Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 14
14 Kvikmyndir og leikhús Laugardagur 13. febrúar 1982. kvikmyndahornið ■ Feiti Kinnur með félaga sinum. Tvær gjörólíkar myndir um börn ÆvintÝRlD l)M FEITA FINN (Fatty Finn). Leikstjórn: Maurice Murphy. Aðalhlutverk: Bert Newton, Noni Ilazelhurst, Gerard Kennedy, Lorraine Bayly, Ben Oxenbould. Framleiðandi: Brian Rosen, Astraliu, 1981. BARNAEYJAN (Barnens ö). Leikstjórn: Kay Pollack, sem einnig samdi handrit ásamt Ola Olsson og Carl Johan Seth eftir skáldsögu Jersilds. Aðalhlutverk: Thomas Fryk, Anita Ekström, Ingvar Ifirdwall, Hjördis Petterson, Sif Ruud. Framleiðandi: Svenska Filminstitutet, Treklövern HB, Sviþjóð, 198«. ■ Þessar tvær kvikmyndir töldusttil barnamynda á nýaf- staðinni kvikmyndahátið, en vart er þó hægt aö hugsa sér öllu ólikari myndir. 1 sögunni af feita Finn er allt i glensi og ævintýrum, en sænska myndin fjallar um ungling einan á ferð i stórborginni. Feiti Finnur mun vera vin- sæl teiknimyndapersóna i Ástraliu og á rætur sinar að rekja aftur til heimskrepp- unnar, og má greinilega finna merki þess uppruna hans i myndinni. Þar er annars búin til sérstök veröld hvað allt ytra umhverfi, klæðaburð og annað þess háttar snertir, en atburðarásin sjálf er hefð- bundin og þar af leiðandi klisjukennd. Þarna birtast góðu krakkarnir og hinir vondu, og eftir margvisleg átök bera þeir góðu að sjálf- sögöu sigur úr býtum, þó það nú væri. Ýmis uppátæki i myndinni eru þó skemmtileg svo sem froska- og geitakapp- hlaup þar sem svo sannarlega gengur á ýmsu. Það fer hins vegar litið fyrir léttleika eöa skemmtileg- heitum i Barnaeyjunni, sem er reyndar alls ekki barnamynd, þótt aðalpersónan Reine, sé ellefu ára að aldri. Hann býr einn með móður sinni, og hefur segulband að nánasta vini. Móðirin hyggst fara úr stórborginni um sumartimann til starfa annars staöar, og sendir hann á meðan i sumar- búðir á Barnaeyjunni svo- nefndu. En hann vill ekki fara, leikur á móður sina og verður einneftir i ibúðinni i stórborg- inni. Myndin íylgist siðan með honum og fólkinu, sem hann kynnist, en þaðer upp og niður eins og gengur, allt frá ein- mana miðaldra konum niður i pönkara og raggara. Inn i söguna blandast ótti Reine við að verða kynþroska og komast Reine á hjólaborðinu sínu á ferð um Stokkhólm. þar með á vald fýsnanna eins og fullorðna fólkið. Hann verður fyrir margvislegri lifs- reynslu, og ærið oft fyrir von- brigðum með það fólk, sem hann hittir, en þroskast þó við þau kynni og sannfærist loks um, að lifið sé þrátt fyrir allt þess virði að lifa þvi. Sá Reine, sem birtist i þess- ari mynd, er að visu fremur óvenjulegur ellefu ára drengur, og höfundur myndarinnar hefur sérdeilis mikinn áhuga á kynferðishlið málanna, en þrátt fyrir það er oftátiðum um raunsæja mynd að ræða af vandamálum þessa aidursskeiðs, auk þess sem ýmis einkenni þjóöfélagslegra vandamála i Sviþjóð eru dregin fram i dagsljósið. —ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ ★ ★ Járnmaðurinn ★ ★ ★ Báturinn er fullur ★ ★ *■ Stalker ★ ★ Barnaeyjan ★ ★ Systurnar ★ ★ Private Benjamin ★ Glæpurinn i Cuenca ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ 1941 Stjörnugjöf Tfmans **** frábær ■ * * * mjög göð ■ * * gód ■ ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.