sin- um þjónustu og aðstoð af ýmislegu tagi, auk þess sem það hefur barist fyrir hinum ýmsu baráttu og réttlætismálum bifreiðaeigenda hérlendis. Á þess- um merku timamótum hefur tekið til starfa ferða- skrifstofa á vegum FiB. Það hefur verið draumur forsvarsmanna félagsins i mörg ár að koma á stofn slikri ferðaskrifstofu, en sú hugmynd hefur ekki náð fram að ganga fyrr en nú. Einbeitum okkur að ein- staklingsferðum á bif- reiðum „Undanfarin tvö ár hefur FIB átt ágætis samvinnu við Hafskip og Útsýn um afslátt til handa félagsmönnum á fargjöldum og flutningi bifreiða til Evrópu. Mæltist þessi ráðstöfun vel fyrir, sem sést e.t.v. best á þvi að árið 1980 fóru um fimm hundruð mannsutan með um eitthundrað bifreiöar I þessu sambandi,” sagði Hafsteinn Vilhelmsson, framkvæmdastjóri FIB í samtali við blaðamann Timans. ,,Vegna mikils áhuga ákvað fulltrúaþing félagsins að fara út i eigin ferðaskrifstofurekstur, og tók hún til starfa 1. janúar sl. Viö komum til með að einbeita okkur, a.m.k. í fyrstu, aö skipulagi ein- staklingsferöa á bifreiðum um Noröurlönd og Evrópu. Þá á ég við bæði feröir sem einstaklingar fara i'á eigin bifreiðum, eða bila- leigubifreiöum sem við sjáum þá um að útvega. Við munum taka að okkur aö skipuleggja aksturs- leiðina ef þess er óskað, jafn- framt þvi' sem viö pöntum gist- ingu i sumarhúsum eöa á hótel- um. Alla þessa þjónustu getum við boðið vegna samvinnu og sam- ninga sem náöst hafa við systra- félög FIB á hinum Noröurlöndun- um, í Danmörku FDM, i Noregi NAF og i Svíþjóð Motormannes Riksforbund. Meö þessu mótiget- um við boðið upp á allar feröir og alla þá þjónustu sem þessi félög láta í té með alveg sérstökum af- sláttarkjörum. Gildir það hvort sem um eraö ræöa skipulagningu feröa á bifreið þar sem gist er á tjaldstæðumog sumarhúsum eða dvöl á fyrsta flokks hótelum. 1 ofanálagþá eru þessirsamningar gagnkvæmir, þannig aö viö get- um átt von á auknum ferðalögum félaga innan systrafélaga okkar á hinum Norðurlöndunum, og þá njóta þeirnáttúrulega sömu þjón- ustu og sömu afslátta og félags- menn okkar hérlendis,” sagði Hafsteinn. ,,Letter of credit” Nafndi Hafsteinn sem dæmi aö leiga á bifreið af Opel Kadett gerö á þeirra vegum, annað hvort á Norðurlöndunum eða i Evrópu, i þrjár vikur kostaöi rúmar sex þúáund krónur. Er þá trygging og ótakmarkaður kilómetrafjöldi innifalinn. Samsvarandi verð fyrir tværvikureru tæpar4500 kr. Er þetta hagstæða verð tilkomið vegna þessað félagiö hefur fengið 45% afslátt á upphaflegri leigu. ,,Ef við tökum sem dæmi ferða- lag fjögurra einstaklinga til Luxemburg er tækju sig saman og leigðu eina bifreið i þrjár vikur með fyrrgreindum kjörum, þá myndi kostnaður a hvem ein- stakling vera um sjö þúsund krónur,og er þá innifalið flugfar- gjald, bilaleigubifreið, og gisting allan timann i sumarhúsum. Hins vegar fá börn innan við 10 ára aldur ókeypis gistingu, þannig ef að fjögurra manna fjölskylda væri á ferð, og þar af tvö börn undir 10 ára aldri, þá myndi kostnaður slikrar ferðar á hvern fjölskyldumeðlim nema um 6300 kr. Þetta er þó bundið þvi að gist- ing á hverjum stað veröi frá þremur nóttum upp i viku, allt eftir þvi hvers óskað er af við- skiptavininum. Til viöbótar fá félagsmenn afslátt af ferjuferð- um, aðallega út frá Danmörku, annað hvort til Scandinaviu eöa Þýskalands. Ef menn vilja hins vegar fara meö eigin bifreiö erlendis til ferðalaga, þá sjáum viö um að flytja hann út meö Eimskip til allra þeirra hafna sem það félag hefur ferðir til. Þessum félögum býöstauðvitað að öðru leyti sömu kjör og ég lýsti hér aö framan”, sagöi Hafsteinn Vilhelmsson. „Þeim félagsm önnum, sem fara meö bifreiðar sinar erlendis gefst nú einnig kostur á að fá með sér skuldaviðurkenningar „Letter of Credit”. Skuldaviður- kenningar þessar eru greiðslu- seölar, sem útnefndir eru i ákveðnum upphæðum, sem hægt er að nota erlendis til greiöslu á viögerðum auk slysa- og lögfræði- aðstoðar.semþörfkann að vera á vegna tjóna. Reikningar eru siðan sendir til skrifstofu FIB i Reykjavik og þeir innheimtir i ekki verður hafist handa fljót- lega. Þetta miðar þvi i rétta átt nú, og viö ætlum ekki að láta deigansiga að herma loforð upp á þá aðila sem gefiö hafa þau i þessu sambandi. Annað baráttumál okkar og reyndar allra öifreiðaeigenda er ört hækkandi bensinverð, sem viö viljum fá lækkað. Þá baráttu höf- um við hins vegar háö fyrir dauf- um eyrum stjórnvalda. Við höf- um bent á það ranglæti að á sama tima og bensinverð fer lækkandi erlendis.skuli þaö fara hækkandi hérlendis. 1 ofanálag þá eru skattar lagöir ofaná skatta þegar bensinverðið er reiknað út, sem er náttúrulega enn ein vitleysan. Okkur væri i sjálfu sér ekki svo sárt um þetta háa bensinverð, ef við uppskærum betri vegi fyrir vikið, en þvi' er fjarri. Aðeins 21.7% af þeim fjármunum sem rikið hefur af skattiagningu af bensi'ni fer til vegaframkvæmda, en afgangurinn fer til alls ó- skyldra framkvæmda,” sagði Hafsteinn Vilhelmsson að lokum. —Kás. Þjónustubifreiö FtB, framan viö skrifstofu félagsins aö Nóatúni ■ Hafsteinn Vilhelmsson, framkvæmdastjóri FtB gegnum banka. Ef óvænt útgjöld koma upp á geta skuldaviður- kenningarnar bjargað farar- eyrinum, þótt að skuldadögum komi siðar, þegar heim er kom- ið,” sagði Hafsteinn. Þörfin fyrir vega- b.iónustuna minnkað Tilgangurinn meö stofnun FIB fyrirtæpum 50árumsiðan var sá, að leitast við að sameina alla þá menn hér á landi, sem áhuga höföu fyrir bifreiðarekstri og bif- reiðanotkun, til þess að gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og stuðla að þvi, að öll umferð yrði sem öruggust og greiðust fyrir alla vegfarendur. „Segja má að markmið félags- ins i dag sé það sama og það var fyrirtæpum 50árumsiðan, þósvo að starfsemin hafi færst inn á nýjar brautir. Siaukin bifreiða- eign landsmanna krefst aukinnar þjónustu við félagsmenn”, sagði Hafsteinn. Sá þáttur þjónustu FIB sem allur almenningur hefur orðið hvað mest var viö i gegnum árin er vegaþjónustan. „Þörfin hefur minnkað geysimikið á undanförn um árum fyrir þessa þjónustu, aðallega vegna nýrri bifreiða og minni bilanatiðni. Engu aö sföur erum við með á milli átta og tiu bifreiða á sumrin i þessu, þar af eina sem er i eigu félagsins, en hinar leggja félagsmenn til. A siðasta sumrivoru framkvæmdar 42 viðgerðir á 65 úthaldsdögum, þannig aö það segir sig sjálft að verulegt tap er af þessari þjónustu. Við ætlum þó ekki að láta deigan siga, og munum halda henni áfram, eins og við höfum gert undanfarin 3040 ár með litl- um hléum. I framtiðinni munum við þó ieggja áherslu á að nýta talstöövar betur við þessa þjón- ustu, til að koma upplýsingum á milli manna, og höfum reyndar átt ágætt samstarf við farstöðva- eigendur i þessu sambandi, enda fjöldi FIB-manna innan þeirra vébanda. Nú FIB veitir félagsmönnum sinum ýmsa aðra þjónustu. Auk lögfræðiþjónustunnar sem getið erhér til hliðar, þá er starfandi á okkar vegum og Bilgreinasam- bandsins sáttaþjónusta sem innt er af hendi af viðurkenndum bif- vélavirkjameistara. Sáttamaöur- innyfirfer verkstæðisreikninga ef félagsmönnum finnst þeir hafa verið hlunnfarnir af bifreiðaverk- stæðum, en einnig sker hann úr um ágreiningsatriði er upp koma varðandi ábyrgðir á nýjum bif- reiðum. Þessimaður gefureinnig tæknilegar leiðbeiningar til félagsmanna sem litið þekkja til tæknilegrar uppbyggingar bif- reiðarinnar.og ýmsa ráðgjöf iþvi efni. Nú gefst félagsmönnum einnig tækifæri á aðfá bifreiðar þær, er þeir hyggjast kaupa eða selja yfirfarnar af fagmönnum á ýmsum verkstæðum gegn vægu gjaldi. Við bjóðum einnig upp á þjónustu af öðru tagi. sem eru af- slættir hjá viðgerðarverkstæðum af öllu tagi ca. 10-20%, afsláttur á hótelum í borginni frá 20-30% fyrir félagsmenn, og jafnframt 8% afslátt á öllum Eddu-hótelun- um hringinn i kringum landið á sumrin. Einnig aðstoðum við utanbæjarmenn við leit og útveg- un á varahlutum, sem þá vantar. Auk þess höldum við úti frétta- bréfi sem kemur til félagsmanna 4-5 sinnum áári.og gefum útbíla- blaöið Öku-Þór i samvinnu viö Frjálst framtak.” Miðar i rétta átt f vega- málum FIB hefur löngum látið vega- mál til sín taka, og hefur ekki þótt mikið til koma framkvæmda á þvi sviði. „Þetta hefur verið mik- ið baráttumál okkar um áratuga- skeið að vegiryrðu bættir. Lengst af höfum viö talað fyrir daufum eyrum, eða þar til á sfðasta ári þegar við fengum sérstakan mann til að vinna að-þessum mál- um meö viðtölum við ráðherra, þingmenn o.fl. Hvort sem það er okkur að þakka eða öðrum þá sýnist okkur þetta miða i rétta átt nú, og höfum loforð ráöherra fyrir þvi að nú verði gert átak i þessum efnum. Er stefnt aö þvi ao leggja slitlag á 130-180 kiló metra á ári héðan i frá. Það hefur verið talið aö nær 900 kilómetrar séu tilbúnir undir slitlag, en þá vinnu þarf að taka upp aftur, ef — FÍB stofn- setur ferða- skrifstofu. „Einbeitum okkur að skipulagi bifreiðaferða einstaklinga um Norður- lönd og Evrópu”, segir Hafsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmda- stjóri félagsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.